Morgunblaðið - 03.01.2014, Page 4

Morgunblaðið - 03.01.2014, Page 4
Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Allt útlit er fyrir að varðskip Land- helgisgæslunnar verði mun fleiri daga á sjó á nýja árinu en raun varð á á nýliðnu ári. Í fyrra fækkaði út- haldsdögum varðskipa frá árinu 2012 en á því ári voru varðskipin 304 daga á sjó innan íslenska haf- svæðisins. Endanlegar tölur um gæslustörfin og önnur verkefni 2013 eiga að liggja fyrir síðar í jan- úarmánuði. Þá blasir við að Landhelg- isgæslan mun taka að sér verkefni erlendis á komandi ári fyrir Fron- tex, Landamærastofnun Evrópu og Evrópusambandið. Eftirlit á loðnumiðum Að sögn Ásgríms L. Ásgríms- sonar, framkvæmdastjóra aðgerða- sviðs Landhelgisgæslunnar, hefur verið gerð áætlun fyrir árið m.a. um dagafjölda varðskipanna, sem dreif- ist nokkuð jafnt yfir árið. Ekki eigi að koma til þess að verði viðvarandi stopp. ,,Það koma vissulega tímabil á árinu þar sem skipin liggja við bryggju en stefnt er að því að það verði ekki eins og verið hefur á und- anförnum mánuðum,“ segir Ásgrím- ur. Meðal verkefna sem blasa við þegar líður á janúarmánuð er eftirlit með loðnuveiðum. Ásgrímur segir að í ljósi reynslunnar ætti loðna að fara að finnast úti fyrir Norðaust- urlandi. Þá sé von á erlendum loðnuveiðiskipum og Landhelg- isgæslunni beri skv. reglugerð að vera með skip á svæðinu. „Við ger- um því ráð fyrir að fara mjög fljót- lega með skip á stað til þess að vera með norðurflotanum,“ segir hann. TF-SIF, eftirlitsflugvél Land- helgisgæslunnar, hefur tekið að sér verkefni erlendis á seinustu árum fyrir Landamærastofnun Evrópu og að sögn Ásgríms liggur nú fyrir að áfram verða verkefni á árinu 2014 fyrir flugvélina. Þá hafa að sögn hans verið þreifingar um hugsanleg verkefni fyrir varðskip Landhelg- isgæslunnar á árinu fyrir Frontex. Ef af því verður mun það að öllum líkindum sinna eftirlitsstörfum á Miðjarðarhafinu. Óvíst sé hversu langan tíma það verkefni kann að standa enda geti það borið að með stuttum fyrirvara. ,,Ástæða þess að þeir leita gjarnan til okkar er sú að við höfum getað brugðist við með stuttum fyrirvara þegar kallið hefur komið.“ Eins og fram hefur komið hefur hlutfall flugdeildar í rekstri Land- helgisgæslunnar aukist á síðustu ár- um vegna verulegrar fjölgunar út- kalla. Útköllum björgunarþyrlna fjölgaði í fyrra. Ásgrímur segir að heildarfjöldi flugtíma vegna þyrlu- útkalla hafi aukist á seinasta ári frá árinu á undan og flest bendi til þess að aðalaukningin sé vegna útkalla vegna ferðamanna. Varðskipin verði fleiri daga á sjó  Útköllum björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar fjölgaði á árinu 2013  TF-SIF verður í verk- efnum erlendis á árinu og hugsanlegt er að varðskip verði sent til að sinna eftirliti á Miðjarðarhafi Morgunblaðið/Jón Páll Í jólaskrúða Varðskipin Þór og Ægir við bryggju í Reykjavík skömmu fyrir jól. Úthaldsdögum fækkaði í fyrra. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014 Útsölur hófust víða í gær en einhverjar verslanir tóku forskot á sæluna og buðu viðskiptavinum sínum afslætti strax eftir jól. Útsölurnar standa margar hverjar út janúarmánuð og ef marka má fyrsta daginn stefnir í ágæta sölu hjá kaup- mönnum, sem bera sig ágætlega eftir jólavertíðina, að sögn Sturlu Gunnars Eðvarðssonar, framkvæmdastjóra Smára- lindar. „Það voru hjá mér kaupmenn í dag [fimmtudag] sem voru mjög ánægðir, voru með gríðarlega aukningu frá því í fyrra. En það er náttúrlega misjafnt, það er eins og það er,“ segir Sturla. „Ég held að almennt séð hafi kaupmenn verið nokkuð sáttir í restina. Þetta fór seint af stað en síðustu dag- arnir fyrir jól voru mjög góðir og mikil verslun,“ segir hann. Úr jólagjafaverslun í afsláttarkapphlaup Morgunblaðið/Árni Sæberg Útsölur hafnar eftir ágæta jólavertíð Arion banki fær ekki yfirráð yfir ein- staklingslánum Dróma og Hildu fyrr en eftir nokkrar vikur. Upplýsinga- fulltrúi bankans segir of snemmt að segja til um hvort og þá hvernig lán- þegar verði varir við það þegar yf- irfærslan verður. Líklegt sé að marg- ir verði lítið varir við breytinguna þar sem Arion banki hafi samkvæmt sér- stökum þjónustusamningi við Dróma þjónustað stóran hluta þessara lána undanfarin ár án þess þó að hafa haft forræði yfir þeim. Þegar samið var um uppgjör á milli Dróma sem vann úr eignasafni SPRON og Frjálsa fjárfestingar- bankans, Eignasafns Seðlabankans og Arion banka var ákveðið að færa einstaklingslán Dróma til Arion banka. Bankinn tók einnig við ein- staklingslánum frá Hildu, dótturfélagi Eignasafns Seðlabankans. Arion banki tekur þannig við 56 milljarða króna lánasöfnum auk reiðufjár til uppgjörs á um 70 milljarða króna skuld Dróma við bankann frá því innlán SPRON voru færð til Ar- ion banka á árinu 2009. Seðlabankinn tekur aftur á móti við fyrirtækjalán- um og fullnustueignum Dróma. Eign- irnar verða afhentar á næstu vikum, að því er fram kom þegar samkomu- lagið var kynnt fyrir áramót. Haraldur Guðni Eiðsson, upplýs- ingafulltrúi Arion banka, segir að þegar hafi verið hafist handa við und- irbúning þess að flytja lánin til bank- ans. Fyrir liggur að gæði lánasafn- anna eru misjöfn. Haraldur segir að lánin séu að stórum hluta góð en vinna þurfi talsvert í hluta safnanna. Hann segir að starfsmenn bankans muni leggja sig fram við að byggja upp og efla viðskiptasambandið við þennan hóp á nýjum og betri grunni. helgi@mbl.is Undirbúa yfirtöku lána  Lánþegar verða lítið varir við breytinguna þegar Arion banki tekur við 56 milljarða lánasöfnum Dróma og Seðlabanka Morgunblaðið/Kristinn Banki Arion tekur við innheimtu. ÚTSALA 38 ÞREP Laugavegi 49 / sími 561 5813

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.