Morgunblaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2014
ÚTSALAN
HAFIN
50% afsláttur
Bæjarlind 6, sími 554 7030 www.rita.is
Kringlunni 4 | Sími 568 4900
ÚTSALAN
hefst í dag
40% afsláttur
af öllum vörum
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Verslunin hér í Eyjum virðist vera
algjör afgangsstærð hjá stjórnend-
um Krónunnar fyrir sunnan. Mér
finnst slakt að bera því við að ferðir
Herjólfs falli stundum niður og því
sé vöruskortur. Sendingarnar hing-
að þurfa einfaldlega að vera stærri
enda er afleitt fyrir fólk hér að koma
í einu lágvöruverðsverslunina hér á
Þorláksmessu eða daginn fyrir
gamlársdag og grípa nánast í tómt,“
segir Aldís Atladóttir, veitingamað-
ur í Vestmannaeyjum.
Uppselt undir hádegi
Óánægja er meðal margra Eyja-
manna með þjónustu í verslun Krón-
unnar þar. „Ég veit um fólk sem kom
í Krónuna rétt fyrir jól og þá vantaði
æði margt sem talist geta nauðsynj-
ar,“ segir Aldís. „Hingað kom send-
ing með Herjólfi daginn fyrir gaml-
ársdag. Það hefur þó varla verið
mikið því undir hádegi á gamlársdag
var brauð, grænmeti og ávextir nán-
ast uppselt og mjólkin sömuleiðis.“
Aldís undirstrikar að þetta afleita
ástand sé ekki einsdæmi. Sjálf rekur
hún veitingastaðinn Café Varmó í
miðbæ Vestmannaeyja. Hún segist
jafnan skipuleggja matseðilinn þar
nokkra daga fram í tímann og þurfi
að haga innkaupum eftir því. Afleitt
sé því að í lágvöruverðsverslun bæj-
arins séu ekki tiltækar þær dagvörur
sem þurfi. Vissulega bæti úr skák að
Ingimar Georgsson, kaupmaður í
Vöruvali, geti oft bjargað málum,
verð í verslun hans sé þó nokkru
hærra en í Krónunni.
„Einhver pirringur“
Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri
Krónunnar, segir stopular sam-
göngur til Eyja fyrst og fremst or-
sökina ef vörur vantar í verslun fyr-
irtækisins þar. Augljóslega setji það
strik í reikninginn þegar ferðir Herj-
ólfs falli niður eða skipinu seinki. Það
hafi t.d. gerst 30. desember. Þá átti
skipið að koma til Eyja um miðjan
dag, en náði ekki í höfn fyrr en undir
miðnætti.
„Skiljanlega varð einhver pirring-
ur vegna þess. En þegar við vorum
að senda vörur í verslanir okkar fyr-
ir jól og áramót fórum við yfir sölu-
tölur þessara sömu daga í fyrra og
höfðum þær sem viðmið. Þegar
vörur eru uppseldar reynum við líka
alltaf að koma þeim skilaboðum til
Eyjamanna að meira sé væntanlegt
og þeir ættu, hefði ég haldið, að vera
vanir því sakir staðhátta að stundum
þarf að sýna biðlund,“ segir Krist-
inn.
Ávextirnir komu seint
Hvað ferskvöru áhrærir segir
Kristinn áherslu lagða á að hún sé
ekki að komast á síðasta söludag við
útsendingu í búðirnar. Til dæmis
hafi jólasendingin af ávöxtum, sem
að mestu leyti koma frá Kaliforníu,
tafist sakir þess að þungt var í sjó-
inn. Ameríkuskip Eimskipa á leið til
landsins hafi verið um þremur sólar-
hringum lengur á leiðinni til landsins
vegna þess. Þetta, ásamt öðru, hafi
flækt málin almennt.
„Fyrir þessi jól lögðum við síðan
meiri áherslu en áður á að bjóða kal-
kún sem hátíðarmat – og það virðist
hafa fallið fólki vel í geð, enda seldist
hann nánast upp í mörgum verslana
okkar – þar með talið í Eyjum.“
Ljósmynd/Aldís Atladóttir
Tómt Svona var staðan í verslun Krónunnar í Eyjum um miðjan dag 30. desember. Allt í brauðrekkanum var búið og
meira var ekki að hafa þann daginn og Herjólfur, sem flytur varninginn, náði ekki í höfn fyrr en síðla kvölds.
Herjólfi seinkaði og
hillurnar voru tómar
Vestmannaeyingar voru vonsviknir vegna vöruskorts
Aldís
Atladóttir
Kristinn
Skúlason