Morgunblaðið - 03.01.2014, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Byggingavörur
Hanna og smíða stiga
Fást á ýmsum byggingarstigum.
Sérlausnir í þrengslum. 25 ára
reynsla. Uppl. í síma 894 0431.
Bílar
VILTU SELJA BÍLINN Í DAG?
Sendu okkur upplýsingar í gegnum
seldur.is og við sendum þér
staðgreiðslutilboð!
Bílaþjónusta
Húsviðhald
Húsaviðgerðir
www.husco.is
Sími 555-1947 | Gsm 894-0217
Nauðungarsala
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Hæðagarður 5, 218-0451, Hornafirði, þingl. eig. Kristín Guðmunds-
dóttir og Sigurður Óli Sigurðsson, gerðarbeiðandi Vátryggingafélag
Íslands hf., föstudaginn 10. janúar 2014 kl. 11:00.
Sýslumaðurinn á Höfn,
2. janúar 2014.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni
sjálfri, sem hér segir:
Drekavellir 6, 0102 (228-0231), Hafnarfirði, þingl. eig. Dagbjört Kristín
Bárðardóttir, gerðarbeiðendur BYR hf, Húsasmiðjan ehf og Kreditkort
hf, fimmtudaginn 9. janúar 2014 kl. 13:00.
Sýslumaðurinn í Hafnarfirði,
2. janúar 2014.
Uppboð
Einnig birt á www.naudungarsolur.is.
Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim
sjálfum, sem hér segir:
Akursbraut 11c, mhl. 01-0101, iðnaðarhús, fnr. 210-2254, Akranesi,
þingl. eig. GHV ehf., gerðarbeiðandi Sýslumaðurinn á Akranesi,
fimmtudaginn 9. janúar 2014 kl. 13:10.
Bárugata 15, mhl. 01-0101, fnr. 210-2465, Akranesi, þingl. eig. Hótel
Akranes ehf., gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. og Vörður tryggingar
hf., fimmtudaginn 9. janúar 2014 kl. 13:00.
Einigrund 2, mhl. 01-0101, fnr. 210-2539, Akranesi, þingl. eig. Fjóla
Lind Guðnadóttir, gerðarbeiðandi Arion banki hf., fimmtudaginn
9. janúar 2014 kl. 13:30.
Vallarbraut 15, mhl. 03-0202, fnr. 210-0796, Akranesi, þingl. eig.
Þórunn Sveina Hreinsdóttir, gerðarbeiðandi Landsbankinn hf.,
fimmtudaginn 9. janúar 2014 kl. 13:20.
Sýslumaðurinn á Akranesi,
2. janúar 2014,
Halla Bergþóra Björnsdóttir, settur sýslumaður.
Til sölu
Bókaveisla
Hin landsfræga og
margrómaða janúarútsala
hefst um helgina.
í Kolaportinu
Félagsstarf eldri borgara
!
"
#$ %
# &
# '
(
)(%
* '& $ '
+
"
'
-
&
$
./ 0
( 1
&
)
2#3 %
(
#/3/
./
!"""
# 4
% 5(
26/,# 7
& 8
./#6 9 (
' -: 0"% 2
##6/ -
5(
; 3//
"
#$ %"
,
(,
( "
'< '
(
,
8
(
:
(
#/6/ 0 '
,
(
'< '
-
&'# () 0
2 4
&
"
)*)+ 9
'
2,#. 0
,
##6/
#$6/ (
&
&#' ,( 9
'
!3/ 8
%
'
"
%
##6/ ,
#$6/
0<
' (
#36/ = %%
$##,.2/
- !""
! - *
(
%
./#$
>%%
33$,6$
???
."'" / - @
2 A
#/#3 0
##6/ -
@
&
#66/ 9
#$6/ + ,
#66/
Rað- og smáauglýsingar
fasteignir
✝ BrynhildurMaack Péturs-
dóttir fæddist í
Reykjavík 18.
september 1945.
Hún varð bráð-
kvödd á bráða-
deild Landspít-
alans í Fossvogi 7.
desember 2013.
Foreldrar Bryn-
hildar voru Ás-
laug Sigurð-
ardóttir húsmóðir, fædd í
Reykjavík 7. júní 1922, látin
26. desember 1996, og Pétur
Andreas Maack versl-
unarstjóri, fæddur á Ísafirði
29. ágúst 1922, látinn 5. maí
1971. Systkini Brynhildar eru
sjö og heita Pétur Vignir,
járnsmiður, f. 25.10. 1943,
kvæntur Margréti Ágústínu
kvæntur Sigrúnu Skaftadóttur
deildarstjóra, f. 1.12. 1966.
Börn þeirra eru Brynja, Logi
Steinn og Hlini.
Brynhildur ólst upp við
Túngötu 2 í Reykjavík til 13
ára aldurs, þegar fjölskyldan
fluttist að Bústaðavegi 109.
Þar gekk hún í Réttarholts-
skóla og lauk gagnfræðaprófi
1958. Hún hóf störf við endur-
skoðunar- og bókhaldsstofuna
Skil sf., þar sem sem hún vann
til dánardags. Brynhildur var
vandvirk í starfi og vann sig
fljótlega upp og starfaði við
hvaðeina sem viðkom bókhaldi
og endurskoðun. Hún starfaði
einnig til margra ára sjálf-
stætt við færslu bókhalds fyrir
fyrirtæki og aðstoðaði fólk við
gerð skattskýrslna. Brynhild-
ur og Ægir byggðu sér raðhús
við Rauðahjalla 5 og þar bjó
hún til æviloka.
Útför hennar fór fram frá
Fossvogskirkju þann 20. des-
ember 2013. Brynhildur var
jarðsett í Kópavogs-
kirkjugarði.
Halldórsdóttur,
Hilmar, líffræð-
ingur, f. 31.7.
1948, kvæntur
Málfríði Lorange ,
Gunnar, stærð-
fræðingur, f. 9.3.
1952, Þórir, f.
15.4. 1954, d. 6.11.
2005, Bernharð,
vélfræðingur, f.
22.11. 1956, María
Bóthildur, leik-
skólakennari, f. 10.4. 1959 og
Elísabet Þórunn Ásthildur,
iðnrekstrarfræðingur, f. 30.3.
1965 gift Halldóri Ingólfssyni.
Eftirlifandi eiginmaður
Brynhildar er Ægir Pét-
ursson, f. 12.3. 1940 ættaður
úr Þingvallasveit. Sonur
þeirra er Ásgeir Ægisson
verkfræðingur, f. 3.12. 1965,
Elskuleg eiginkona mín, Bryn-
hildur Maack Pétursdóttir, hefur
verið kölluð frá okkur, aðeins sex-
tíu og átta ára að aldri, skjótt og
óvænt, einhvern veginn þegar ró-
legri tímar virtust í hönd með
meiri tíma til frístunda og ferða-
laga.
Brynhildur var fórnfús kona og
lagði sig alla fram um að hjálpa
sínum nánustu. Hún var alltaf
tilbúin að hlusta, styðja, aðstoða
og ráðleggja sínu fólki sem og
þeim sem aðstoðar þurftu við.
Þannig var hún bara af Guði gerð.
Sjálfshól var henni eitur í beinum,
enda hældi hún aldrei sjálfri sér,
þó svo að hún ætti það fyllilega
skilið og hún var óspör á tíma þeg-
ar einhver þurfti að létta á hjarta
sínu. Húsið okkar að Rauðahjalla
var oft vin margra og samkomu-
staður þar sem títt voru margir
saman komnir af stórum systkina-
hópi. Hvort sem fólk hittist vegna
afmæla, giftinga, um hátíðir eða
bara til þess að horfa saman á
bunka af vídeóspólum þegar víd-
eóæðið var í algleymi. Þannig var
Brynhildur í essinu sínu. Því fjöl-
mennara, því betra.
Við vorum oft í nálægð hvort
við annað sem börn og unglingar,
þó svo við vissum ekki af því sjálf
fyrr en löngu seinna. Bæði ólumst
við upp í vesturbænum, hún við
Túngötu og ég við Vesturvalla-
götu. Þegar hún var í sveitinni hjá
frændfólki sínu að Stóra-Núpi í
Gnúpverjahreppi, var ég í sveit
skammt þar frá að Vestra Geld-
ingaholti. Og við komum líka á
sömu staðina áður en við kynnt-
umst. Á leið í sveit í Grunnuvík tíu
ára gömul gisti hún hjá fjölskyldu
í Túngötu á Ísafirði. Mörgum ár-
um síðar gisti ég hjá sömu fjöl-
skyldu í sama húsi. Loksins lágu
þó leiðir okkar saman og ég hitti
elskuna mína á dansleik hér í
Reykjavík.
Ég þakka fyrir árin fjörutíu
sem við áttum í Rauðahjallanum.
Margar af bestu stundum okkar
áttum við á heimili okkar og í sum-
arbústaðnum okkar í Laugardal
með syni, tengdadóttur og barna-
börnum. Hugurinn leitar einnig til
allra ferðanna erlendis sem við
áttum með okkar bestu vinum,
Heimi og Guðrúnu, í Svíþjóð.
Heilsaðu einkum ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf, í peysu;
þröstur minn góður! það er stúlkan mín.
(Jónas Hallgrímsson)
Hvíl í friði, elskuleg eiginkona.
Ægir.
Mig langar að minnast móður
minnar, Brynhildar, með nokkr-
um orðum. Fráfall hennar bar
brátt og óvænt að og skilur eftir
sig mikið tómarúm. Það voru tóm-
legir og erfiðir dagar sem tóku við
í mínu lífi og fjölskyldu minnar á
aðventunni eftir fráfall hennar.
Líklega er maður aldrei undir það
búinn að missa móður sína, en frá-
fall ástvinar er eitthvað sem við
höfum enga stjórn á og eitthvað
sem allir verða einhvern tímann
að sætta sig við. Í huga mér stend-
ur eftir allt það góða sem hún gaf
mér. Öryggi, kærleikur, þolin-
mæði og umhyggja á uppeldisár-
unum. Stuðningur og aðhald í
skóla og námi. Ráðleggingar og
tími til að hlusta þegar ég var að
koma undir mig fótum og stofna
fjölskyldu og hefja fyrirtækj-
arekstur og margt, margt fleira.
Allt er þetta besti arfur og upplag
sem nokkur manneskja getur gef-
ið börnum sínu. Þökk mín fyrir
það er mikil. Vegna þessa get ég
nú sjálfur horft björtum augum
fram á veginn og vonandi verið
mínum börnum og fjölskyldu sami
stuðningur og fyrirmynd og móðir
mín var mér. Allar góðu minning-
arnar hellast nú yfir mig þegar ég
skrifa þessi orð.
Þökk mín til móður minnar er
óendanleg og eilíf.
Ásgeir.
Mitt í jólaundirbúningnum
fengum við þær hörmulegu fréttir
að tengdamóðir mín, hún Bryn-
hildur, hefði orðið bráðkvödd. Við
tók erfiður tími, tími saknaðar og
sorgar. Brynhildur var einstök
kona, hún var hæglát og hógvær
en full af visku og ást. Ég furðaði
mig stundum á því hve lítinn
mannamun hún gerði þegar hún
var að aðstoða og gleðja aðra, en
líf hennar gekk út á það að vera
stoð og stytta fyrir þá sem þurftu.
Brynhildur var vel máli farin,
vandvirk og mikil viðskiptamann-
eskja, fylgdist náið með fréttum
og sérstaklega öllu er varðaði fjár-
mál enda var hún sjálfmenntaður
sérfræðingur í þeim efnum sem
var nokkuð sérstakt fyrir konu af
hennar kynslóð. Brynhildur var
mér og börnum mínum góð fyr-
irmynd, kona sem vissi hvað hún
vildi, heiðarleg, hjartahrein og
náði langt með dugnaði og útsjón-
arsemi. Ömmuhlutverkið var
Brynhildi mikilvægast af öllu, hún
ljómaði þegar börnin komu og gat
endalaust dáðst að öllu sem þau
gerðu og sögðu. Þegar Brynhildur
fékk fréttir af því að von væri á
fyrsta barnabarninu sagði hún að
það hefði tekið sig viku að trúa
því, henni hefði fundist það of gott
til að vera satt. Finnst mér það
lýsa Brynhildi vel.
Hjónaband Brynhildar og Æg-
is var fallegt, þau studdu hvort
annað og bættu hvort annað upp,
missir Ægis er mikill. Ég átti
margar góðar stundir með Bryn-
hildi, bæði hérlendis og erlendis.
Hér heima og uppi í sumarbústað.
Ég þakka fyrir að hafa fengið að
njóta þeirra stunda. Hjá okkar
litlu fjölskyldu er söknuður að
yndislegri tendamóður, móður og
ömmu mikill. En saman stöndum
við og minning hennar mun ávallt
fylgja okkur.
Hvíldu í friði, elsku Brynhildur,
og takk fyrir allt sem þú gafst.
Sigrún, tengdadóttir.
Látin er kær starfsfélagi,
Brynhildur Pétursdóttir. Bryn-
hildur hóf störf hjá Bjarna
Bjarnasyni, löggiltum endur-
skoðanda, ung að árum, 18 ára,
eftir gagnfræðapróf. Faðir henn-
ar, Pétur Maack, var vel kunn-
ugur Bjarna sem réð hana eftir
starfsviðtal.
Glöggskyggni Bjarna endur-
skoðanda við ráðninguna hefur
komið í ljós því Brynhildur starf-
aði frá þeim tíma við bókhalds- og
skrifstofustörf í um 50 ár, fyrst
undir hans stjórn og síðan hjá
endurskoðunarskrifstofunni
Skilum sf. frá stofnun félagsins
1978 til dauðadags.
Brynhildur var skarpgreind.
Hún leysti þau verkefni sem
henni voru fengin í hendur af
mikilli nákvæmni, skipulagi og
reglu í allri vinnu sem hún sinnti.
Hún gerði sér fulla grein fyrir
starfsreglum sínum og greindi
viðskiptavinum frá í hverju starf
hennar fælist. Niðurstaða vinn-
unnar yrði að vera rétt í öllum til-
fellum því ella flyttist vandinn yf-
ir á næsta ár. Þetta þekkja allir
sem vinna við þessi störf.
Brynhildur var ávallt tilbúin
að hjálpa, og aðstoða þá sem þess
þurftu með, var í eðli sínu rétt-
sýn. Hún var vinur vina sinna,
var hæglát í fasi, reglusöm,
stundvís og með afbrigðum
vinnusöm. Hún var starfsmaður
sem allir atvinnurekendur óska
sér.
Brynhildur var ekki margmál
við okkur starfsmennina og flík-
aði ekki tilfinningum sínum en
hún átti það til undir vissum
kringumstæðum að lofa hlátrin-
um að ráða ríkjum og þar með að
gleðjast innilega.
Nokkur undanfarin ár átti
Brynhildur við veikindi að stríða
en var ótrúlega hörð af sér,
kvartaði aldrei og stundaði vinnu
sína þar til fyrir tæpum tveimur
mánuðum að hún lá sjúkrahús-
legu og fékk aðra umönnun en
náði ekki heilsu sem hún þráði
heilshugar.
Eigi má sköpum renna því
Brynhildur varð bráðkvödd 7.
desember sl. Harmdauði allra
sem hana þekktu.
Allt er í lífinu hverfult og eng-
inn veit sína ævina fyrr en öll er.
Eiginmaður Brynhildar, Æg-
ir, var henni stoð og stytta, sér-
staklega eftir að veikindi gerðu
vart við sig.
Einkasonur Brynhildar, Ás-
geir, og fjölskylda hans voru
henni allt, hún talaði um þau af
stolti.
Kveðjustund er runnin upp.
Við samstarfsmenn hennar til
margra ára vottum eiginmanni,
syni, tengdadóttur, barnabörn-
um, systkinum og öðrum að-
standendum hennar okkar
dýpstu samúð.
Vertu kært kvödd, kæra Bryn-
hildur.
Birgir, Þórdís, María og
Björgvin.
Brynhildur Maack
Pétursdóttir