Morgunblaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2014
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Áþví árisem nú errunnið
upp verður þess
minnst að eitt
hundrað ár eru síðan fyrri
heimsstyrjöldin hófst. Á
þeim fjórum árum sem
fylgdu dóu nærri tíu millj-
ónir manna, þrjú voldug
keisaradæmi hrundu til
grunna, og grunnurinn var
lagður að öllum þeim hörm-
ungum sem fylgdu tutt-
ugustu öldinni eftir, en þar
standa framgangur nasism-
ans og kommúnismans
fremstir í flokki. Á einu
augabragði hrundi sá heim-
ur, sem Stefan Zweig lýsti
svo vel í bók sinni Veröld
sem var, þar sem „öld ör-
yggisins“ ríkti.
Í þeim heimi réði hnatt-
væðing ríkjum, verslun og
viðskipti höfðu aukist svo
um munaði og tollmúrar
höfðu fallið. Jafnvel má
segja að nokkurs konar
samrunaferli Evrópu hafi
verið farið af stað, þar sem
myntir voru á föstu gengi
innbyrðis, þó að enginn
nema hugsanlega Victor
Hugo hafi þá séð fyrir sér
nokkurs konar Bandaríki
Evrópu. Enginn sá fyrir sér
að nokkuð gæti hróflað við
friðnum. Ef stríð brytist út
yrði það stutt, því að rök-
rétt hugsun og hið þéttriðna
net milliríkjaviðskipta
myndu beina mönnum á
friðarbraut á ný.
En þegar stríðið var hafið
hvarf rökrétta hugsunin og
viðskiptin sömuleiðis. Allt
snerist um að vinna sigur á
þeim, sem áður hafði verið
helsti viðskiptavinurinn.
Heimurinn varð aldrei sam-
ur, og það tók nærri því alla
20. öldina að lagfæra þær
raunir sem hlutust af völd-
um styrjaldarinnar. Það er
vel hægt að velta því fyrir
sér hversu lengi enn öld ör-
yggisins hefði haldið, hefðu
stórveldin ekki ofmetið getu
sína til þess að takast stríð
á hendur. Heimur, þar sem
Hitler er misheppnaður
listmálari og Lenín situr
fastur í Sviss án járnbraut-
armiðans til Rússlands sem
Þjóðverjar sköffuðu honum
af örlæti sínu.
Við munum aldrei vita
hvernig sú saga hefði
þróast, en sagan sem hófst
þegar Frans Ferdinand var
veginn í Sarajevó, þegar
höfuð Evrópu tóku þær
ákvarðanir sem
leiddu til þess að
stríðið hófst er
þýðingarmikil.
Af henni er nauð-
synlegt að menn hafi haft
nokkurn lærdóm.
Enginn virðist þá hafa
gert sér neina grein fyrir
því hverjar afleiðingarnar
gætu orðið, enda fór það svo
að í engu af helstu styrjald-
arríkjunum í Evrópu voru
sömu aðilar við stjórnvölinn
í lok stríðsins og voru í upp-
hafi þess. Ef þeir voru ekki
kosnir úr embætti var þeim
hent í burtu af almenningi í
löndunum sem þeir réðu yf-
ir.
Líklega má draga þann
lærdóm helstan af þessari
atburðarás allri að aldrei er
hægt að ganga að því sem
vísu að heimsfriður og vel-
megun haldist. Það þarf að
vinna að því að friður hald-
ist. Sá hefði verið álitinn
galinn sem hefði stigið fram
í janúarmánuði fyrir eitt
hundrað árum og sagt að
innan árs yrði allt breytt og
að aldrei yrði snúið til baka
til þeirrar veraldar sem var.
Þrátt fyrir hinar miklu
hörmungar stríðsins sem
stóð frá 1914 til 1918 og
þess sem fylgdi í kjölfarið á
árunum 1939 til 1945 hefur
mannkynið aldrei lifað jafn-
mikla velmegunartíma og
nú. Öld öryggisins hefur, í
vissum skilningi, snúið aft-
ur.
Á tímum kjarnorkunnar,
þegar kostnaðurinn við
óvænt stríð er jafnvel enn
geypilegri en hann var fyrir
eitt hundrað árum, gæti
skaðinn við að lesa skakkt í
aðstæður orðið óend-
urkræfur. Ef til vill er það
ein helsta ástæða þess að
tekist hefur að halda lokinu
á pottinum þegar útlit hefur
verið fyrir að upp úr kynni
að sjóða. Mikilvægt er að
enginn gleymi því hve eyði-
leggingarmáttur mannsins
er mikill nú og hversu miklu
skiptir að ríki heimsins,
einkum þau sem vega
þyngst í hernaðarlegu til-
liti, hafi mikil og upp-
byggileg samskipti sín á
milli. Um leið skiptir afar
miklu að hindra að hættu-
legustu vopnin breiðist út
og komist í hendur fleiri
ríkja sem kynnu að vilja
nota þau til að ógna ná-
grönnum sínum og heim-
inum öllum.
Öld öryggisins hvarf
á einu augabragði}Aldarspegill við áramót
S
tundum opnast fyrir manni nýr
heimur í fjölskylduboðum. „Helgi
minn,“ sagði frænka mín sem hefur
búið á Ítalíu í áratugi, „á Ítalíu
myndir þú teljast heppinn; býrð
ekki hjá foreldrum þínum og ert í vinnu“.
Sannast sagna varð ég nú ekki ýkja snort-
inn af þessu láni mínu eftir að hafa dregið and-
ann í 30 ár og lokið háskólanámi. Þrátt fyrir
mikla þolinmæði myndi Beta, sambýliskona
mín, eflaust gefast upp á mér ef hún þyrfti að
búa með mér heima hjá mömmu minni og
pabba, 37 ára gömul. En svo hélt ferðalagið
um heiminn áfram. Þar varð ýmislegt á vegi
mínum sem minnti mig á að það er hreint ekki
svo slæmt að búa á Íslandi. Samt sem áður
verður ekki vikið einu orði að ríkulegum nátt-
úruauðlindum landsins í pistlinum.
Önnur frænka mín fékk nýverið vinnu í New York og
varð vitaskuld að beygja sig undir staðarhætti en meðal
Bandaríkjamaður fékk tólf daga í sumarfrí á síðasta ári.
Hún samdi um tíu daga frí og þótti það nokkuð vel af sér
vikið. Það sem kom mér hvað mest á óvart er að hún gat
ekki fullnýtt sumarfríið eins og hana lysti með vinum og
fjölskyldu, hún varð nefnilega að hafa borð fyrir báru ef
ske kynni að hún yrði veik. Það er óþarfi að tyggja það
ofan í lesendur hve vel í sveit settir Íslendingar eru þeg-
ar kemur að sumarfríum og veikindaleyfum. Hún býr í
göngufæri frá vinnunni, en í boðinu barst talið að því að
það tekur Kana að meðaltali 52 mínútur að fara í og úr
vinnu á dag. Ég sem hef ekki tölu á því hve oft
ég hef bölvað því að það taki mig 15 mínútur
að keyra úr Vesturbænum í Hádegismóa. Ef
ég ætla í hádegismat í miðbæinn er það hálf-
tíma ferðlag, og til að bæta gráu ofan á svart
er ég mjög lengi að borða. Og allt gott fólk
tekur undir grátstafina.
Því næst barst talið að frænda mínum sem
býr í Kína í borg sem er nafli heimsins þegar
kemur að í stálframleiðslu. Þar er óhemju-
mikil mengun og telja borgarbúar hve marga
daga á ári sést til sólar. En ekki ætla ég að
vorkenna frænda mínum, þetta er hans val.
Kærasta hans býr ekki svo vel, og ekki er
við frænda minn að sakast. Hún er kínversk
en er svo skynsöm að búa í nálægri borg þar
sem sést vel til sólar. Stúlkan er enda alvön að
ferðast um heiminn, er langskólagengin í
Bretlandi og talar lýtalausa ensku. Hjónaleysin ferð-
uðust fyrir skömmu til Evrópu en misstu af því að hitta
nokkra fjölskyldumeðlimi. Af íslenskri kurteisi flaug
skeyti til Asíu þar sem harmað var að hafa misst af döm-
unni og var vonast til að sjá hana í næstu ferð til Evrópu.
Um hæl barst bréf sem kom bláeygðum Íslendingum
verulega á óvart. Sú kínverska mun eflaust ekki snúa aft-
ur. Allavega ekki í bráð. Þannig er mál með vexti að hún
er einhleyp og í Kína eru alltof margir karlmenn á lausu,
þannig yfirvöld brugðu á það ráð að setja hana í farbann
– hún er víst búin með ferðakvótann sinn – að minnsta
kosti þar til hún giftir sig. helgivifill@mbl.is
Helgi Vífill
Júlíusson
Pistill
Ísland er hreint ekki svo slæmt
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Fjölgeislamælir nefnist nýj-asta tæki Köfunarþjón-ustunnar ehf. Tækið varkeypt af Ísmar ehf. og
kostar nokkra tugi milljóna. Það er
hið eina sinnar tegundar á Íslandi og
er notað við ýmsar haf- og botnrann-
sóknir.
„Köfunarþjónustan keypti fyr-
irtækið Jarðfræðistofa Kjartans
Thors ehf. fyrir ári. Jarðfræðistofan
hefur til fjölda ára stundað allskonar
rannsóknir á sjó og var með ein-
línumæli sem er fyrirrennari fjöl-
geislamælisins. Það eru gerðar meiri
kröfur til þessara mælinga í dag og
því var ákveðið að fjárfesta í nýjustu
tækni,“ segir Ómar Hafliðason, at-
vinnukafari og rafeindavirki, en
hann mun sjá um fjölgeislamælinn
hjá Köfunarþjónustunni.
„Með þessu útvíkkum við þjón-
ustu okkar við alla þá sem hafa ein-
hverja hagsmuni af sjó og vötnum
landsins. Það er gríðarleg þörf fyrir
svona tæki á mörgum stöðum, þarf
nýjar og nákvæmar mælingar.“
Góð þjónusta við hafnir
Fjölgeislamælirinn mælir sjáv-
arbotninn mjög nákvæmlega niður á
300 metra dýpi, í honum eru 512
geislar og nær geislinn 160° út til
hliðanna og beint undir bátinn sem
hann er fastur við.
„Nú get ég skoðað með mikilli
nákvæmni, bryggjuþil, brúarstólpa,
rafstrengi og vatnslagnir út í eyjar,
fundið flök og tækið reynist mjög vel
við líkleit. Ég get mælt dýpi á höfn-
um landsins og siglingaleiðum og
gert mælingar fyrir og eftir dýpk-
unarframkvæmdir. Tækið nýtist vel
á uppistöðulónum virkjana og öðrum
vötnum, til allskonar rannsókna,“
segir Ómar spurður í hvað tækið
nýtist. „Við getum boðið höfnum
landsins upp á miklu betri þjónustu.
Til dæmis hafa þeir á Höfn í Horna-
firði mikla þörf fyrir mælingu fyrir
höfnina. Þar er sandurinn alltaf á
fleygiferð og þarf að fylgjast vel með
honum. Þeir eru með áhyggjur af
djúpristum skipum sem koma inn og
vilja vera með nýjustu mælingar,
hvar sandurinn er og hvert dýpið er.
Mælirinn er líka notaður til að leita
að sandnámum en það getur greint
kornastærðina á botninum. Í höfnum
erlendis er það notað í neðansjáv-
areftirlit en á slíku er ekki þörf hér.“
Léttur og hreyfanlegur
Fjölgeislamælirinn kemur til
landsins nú fljótlega á nýja árinu og
eru þegar farnar að berast pantanir.
„Það þarf bara einn mann til að
stjórna mælinum og það er stór
kostur við hann, fram yfir önnur
tæki á markaðnum, að hann er
hreyfanlegur. Ég get bara hoppað
upp í flugvél með tækið og mælt þar
sem þarf. Hingað til hafa þessir
mælar verið fastir í bátum og skip-
um og þau þurft að sigla á staðinn.
Þetta tæki er fyrirferðarlítið og
vinnan fljótlegri og ódýrari, ég fer
bara á milli báta með það. Ég festi
mælinn á borðstokk á bát og neðan á
honum er stykki sem horfir ofan í
sjóinn.“
Að lokinni mælingunni tekur
heilmikil tölvuvinna við að sögn Óm-
ars, eyða þarf truflunum og
útfæra myndina. „Það
sem viðskiptavinurinn
fær í hendurnar, er
3 víðar myndir af
viðfangsefninu,
eða aðrar út-
færslur, allt eftir
þörfum hans.“
Fjölhæfur fjölgeisla-
mælir tekinn í notkun
Morgunblaðið/Rósa Braga
Við sjóinn Ómar Hafliðason kafari mun hafa umsjón með nýja fjölgeisla-
mælinum. Tækið er notað við ýmsar haf- og botnrannsóknir.
Fjölgeislamælirinn kemur til
landsins á næstu dögum. Eins
og áður segir verður hann sá
eini sinnar tegundar hér á landi.
Siglingastofnun á eldri gerðina
af honum sem þykir orðin döpur
í dag að sögn Ómars. Þá er Haf-
rannsóknastofnun með risa-
stóran fjölgeislamæli í einu
skipa sinna.
„Sá mælir er mjög stór og
öflugur, getur séð niður á 1.000
metra dýpi og er notaður til að
mæla á úthöfunum. Það er ekki
hægt að mæla með honum á
sama stað og fjölgeislamæl-
inum okkar, hann er á
svo litlu dýpi;
uppi í fjörum
og nálægt landi
og er með
miklu fínni
mynd.“
Eldri og ólíkir
mælar til
AÐRIR MÆLAR
Fjölgeislamælir
Ekki fyrirferðarmikill.