Morgunblaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2014 Öðruvísi flísar Bæjarlind 4, Kópavogur S: 554 6800 Njarðarnesi 9, Akureyri S: 466 3600 www.vidd.is Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gengið hefur verið frá ráðningu sex nýrra dýraeftirlitsmanna á vegum Matvælastofnunar. Fyrr í vetur var tilkynnt um ráðningu fólksins en þegar á reyndi var ekki hægt að ganga frá ráðningarsamningum vegna þess að ekki var gert ráð fyrir kostnaði við laun þeirra eða starfs- kostnað í fjárlagafrumvarpi. Við þriðju umræðu um fjárlaga- frumvarp var samþykkt tillaga um samtals 74 milljóna króna fjárveit- ingu til að framkvæma ný lög um vel- ferð dýra og búfjáreftirlit sem taka gildi í upphafi nýs árs. Annars vegar er 44 milljóna króna fjárveiting og hins vegar 30 milljóna króna tíma- bundin fjárveiting vegna innleið- ingar laganna. Þegar frumvarpið um velferð dýra var kostnaðarmetið var áætlað að kostnaður yrði 115 milljónir á ári fyrsta árið og 106 milljónir á ári eftir það. Ekki er þetta allt nýr kostnaður því sveitarfélögin hafa annast búfjár- eftirlit og Umhverfisstofnun haft eft- irlit með gæludýrum. Þá var nýlega samþykkt frumvarp til breytingar á lögunum sem lækkar kostnaðinn um einhverjar milljónir. 74 milljóna króna fjárveiting er eigi að síður töluvert langt frá áætluðum kostn- aði. Dýraeftirlitsmennirnir eiga að taka til starfa í dag, 2. janúar, og hafa starfsstöðvar á sex stöðum úti um landið. Sigurborg Daðadóttir yf- irdýralæknir viðurkennir að skamm- ur tími sé til stefnu en unnið sé að því á fullu að taka við þessum nýjum starfsmönnum. Hún segir að stefnt sé að því að einn starfsmaður fari á hvert býli og sinni þar öllu eftirliti og öflun hag- talna um fóður og fjölda búfjár. Helsta breytingin sé hvað eftirlitið sé víðtækt. Strax þurfi þó að ganga í það að áhættustýra eftirlitinu því vegna minni fjármuna verði ekki hægt að fara heim á hvern einasta bæ eins og gert hafi verið í áratugi. Dýraeftirlitsmennirnir eiga einnig að hafa eftirlit með velferð gæludýra. Spara þarf í dýraeftirliti  Fjárveiting fékkst til að framkvæma ný lög um velferð dýra og ráða sex dýraeftirlitsmenn  Kostnaður var áætlaður mun meiri Morgunblaðið/Sigurður Bogi Sauðfé Dýraeftirlitsmennirnir taka til starfa í dag á sex starfsstöðvum. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Hitastig sjávar virðist skipta höfuð- máli fyrir afkomu lundastofnsins. Líklegast þykir að það gerist í gegn- um áhrif sjávarhita á sandsílin, beint eða óbeint. Sandsílin eru mjög mik- ilvæg fæða lundans og lundapysjunn- ar. Stofnhrun hjá lundanum sunnan- og vestanlands virðist fylgja hlý- skeiðum í Norður-Atlantshafi (Atlan- tic Multidecadal Oscillation – AMO). Tölur um lundaveiði í háf í Vest- mannaeyjum allt frá árinu 1880 og til dagsins í dag sýna að veiðin sveiflast í öfugu hlutfalli við sjávarhitann. Hlýjum sjó fylgir minni lundaveiði og köldum sjó fylgir meiri lundaveiði. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu fuglafræðinganna Erps Snæs Han- sen og Arnþórs Garðarssonar, sem birt er á heimasíðu Náttúrustofu Suðurlands (www.nattsud.is). Um er að ræða skýrslu til Veiðikortasjóðs sem kom út í desember 2013. Þar er fjallað um vöktun viðkomu, fæðu, líf- tölu og könnun vetrarstöðva lundans. Fyrsti vetur sandsílanna Í skýrslunni má m.a. lesa mjög for- vitnilegan kafla um áhrif sjávarhit- ans á afkomu sandsílanna fyrsta vet- ur ævi þeirra. Rannsóknir hafa sýnt að efnaskiptin í sílunum, líkt og í fleiri fisktegundum, verða hraðari eftir því sem sjórinn er hlýrri. Erpur Snær sagði að því hlýrri sem sjórinn er að vetri því stærri verði sílin að vera að hausti til að lifa af veturinn. „Líkamsbruninn verður hraðari með hærri sjávarhita,“ sagði Erpur Snær. Hann sagði að síli hefðu verið sett í fiskabúr með föstu hitastigi og var fylgst með því hvað þau léttust mikið á ákveðnu tímabili. Á þeim grundvelli var smíðað spálíkan. Niðurstaða mælinga sýndi að líkanið var mjög nákvæmt. Lundaveiðar og sjávarhiti Lundaveiðar í háf í Vestmannaeyj- um eru ákveðinn mælikvarði á nýlið- un lundastofnsins. Ástæðan er sú að lundaveiðitímann ber upp á það tíma- bil sumarsins sem ungur geldfugl kemur af hafi og hefst við á sjónum við lundabyggðirnar. Hann flýgur síðan með brúnum lundabyggðanna og er háfaður. Sé mikið af ungfugli veiðist mikið, sé lítið af honum til staðar veiðist lítið. Fæðuframboð hefur einnig áhrif á lundaveiðina því sé lítið að éta lætur ungfuglinn sig hverfa á gjöfulli slóðir. Til eru upplýsingar um mánaðar- meðalhitastig yfirborðs sjávar á Sel- vogsbanka allt aftur til ársins 1877. Erpur Snær bar saman lundaveiði í Vestmannaeyjum og útreiknaða lág- marksstærð sandsíla svo þau lifðu af sinn fyrsta vetur á Selvogsbanka, byggt á sjávarhitanum. Niðurstöð- urnar benda til þess að fleiri síli drepist að vetri á hlýskeiðum en á kaldskeiðum í sjónum að jafnaði. Þörungablómi og rauðáta Vöxtur sandsílanna fyrsta sumar- ið ræðst af fæðumagninu í sjónum. Fæða þeirra er áta, aðallega rauðáta. Magn rauðátunnar ræðst af vor- blóma þörunga. Þörungablóminn hefur mikil áhrif á tímasetningu og magn rauðátu og þar af leiðandi einnig á fæðuframboð sandsílanna og vöxt þeirra. Nú er unnið að út- reikningum á samspili magns og tímasetningar þörungablómans og þess hvort sandsílin ná lágmarks- stærð til að lifa af fyrsta veturinn samkvæmt sérstöku vaxtarlíkani fyrir sandsíli á Selvogsbanka. Nið- urstöðurnar eru væntanlegar á næsta ári. „Það er mjög líklegt að þetta sé lykillinn að lífslíkum sandsílisins á veturna,“ sagði Erpur Snær um þör- ungablómann. Reynist það svo þá bendir allt til þess að hlýnunin í sjón- um undanfarin ár eigi mestan þátt í slæmri viðkomu sandsílisins. Þá benti Erpur Snær á að sjórinn hér við land sé alla jafna heitastur á um- ræddu svæði við suðurströndina. Morgunblaðið/RAX Lundar í Ingólfshöfða Undanfarin ár hafa verið lundastofninum erfið, ekki síst við suður- og vesturströndina. Lundinn líður vegna hlýnunar hafsins  Lundaveiði hefur sveiflast í öfugu hlutfalli við sjávarhita Guðni Einarsson gudni@mbl.is Biskup Íslands, Agnes M. Sigurð- ardóttir, og forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, gerðu bæði nei- kvæða umræðu á netinu og í sam- félagsmiðlum að umræðuefni í gær. „Það er ljótt að sjá það á blogg- síðum og í athugasemdakerfum á netinu þegar lítið er gert úr skoð- unum fólks, það hreinlega lagt í ein- elti með sífelldu niðurtali og háði,“ sagði Agnes biskup í nýárspredikun. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sagði m.a. í nýársávarpi sínu að Eric Schmidt, stjórnandi Go- ogle, hefði í nýrri bók um áhrif nets- ins og samfélagsmiðla „lýst á skarp- an hátt hvernig þessi nýja tækni opnar flóðgáttir neikvæðni, illmælgi og jafnvel haturs – löngunin til að höggva helsti hvatinn í síbylju bloggsins“. „Frít spil“ á netinu Andrés Magnússon, blaðamaður og fjölmiðlarýnir sem býr í Eng- landi, sagði að neikvæð umræða hefði þekkst á netinu allt frá upp- hafi. Hann nefndi til dæmis Usenet sem varð til í lok 8. áratugar síðustu aldar. Þar gátu notendur skrifað í skjóli nafnleyndar og kom fljótt í ljós að nafnleysinu gat fylgt ákveðið skefjaleysi í ummælum. Andrés sagði að flestir væru undir nafni á Facebook og þar töluðu menn yf- irleitt varlega, þó ekki allir. „Mig grunar að það sé vegna þess að menn séu orðnir vanir því að á netinu megi ganga býsna langt,“ sagði Andrés. „Fjölmiðlar eru ekki lengur hlið- verðir þjóðmálaumræðunnar eins og þeir voru,“ sagði Andrés. Hann sagði að nú hefðu allir „frítt spil“ á netinu. Ýmsir breskir fjölmiðlar væru með spjallkerfi og væri mis- jafnt hvað þeir hreinsuðu mikið út af athugasemdum. Á sumum fjöl- miðlum væðu uppi „allskonar bull- ur“ að sögn Andrésar. Hann sagði að þeir fjölmiðlar sem leyfðu lítt heftan óhróður í athugasemdakerf- um sínum mörkuðust af því og misstu álit og virðingu. Óbeisluð og óhefluð umræða Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, kvaðst geta tekið undir það að um- ræðan á netinu væri stundum mjög hörð, jafnvel óbeisluð og óhefluð. „Umræðan hér hefur líklega allt- af verið rætin, meðal annars af því að hún er svo oft persónuleg, það er farið í manninn frekar en málefnið. Slík umræða lýsir hvorki upp um- ræðuefnið né færir okkur nær vit- rænum niðurstöðum. Ef fólk sem tekur þátt í opinberri umræðu á það á hættu að verða fyrir miklum per- sónulegum árásum er hætt við að það veigri sér við að taka þátt í um- ræðunni. Það getur haft vond áhrif á samfélagið í heild sinni,“ sagði Sal- vör. En er hægt að laga þetta? „Ég hef ekki neina töfralausn á því. En ef við viljum bæta þetta verðum við að taka höndum saman um að hafa umræðuna öðruvísi en hún er. Við eigum ekki að sýna svona rætinni umræðu umburð- arlyndi. Ég hef alltaf haft trú á því að ef við viljum bæta samfélagið þá getum við gert það með samstilltu átaki.“ Morgunblaðið/Friðrik Óbeisluð netumræða Umræðan á netinu getur verið mjög óvægin og hörð. Bæði biskupinn og forsetinn nefndu það í ræðum sínum á nýársdag. Neikvæðni, ill- mælgi og hatur  Umræðan á netinu í nýársræðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.