Morgunblaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2014 ✝ Richard Þór-ólfsson var fæddur 9. maí 1919 í Húsey í Tungu- hreppi, Norður- Múlasýslu. Hann lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð 24. des- ember 2013 Foreldrar hans voru Þórólfur Richardsson, fædd- ur 8. ágúst 1852 Í Árnagerði við Fáskrúðsfjörð, hann lést á Akureyri 30. júlí 1934 og Sæbjörg Ísleifsdóttir, fædd 6. júlí 1881 á Steinboga í Hjaltastaðaþinghá, látin 18. janúar 1979. Richard átti fjög- ur systkini. Þau voru Snorri Þórólfsson, fæddur 30. janúar. 1885, látinn, 8. maí 1920, Guðný Þórólfsdóttir, fædd 26. júlí 1889, látin 3. apríl 1979, Gróa Ingigerður Þórólfsdóttir, fædd 24. desember 1902, látin 8. febr- úar 1926, Björn Þórólfsson, fæddur 2. október 1910, látinn 30. júní 1986. Þann 20. júlí 1957 kvæntist Richard eftirlif- andi eiginkonu sinni, Ally Aldísi Lárusdóttur. Richard og Ally eignuðust tvær dætur, þær eru: Anna Richardsdóttir, fædd 10. októ- ber 1959, eiginmaður Wolfgang Frosti Sahr, fæddur 5.júní 1958. Börn þeirra eru: Urður Steinunn Önnudóttir Sahr, unn- usti hennar er Ernesto Camilo Valdés, og Áki Sebastian, unn- usta hans er Anne Belanant, Sæbjörg Richardsdóttir, fædd 3. ágúst 1962, eiginmaður Ólaf- ur Magnússon, fæddur 24. febr- úar 1962. Synir þeirra eru Magnús Addi Ólafsson, kvænt- ur Laura-Ann Murphy og Rich- ard Helgi Ólafsson. Richard flutti með foreldrum sínum frá Húsey 1923 að Tungu á Bakkagerði í Borg- arfirði eystra. Þar bjó hann til 1930 þegar fjölskyldan fluttist til Akureyrar, vegna veikinda föður hans. Hann stundaði nám við Barnaskóla Akureyrar. Hann fór ungur að vinna sem léttadrengur í saltfiski með móður sinni og um fermingu fór hann að vinna í skóverk- smiðju J. S. Kvaran. Hann gerði skógerð að ævistarfi sínu og vann lengst af sem fram- kvæmdarstjóri á Iðunni skó- gerð. Um 14 ára aldur byrjaði Ricard í skátahreifingunni á Akureyri. Hann var skáti alla tíð þar eftir eða í 80 ár. Útför Richards fer fram frá Akureyrarkirkju, 2. janúar 2014 og hefst athöfnin kl. 13.30. Richarð Þórólfsson gerðist skáti í Skátafélagi Akureyrar ungur maður. Þar gegndi hann ýmsum foringjastörfum, lék í mandolínhljómsveit skáta og fór á alheimsmót skáta í París árið 1947 en það mót sótti stór hópur ís- lenskra skáta. Árið 1957 var því fagnað víða um heim að skátahreyfingin átti 50 ára afmæli. Margir undruðust hve fjölmenn og sterk hreyfingin var orðin enda höfðaði hún vel til barna og ungmenna. Um þetta leyti var að myndast önnur hreyf- ing, en fullorðið fólk sem hafði átt góða daga í skátastarfi, vildi gjarnan halda áfram að starfa í hópi góðra félaga á sínum for- sendum. Gamlir skátar á Akur- eyri voru fljótir að taka við sér og stofnaði hópur vaskra manna og kvenna St. Georgsgildið á Akur- eyri árið 1960. Rikki var einn af stofnendum og einnig hans góða kona, Allý Aldís Lárusdóttir. Þar starfaði hann allt fram á síðustu ár og lagði öllum góðum málefn- um lið. Mætti á flesta fundi og sló glaður sína gítarstrengi. Rikki var einstakt prúðmenni og góð fyrir- mynd hinum yngri. Á þingi skáta- gildanna á Íslandi í vor mætti hann á kvöldvökuna öllum til mik- illar ánægju. Nú er hann farinn heim, þessi gamli góði skáti, og skilur eftir sig góðar minningar hjá okkur sem deildum með honum skátahug- sjóninni. Ég kveð hann með vísu eftir annan gildisfélaga, Hörð Zóp- haníasson: Gleðin hún er gæfan mesta, gleðibrosið smitar flesta, skuggum eyðir, vekur vorið, vermir, yljar, léttir sporið. F.h. Skátagildanna á Íslandi, Hrefna Hjálmarsdóttir Í dag kveðjum við góðan vin úr St. Georgsgildi skáta á Akureyri, Richard Þórólfsson. Rikki, eins og hann var jafnan kallaður, var einn af stofnendum St. Georgsgildisins á Akureyri. Hann starfaði með skátunum frá barnsaldri og á full- orðinsárum starfaði hann ötullega með gildinu í rúmlega 50 ár. Hann var lífið og sálin í hópnum þegar menn gerðu sér glaðan dag með gítar og söng og einnig var hann kraftmikill og duglegur í öðrum verkefnum sem við sinntum. Hans verður sárt saknað. Að leiðarlokum langar okkur að gera hluta úr ljóði Ása í Bæ að okkar kveðju. Við leiðarenda, vinur, hve lágvær ég er og langsótt í orðanna sjóð – mér finnst eins og allt hafi þagnað með þér og þrotið hvert stef og hljóð. Um lífssjóinn berumst við stað úr stað en stundum það hverfur úr sefa að manngildið einungis mælist við það hve mikið þú átt til að gefa. Og það var nú einmitt þitt sérstaka svið – að sjá hvað þú hreinn og glaður öllu því fegursta lagðir lið – lífinu sannur maður. Og þannig þú varðveitir æskunnar eld og upprunalegasta róminn; karlmennska verður ei keypt eða seld sem kveður sín lög fyrir blómin. Mín þökk er djúp eins og tregans tár – en traustur skal sá hlynur er hlúðir þú að í öll þau ár sem við áttum saman, vinur. Við vottum eiginkonu hans, kærri vinkonu okkar og félaga, Aldísi Lárusdóttur, og fjölskyldu hennar okkar innilegustu samúð og biðjum Guð að blessa minningu um góðan dreng. Fyrir hönd félaga og vina úr St. Georgsgildinu á Akureyri. Þórey Bergsdóttir. Richard Þórólfsson ✝ Alda SigrúnHalldórsdóttir Hansen fæddist 6. ágúst 1970. Hún lést 14. nóvember 2013. Foreldrar henn- ar voru Borghild- ur Ingvarsdóttir frá Grænuhlíð í Gleráhverfi á Ak- ureyri og Halldór Guðlaugsson frá Merkigili í Eyjafjarðarsveit. Systkini Öldu eru Guðlaugur, f. 1968, Júlía, f. 1969 og Ingvar Vigur, f. 1973. Alda giftist Lennard Hansen 1996, og eru börn þeirra: Ari Vigur, fæddur 5. jan 1999 og Eva Ró, fædd 8. des 2000 Alda Sigrún var fædd á Akureyri en fluttist til Hrís- eyjar 4 ára og bjó þar til 1978 er hún fluttist til Færeyja með foreldrum og systkinum og bjó þar til 1983, er þau fluttust aftur heim til Íslands. 1986 fór Alda á ný til Færeyja en þá var Júlía systir hennar búsett þar. Þar vann hún í fiski og kynntist þar manni sínum, Lennard Hansen, sem reyndar var æskuvinur hennar og hófu þau sambúð á Íslandi 1992 en fluttu svo til Óðinsvéa og bjuggu þar með börnum sínum þar til hún lést. Útför Öldu hefur farið fram Alda var söngelsk og hafði sungið í kórum, hún var listræn mjög og eftir hana liggja fal- legir munir, bæði keramik og postulín, var orðin stúdent og byrjuð í kennaraskólanámi í Óð- insvéum þegar hún veiktist af krabbameini fyrir sex árum sem dró hana til dauða. Hún var alla tíð höfðingi heim að sækja þrátt fyrir veikindi sín og við Sunna dóttir mín vorum búnar að eyða þar góðum stundum með henni. Bogga, Dóri, Lenn- ard og börn, megi guð styrkja ykkur í sorginni og Alda er örugglega komin á betri stað þar sem hún þarf ekki að kljást við veikindi. Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Heiðbjört Ingvarsdóttir. Alda Sigrún Hall- dórsdóttir Hansen „Það að deyja er í sjálfu sér ekkert sérstakt og spurning hve djúpt og lengi maður lætur dauðann, þessa óhjákvæmilegu vegferð okkar allra, setja mark á líf sitt. Við fæðumst sem óskrifað blað og þegar blaðið eða blöðin eru útfyllt þá lítur samferðafólk okkar yfir þau og metur eftir því sem það hefur kynnst, þekkt og fær munað.“ Raunar eru forsendur þeirra sem eftir lifa gjörólíkar, for- sendur þeirra að meta, jafnt til- finningalega, sem og málefna- lega, eru svo misjafnar. Við urðum þeirrar gæfu að- njótandi að vera nemendur Einars Helgasonar í teikningu, eins og greinin var þá nefnd, í Barnaskóla Akureyrar, þegar hann var ungur og „óteiknað“ blað. Síðar fundum við að hann hafði, með sinni góðu kennslu, ritað í okkar vitund þá vissu, að hann hafi verið afburðagóður kennari. Hjá honum var aga- vandamál óþekkt og við reynd- um strax þessa óeigingjörnu framsækni og markvissu vinnu- brögð, sem umfram allt ein- kenndu störf hans. Nýlunda var sú vitneskja að einhver í hinum stóra heimi kynni að meta myndverk okk- ar. Skólabróðir Jóns fékk, til að mynda, verðlaunapening fyrir dúkristumynd sem Einar hafði sent í samkeppni barna í Jap- an. Enda þótt hann hafi ekki sjálfur hlotið verðlaun, þá varð stoltið mikið yfir því að hafa átt mynd sem send var til Japans, Einar Helgason ✝ Einar ErlendurHelgason, kennari og mynd- listarmaður, fædd- ist á Eskifirði 11. október árið 1932. Hann lést á Ak- ureyri 15. desem- ber 2013. Útför Einars fór fram frá Akureyr- arkirkju 23. desem- ber 2013. hvorki meira né minna. Vel á minnst, dúkrista var algjör nýlunda fyrir okkur, og örugglega þó víðar væri leitað á land- inu í þann tíma. Ósérhlífni þekkti Einar vart og báru þær ótrúlega flottu litskrúðugu gluggaskreytingar fyrir jólin í Barnaskóla Akur- eyrar og síðar í Gagnfræða- skólanum því fagurt vitni. Kastaníubrúnn hörundslitur Einars sem blasti við sjónum okkar á sumrum var einkenni lífsbaráttu kennara sem vann yfir sumartímann í Sundlaug Akureyrar til framfæris ört stækkandi fjölskyldu. Fjöl- skyldu sem löngum hélt sig sólarmegin á sundlaugarbakk- anum, og fékk þar sitt suðræna yfirbragð. Marksækni og framsýni Ein- ars birtist síðar í vali og þjálf- un „gullaldarliðs“ okkar Akur- eyringa, ÍBA-liðsins, með þessu dæmalausa „evrópska“ leiklagi, með þennan maka- lausa senter, Jón Stefánsson, með þessar líka öruggu lang- sendingar og oft snjalla af- vopnun á sókn andstæðinga og ef það og varnarmenn liðsins brugðust, þá flaug markmað- urinn Einar eins og fugl milli stanganna, kastaði sér með léttum leik. Af þessu varð mað- ur stoltur, og Einar, sko, „okk- ar maður“. Einar var mikilhæfur mynd- listarmaður, sem vann þrot- laust sem slíkur allt fram á síð- ustu ár. Síðar tengdumst við hjónin Einari persónulega og þær stundir sem við áttum á End- urhæfingarstöð Sjálfsbjargar á Akureyri og nágrenni og víðar urðu okkur kærar. Í „ævi- teiknibók“ Einars er teiknuð upp saga afburðalistamanns, sem skilur eftir sig djúp, en hljóðlát spor, því Einar var maður mikilla afkasta, en var lítt gefið að trana sér fram. Um leið og dýrmæt kynni og reynsla af Einari Helgasyni er hjartanlega þökkuð, þá vilj- um við Lalla tjá Ásdísi og stór- fjölskyldu hennar okkar hugg- unarorð og þakkir forsjóninni fyrir Einar Helgason. Jón Hlöðver Áskelsson og Sæbjörg Jónsdóttir. Hér er kvaddur góður drengur. Íþróttamaður, kenn- ari, listamaður, kær vinur, bróðir og mágur, Einar Helga- son. Þakkir eru honum færðar fyrir ótal gefandi samveru- stundir. Sterkustu stoðirnar bogna í baráttu við illvígustu sjúkdóma. Það var það sem við blasti þegar við hittum Einar og sáum hvernig sjúkdómurinn hafði tekið völdin. En hvað með innri manninn, vilja hans, jafnvægið og alla þá kosti sem prýða góðan dreng og bætir mannlífið? Þökk sé Einari fyrir dýr- mætar minningar. Samúðar- kveðjur sendum við Ásdísi og börnunum og fjölskyldum þeirra. Megi guð veita ykkur styrk á kveðjustund. Hinsta kveðja, Kristján og Nanna. Einar Helgason myndlistar- maður og myndlistarkennari er nú kvaddur. Kynni mín af Einari voru mest um þann tíma sem við nokkrir listamenn á Akureyri rákum saman listhús, Samlagið í Listagili. Þar vorum við með myndverk hverskonar, mál- verk, vatnslitamyndir, grafík, vefnað og leirmuni eftir okkur sjálf og stóðum vaktina í ein tíu ár við afgreiðslu. Þarna kynntist ég Einari sem vand- virkum fagmanni í myndlist, jafnvígur á olíumálverk, teikn- ingu, grafík og vatnsliti. Þessi vandmeðfarni miðill, vatnslit- urinn, lék í höndum hans þar sem hæfni hans sameinaðist, sem málari, teiknari og nátt- úruunnandi. Er ég ekki í nokkrum vafa að Einar var einn snjallasti vatnslitamálari okkar og dáðist ég að því hversu leikinn hann var að ná fram einstökum náttúrustemn- ingum. Minnisstæðar eru myndir hans með heita gula litatóna í himninum, þessa ein- stöku birtu mót bláum himn- inum. Þessum litum himnabirtunnar tefldi hann saman við jarðlitina í mið- og forgrunni, okkurgult, brennd síenna í bland við vandmeð- farna græna tóna gróandans. Ekki vafðist fyrir honum að mála inn í vatnslitamyndirnar dýrin, kindur, eða báta og byggingar, allt jafn leikandi í einni myndheild. Þarna í litla galleríinu okkar man ég einnig eftir því þegar Einar var með- vitaður um veikindin sem voru að ágerast, sem varð til að hans styrka hönd var að láta undan. Ég kynntist þá eigin- leikum Einars sem kröfuharðs listamanns sem ekki viður- kenndi óvönduð vinnubrögð, því þegar hann upplifði að höndin hlýddi ekki kröfum hans til nákvæmni, tók hann þá ákvörðun að hætta að mála. Slíkur listamaður var Einar. <EP> Áður, fyrir þann tíma sem við unnum saman að rekstri Samlagsins, vissi ég af Einari sem áhrifamiklum myndlistar- kennara. Þeir eru ófáir mynd- listarmenn sem nú hafa náð ár- angri í list sinni sem fengu sitt veganesti frá Einari sem hefur dugað vel. Þá eru gluggarnir sem hann vann með nemendum sínum fyrir jólin og lýstu yfir bæinn í stórum glugga, sem veit mót norðri í Barnaskóla Akureyrar, eftirminnilegir. Það var eftirsjá að þessari órjúfanlegu jóla stemningu sem ekki sést leng- ur. Ég kveð fyrirmynd og vin með söknuði, ég veit að Einar er nú horfinn til nýrra heima þar sem hann getur málað, hlaupið og veitt. Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, SÓLVEIG ÁSGEIRSDÓTTIR fv. biskupsfrú, lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund 27. desember. Útför hennar verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík, laugardaginn 4. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd fjölskyldunnar: Pétur Pétursson, Kristín Pétursdóttir, Hilmar Karlsson, Sólveig Pétursdóttir, Hartmann Ásgrímur Halldórsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI BÖÐVARSSON húsasmíðameistari, Hátúni 10b, Reykjavík, lést á Landspítalanum 27. desember sl. Útför hans fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 6. janúar kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Öryrkjabandalag Íslands. Gerða Bjarnadóttir, Helga Soffía Bjarnadóttir, Þórður Hermannsson, Böðvar Bjarnason, Bei Ping, Bjarni Þór Bjarnason, barnabörn og barnabarnabörn. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda vinsemd og hlýju vegna andláts og útfarar eiginmanns míns SIGVALDA JÓNSSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks sjúkrahússins á Húsavík fyrir góða umönnun. Bestu óskir um kærleiksríkt nýtt ár. Fyrir hönd aðstandenda Ásthildur Guðmundsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.