Morgunblaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2014
Malín Brand
malin@mbl.is
Ragnheiður Guðfinna hef-ur í fjölda ára unnið íheilsugeiranum. Nú erhún að ljúka meistara-
gráðu í sálfræði en hefur síður en
svo snúið baki við heilsutengdum
málefnum. „Ég starfaði sem
einkaþjálfari á sínum tíma og þess
á milli hef ég verið að sitja fyrir
og oftast tengist það heilsu. Nú er
ég að klára félags- og vinnusál-
fræði og hef ofboðslega mikinn
áhuga á öllu sem heitir vellíðan á
sál og líkama,“ segir Ragnheiður.
Hugmyndin
Ekki er langt síðan maður
nokkur að nafni Ólafur Sólimann
hafði samband við Ragnheiði og
bar upp við hana áhugaverða hug-
mynd. Það vill svo til að Ólafur
var einn af fyrstu viðskiptavinum
Ragnheiðar þegar hún hóf störf
sem einkaþjálfari.
„Hann er ofboðslega mikill
frumkvöðull, leiðtogi og hafsjór af
fróðleik. Hann er oft aðeins á
undan öðrum og þarna kom
hann með þá hugmynd að
setja á markað nýtt
orkufæði,“ útskýrir
Ragnheiður og
þar með
hófst
sam-
starfið
um inn-
flutning á
Moringa. Auk þeirra
tveggja er kona Ólafs,
Anna María sem er snyrti-
Undratréð á
Indlandi vakti þau
Til er ákaflega merkileg planta, trjáplanta, sem vex bæði í Himalaja og á Norð-
vestur-Indlandi og ber nafnið Moringa oleifera. Í laufblöðum plöntunnar er að
finna yfir 90 næringarefni og segja margir að blöðin teljist til ofurfæðu. Nú hafa
þrír Íslendingar hafið innflutning á þessari merkilegu næringu og selja hana und-
ir merkjum Heilsufólksins. Ragnheiður Guðfinna Guðnadóttir er ein þeirra.
Rúmlega 7.500 gamalmenni sem
lifðu helför nasista af búa nú á sér-
stökum heimilum á vegum Amigour í
Ísrael en 30.000 til viðbótar eru á
biðlistum til að komast þar að.
Amigour er góðgerðarstofnun sem
hóf starfsemi árið 1972. Hugmynda-
fræðin að baki stofnuninni er að
virða það fólk sem upplifði helförina
og að hjálpa því að eiga friðsælt ævi-
kvöld.
Stofnunin er bæði með vefsíðu og
Facebook-síðu og þar er margt
áhugavert að finna.
Amigour hefur látið reisa um 1.300
íbúðir eða hús fyrir þennan sérstaka
hóp fólks en sem fyrr segir er tölu-
verður fjöldi enn í vanda vegna skorts
á úrræðum.
Á Facebook-síðunni er að finna
ótrúlegar sögur fólks sem komst lífs
af úr útrýmingarbúðum nasista í
seinni heimsstyrjöldinni.
Vefsíðan www.facebook.com/pages/Amigour
Reuters
Minnismerki Í Berlín er að finna minnismerki um þá sem létust í helförinni.
Helförin sem seint gleymist
Víða er þrettándagleðin haldin í
fyrri kantinum þetta árið og ýmis
félög valið föstudaginn 3. janúar til
þess. Hin árlega þrettándagleði
Karlakórs Hreppamanna verður
haldin föstudagskvöldið 3. janúar í
félagsheimilinu á Flúðum.
Bó & Co munu halda uppi fjöri
með þeim hætti sem þeir eru vanir.
Bó & Co skipa þeir Björgvin Hall-
dórsson, Matti Matt og Rokk-
abillýbandið.
Forsala miða er í verslun Sam-
kaupa/Strax á Flúðum og er aldurs-
takmark á gleðina tuttugu og fimm
ár.
Endilega …
… komdu við á
þrettándagleði
Morgunblaðið/Kristinn
Bó Þrettándagleðin er á morgun.
Fjölmargir hafa stutt við bakið á
skátum á Íslandi með því að gefa
skilagjaldsskyldar umbúðir til stuðn-
ings skátastarfinu.
Söfnunargámar merktir Grænum
skátum með hvatningu um að breyta
dósum í káta skáta eru víða og hafa
þeir verið vel nýttir á síðustu miss-
erum.
Allur ágóði Grænna skáta rennur
beint til uppbyggingar skátastarfs á
Íslandi.
Með því að gefa dósir er verið að
efla endurvinnslu á Íslandi og gefa
ungu fólki tækifæri á að iðka þrosk-
andi tómstundastarf hjá öflugum for-
varnar- og æskulýðssamtökum.
Eins og mörgum er kunnugt er
Bandalag íslenskra skáta rekið að
mestu fyrir sjálfsaflafé og er rekstr-
areiningin Grænir skátar mikilvægur
þáttur af starfsemi þess.
Fyrir þetta eru skátarnir þakklátir
og vonast til að landsmenn hugsi til
þeirra áður en dósum er hent eða far-
ið með þær annað.
Stuðningur við skátastarfið á Íslandi
Skátarnir þakka fyrir sig
Þakklæti Skátar úr skátafélaginu Mosverjum, Mosfellsbæ, þakka stuðninginn.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Skeifunni 8 | Kringlunni | sími 588 0640 | casa.is
Gleðilegt ár kæru landsmenn
Starfsfólk Casa óskar
landsmönnum öllum
velfarnaðar á nýju ári
með þökkum fyrir viðskiptin á
árinu sem er að líða