Morgunblaðið - 03.01.2014, Síða 6
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Ístak hefur hafið framkvæmdir
við breikkun Suðurlandsvegar um
Hellisheiði. Verið er að koma upp
vinnuaðstöðu við bragga Vega-
gerðarinnar við Hveradalabrekk-
una og nokkrum hlössum af efni
hefur verið sturtað í nýja veg-
tengingu að Skíðaskálanum.
Framkvæmdir geta þó ekki hafist
að ráði fyrr en snjóa leysir.
Suðurlandsvegur verður
breikkaður frá Hamragilsvega-
mótum við Hverahlíðarvirkjun að
hringtorginu við Hveragerði í ár
og á næsta ári og á verkinu að
vera lokið fyrir 1. nóvember 2015.
Þetta er alls tæplega 15 km leið
en verkinu fylgir að gera 1,8 km
langan veg af Hamragilsvegi að
Skíðaskálanum í Hveradölum.
Innifalin er lögn fernra undir-
ganga.
Ístak átti lægsta tilboð í verkið
og var í haust samið við fyrirtæk-
ið um að vinna það fyrir 1,3 millj-
arða króna.
Unnið í haginn
Svanur G. Bjarnason, svæðis-
stjóri hjá Vegagerðinni, segir að
byrjað verði á veginum frá
Hamragilsvegi og upp á heiðina
en á þeirri leið verður ein akrein í
hvora átt með aukaakrein til
framúraksturs, svokallaður 2 + 1
vegur, eins og nú er kominn að
hluta. Niður Kambana verða síð-
an tvær akreinar í báðar áttir.
Víravegrið mun aðgreina aksturs-
stefnur á báðum köflunum.
Hermann Sigurðsson, aðstoðar-
framkvæmdastjóri Ístaks, segir
að reynt verði að vinna í haginn í
vetur, eftir því sem veður leyfi, en
framkvæmdir hefjist ekki fyrir al-
vöru fyrr en með vorinu. Í desem-
ber var byrjað að aka fyllingu í
stæði nýja vegarins að Skíðaskál-
anum og verður því haldið áfram í
vetur, ef veður leyfir.
Þarf samkomulag við OR
Félagið Zalibuna sem hyggst
byggja veitingahús á Kambabrún
og koma upp rússíbana á gamla
Kambaveginum hefur óskað eftir
því að gerð verði ný gatnamót við
veitingahúsið og skipulagsnefnd
Ölfuss bað Vegagerðina að íhuga
það vel. Vegamálastjóri hefur
svarað erindi fyrirtækisins og
grundvallast það á umsögn frá
hönnunardeild Vegagerðarinnar.
Kristján Kristjánsson, forstöðu-
maður hönnunardeildarinnar, seg-
ir lagt til að gerð verði ein gatna-
mót til suðurs á Hellisheiðinni og
þau verði samnýtt af veitinga-
staðnum og Orkuveitu Reykjavík-
ur vegna Hverahlíðarvirkjunar.
Lagt er til að þau verði talsvert
vestan við fyrirhugaðan veitinga-
stað, ef til vill þrjá kílómetra.
Kristján segir slæmt að fjölga veg-
tengingum á heiðinni vegna þess
hversu oft sé þoka og slæmt
skyggni og geti það því skapað
hættu fyrir vegfarendur. Hann
bendir á að framkvæmdin hafi ver-
ið boðin út og að breyta þurfi
skipulagi.
Ekki er búið að leysa tengingu
við útsýnisstaðinn á Kambabrún
en þegar tvær tvöfaldar akreinar
koma niður Kambana lokast fyrir
hann fyrir umferð að austan.
Kristján segir að til umræðu hafi
verið að færa útsýnisstaðinn vest-
ar. Vegagerðin sé hins vegar tilbú-
in til að hætta við þá framkvæmd
og hjálpa í staðinn til við að koma
á tengingu við fyrirhugaðan veit-
ingastað.
Búið að sturta fyrstu hlössunum
Framkvæmdir við breikkun Suðurlandsvegar fara í fullan gang þegar snjóa leysir Vegagerðin býð-
ur upp á vegamót nær væntanlegum veitingastað á Kambabrún en vill ekki fjölga vegtengingum
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Upphaf Suðurlandsvegur verður lagaðar til í Hveradalabrekkunum en þar er þegar komin aukaakrein. Þarna verður upphaf framkvæmda.
Breikkun Suðurlandsvegar um Hellisheiði
Loftmyndir ehf.
Hellisheiðarvirkjun
Skíðaskáli
Hverahlíð
Hellisheiði
Kambar
Hveragerði
Hengladalsá
Til
Reykjavíkur
Til Selfoss
2+1 frá
Hamragilsvegi að
Ölkelduhálsvegi
Að
Ölkelduhálsi
1+1 með
miðjuvegriði
að hringtorgi
við Hveragerði
(vegur fluttur
síðar)
G
ígahnúkavegur
2+2 frá
Ölkelduhálsvegi
niður Kambana
Áætlaðar framkvæmdir Undirgöng
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Fyrir bílinn
Rúðuvökvi -18°C 4 lítrar
745
Deka Tjöru- og olíu-
hreinsir 4 lítrar
1.890
1/2” slanga 15 metra
með stút og tengjum
1.690
Þrýstiúðabrúsi , 1 líter
495
Bíla & gluggaþvotta-
kústur, gegn um rennandi
116>180cm, hraðtengi
með lokun
2.490
„Veðrið var fullkomið um miðnætti
á gamlársdag og nýársdagsnótt.
Eftir að flugeldarnir voru sprengdir
upp sá hæfilegur vindur til þess að
feykja reyknum og menguninni
burt,“ segir Kristín Lóa Ólafsdóttir,
heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftir-
lits Reykjavíkur.
Minnsti styrkur svifryks mældist
um áramótin um árabil. Ekki hafa
sést viðlíka gildi áður, að minnsta
kosti ef farið er aftur til ársins
2010. „Við erum ekki vön að sjá
svona gildi. Okkur þótti það lágt í
fyrra en það var lægra í ár,“ segir
Kristín og bendir á að veðurskil-
yrðin stjórni þessu, sem og magn
flugelda sem skotið er upp, en sala
á flugeldum var mjög svipuð og í
fyrra.
Styrkur svifryks fyrstu klukku-
stundina árið 2014 var 245 míkró-
grömm á rúmmetra í mælistöðinni
við Grensásveg í Reykjavík. Styrk-
urinn féll strax niður þegar leið á
nóttina en meðaltalsstyrkurinn á
nýársdag var hins vegar 18 míkró-
grömm á rúmmetra. Heilsuvernd-
armörkin á sólarhring eru 50 mík-
rógrömm á rúmmetra.
Fyrstu klukkustundina árið 2013
var styrkurinn 475, árið 2012 var
hann 1.014, árið 2011 var hann 284,
og 2010 var hann 1.575 og það ár
var allur dagurinn yfir heilsuvernd-
armörkum eða 225. Þess má geta að
árið 2010 var skyggnið 4 km, skv.
upplýsingum frá Veðurstofu, fyrstu
klukkustundirnar á nýja árinu.
Styrkur svifryks fór átta sinnum
yfir heilsuverndarmörk á sólarhring
árið 2013 líkt og árið 2012.
thorunn@mbl.is
Fullkomið flugeldaveður
Svifryksmengun
mældist mjög lítil
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Loftmengun Styrkur svifryks mældist mjög lágur fyrstu klukkustundirnar
á nýju ári. Veðurskilyrðin voru góð en vindur blés menguninni burt.