Morgunblaðið - 03.01.2014, Page 20

Morgunblaðið - 03.01.2014, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014 Iðnaðarryksugur NT 25/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is NT 55/1 Eco Ryksugar blautt og þurrt Fylgihlutir Barki 35mm 2,5m, málmrör, 30mm gólfhaus og mjór sogstútur. Þegar gerðar eru hámarkskröfur Sjálfvirk hreinsun á síu Hamraborg 9 | sími 564 1451 | www.modurast.is Opið 10-18 virka daga og 12-16 laugardaga GLEÐILEGT NÝTT ÁR! ÚTSALAN HEFST Í DAG 20-70% AFSL. SVIÐSLJÓS María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Íslenskar kvikmyndir nutu ekki mik- illar velgengni á árinu sem var að líða ef borið er saman við fyrri ár. At- hygli vekur að aðeins erlendar myndir raðast í 25 efstu sætin sam- kvæmt áætluðum tölum SMÁÍS yfir mest sóttu myndir ársins 2013 en endanlegar tölur liggja ekki fyrir að svo stöddu. Kvikmyndin Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson var mest sótta íslenska myndin á síðasta ári en hún lenti í 24. sæti listans af 173 mynd- um. Rúm þrettán þúsund miðar voru seldir á hana og halaði hún inn tæpum tuttugu milljónum króna. Önnur vinsælasta íslenska myndin á síðasta ári reyndist vera gam- anmyndin Ófeigur gengur aftur í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar en um tíu þúsund miðar voru seldir á hana og lenti hún í 33. sæti listans. Neðar á listanum eru svo íslenskar myndir á borð við XL, Latibær bíó- upplifun, Falskur fugl og Þetta reddast. Vantaði eina „bombu“ „Þetta stafar af því að það var eng- in bomba í ár líkt og til dæmis árið 2012 þegar Svartur á leik og Djúpið slógu í gegn. Árin þar á undan voru líka sterkar myndir á borð við Okkar eigin Osló, Borgríki og Algjör Sveppi og töfraskápurinn. Í ár vantaði bara þessa einu mynd sem tæki vel inn og það munar heilmikið um það,“ segir Snæbjörn Steingrímsson, fram- kvæmdastjóri SMÁÍS. Ásgrímur Sverrisson, leikstjóri og ritstjóri Klapptrés, segir mikilvægt að horfa til lengri tíma þegar meta á árangur íslenskra kvikmynda. „Uppskera ársins er góð en vissu- lega hefði verið ánægjulegra að sjá fleiri áhorfendur. Árin frá 2006 til 2012 hafa almennt verið mjög góð ár fyrir íslenskar kvikmyndir. Þetta er bara dæmi um að það sé ekki alltaf hægt að hitta í mark gagnvart áhorf- endum. Þetta er að vissu leyti leiðinlegt sérstaklega ef litið til þess að kvik- myndin Hross í oss var sú mynd sem sennilega var ein mest verðlaunaða evrópska kvikmynd sem frumsýnd var á síðasta ári og því er hægt að segja að hún hafi notið mjög mikillar velgengni. Það er ákveðin kaldhæðni í því. Þá mælist hún rétt undir með- altalsaðsókn íslenskra kvikmynda en sambærilegur árangur annars stað- ar þætti mjög góður,“ segir Ásgrím- ur. Hrossin Kvikmyndin Hross í oss hefur hefur unnið til tíu verðlauna á sjö kvikmyndahátíðum. Hittu ekki í mark  Dræm aðsókn á íslenskar kvikmyndir árið 2013  Engin ein mynd sem sló í gegn  Mikilvægt að líta á lengri tímabil Mest sóttu kvikmyndirnar » Vinsælasta mynd síðasta árs var Hobbitinn: Óvænt ferðalag en tæp 40 þúsund manns sáu hana á síðasta ári. » Hross í oss var vinsælasta íslenska kvikmynd síðasta árs en rúmlega 13 þúsund manns sáu hana samkvæmt áætl- uðum tölum SMÁÍS. Af 74 sveitarfélögum á landinu leggja 58 á hámarksútsvar árið 2014, en það hækkar úr 14,48% í 14,52% milli ára á grundvelli samkomulags ríkis og sveitarfélaga vegna málefna fatlaðra. Tvö sveitarfélög leggja á lægsta leyfilega útsvar, sem er 12,44%, og þrjú sveitarfélög lækka útsvarið frá fyrra ári. Fjármálaráðuneytið hefur tekið saman lista yfir útsvarshlutfall sveit- arfélaganna en samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga geta þau ákveðið útsvar á bilinu 12,44%- 14,52%. Tvö sveitarfélög leggja á lágmarksútsvar 2014, Skorradals- hreppur og Grímsnes- og Grafnings- hreppur, en það er einnig eitt þriggja sveitarfélaga sem lækkar út- svarið frá fyrra ári. Hin tvö eru Grindavík og Vestmannaeyjar. Flest sveitarfélögin hækka út- svarið sem nemur hækkun hámarks- ins, úr 14,48% í 14,52%, en fimm sveitarfélög halda útsvarinu óbreyttu frá 2013. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir fátt koma á óvart hvað varðar útsvarsákvarðanir sveitarfélaganna en það sé ánægjulegt að einhver þeirra hafi ákveðið lækkun. „Það undirstrikar að sveitarfélögin í heild, og þetta kom fram á fjármálaráð- stefnunni okkar í október, eru að ná tökum á rekstrinum. Með örfáum undantekningum, en í heildina eru tíðindin af rekstri sveitarfélaganna betri,“ segir hann. holmfridur@mbl.is Þrjú sveitarfélög lækka útsvarið  Hámarksútsvar hækkar úr 14,48% í 14,52%  Tveir staðir í lágmarkinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Lækka Útsvarið lækkar í Grindavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.