Morgunblaðið - 03.01.2014, Page 21
FRÉTTIR 21Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
Norðurorka varð til 1993 með
sameiningu vatnsveitu og hitaveitu
bæjarins og rafveitan bættist við ár-
ið 2000. Hugmyndir um að fráveita
Akureyrar verði hluti af rekstri
Norðurorku hafa reglulega komið
fram.
Oddur Helgi Halldórsson, bæj-
arfulltrúi L-listans, segir bæjarbúa
ekki verða vara við breytingar vegna
þessa. „En með því að sameina alla
veitustarfsemi undir einum hatti er-
um við sannfærð um að mannskapur
og þekking nýtist betur og með
þessu er líka verið að létta á vaxta-
byrði aðalsjóðs með því að færa
skuldir yfir í B-hlutann,“ sagði hann
við Morgunblaðið.
Fjárhag Akureyrar, eins og ann-
arra sveitarfélaga, er skipt í tvo
hluta, A og B; í grófum dráttum má
segja að í þeim fyrri sé rekstur bæj-
arins sjálfs en hinum ýmis fyrirtæki
á vegum bæjarins.
Í samkomulagi Norðurorku og
bæjarins er gert ráð fyrir því að
byggð verði skólphreinsistöð við
Sandgerðisbót á næstu árum. Kaup-
verðið nú er lægra en það hefði get-
að verið, að sögn Odds Helga, m.a.
vegna fyrirhugaðrar hreinsistöðvar,
sem Norðurorka mun sjá um að
byggja.
Í byrjun mars verða haldnir al-
þjóðlegir vetrarleikar – Iceland
Winter Games – á skíðum og snjó-
brettum í Hlíðarfjalli. Stefnt er að
því að mótið verði árlegt, en það er
haldið í samstarfi við Norwegian
Open, sambærilegt mót í Noregi.
Keppt verður í ýmsum greinum á
skíðum, öðrum en hinum gömlu,
hefðbundnu; þau eru styttri og auð-
velt að renna sér bæði aftur á bak og
áfram, stökkva og gera ýmsar
kúnstir á þeim en venjulegum skíð-
um.
Vonast er til að keppendur í ár
verði um 100 frá Norðurlöndunum,
einkum Noregi, Svíþjóð og Íslandi,
en að í nánustu framtíð verði þeir
1.000 og þá einnig haldið skíðasvæð-
unum á Dalvík og Siglufirði.
Fyrirmyndin að mótinu nýja er
Norwegian Open, sem áður var
nefnt og hefur notið mikilla vin-
sælda síðan það var fyrst haldið árið
2009 og stækkað ár frá ári. Skv.
fréttatilkynningu er það mót nú
hluti samtaka sem halda utan um
mótaraðir þar sem keppt er í nefnd-
um greinum og eins konar regnhlíf-
arsamtök atvinnumanna í íþróttinni.
Þessi nýstárlega skíðamennska
(kölluð freeskiing á ensku) er sú
grein vetraríþrótta sem vex hraðast
í heiminum og er til dæmis talið að
hátt í 400.000 iðkendur séu í Noregi
en fimm Norðmenn eru meðal
þeirra 20 bestu í heiminum.
Davíð Rúnar Gunnarsson hjá
Viðurðastofu Norðurlands, sem
skipuleggur Iceland Winter Games í
samvinnu við fólk í ferðaþjónustu á
Norðurlandi, segir að markmiðið sé
að gera þetta risamót í Hlíðarfjalli
eitt af þeim bestu í Evrópu.
„Allar aðstæður í Hlíðarfjalli
eru fyrsta flokks og ég er ekki í
nokkrum vafa um að okkur mun
takast að búa til mót á heims-
mælikvarða sem mun laða til sín
þúsundir ferðamanna innan fárra
ára,“ segir Davíð Rúnar Gunn-
arsson.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Skemmtilegt Vinkonurnar og skólasysturnar Katla Bjarnadóttir og Karen
Lind Arnardóttir á Akureyri skemmtu sér vel á gamlárskvöld.
Stefnt að þúsund
manna vetrarhátíð
Gjöf Kiwanismenn úr Grímsey heimsækja Mæðrastyrksnefnd Akureyrar.
ÚR BÆJARLÍFINU
Skapti Hallgrímsson
Akureyri
Félagar í Kiwanisklúbbnum Grími í
Grímsey komu færandi hendi í hús-
næði Mæðrastyrksnefndar Ak-
ureyrar rétt fyrir áramót. Færðu þá
nefndinni 500.000 krónur að gjöf
sem formaður hennar segir að komi í
góðar þarfir.
Sigurveig Bergsteinsdóttir, for-
maður Mæðrastyrksnefndar Ak-
ureyrar, segir fleiri hafa óskað að-
stoðar nefndarinnar fyrir jólin nú en
áður, hátt í 330 fjölskyldur. Nefndin
sinnir öllum Eyjafirði; svæðinu frá
Grenivík austan megin og út á Siglu-
fjörð í vestri.
Áramótin heppnuðust vel í höf-
uðstað Norðurlands eftir því sem
næst verður komist. Margir höfðu
augljóslega styrkt Landsbjörg en
stærsta fréttin og sú minnsta var að
2014 kom á réttum tíma. Fangaklef-
ar lögreglunnar voru að vísu fullir að
morgni nýársdags og líklega er ekki
allt eins og best verður á kosið.
Norðurorka, sem er nánast að
öllu leyti í eigu Akureyrarbæjar,
hefur tekið yfir fráveitu bæjarins;
kaupir fráveitukerfið fyrir 2,3 millj-
arða króna, að hluta til með yfirtöku
á lánum.