Morgunblaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2014 Takk hreinlæti ehf, Viðarhöfða 2, 110 Reykjavík - Sími 577 6500 - Fax 577 6505 Geymslubox Ýmsarstærðirog gerðir Brýnt er að hefja lærdóma sögunnar um samstöðu þjóðarinnar og sigrana sem hún skóp til vegs á ný. Gera þá „að leiðarljósi við lausn sem flestra mála, leita sátta og samstöðu í stað þess að kasta æ fleiri sprekum á ófriðarbálið“. Þetta kom fram í nýársávarpi forseta Íslands Ólafs Ragnars Grímssonar í gær. Hann rifjaði upp hátíð- arhöld í tilefni af 350 ára afmæli Árna Magnússonar og hvernig heimkoma hand- ritanna var ávöxtur af órofa samstöðu þjóð- arinnar. „Sigurinn í baráttunni fyrir heim- komu handritanna er meðal margra dæma um að samstaðan hefur reynst okkur Ís- lendingum farsælli leið en deilur og átök sem oft fanga athygli líðandi stundar.“ Ólafur Ragnar fjallaði um fjölmiðlun samtímans þar sem ágreiningur er talinn meiri frétt en sáttargjörð. Einnig um nei- kvæða umræðu í netheimum. Hann sagði að hornsteinarnir stjórnarskrá, fullveldi og lýðveldisstofnun hefðu allir byggst á sam- stöðu þjóðarinnar og sigrarnir unnist þegar hún réði för. „Sundruð sveit náði aldrei neinum áföngum að sjálfstæði.“ Samstaða þjóðarinnar skipti einnig sköpum varðandi útfærslu landhelginnar, sigur í Icesave- deilunni og þjóðarsáttasamningana fyrir tuttugu árum, að mati forsetans. „Nú, þegar við okkur blasa tímamót, að baki fimm ára glíma við afleiðingar banka- hrunsins og framundan skeið endurreisnar, nýrrar sóknar, betra lífs, er brýnt að nýta enn frekar samstöðuna. Í glímunni við skuldavanda heimilanna er sáttmáli kynslóðanna forsenda víðtækrar lausnar, líkt og þjóðarátak er lykillinn að bættri kunnáttu í skólum landsins. Metn- aður Íslendinga er að vera í fremstu röð í lestrargetu unglinganna; annað sæmir vart bókaþjóð, eins og við köllum okkur á góðri stundu. Sama gildir um baráttuna gegn fátækt- inni meðal okkar; ólíðandi með öllu að þús- undir þurfi að treysta á matargjafir um heilög jól og slíka aðstoð árið um kring. Það er sárt að árétta aftur hér í ávarpi á nýársdag að slík fátækt, einkum ungra mæðra og einstæðinga, er smánarblettur á íslensku samfélagi.“ Samstaða betri en sundrung Morgunblaðið/Sigurgeir S. Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson lagði áherslu á mikilvægi samstöðunnar í ný- ársávarpi sínu.  Nýársávarp Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands „Árið 2013 hefur gefið okkur tilefni til að líta björtum augum fram á veginn og fagna nýju ári sem ári uppbyggingar og ómældra tæki- færa,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í áramótaávarpi sínu á gamlárskvöld. Hann sagði að á heildina litið hefði árið 2013 líklega verið betra en margir, jafnvel flestir landsmenn, hefðu þorað að vona. Sigmundur Davíð rifjaði upp farsælar lykt- ir Icesave-málsins fyrir íslensku þjóðina og sagði að „fyrir vikið blasti við að allt það sem ella hefði tapast mætti nýta til að reisa við ís- lenskt efnahagslíf og um leið samfélagið sem svo mikið hefði mætt á.“ Þá sagði forsætisráðherrann að gert væri ráð fyrir umskiptum í rekstri þjóðarbúsins á nýbyrjuðu ári. Skuldasöfnun yrði stöðvuð en jafnframt yrði meira varið til heilbrigðismála og framlög til félagsmála yrðu meiri en nokkru sinni áður. Þess varð vart undir lok nýliðins árs að verðmætasköpun hefði aukist og varð hagvöxtur mun meiri en reiknað hafði verið með. „Með umfangsmiklum aðgerðum til að rétta hlut skuldsettra heimila verður létt á því fargi sem liggur á grunnstoð samfélagsins og hagkerfisins, fjölskyldunum í landinu. Verð- tryggð húsnæðislán verða færð niður sem nemur allri þeirri óvæntu hækkun sem varð á árunum í kringum bankahrunið. Auk þess mun skattaafsláttur og önnur úrræði nýtast til að létta enn frekar á skuldunum sem hald- ið hafa aftur af vexti og velferð á Íslandi,“ sagði Sigmundur Davíð. Hann vitnaði til ný- gerðra kjarasamninga og sagði þá vera hugs- aða sem grundvöll raunverulegra kjarabóta. Á nýju ári og næstu árum þyrfti að auka kaupmátt Íslendinga jafnt og þétt. „Það ætl- um við að gera í sameiningu. Sérstaklega þarf að bæta áþreifanlega kjör þeirra lægst laun- uðu en þau eru miklu lakari en við getum tal- ið ásættanlegt á Íslandi. En það þarf líka að rétta hlut millitekjuhópanna sem hafa tekið á sig miklar byrðar á undanförnum árum.“ gudni@mbl.is Uppbygging og ný tækifæri Morgunblaðið/Ómar Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunn- laugsson segir árið 2013 hafa gefið tilefni til bjartsýni.  Áramótaávarp Sigmundar Davíðs forsætisráðherra

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.