Morgunblaðið - 03.01.2014, Síða 42

Morgunblaðið - 03.01.2014, Síða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 2014 Sölvi Blöndal, tónlistarmaður og hagfræðingur, fagnar í dag 39ára afmæli sínu. „Ég er ekki vanur að halda upp á afmælið oglegg frekar áherslu á að gera eitthvað skemmtilegt á þessum annars dimmadegi. Í dag stefni ég til dæmis á að fara á snjóbretti í Bláfjöll með tveggja ára syni mínum,“ segir Sölvi sem hefur ekki farið varhluta af því að eiga afmæli þegar vörutalning stendur yfir í verslunum. „Þetta er með súrari afmælisdögum. Ég og afmæl- isbróðir minn Vilhelm Anton Jónsson gerum oft gys að því að vera svokölluð vörutalningabörn. Við búum að þeirri reynslu frá því úr æsku að fá bensínstöðvapakka í afmælisgjöf og besti vinur minn gef- ur mér alltaf Stjörnupopp í afmælisgjöf sem mér finnst reyndar mjög gott sé það með ostabragði.“ Aldurinn leggst vel í Sölva. „Ég spái yfirleitt lítið í aldur. Mér fannst ég reyndar vera ógurlega gamall þegar ég varð tvítugur og hélt að lífinu væri lokið en svo tók ég þá ákvörðun að slíkar tölur skiptu ekki nokkru máli og síðan þá hefur allt gengið betur,“ segir Sölvi. Sölvi verður fertugur á næsta ári og mun fagna stórafmælinu í Katmandú í Nepal. „Þetta er ákvörðun sem ég tók þegar ég varð tvítugur, að þegar ég yrði fertugur þá yrði ég í Katmandú. Á næsta ári mun ég því uppfylla tuttugu ára gamlan draum,“ segir Sölvi. mariamargret@mbl.is Sölvi Blöndal er 39 ára í dag Í mörgu Tónlist Sölva þekkja margir frá dögum hans með Quarashi. Hann starfar sem hagfræðingur og er í sveitinni Halleluwah. Bensínstöðvapakk- ar og Stjörnupopp Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Hafnarfjörður Alex Óli fæddist 13. september kl. 16.13. Hann vó 3065 g og var 50 cm langur. Foreldrar hans eru Þórunn Anna Ólafsdóttir og Jón Rúnar Gíslason. Nýir borgarar Reykjavík Baldur Þór fæddist 1. októ- ber kl. 14.18. Hann vó 3885 g og var 52 cm langur. Foreldrar hans eru Ása Birna Ísfjörð og Bjarni Gunnarsson. G uðmundur fæddist í Doktorshúsinu við Ránargötu 3.1. 1944 og átti þar heima fyrstu árin, síðan við Lang- holtsveginn og loks við Miklubraut- ina á móts við Klambratúnið. Hann var einn vetur í Laugarnesskóla, síðan í glænýjum Langholtsskóla, stundaði nám við Gagnfræðaskóla Austurbæjar í tvo vetur, lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla verknáms í Brautarholti 1960, stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk sveinsprófi í prentmyndagerð 1962 en meistari hans var Þorsteinn Oddsson. Guðmundur útskrifaðist úr Mynd- lista- og handíðaskólanum 1966, stundaði nám við Konsthögskolan Valand og við Göteborgs Universitet í Gautaborg í Svíþjóð á 1966-72 og lauk meistaraprófi í grafík. Síðar Guðmundur Ármann Sigurjónsson myndlistarmaður – 70 ára Fjölskyldan Guðmundur Ármann og eiginkona hans, Hildur María ásamt börnunum þeirra fimm. Listamaður og læri- meistari á Akureyri Fræknir skákmenn Stjórn Hróksins (situr) ásamt nokkrum félagsmönnum, skákfélags í Hlíðunum 1958. Stjórnin, talið frá vinstri: Sveinn Sigurðsson, Brynjólfur Ingvarsson og Guðmundur Ármann Sigurjónsson. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 567 4840 www.bilo.is | bilo@bilo.is Funahöfði 1 | 110 Reykjavík Sími 580 8900 | bilalind.is Fylgstu með okkur á facebook Fylgstu með okkur á facebook BMW540i 04/2000, ekinn 223 Þ.km, sjálfskiptur, leður og fullt annað.Mjög gott eintak! Verð 1.790.000. Raðnr.251534 Mercedes Benz C230 Kompressor Árgerð 2005, ekinn 145 Þ.km, sjálf- skiptur, innfl. nýr, einn eigandi frá upphafi. Verð 1.990.000. Rnr.400114 1.5 90. 000 Við óskum landsmönnum öllum gleðilegs árs og þökkum viðskiptin á liðnu ári

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.