Morgunblaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2014 Þegar íslenskir stjórnmálamennkoma saman í sjónvarpi eða útvarpi og ræða málin er orðið áberandi hve mikill tími fer í umræður um umræður. Á síðustu dögum hafa stjórnmálamenn hist oft vegna ára- móta og þá hafa áheyrendur og áhorfendur mátt þola þessar um- ræðuumræður í töluverðum mæli.    Allir sem taka þátt í umræðu-umræðunum eru sjálfir að eigin sögn saklausir af því að ræða málin á rangan hátt en hafa miklar áhyggjur af umræðum ann- arra.    Á gamlársdagsmorgun í þættiGísla Marteins Baldurssonar var þessu ekki öðru vísi farið. Þar var fundið að umræðunni og þátt- takendur voru að eigin mati hátt- vísari og málefnalegri en ýmsir aðrir sem tjá sig opinberlega.    Svandís Svavarsdóttir sagðimeðal annars að nú væri tekin við málefnaleg stjórnarandstaða. Hún fór þannig fram í þættinum að Svandís kallaði Framsókn- arflokkinn „nýhægriflokk“ svip- aðan þeim sem sjáist í Evrópu með meiri áherslu á „þjóðernishyggju og ákveðna svoleiðis tóna“.    Engum blandaðist hugur umhvað Svandís var þarna að dylgja en samt voru engar at- hugasemdir gerðar við þessi orð hennar í þættinum.    En þessi ósvífna umræða umFramsóknarflokkinn er ágæt áminning um hvað þessi umræðu- umræða öll getur verið ekki að- eins innihaldslaus heldur einnig villandi og beinlínis skálkaskjól þegar verst lætur. Svandís Svavarsdóttir Umræðuumræðan STAKSTEINAR Veður víða um heim 1.1., kl. 18.00 Reykjavík 2 léttskýjað Bolungarvík 0 alskýjað Akureyri 2 rigning Nuuk 0 skýjað Þórshöfn 7 skýjað Ósló 2 alskýjað Kaupmannahöfn 3 skýjað Stokkhólmur 2 skýjað Helsinki 2 alskýjað Lúxemborg 7 léttskýjað Brussel 8 skúrir Dublin 9 skúrir Glasgow 5 skúrir London 11 skúrir París 10 skýjað Amsterdam 7 léttskýjað Hamborg 5 heiðskírt Berlín 3 skýjað Vín 5 léttskýjað Moskva -2 heiðskírt Algarve 16 skýjað Madríd 8 skúrir Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 15 léttskýjað Róm 10 heiðskírt Aþena 8 skýjað Winnipeg -31 skýjað Montreal -17 léttskýjað New York -2 heiðskírt Chicago -5 snjókoma Orlando 17 skúrir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 2. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:19 15:46 ÍSAFJÖRÐUR 12:00 15:14 SIGLUFJÖRÐUR 11:45 14:55 DJÚPIVOGUR 10:56 15:07 „Moksturinn hefur gengið vel hjá okkur hérna í bænum og allar götur eru færar,“ segir Guðjón J. Jónsson, bæjarverkstjóri hjá Ísafjarðabæ. Guðjón segir engin vandamál hafa komið upp við snjómoksturinn í bænum enda snjórinn minni en oft áður á þessum árstíma. Íbúar á Ísa- firði hafa því ekki verið í vandræðum að komast á milli staða yfir hátíð- arnar. Þá segir Guðjón ekki mikið rusl vera í bænum eftir gamlárs- kvöld. „Ísafjarðabær er í sínum há- tíðarskrúða og mér sýnist ekki mikið vera um rusl eftir gamlárskvöldið þó að íbúar mættu taka upp einstaka skottertu,“ segir Guðjón. Á Akureyri hefur snjóða töluvert og bæjarstarfsmenn haft í nægu að snúast yfir jól og áramót. Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur segir töluverðan snjó í bænum en götur séu að mestu færar. „Við höfum þurft að moka snjó úr götum og út í sjó þar sem lítið pláss var oðið til að safna snjónum saman,“ segir Helgi en að öðru leyti hefur snjómokst- urinn að hans mati gengið nokkuð vel og vandræðalaust yfir hátíðarn- ar. Akureyringar keyra snjóinn í sjóinn vegna plássleysis Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fönn Mikill snjór er á Akureyri.  Snjómokstur gengið vel á Akureyri og Ísafirði Alls 37 fuglategundir sáust á svæð- inu frá Geldinganesi í Grafarvog í hinni árlegu vetrartalningu Nátt- úrufræðistofnunar Íslands sem fram fór milli jóla og nýárs. Þeir Einar Ólafur Þorleifsson náttúrufræð- ingur og Hannes Þór Hafsteinsson voru á þessum slóðum og segir Ein- ar það ekki koma sér á óvart ef þetta hefði verið tegundaflesta talningin til þessa. Þarna eru í dæminu ýmsir algengir fuglar en einnig þeir sem sjaldséðir hér á landi, svo sem sef- boði og dversnípa sem raunar er skyld hrossagauk. Einar var í gær á ferðinni á Snæ- fellsnesi og taldi þá um tólf þúsund súlur og mörg þúsund máva við Hraun- og Kolgrafafjörð. Annað eins hefur hingað til ekki sést þar vestra og er þetta rakið til síld- artorfanna sem gengið hafa inn í Kolgrafafjörðinn. Þykir þetta at- hyglisvert því alla jafna hefur súlan flogið til hlýrri landa í sumarlok. Taldi tólf þúsund súlur í Kolgrafafirði Snæfellsnes Þúsundir súlna og máva eru í Kolgrafafirði sem rakið er til síldar þar. Morgunblaðið/Alfons

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.