Morgunblaðið - 03.01.2014, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
VELKOMINN Í BATA SMÁRALIND
Skoðið úrvalið á bata.is
Vertu vinur á
ÚTSALA
ÚTSALA
AFP
Górillan Kumbuka á árlegri talningu og mælingu í
London Zoo, elsta vísindadýragarði í heiminum. Dýra-
garðurinn var stofnaður árið 1828 og opnaður almenn-
ingi 1847. Í honum eru um 19.000 dýr af um 800 teg-
undum. Þeirra á meðal eru fjórar górillur, karldýrið
Kumbuka og kvendýrin Zaire, Mjukuu og Effie.
Lundúnadýrin talin og mæld
Heilsu Ariels Sharon, fyrrverandi
forsætisráðherra Ísraels, hefur
hrakað mjög síðustu daga og hann er
nú talinn í lífshættu, að sögn lækna
hans í gær. Sharon, sem er 85 ára,
hefur verið í svefndái frá 4. janúar
2006 og læknar hans segja að nokkur
líffæri hans séu farin að gefa sig,
meðal annars nýrun.
Sharon varð forsætisráðherra Ísr-
aels árið 2001 og naut áður mikillar
virðingar í landinu sem herforingi.
Hann tók þátt í fjórum stríðum eftir
stofnun Ísraelsríkis árið 1948.
Ariel Sharon
var varnarmála-
ráðherra árið
1982 þegar hann
stjórnaði innrás
Ísraelshers í Líb-
anon. Meðan á
innrásinni stóð
drápu líbanskir
skæruliðar,
bandamenn Ísr-
aela, hundruð Palestínumanna í
flóttamannabúðum sem voru á valdi
Ísraelshers. Ísraelsk rannsóknar-
nefnd komst síðar að þeirri niður-
stöðu að Sharon bæri ábyrgð á
fjöldamorðunum.
Sharon var lengi einn helsti tals-
maður landtöku gyðinga á herteknu
svæðunum. Hann breytti þó óvænt
um stefnu árið 2005 þegar hann
ákvað að leggja niður byggðir land-
tökumanna á Gaza og kalla herlið
Ísraela á svæðinu heim. Sama ár
gekk hann úr Likud-flokknum og
stofnaði miðflokkinn Kadima áður
en hann veiktist og féll í dáið.
bogi@mbl.is
Heilsu Ariels Sharon hrakar
mjög eftir átta ára svefndá
Í lífshættu eftir að nýrun og fleiri líffæri fóru að gefa sig
Ariel Sharon
Denver. AFP. | Kannabisneytendur
fögnuðu á nýársdag þegar Colorado
varð fyrsta ríkið í Bandaríkjunum til
að heimila sérstökum verslunum að
selja marijúana sem vímuefni eða í
lækningaskyni. Yfirvöld í Colorado
hafa veitt alls 348 leyfi til að selja
marijúana í smásölu, meðal annars í
litlum marijúanaverslunum. Leyft
verður að opna slíkar verslanir í
Washingtonríki í júní.
Íbúar Colorado og Washing-
tonríkis samþykktu tillögu um að
leyfa sölu á marijúana sem vímuefni,
ekki aðeins í lækningaskyni, í al-
mennum atkvæðagreiðslum í nóv-
ember 2012. Seinna voru sett lög
sem heimila marijúanaverslanir og
þau tóku gildi á nýársdag.
Óttast að vandinn aukist
Andstæðingar laganna segja að
þau geti orðið til þess að neysla á
marijúana aukist og fleiri ánetjist
vímuefninu. Marijúananeysla geti
skaðað heilsuna og leitt til geðrænna
vandamála, auk þess sem hún auki
líkurnar á því að fólk leiðist út í
neyslu á hættulegri vímuefnum.
Bandarísk samtök, sem beita sér
fyrir því að marijúana verði leyft,
fögnuðu hins vegar gildistöku lag-
anna í Colorado og sögðu að ljóst
væri að fleiri ríki myndu setja slík
lög, það væri aðeins spurning um
tíma.
„Þetta verður til þess að störfum
fjölgar, tekjur ríkisins aukast, ferða-
fólki fjölgar og ný atvinnugrein
þróast í Colorado,“ sagði Rachel
Gilette, lögfræðingur samtakanna
National Organization for the Re-
form of Marijuana Laws (NORML).
Embættismenn í Colorado áætla
að skatttekjur ríkisins vegna sölu á
marijúana nemi um 67 milljónum
dollara á ári, eða sem nemur tæpum
átta milljörðum króna.
Yfirvöld í Colorado heimiluðu
fyrst fyrirtækjum að selja mari-
júana í lækningaskyni árið 2010.
Samtök marijúanafyrirtækjanna
segja að mikill straumur ferða-
manna, sem kaupi marijúana, geti
orðið til þess að skortur verði á fíkni-
efninu í Colorado. „Það er erfitt að
spá um hvort hægt verði að anna eft-
irspurninni, einkum vegna þess að
það er erfitt að meta hvaða áhrif
ferðamenn hafa á þennan markað,“
sagði Michael Elliot, formaður hags-
munasamtakanna.
Kannabisræktendur og mari-
júanakaupmenn hugsa sér gott til
glóðarinnar. Nokkur fyrirtæki bjóða
nú þegar upp á sérstakar marijúana-
ferðir til Colorado, sem er einkum
þekkt fyrir skíðastaði og til-
komumikla fjallanáttúru.
„Fólk flykkist hingað hvaðanæva,
bara vegna þessarar nýlundu,“ sagði
Adam Raleigh, hjá kannabisfyr-
irtækinu Telluride Bud Co.
Gæti aukist um 60%
Marijúana hefur þegar verið leyft
í lækningaskyni í 19 ríkjum Banda-
ríkjanna og í nokkrum þeirra hefur
efnið verið leyft í 20 ár. Í flestum
þessara ríkja er neysla á marijúana
sem vímuefni ekki skilgreind sem
glæpur.
Samkvæmt lögunum í Colorado
og Washingtonríki eiga yfirvöld að
hafa eftirlit með ræktuninni, dreif-
ingunni og sölunni á marijúana.
Markaðurinn er mjög stór. Salan
á marijúana í lækningaskyni nam 1,4
milljörðum dollara á nýliðnu ári, eða
rúmum 160 milljörðum króna. Gert
er ráð fyrir að hún aukist um 60% í
ár, eða í 2,34 milljarða dollara, eða
270 milljarða króna.
Gert er ráð fyrir því að yfir 300
marijúanaverslanir verði opnaðar í
Washingtonríki í júní.
Kalifornía
Oregon
Washington Montana
Michigan
Colorado
Heimildir: ProCon.org/MarijuanaPolicyProject/Governing.com
Arizona
Nýja-Mexíkó
Nevada
Illinois
MaineVermont
Connecticut
Washington D.C.
Delaware
New Jersey
Rhode Island
Massachusetts
New Hampshire
Maríjúana-
verslanir
verða
opnaðar
í júní
*Í Maryland hafa verið sett lög sem
heimila notkun marijúana í rannsóknaskyni
á sjúkrahúsum
Maryland*
Marijúana í Bandaríkjunum
Leyft í lækningaskyni Marijúana leyft sem vímuefni, ekki
aðeins í lækningaskyniMarijúana ekki leyft með lögum
Fyrsta ríkið sem heimilar sölu
á marijúana í verslunum
Hawaii
Alaska
Spá stóraukinni
marijúanasölu
Marijúanaverslanir leyfðar í Colorado
Ríkisútvarpið á
Kýpur baðst í
gær afsökunar á
því að hafa út-
varpað röngu
áramótaávarpi á
gamlársdag og
sagði að rann-
sókn hefði verið
hafin á mistök-
unum. Útvarpa
átti áramótaávarpi forseta Kýpur,
Nicos Anastasiades, en þess í stað
kom ávarp fyrrverandi forseta
landsins, Demetris Christofias. Í til-
kynningu frá útvarpinu sagði að
niðurstaða rannsóknarinnar ætti að
liggja fyrir fljótlega.
Anastasiades tók við forsetaemb-
ættinu í febrúar síðastliðnum eftir
að Christofias ákvað að sækjast
ekki eftir endurkjöri. Christofias
hafði þá sætt gagnrýni vegna efna-
hagsvanda Kýpur sem varð til þess
að landið þurfti að semja um lán að
andvirði tíu milljarða evra frá Evr-
ópusambandinu og Alþjóðagjald-
eyrissjóðnum.
KÝPUR
Ríkisútvarpið rannsakar hvers vegna
röngu áramótaávarpi var útvarpað
Nicos Anastasiades