Morgunblaðið - 03.01.2014, Síða 28
Fyrst þetta: Ég átti
trúnaðarmann til fjölda
ára sem var fjár-
málastjóri Rík-
isútvarpsins, Hörður
Vilhjálmsson að nafni;
gæfumenni og gáfaður
unnandi menningar.
Hann sagði við mig
199x þegar ég var að
harma árlegan nið-
urskurð á fjárveit-
ingum til tónlist-
ardeildar: Þetta er rétt að byrja.
Þetta er ekki búið. Þegar afnota-
gjöld leggjast af og nefskattur
lagður á, missir RÚV mátt sinn, en
stjórnmálamenn læsa klóm í okk-
ur.
Mér þótti þetta svo gáfulegt að
ég trúði Herði ekki í fyrstu. Þetta
var of djúpt fyrir ópólitískt lamb.
Ár eftir ár gekk hann á fund fjár-
veitingarefndar alþingis og barðist
hetjulega við hreppstjórasyni.
Nefndarmenn voru
týndir að baki
fylgiskjalabunkum
og vissu ekki sitt
rjúkandi ráð og aldr-
ei lent í öðru eins.
Hörður reyndist
sannspár. Þá sagði
ég starfi mínu lausu
í mótmælaskyni með
þeim orðum, sem
enn standa á blaði;
að öll hljóðrit mín til
þrjátíu ára (nú fjöru-
tíu) væru bönnuð,
tónleika- og stúd-
íóupptökur og viðtöl við tónlist-
armenn í útvarpi og sjónvarpi –
með vísan til ákvæðis um sæmd-
arrétt samkvæmt sáttmála sem
kenndur er við Genf og/eða Bern.
Þetta geta allir listamenn þjóð-
arinnar gert. En svo er líka hægt
að vera barinn hundur – krumm-
inn á skjánum.
Næst þetta: Er ég spurði upp-
sögn útvarpsstjóra með lækkandi
sól varð ég hugsi. Ég hringdi í rit-
Dettur fólki í hug
að þetta sé búið?
Eftir Guðmund
Emilsson
Guðmundur
Emilsson
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
Slökun er síðasta
æfingin sem venju-
lega er gerð í lok
hvers Hatha-jógatíma
og lengd hennar ætti
alltaf að taka mið af
ákefð tímans hverju
sinni. Oftast varir
slökunin þó á bilinu
3-10 mínútur. Meðan
á slökuninni stendur
gefum við líkamanum
tækifæri á að vinna
úr áreiti sem við verðum fyrir á
hverjum degi. Ýmiskonar áreiti
dynur á okkur og krefst athygli
okkar yfir daginn: Útvarp, aug-
lýsingaskilti, símtöl, tölvupóstur
og svo mætti lengi telja. Með nú-
tímatækni verður einnig erfiðara
fyrir okkur að stjórna áreitinu
þar sem sífellt auðveldara er að
vera „sítengd“ umheiminum.
Í slökun förum við inn í ástand
sem er ekki ósvipað svefni. Til
einföldunar má skipta svefni í tvö
svefnstig; djúpan svefn og
draumsvefn. Við hvílumst vel í
djúpa svefninum en í draum-
svefninum er hugurinn einmitt að
vinna úr áreitinu sem við verðum
fyrir yfir daginn. Þegar draum-
svefninum lýkur tekur djúpi
draumlausi svefninn við.
Djúpi draumlausi svefninn er
eftirsóknarvert ástand og þar
viljum við dvelja sem lengst yfir
nóttina. Í þessu
ástandi fær líkaminn
gott tækifæri til að
byggja upp og næra
vöðvana. Áður en við
vinnum okkur inn
dvöl í djúpa svefn-
inum verðum við að
klára úrvinnsluna í
draumsvefninum.
Hugurinn fær tæki-
færi til að vinna úr
áreitinu loksins þeg-
ar líkaminn er í
hvíld. Þegar okkur
dreymir, þá erum við
stödd í þessum hluta svefn-
ástandsins.
Jógaslökun felst í að halda
meðvitund, en slaka alveg á lík-
amanum. Þannig veljum við að
liggja á bakinu í stöðu sem reyn-
ir sem allra minnst á vöðva og
liði og heftir ekki blóðflæði til út-
limanna. Í meðvituðu ástandi
lærum við smám saman að nýta
slökuna til úrvinnslu á áreiti.
Margir upplifa það hins vegar í
fyrstu jógatímum sínum að stein-
sofna í slökun og það er langt því
frá að vera bannað. Það gefur
einfaldlega til kynna að líkamann
og hugann bráðvantar þessa
hvíld sem slökunin er, jafnvel þó
stutt sé. Það er líka mjög gott að
gefa sér leyfi til að gefa lík-
amanum þá hvíld sem hann
þarfnast. Staðreyndin er sú að í
dag fá fæstir nægan svefn yfir
nóttina. Svefn í slökun er því
kærkominn blundur fyrir marga!
Með reglulegri iðkun lærum við
smátt og smátt að nýta slökunina
á annan hátt; sem úrvinnslu.
Þannig komumst við fyrr inn í
djúpa draumlausa svefninn að
nóttu til og þess vegna upplifa
margir iðkendur jóga minni
svefnþörf og meiri orku en áður.
Slökun getur tekið á sig ýmsar
myndir og ættum við að leita að
okkar bestu leið til slökunar.
Fyrir afreksíþróttafólk getur
slökun fólgist í lestri góðrar bók-
ar. Fyrir kyrrsetufólk getur slök-
un fólgist í stuttum hlaupatúr.
Slökunin okkar þarf því ekki allt-
af að vera hvíld, heldur tilbreyt-
ing frá hversdagsleikanum.
Leyfum okkur að njóta góðrar
slökunar og setjum slökun í for-
gang jafnvel þó við séum ekki
alltaf í jógasalnum.
Hugleiddu slökun
Eftir Eygló
Egilsdóttur
Eygló
Egilsdóttir
»Með nútímatækni
verður einnig erfið-
ara fyrir okkur að
stjórna áreitinu þar
sem sífellt auðveldara
er að vera „sítengd“
umheiminum.
Höfundur er jógakennari, ÍAK einka-
þjálfari og Metabolicþjálfari í Árbæ.
Móttaka aðsendra greina
Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein-
ar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota
innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki
greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla.
Að senda grein
Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu
mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn "Senda inn
grein" er valinn.
Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í
kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að við-
komandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið nóg að slá inn kennitölu notanda
og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn.
Ferðamönnum
hefur fjölgað jafnt
og þétt hér á landi
og hafa aldrei verið
fleiri yfir vetr-
armánuðina en ein-
mitt nú. Átakið „Ís-
land allt árið“ hefur
greinilega skilað sér
í auknum ferða-
mannastraumi í
skammdeginu og um
leið skapað ríkissjóði
auknar tekjur. Að það skuli ekki
vera þjónusta hjá Vegagerðinni
nema fimm daga vikunnar að
Gullfossi og Geysi yfir vetrartím-
ann er að mínu viti algjörlega óá-
sættanlegt.
Um 46 þúsund erlendir ferða-
menn komu til landsins í nóv-
ember sl., samkvæmt talningum
Ferðamálastofu, eða um 9.500
fleiri en í nóvember 2012. Um
25,7% aukningu ferðamanna er
að ræða milli ára. Við sláum
hvert metið á fætur öðru og nú
stefnir í að ferðamannafjöldinn
fari hátt í 800 þúsund á nýliðnu
ári. Ný ársfjórðungsskýrsla Evr-
ópska ferðamálaráðsins (ETC)
sýnir að vöxtur í ferðaþjónustu
er hvergi meiri en á Íslandi. En
erum við undir það búin að taka
við öllum þessum ferðamönnum
yfir vetrartímann?
Ferðamenn sem hingað koma
yfir vetrartímann hafa ekki úr
mikilli afþreyingu að moða, og er
„Gullhringurinn“ einna vinsæl-
astur. Þau ferðaþjónustufyrirtæki
sem eru með skipulagðar ferðir
að Gullfossi yfir vetrartímann eru
oft í vanda stödd á þeim dögum
sem Vegagerðin er ekki með
þjónustu, sérstaklega vegna
hálku. Aukin ábyrgð er sett á bíl-
stjóra á þessari leið og má telja
mestu mildi að ekki hafi orðið
alvalegt slys.
Talið er að um 70% ferða-
manna sem hingað koma yfir
vetrarmánuðina fari hinn rómaða
Gullhring. Þetta þýðir að í síð-
asta mánuði (desember) hafi um
30 þúsund ferðamenn farið þessa
leið. Það ætti að vera sjálfsögð
krafa að veginum að Gullfossi sé
haldið opnum alla daga ársins, sé
þess nokkur kostur. Að það skuli
ekki vera nein þjón-
usta á þessum veg-
arkafla á laug-
ardögum og
þriðjudögum er ávís-
un á slysahættu. Of-
an á þetta leggst að
engin þjónusta er
veitt hjá Vegagerð-
inni á þessum veg-
arkafla á stórhátíð-
um eins og á jóladag
og nýársdag.
Fjöldi bíla lenti í
vandræðum á þessari
leið síðastliðinn jóladag, meðal
annars þrjár rútur fullar af er-
lendum ferðamönnum, sem fuku
út af í fljúgandi hálku. Þá fauk
rúta út af og valt á þriðjudegi
(ekki þjónustudagur hjá Vega-
gerðinni) við Þingvelli í nóv-
ember vegna hálku. Sem betur
fer urðu ekki slys á fólki í þess-
um óhöppum. Ríkið má ekki
draga lappirnar öllu lengur. Það
er skylda okkar að sjá til þess að
öryggi sé í öndvegi á þessum
vegarkafla, annars kann illa að
fara.
Alltaf kemur upp umræða um
hvort það eigi að aflýsa ferðum
þegar aðstæður eru erfiðar, sem
er jú gert þegar svo ber undir.
Ferðamenn skoða líka veðurspár
og skilja ekki að það sé ófært
vegna hálku þegar veður er gott.
Fólk er að koma til Íslands,
kannski einu sinni á lífsleiðinni,
og vill ekki missa af Gull-
hringnum.
Tími er til kominn að Vega-
gerðin standi sína „plikt“ og veiti
þjónustu alla daga ársins í kring-
um fjölförnustu ferðamannastað-
ina. Ég skora á ráðherra vega-
mála, Hönnu Birnu
Kristjánsdóttur, að sýna meiri
fagmennsku í þessum efnum.
Vegagerðin þarf að
standa sína „plikt“
Eftir Val Benedikt
Jónatansson
Valur Benedikt
Jónatansson
» Aukin ábyrgð er
sett á bílstjóra á
þessari leið og má
telja mestu mildi að
ekki hafi orðið alvar-
legt slys.
Höfundur er bílstjóri hjá Reykjavík
Excursions-kynnisferðum.
Skráðu þig
í iPad-áskrift á
www.mbl.is/mogginn/ipad/
Nú geta
allir fengið
iPad-áskrift