Morgunblaðið - 03.01.2014, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
Lopi 33
Sjá sölustaði á istex.is
Þórunn Kristjánsdóttir
thorunn@mbl.is
„Aldrei fleiri hafa heimsótt þjóð-
garðinn en árið 2013 sem var metár.
Reiknað er með að um 600 þúsund
manns hafi komið,“ segir Ólafur
Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á
Þingvöllum. Hann segir mestu
fjölgun ferðafólks hafa orðið á
fyrstu fjórum mánuðum ársins, mið-
að við árið 2012.
Ísland verður sífellt vinsælla yfir
vetrartímann. Áætlað er að 1.000
manns hafi farið um Almannagjá á
einni klukkustund daginn fyrir
gamlársdag. En starfsfólk Þjóð-
garðsins á Þingvöllum, sem var þá
við snjómokstur efst í Almannagjá,
þurfti að gera hlé á vinnu sinni
vegna fjölda ferðamanna sem var á
staðnum. Stöðugur straumur ferða-
manna sem naut hátíðanna hér á
landi var til Þingvalla.
„Fyrir fólk sem kemur til lands-
ins í styttri ferðir liggur beinast við
að koma til Þingvalla,“ segir Ólafur.
Í takt við fjölgun ferðamanna hef-
ur vetrarþjónustan verið aukin.
Meira er borið af sandi á helstu
gönguleiðir á svæðinu. Þá er Al-
mannagjá mokuð en slíkt hefur ekki
áður verið gert reglulega. Þó fylgst
sé vel með veðri og mokstri og
söndun hagað eftir því, bendir Ólaf-
ur á að skjótt skipast oft veður í
lofti hér á landi sem taka þarf mið
af.
Ferðafólk mætir snemma og er
oft komið fyrir klukkan níu. Einnig
er vinsælt að koma til Þingvalla að
kvöldlagi og skoða norðurljósin.
„Við höfum hjálpað til með því að
huga að ljósmengun á kvöldin. Ljós-
in eru ýmist lækkuð eða slökkt á
þjónustumiðstöðinni,“ segir Ólafur.
2014 ár framkvæmda
Árið í ár, 2014, verður mesta
framkvæmdaár á Þingvöllum til
þessa. Meðal annars verður lagt
nýtt bílaplan og framkvæmdir hefj-
ast fljótlega. Þá verður hlaðið ofan
við Almannagjá hellulagt. „Það þýð-
ir ekki að kasta til höndunum í
framkvæmdum á Þingvöllum,“ segir
Ólafur.
Snjómokstur Talið er að um 1.000 manns hafi farið um Almannagjá á einni klukkustund daginn fyrir gamlársdag.
Starfsfólk þjóðgarðsins, sem var við snjómokstur, þurfti að gera hlé á mokstrinum vegna fjölda ferðamanna.
Metár á Þingvöllum
Aldrei fleiri ferðamenn á Þingvöllum en árið 2013, um 600
þús. Mun fleiri komið fyrstu fjóra mánuði 2013 en árið áður
Þegar vart sést til jarðar fyrir
klaka og snjó er tími til að huga að
smáfuglunum. Þrestir, starar og
hrafnar gera sér brauð, epli, fitu og
aðra matarafganga að góðu en
auðnutittlingum má gefa fræ og
snjótittlingum maís og hveitikorn,
svo eitthvað sé nefnt.
Hólmfríður Arnardóttir, fram-
kvæmdastjóri Fuglaverndar, segir
upplagt að hengja skorin epli upp í
tré eða útbúa fóðurpall með því að
festa krossviðarplötu á trjábol sem
tekið hefur verið ofan af og þá sé
ekki síður mikilvægt að muna að
gefa fuglunum einnig vatn að
drekka.
„Það eru mjög margir sem gefa
fuglunum og við fáum mikið af fyr-
irspurnum um fóður; svo margar að
við vorum að spá í að finna ein-
hverja leið til að vera með fóður
sjálf eða hafa það aðgengilegra
næsta vetur,“ segir Hólmfríður.
Hún hvetur fólk til að fylgja mat-
argjöfunum eftir, fuglarnir læri
fljótt hvar æti er að fá og séu miklir
gleðigjafar í garðinum.
Morgunblaðið/Ómar
Æti Fuglarnir éta hvers kyns ávexti en þessi nældi sér í pylsubrauðsbita.
Gera sér brauð,
epli og fitu að góðu
Hugum að smáfuglunum í snjónum