Morgunblaðið - 18.11.2013, Side 9

Morgunblaðið - 18.11.2013, Side 9
FRÉTTIR 9Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2013 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Frá okkur færðu þvottinn hreinan og sléttan Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík www.bjorg.is • Sími 553 1380 ÞVOTTAHÚS EFNALAUG DÚKALEIGA Hlíðasmára 11 · 201 Kópavogur · Sími: 534 9600 · heyrn.is Heyrir þú illa í margmenni? Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu. Komdu í greiningu hjá faglærðum heyrnar- fræðingi Erum með allar gerðir af heyrnartækjum Finndu okkur á facebook Frí heyrnargreiningog ráðgjöfí nóvember Vestur-Íslending- urinn Walter Sopher, fyrrverandi forseti Íslenska þjóðræknis- félagsins í Norður- Ameríku og félagsins Norðurljósa í Ed- monton, lést í Ed- monton í Kanada í liðinni viku, áttræður að aldri. Fyrir um 40 árum fluttu Walter og Julie, eftirlifandi eiginkona hans, til Edmonton frá Mani- toba, en Walter var frá Riverton. Eftir að hann hætti í launaðri vinnu, lengst af bygg- ingarvinnu í norðurhluta Kanada, stofnuðu hjónin netverslunina Ice- landic Goods by Brendan árið 2000 og seldu íslenskar vörur um alla Norður-Ameríku og víðar. Þau sinntu jafnframt íslenska samfélaginu í Vesturheimi og þreyttist Walter aldrei á því að efla það og styrkja. Norðurljós, ís- lensk-kanadíska félagið í Edmon- ton naut heldur betur krafta hans, en hann reif félagið upp úr dvala og meira en tvöfaldaði fjölda fé- lagsmanna á fáum árum. Hann safnaði bókum um íslensk- kanadísk samfélög vestra, kynnti sér hverjir voru af íslenskum ætt- um, hringdi í eða heimsótti fólk, jafn- vel um langan veg, og skráði það í sam- félag Vestur- Íslendinga. Hann hafði áhyggjur af því að samfélagið logn- aðist út af ef ekkert væri að gert og brýndi stöðugt fyrir öðrum að vera vel á verði hvað þetta varðaði. Walter lét allt sem íslenskt var sig miklu varða. Þegar hann var formaður Norðurljósa fyrir tæpum áratug ákváðu Ís- lendingafélögin í Calgary og Ed- monton að greiða áskrift að blaðinu Lögbergi-Heimskringlu fyrir alla félagsmenn og lögðu þannig sitt af mörkum til að tryggja áframhaldandi útgáfu blaðsins. Á þjóðræknisþinginu í Calgary 2008 var Walter Sopher heiðraður fyrir óeigingjarnt starf fyrir Þjóð- ræknisfélagið í átta ár. Walter Sopher lést 12. nóv- ember sl. og minningarathöfn var haldin í Edmonton sl. föstudag. Hann lætur eftir sig eiginkonu, átta börn og fjölda barnabarna og barnabarnabarna. Andlát Walter Sopher Elding sást á himni í Reykja- vík snemma morguns í gær. Starfsfólk Veð- urstofunnar sá eldinguna en hún kom hins vegar ekki fram á mæl- um. Eldingunni sló niður í loftnet leigubílastöðvarinnar BSR sem er á þaki Hótels Sögu, skemmdi sendinn og raskaði talstöðvarsambandi. Samkvæmt upplýsingum frá BSR heyrðu bílstjórarnir í starfs- mönnum skiptiborðsins á leigubíla- stöðinni en gátu ekki svarað vegna bilunarinnar. Viðgerðarmenn voru kallaðir út og var varastöð tekin í notkun. Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðustofu Íslands, segir að í sjálfu sér sé ekki óvenjulegt að eld- ingar verði í þeim veðurfarslegu aðstæðum sem mynduðust. Eldingu sló niður í loftnet BSR og raskaði sambandi Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Stærsta mál kirkjuþings sem nú situr er frumvarp til nýrra þjóð- kirkjulaga. Samkvæmt því verður vald kirkjuþings aukið. Miklar um- ræður hafa orðið um málið og tengd mál. „Þetta mál hefur fengið jákvæða umsögn hér á þinginu. Kirkju- þingsmenn eru að átta sig á því að þetta eru rammalög. Kirkjuþing er að fá aukin völd, sérstaklega til að setja ítarlegri starfsreglur um fjár- mál sókna, um kirkjuþingið sjálft og um það hvernig kirkjuráðið er skipað. Þá er fjárstjórnarvaldið fært til kirkjuþings,“ segir Ásbjörn Jónsson kirkjuráðsmaður, formað- ur milliþinganefndar sem útbjó frumvarpið. Með lögum sem samþykkt voru árið 1997 fékk þjóðkirkjan aukið sjálfstæði til að ráða eigin málum. Unnið hefur verið að endurskoðun laganna síðan með það að markmiði að auka enn frekar sjálfstæði kirkj- unnar undir stjórn kirkjuþings. Í athugasemdum með frumvarp- inu sem nú liggur fyrir kirkjuþingi og gekk til nefndar í gær eftir um- ræður kemur fram að ekki er stefnt að umbyltingu á stjórnkerfi þjóðkirkjunnar og starfsemi henn- ar. Hins vegar sé kveðið á um ýmis nýmæli sem leiða til breytinga á starfsháttum og ákvörðunum. Lagt er til að kveðið verði á um það í lögum að hin evangeliska lút- erska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi. Auk fjárstjórnarvaldsins er kveðið á um að kirkjuþing skuli setja kirkjunni starfsreglur, meðal annars um starfssvið biskups Ís- lands. Spurningar um vígslubiskupa Ásbjörn býst ekki við að frum- varp til nýrra þjóðkirkjulaga verði samþykkt fyrr en á framhaldsfundi kirkjuþings. Hins vegar er stefnt að því að afgreiða frumvarp þar sem kveðið er á um breytingar á nokkrum greinum núverandi laga sem talin er þörf á að breyta fyrr. Veigamesta atriðið er að fjárstjórn- arvaldið færist frá kirkjuráði til kirkjuþings. Einnig er lagt til að brott verði felld ákvæði um úr- skurðarnefnd og áfrýjunarnefnd þjóðkirkjunnar. Það er gert í sparnaðarskyni og til einföldunar. Lagt er til að þau mál sem ekki er hægt að leysa innan kirkjunnar fari fyrir almenna dómstóla. Á kirkju- þingi í gær var mikið spurt um þriðja atriðið sem er að fella niður ákvæði um aðsetur vígslubiskupa og um biskupafund. Ásbjörn segir að í þessum tillögum felist ekki ákvörðun um að færa aðsetur vígslubiskupanna frá Hólum og Skálholti heldur þyki rétt að kirkj- an sjálf ákveði slík atriði, frekar en Alþingi. Kirkjuþing annist fjárstjórn  Völd kirkjuþings aukin, samkvæmt frumvarpi til nýrra þjóðkirkjulaga sem rædd eru á kirkjuþingi þessa dagana  Liður í að auka sjálfstæði kirkjunnar Setning Kirkjuþing var sett sl. laug- ardag. Agnes Sigurðardóttir biskup. Katrín Ásgrímsdóttir kirkju- ráðsfulltrúi mælir í dag fyrir frumvarpi um skipan prests- þjónustunnar. Það er samið af nefnd sem kosin var á síðasta kirkjuþingi. Í tillögunum er lagt til að komið verði á svonefndum samstarfssvæðum um allt land þar sem prestum verði gert að vinna saman að prestsþjónustu undir forystu prófasts. Einnig eru settar viðmið- unarreglur um þjónustuna og prestsembættum endurraðað. Það og fækkun prestsembætta vegna samdráttar í tekjum kirkjunnar hefur í för með sér að prestum fækkar víða um land, frá hálfu stöðugildi til eins og hálfs en fjölgar í stórum sóknum í mesta þétt- býlinu. Samstarf um allt land TILLAGA Á KIRKJUÞINGI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.