Morgunblaðið - 03.01.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
50 % AFSLÁTTUR AF
ÖLLUM
VÖRUM Í BÚÐINNI
HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG!
Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin við Faxafen) ◊ 108 Reykjavík ◊ Sími 588 4499 ◊ mostc.is ◊ Möst.C
Opið alla virka daga 12-18 og laugardaga frá 11-16
Tískuvöruverslun fyrir konur á öllum aldri
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þegar Planið tók gildi 1. apríl 2011
var Orkuveitan í þeirri stöðu að hafa
að óbreyttu þurft að taka lán til að
eiga fyrir launum þá um sumarið.
Miklar breyt-
ingar hafa jafn-
hliða verið gerðar
á rekstrinum.
Starfsmönnum
hefur fækkað um
ríflega 200 frá
árinu 2008 og var
fjöldinn kominn
niður í 390 árið
2012 og hefur
hann haldist
óbreyttur síðan.
Eins og sýnt er í töflunni hér til hlið-
ar hafa nokkrar lykilstærðir í
rekstrinum komið betur út en gert
var ráð fyrir í Planinu. Lengst til
vinstri er upphafleg áætlun skv.
Planinu, í miðdálkinum áætlun fyrir
2011-2013 og í dálkinum lengst til
hægri útkoman 2011-2013 eins og
útlit er fyrir að hún verði núna.
7 milljörðum umfram áætlun
Eins og sjá má er útlit fyrir að að-
gerðirnar skili 43,7 milljörðum á
tímabilinu 2011-2013 eða 6,6 millj-
örðum umfram upphaflega áætlun.
Skuldir Orkuveitunnar voru 216
milljarðar í lok september á nýliðnu
ári og voru eignir á móti 280 millj-
arðar króna. Hlutfall skulda á móti
EBITDU, þ.e. hlutfall hagnaðar fyr-
ir fjármagnsliði, afskriftir og skatta
á móti nettóskuldum, var 19,8 á
þriðja ársfjórðungi 2009 en 7,9 á
sama ársfjórðungi 2013.
Á þriðja ársfjórðungi í fyrra var
staðan því sú að tæp átta ár hefði
tekið að greiða upp allar skuldir OR
með því að verja til þess öllum
EBITDA-hagnaði, en tæp 20 ár fjór-
um árum fyrr. Planinu lýkur í árslok
2016 og er stefnan þá sett á að hlut-
fall skulda og EBITDU verði um 4
og að skuldir móðurfélags OR verði
þá um 164 milljarðar.
Áætlað er að EBITDA síðasta árs
verði um 25 milljarðar, borið saman
við 13,9 milljarða árið 2010, áður en
planið tók gildi.
Blaðamaður hitti Bjarna Bjarna-
son, forstjóra Orkuveitunnar, í
höfuðstöðvum fyrirtækisins í gær.
Rifjaði Bjarni þá upp til hvaða að-
gerða hafi þurft að grípa til að rétta
reksturinn við.
Þurfti að taka á ofmönnun
Starfsmönnum var sem fyrr segir
fækkað um ríflega 200 og segir
Bjarni að taka hafi þurft á verulegri
ofmönnun. Hann segir að það ferli
hafi byrjað með fjöldauppsögnum
árið 2010, áður en hann kom til
starfa. Sú stefna var mörkuð að ráða
ekki nýja starfsmenn og segir Bjarni
að um 80 af 390 núverandi starfs-
mönnum hafi skipt um starf innan
fyrirtækisins til þess að leysa þann
tímabundna vanda sem fækkunin
olli. Komi upp verkefni sem kalli á
starfskraft sé það leyst með því að
hliðra til starfsfólki innan OR.
Settu milljónir í flugelda
Sú ákvörðun var tekin árið 2010
að styrkir OR til ýmissa verkefna
voru aflagðir. Fyrirtækið varði á sín-
um tíma hundruðum milljóna á ári í
styrki, þ.m.t. nokkrum milljónum
vegna flugeldasýningar á
menningarnótt í Reykjavík svo
dæmi sé tekið.
„Það var lögð gríðarleg áhersla á
að hreinrækta starfsemina. Eitt
mikilvægasta verkefni í upphafi
Plansins var að marka hreina og
skýra stefnu fyrir reksturinn.
Ég kalla það afturhvarf til upp-
runans. Að kjarnastarfsemin, veitu-
þjónustan, er skilgreind sem megin-
hlutverk Orkuveitu Reykjavíkur.
Við horfum til þess með þjón-
ustulund og auðmýkt. Ég hef lagt
áherslu á það hér innanhúss,“ segir
Bjarni um þessa stefnubreytingu.
Rekstur móttöku fyrir ferðamenn
á Hellisheiði sé dæmi um hvernig
starfsemin var orðin dreifð. Hún hafi
nú verið flutt í einkarekstur.
Einn liður í að styrkja reksturinn
var að leiðrétta verðskrá m.t.t. verð-
lagsþróunar og er gert ráð fyrir að
það skili 5,4 milljörðum 2011-2013.
Efnahagshrunið kom sem kunn-
ugt er hart niður á rekstri OR. Eftir
að samkeppni var innleidd á raf-
orkumarkaði 1. júlí 2003 gekk OR í
gegnum skeið mikils vaxtar, þ.m.t.
mikilla fjárfestinga á Hellisheiði.
Hinn 1. mars 2011, eða mánuði áð-
ur en Planið tók gildi, voru 88%
skulda félagsins í erlendri mynt en
aðeins 15-20% teknanna.
Staðan var því mjög erfið og rifjar
Bjarni upp að Norræni
fjárfestingarbankinn, NIB, hafi
hafnað ósk stjórnenda fyrirtækisins
um lánafyrirgreiðslu og þá hafi ekki
verið um aðra kosti að ræða en lán
frá eigendum til þess að komast yfir
erfiðasta hjallann.
Bjarni segir aðspurður að innan
nokkurra ára geti Orkuveitan
væntanlega greitt arð til eigenda
sinna, Reykjavíkurborgar (93,5%),
Akraness (5,5%) og Borgarbyggðar
(0,93%). „Það liggur nú fyrir hjá eig-
endum að móta arðgreiðslustefnu.
Það er unnið að því.“
Orkuveitan gæti senn greitt arð
Árangur af endurskipulagningu fyrirtækisins er umfram væntingar Innan fárra ára gæti verið
svigrúm til arðgreiðslna til eigenda fyrirtækisins EBITDA-hagnaður áætlaður 25 milljarðar 2013
Milljarða eignasala
» Orkuveitan hefur selt marg-
ar eigna sinna á síðustu árum.
» Ber þar einna hæst sölu á
Perlunni til Reykjavíkurborgar
fyrir 950 milljónir.
» Þá seldi OR höfuðstöðvar
sínar til lífeyrissjóða fyrir 5,1
milljarð í haust og samdi svo
um leigu á húsinu til 20 ára.
» Jafnframt hefur OR selt hlut
sinn í HS veitum fyrir 1,5 millj-
arða króna en við þetta bætist
sala á jörðum og lendum.
Bjarni
Bjarnason
Umskipti í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur
Árangur í rekstri samkvæmt „Planinu“
Planið Planið Útkomuspá
(Tölur í milljörðum króna) 2011-2016 2011-2013 2011-2013
Lækkun fjárfestinga í veitukerfum 15 7,4 9,9
Eignasala 10 8,1 8,9
Lækkun rekstrarkostnaðar 5 2,1 3
Lækkun annarra fjárfestinga 1,3 0,7 1,1
Frestun fjárfestinga vegna fráveitu 0 2,9 3,3
Samtals - innri aðgerðir 31,3 21,2 26,3
Víkjandi lán frá eigendum 12 12 12
Auknar tekjur vegna leiðréttingar gjaldskrár 8 3,9 5,4
Samtals - ytri aðgerðir 20 15,9 17,4
Samtals aðgerðaáætlun 51,3 37,1 43,7
Heimild: Orkuveita Reykjavíkur