Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.11.2013, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Svanhildur Eirík Lestrarstund Ingibjörg Bryndís Hilmarsdóttir, leikskólafulltrúi Reykjanesbæjar, kíkti í sögustund á Bókasafni Reykjanesbæjar en þangað koma börn á hverjum virkum degi. skriftir, fellur hún aldrei úr gildi. Uppskriftin er svona: 1. Að lesa fyrir barnið strax frá fæðingu (15 mínútur á dag nægja). 2. Að hafa bækur til taks fyrir barnið til að handfjatla og jafnvel bíta í. Pantið bækur fyrir barnið í af- mælis- og jólagjafir. Fáið ykkur bókasafnskort. 3. Að sýna gott fordæmi. Barn sem venst því frá fæðingu að sjá fjölskylduna lesa bækur er líklegra til að gera slíkt hið sama. Það getur samt sem áður vafist fyrir fólki hvernig það á að hegða sér í kringum lesturinn og þá er gott að geta leitað ráða hjá fagfólki. Einn þeirra rithöfunda og fræðimanna sem hefur gert læsi með ungum börnum að ævistarfi er hin ástralska Mem Fox sem heldur úti heimasíð- una, www.memfox.com. Auk þess sem hægt er að hlusta á Mem lesa deilir hún á vef sínum 10 hollráðum til uppalenda:  Eyddu að minnsta kosti 10 hamingjuríkum mínútum á dag í að lesa upphátt fyrir barnið.  Lestu minnst 3 sögur á dag (stuttar), það má vera sú sama þrisvar. Börn þurfa að heyra um 1.000 sögur áður en þau læra að lesa.  Lestu með látbragði. Hlust- aðu á þína eigin rödd og láttu hana ekki vera flata né þreytandi. Vertu afslappaður og vertu hávær, skemmtu þér og hlæðu mikið.  Hafðu gaman af lestrinum og láttu gleðina skína í gegn. Bæði sá sem les og sá sem hlustar upp- skera mikla ánægju fyrir vikið.  Lestu sögurnar sem barnið hefur yndi af aftur og aftur og aftur. Hafðu alltaf sömu áherslurnar í sömu sögunum.  Notaðu tungumálið til hins ýtrasta með því að tala við barnið um efni bókarinnar eða syngdu fyrir það, farðu með þulur eða hafið hátt saman með ýmsum klappleikjum.  Leitaðu eftir rími, takti og endurtekningu í bókum fyrir ung börn og gangið úr skugga um að bókin sé stutt.  Búðu til leiki í kringum það sem þú og barnið sjáið á blaðsíðunni, eins og af finna staf barnsins og þess sem les. Hafið í huga að lestur er aldrei vinna, heldur frábær leikur.  Ekki vera að kenna barninu að lesa og ekki gera andrúmsloftið þrúgandi.  Lestu upphátt fyrir barnið á hverjum degi af því að þú nýtur samvista við barnið, en ekki af því að þú ættir að gera það. Segull Er með góðum ráðum sem gott er að hafa til að minna sig á. Býður afslátt » Í tilefni lestrarvikunnar mun Eymundsson í Reykja- nesbæ bjóða afslátt á barna- bókum 20.-22. nóvember. Bók er t.a.m. góð í jólapakkann. » Börn að 18 ára aldri fá ókeypis bókasafnsskírteini á Bókasafni Reykjanesbæjar. Auk þess er bókakoffort frá safninu í 9 leikskólum í bæn- um, svo aðgengi að bókum er gott. » Nytjamarkaðir eiga marg- ir gott úrval af barnabókum og það er um að gera að heima- sækja þá og kíkja á úrvalið. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 18. NÓVEMBER 2013 HOLA, félag spænskumælandi á Ís- landi, stendur í dag fyrir bók- menntadagskrá á tungumálatorginu Café Lingua í aðalsafni Borgar- bókasafns, Tryggvagötu 15. Dag- skráin hefst klukkan 17.30 er að- gangur ókeypis. Að vanda verður margt góðra gesta og má þar nefna þá Elías Knörr, Juan Camilo Román og Kristin R. Ólafsson Allir eru þeir spænskumælandi og búsettir á Íslandi. Þeir munu lesa úr verkum sínum og fer dagskráin bæði fram á íslensku og spænsku. Í framhaldi af þessari dagskrá stend- ur HOLA fyrir listaverkasýningu í Bíó Paradís með verkum eftir spænskumælandi listamenn sem einnig eru búsettir á Íslandi. Café Lingua er ætlað öllum þeim sem hafa áhuga á tungumálum, samskiptum og fjölbreyttri menn- ingu. Þar gefst fólki tækifæri til að spjalla á móðurmálinu eða spreyta sig á öðrum málum. HOLA og Café Lingua verða að sjálfsögðu með heitt á könnunni klukkan 17:30. Kristinn R. Ólafsson fjallar um bókmenntir og listir Spænskumælandi í forgrunni á Café Lingua Morgunblaðið/Þorkell Café Lingua Mánudagar eru tungumáladagar á Borgarbókasafninu. Þeir, sem langar að upplifa meiri tilhlökkun og minni streitu við jóla- undirbúninginn, geta nýtt sér eft- irfarandi aðferðir. Forgangsröðun verkefna getur létt lund þegar þeim er raðað eftir mikilvægi, getu og tíma sem og hjálpað okkur að grisja út þau verk- efni sem eru óþörf. Að deila verk- efnum með öðrum í fjölskyldunni minnkar álag á hvern og einn og þá vinna allir saman að því að eiga gleðileg jól. Einnig er gott að temja sér að ræða við sjálfan sig með orðunum „ég vil“ og „mig langar“ að gera hitt og þetta í stað þess að setja óþarfa pressu með orðunum „ég verð“ og „ég skal“. Að lokum er gott að minna sig á, að ef óttinn og áhyggjurnar fara að gera vart við sig, þá er hægt að ná aftur hugarró með því að tala við sjálfan sig eins og við værum að tala við okkar besta vin, á róandi og hvetjandi máta. Lausnamiðað hugarfar minnkar streitu og áhyggjur og með aukinni æfingu verður auðveldara að öðlast hugarró. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Jólin Þessi árstími er ekki endilega sá besti í huga allra. Forgangsröðun gæti lagað jólastressið og hjálpað fólki að njóta aðventunnar.  Heilsustöðin sálfræði- og ráðgjafarþjón- usta,Skeifunni 11a, 108 Reykjavíkwww- .heilsustodin.is Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.