Morgunblaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.01.2014, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2014 Hjá Parka færðu gullfallegar innihurðir. Mikið úrval, sjón er sögu ríkari! Bjóðum aðeins það besta fyrir þig! Dalvegi 10-14 • Kópavogi Margar gerðir af innihurðum Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Árinu 2013 lauk á jákvæðu nótunum á Wall Street. Dow Jones-vísitalan styrktist um 0,4% og endaði í 16.576,66 stigum sem er nýtt met. Er það í 52. skiptið á árinu sem vísitalan nær met- hæðum. Á árinu sem nú er liðið styrkt- ist Dow Jones-vísitalan um 26,5% sem er mesta hlutfallslega hækkun vísitöl- unnar síðan 1995. Dow Jones-vísitalan samanstendur af þrjátíu stöndugum bandarískum fyrir- tækjum úr ýmsum geirum. Er þar að finna fyrirtæki á borð við 3M og John- son & Johnson, McDonalds og Coca- Cola, Boeing, Disney og Pfizer. Standard & Poor’s 500-vísitalan hækkaði sömuleiðis um 0,4% á þriðju- dag og endaði árið í 1.848,36 stigum sem einnig er nýtt met. S&P 500 hefur hækkað um 29,6% á árinu og hefur ekki átt betra ár síðan 1997. Nasdaq vísital- an styrktist um 0,5% og endaði í 4.176,59 stigum og hefur ekki mælst hærri síðan í september 2000. Nasdaq bætti við sig 38% á árinu og hefur ekki hækkað svo mikið á einu ári síðan 2009, að því er MarketWatch Greinir frá. Bjartsýni og inngrip Reuters segir gott gengi bandaríska hlutabréfamarkaðarins einkum geta skrifast á örvunaraðgerðir Seðlabanka Bandaríkjanna og væntingar um áframhaldandi vöxt. Það bætti við töl- urnar á þriðjudag að birtar voru nýjar tölur um aukna bjartsýni meðal neyt- enda. Bandaríska bjartsýnivísitalan fór úr 72 stigum í nóvember upp í 78.1 stig nú. Gefa kannanir til kynna að neyt- endur séu almennt jákvæðir um horfur í efnahagslífinu og á atvinnumarkaði. Neytendur voru þó hæfilega bölsýnir varðandi eigin möguleika á auknum tekjum. Mælist bjartsýni bandarísks al- mennings meiri nú en á sama tíma fyrir ári. Þegar nánar er rýnt í hlutabréfatölur ársins sést að framleiðendur almennrar neysluvöru hækkuðu mest, og fór neysluvöru-undirvísitala S&P upp um 40,4% á árinu. Fjarskiptageirinn hækk- aði aftur á móti minna, eða um aðeins 6,6%. Hástökkvari ársins í í S&P 500 var Netflix sem styrktist um 295,6% frá því í janúar, en árið var verst hjá námafyrirtækinu Newmont Mining sem rýrnaði um 50,6%. Aðeins 38 fyr- irtæki af 500 í S&P-vísitölunni lækkuðu yfir árið. Bandarísk hlutabréf enda árið með nýjum metum  Besta árið hjá Dow Jones síðan 1995 Nasdaq ekki verið hærri síðan í september 2000  Netflix var hástökkvari ársins í S&P-vísitölunni og styrktist um 295,6% AFP Sveifla Dansarar frá Balletthópi New York-borgar heimsóttu NYSE á dögunum og tóku spor úr Hnotu- brjótnum. Helstu vísitölur hafa styrkst mjög á nýliðnu ári og ný met voru slegin 31. desember. Almennt endaði árið á jákvæðum nótum á hlutabréfamörkuðum í Evrópu og hafa vísitölur styrkst töluvert á árinu 2013. MarketWatch segir frá að Stoxx Europe 600- vísitalan hækkaði um 0,3% á síðasta viðskiptadegi ársins og endaði í 328.01 stigum. Vísitalan hefur eflst um 17,3% á árinu. Af sterkustu hagkerfum Evrópu var það þýski markaðurinn sem stóð sig best á liðnu ári. Hækkaði þýska DAX 30-vísitalan um 25% yf- ir síðustu 12 mánuðina. FTSE 100- vísitalan í London bætti við sig 0,3% á þriðjudag og endaði árið í 6.749,09 stigum. Nemur hækkunin samtals 14% árið 2013. Franska CAC 40-vísitalan styrktist um 0,5% á þriðjudag og endaði í 4.294,95 stigum og hefur því hækkað um 18% yfir árið. ai@mbl.is EPA Fögnuður Miðlarar skála í kampa- víni á síðasta viðskiptadegi ársins í kauphöllinni í Frankfurt. Árið gott á evrópskum mörkuðum  Stoxx Europe 600 fór upp um 17,3% árið 2013 Hagstofa Kínverja birti á mánudag innkaupastjóravísitölu desem- bermánaðar. Bloomberg segir töl- urnar nokkuð undir væntingum þeirra hagfræðinga sem fréttastof- an hafði rætt við. Innkaupastjóravísitalan mældist 51 stig og hefur lækkað þónokkuð frá í nóvember þegar vísitalan mældist 51,4. Kínverska inn- kaupastjóravísitalan er mæld á skala þar sem gildi yfir 50 er til marks um vöxt en gildi undir 50 til marks um samdrátt. Hagfræðing- arnir sem Bloomberg leitaði til höfðu spáð 51,2 stigum. Hagvöxtur í Kína árið 2013 var um 7,6% skv. bráðabirgðatölum og hlutabréfavísitalan í Shanghæ lækkaði um 6,8% á árinu, og hefur þar með lækkað þrjú af síðustu fjór- um árum. ai@mbl.is Ögn daprari tölur í Kína í desember  Innkaupastjóra- vísitalan lækkar Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/ Nú geta allir fengið iPad-áskrift

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.