Morgunblaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.01.2014, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 5. J A N Ú A R 2 0 1 4 Stofnað 1913  21. tölublað  102. árgangur  HLUSTUNIN SKIPTIR ÖLLU MÁLI BRANDARAR OFT HUGSAÐIR ÚT FRÁ KÖRLUM SÍÐASTA ÁR ÆVINTÝRI LÍKAST SUNNUDAGUR BJARKI MÁR ÍÞRÓTTIRADHD Á TÓNLEIKUM 46 Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Vinakot er ætlað börnum og ung- lingum sem eiga við fjölþættan hegðunarvanda að stríða og þeim sem glíma við alvarlegar geð- og þroskaraskanir. Stjórnendur Vina- kots hafa í rúmlega ár leitað eftir þjónustusamningi við ríkið en án ár- angurs. Afleiðingin er sú að úrræðið er vannýtt því allur kostnaður við vistun barna þar lendir á sveitar- félögunum. Þær Aðalheiður Þóra Bragadóttir og Jóhanna M. Fleck- enstein segja tugi foreldra hafa haft samband og viljað koma börnum sínum að í Vinakoti til búsetu til skamms eða langs tíma. Þær vita af fleiri foreldrum í sömu stöðu. Í lang- flestum tilvikum hafi ósk foreldr- anna strandað á kostnaði. Þar sem enginn þjónustusamningur hafi ver- ið gerður beri sveitarfélögin allan kostnað vegna Vinakots. Ríki og sveitarfélög skipti á hinn bóginn kostnaði á milli sín vegna annarra vist- og meðferðarheimila. Hvergi annars staðar í boði Þær segja að vistin í Vinakoti sé þó ekki dýrari en þar. Í Vinakoti sé einstaklingsmiðuð sérfræðiaðstoð og sólarhringsvakt. Einnig er heimaþjónusta. „Þessi nálgun er hvergi annars staðar í boði,“ segir Aðalheiður. Þörfin sé svo sannarlega til stað- ar og það sé ódýrara fyrir sam- félagið að takast á við vanda barnanna snemma, fremur en að bíða þess að hann verði óviðráð- anlegur. „Og það er óþarfi að finna upp hjólið,“ segir Jóhanna og vísar til umræðu innan kerfisins um að úrræði fyrir þennan hóp vanti. „Úr- ræðið er til og þessi börn bíða.“ Þær binda miklar vonir við fund með fé- lagsmálaráðherra, Eygló Harðar- dóttur, í næstu viku. MPeningamálin stöðva … »12 Úrræðið til en börnin bíða  Vinakot tekur á móti börnum sem stríða við fjölþættan hegðunarvanda  Úrræði fyrir þennan hóp hefur vantað  Tugir foreldra hafa haft samband Ragnheiður Gunnarsdóttir, móðir sautján ára drengs með Downs- heilkennið, vill einfalda kerfið sem heldur utan um einstaklinga með slíka fötlun, stytta boðleiðir, auka sjálfstæði og frumkvæði fólks og draga úr forræðishyggju. Enginn þekki son hennar betur en hún sjálf og þar af leiðandi sé enginn betur til þess fallinn að taka ákvarðanir um velferð hans. „Ég er orðin þreytt á því að aðrir hafi vit fyrir mér. Fólk vill vel en kerfið er löngu vaxið því yfir höfuð. Er bara til á eigin for- sendum en ekki þeirra sem það á að þjóna. Það er vont kerfi.“ Hún leggur til að börn með sér- þarfir eins og sonur hennar fái sinn persónulega umboðsmann, sem fylgi þeim gegnum öll stig kerfisins. „Þannig myndum við, foreldrarnir, losna við öll þessi flóknu „milliríkja- samskipti“ við kerfið.“ Rætt er við Ragnheiði í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins í dag. Stytta þarf boðleiðir  Foreldrar barna með Downs-heil- kenni rekast á veggi Samrýnd Kjartan Ólafsson og Ragnheiður Gunnarsdóttir. Morgunblaðið/Kristinn Rúnar Kárason og Aron Rafn Eðvarðsson voru hetjur íslenska landsliðsins í handknattleik þegar það bar sigurorð af Pólverjum í leiknum um 5. sætið á EM í gær. Íslendingar fögnuðu sigri, 28:27, í spennuleik og skoraði Rúnar sigurmarkið 20 sek- úndum fyrir leikslok. Rétt á eftir varði Aron Rafn skot Pólverjanna og sigur Íslands var í höfn. Árang- ur Íslands á EM er sá þriðji besti í sögunni en Ísland vann bronsverðlaun á EM í Austurríki árið 2010 og varð í 4. sæti á EM í Svíþjóð 2002. Á myndinni fagna Sverre Jakobsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Ás- geir Örn Hallgrímsson með Rúnari. » Íþróttir Morgunblaðið/Eva Björk Rúnar skaut Íslendingum í 5. sætið Fögnuðu sigri á Pólverjum á EM í handbolta Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „Okkar afstaða er alveg óbreytt,“ segir Gunnar Björnsson, formaður samninga- nefndar ríkisins, um yfirstandandi kjara- viðræður við op- inbera starfsmenn eftir að fjöldi laun- þegafélaga á al- menna vinnumark- aðnum hafnaði nýjum kjarasamn- ingi. Ríkið mun áfram halda sig við það tilboð sem kynnt hefur verið sem er sambæri- legt við kjara- samning SA og ASÍ-félaganna. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, er á öðru máli. „Ríkið var búið að leggja svipaða út- færslu á borðið í okkar viðræðum og í samningunum hjá SA og ASÍ. Við lítum svo á að sú útfærsla og það tilboð sé bara út af borðinu. Það dettur engum heilvita manni í hug að semja út frá því núna þeg- ar búið er að fella það víðast hvar í þjóð- félaginu,“ segir hann. Gunnar segir hins vegar að ríkið hafi frekar styrkst í þeirri afstöðu að undan- förnu að sú leið sem mörkuð hefur verið til að ná niður verðbólgunni sé sú eina rétta. „Þessi almenna nálgun er alveg óbreytt, að til þess að ná tökum á verðbólgunni þurfa launahækkanir að vera innan þeirra marka sem markmið Seðlabankans segir til um,“ segir hann. „Það þarf að hugsa þetta upp á nýtt,“ segir hins vegar Árni Stefán. »14 Óbreytt afstaða ríkisins  SFR telur ekki hægt að byggja á samningi ASÍ og SA Viðræður » Samninga- nefndir ríkisins og SFR halda viðræðum áfram » Fjöldi samn- inga hjá ríkinu rennur út um mánaðamót Með fjölgun lög- reglumanna í landinu um 44 á árinu kemst ástandið í sæmi- legt horf en enn er langt í land með að það verði ásættanlegt. Það er mat yfirmanna lögregluumdæma sem rætt er við í Morgunblaðinu í dag. Þeir eru þó á því að gott sé að sjá fram á bjartari tíma. Haraldur Johannessen rík- islögreglustjóri er á sama máli, hann vill að löggæslan komist á þann stað sem hún var á fyrir hrun og helst lengra. 611 lögreglumenn voru starfandi á landinu um áramót og verða þeir 655 við fjölgunina. Fyrir hrun var áætlað að árið 2013 yrði þörf á um 900 starfandi lög- reglumönnum í landinu. »16 Fyrsta skrefið  Sjá fram á bjartari tíma í lögreglunni Haraldur Johannessen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.