Morgunblaðið - 03.01.2014, Page 25

Morgunblaðið - 03.01.2014, Page 25
AFP Björgun Farþegar skipsins fylgjast með þyrlunni á hafísnum. Kínversk þyrla bjargaði í gær 52 far- þegum rússnesks rannsóknaskips sem hafði verið fast í hafís við Suður- skautslandið í tíu daga. Þrír ísbrjót- ar voru sendir á svæðið til að bjarga skipinu en það tókst ekki vegna slæms veðurs. Allir farþegar rannsóknaskipsins Akademik Shokalskí voru fluttir í fimm ferðum með þyrlunni á ísjaka nálægt ástralska birgðaskipinu Aur- ora Australis. Þaðan voru þeir fluttir með björgunarbáti í skipið. 22 skipverjar verða í rannsókna- skipinu þar til hafísinn hörfar og skipið losnar. Skipið hafði átt að sigla sömu leið og ástralski landkönnuðurinn sir Douglas Mawson sigldi á árunum 1911-1914 þegar hann kannaði Suð- urskautslandið. Vandræðin hófust á aðfangadag jóla þegar rannsókna- skipið festist í ísnum í stórhríð. Þrír ísbrjótar – ástralskur, fransk- ur og kínverskur – voru sendir á svæðið en þeir komust ekki að rann- sóknaskipinu. Ákveðið var á gaml- ársdag að reyna frekar að bjarga farþegunum með þyrlu, en björgun- in tafðist vegna slæms veðurs þar til í gær þegar kínverska þyrlan gat loksins lent á ísjaka við rannsókna- skipið. Allir farþegarnir 52 voru komnir í birgðaskipið um fimm klukkustundum eftir að björgunar- aðgerðin hófst. Blaðamaður Sydney Morning Herald, sem var í skipinu, sagði að farþegarnir hefðu fundið til mikils léttis þegar þyrlan kom loksins og sumir þeirra grátið af gleði. Gert er ráð fyrir að birgðaskipið komi að landi í Ástralíu eftir nokkrar vikur. bogi@mbl.is Björgun á Suðurskautslandinu Þyrla bjargaði í gær farþegum af rannsóknar- og skemmtiferðaskipi sem festist í ís við Suðurskautslandið á aðfangadag jóla Ljósmynd: AndrewPeacock/www.footloosefotography.com Adelie-mörgæs nálægt skipinu 28. desember Dumont D’Urville (frönsk rannsóknastöð) 1.000 km Suður- póllinn ROSSHAF SUÐUR- ÍSHAF ROSS- ÍSHELLAN Akademik Shokalskí Um borð voru 52 farþegar og 22 skipverjar Festist 100 sjómílur austan við rannsóknastöðina Grétu af gleði er þeim var bjargað  Skip þeirra var fast í hafís í tíu daga FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014 Dagblöðin The New York Times og Guardian birtu í gær for- ystugreinar þar sem þau hvetja yfirvöld í Banda- ríkjunum til að sýna bandaríska uppljóstraranum Edward Snow- den mildi. Blöðin fóru lofsamlegum orðum um Snowden sem fékk hæli í Rússlandi eftir að hafa lekið upp- lýsingum um njósnastarfsemi Þjóð- aröryggisstofnunar Bandaríkj- anna. „Hann kann að hafa framið lög- brot í þeim tilgangi, en hann hefur gert þjóð sinni mikið gagn,“ sagði The New York Times. Blaðið hvatti stjórn Baracks Obama Bandaríkja- forseta til að bjóða Snowden ein- hvers konar samkomulag sem fæli í sér milda refsingu. The Guardian hvatti stjórn Obama til að „leyfa Snowden að snúa aftur til Bandaríkjanna með reisn“ og sagði hann hafa sýnt „sið- ferðislegt hugrekki“ með því að af- hjúpa njósnastarfsemi bandarísku öryggisstofnunarinnar. Stjórn Obama hefur krafist þess að Snow- den verði framseldur til að hægt verði að sækja hann til saka í Bandaríkjunum. BANDARÍKIN Stjórnin hvött til að sýna Snowden mildi Edward Snowden Munið að slökkva á kertunum Treystið aldrei alfarið á kertaslökkvara Slökkvilið höfuborgasvæðisins Smiðjuvegi 34 |Rauð gata | www.bilko.is | Sími 557-9110 Rafgeymar á tilboðsverði. Bílkó selur og skiptir um rafgeyma og hefur á lager rafgeyma í flestar gerðir bíla. TILB OÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.