Morgunblaðið - 25.01.2014, Síða 20

Morgunblaðið - 25.01.2014, Síða 20
SVIÐSLJÓS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Kúabúskapurinn er vinnan okkar og við reynum að sinna henni vel. Þetta er lífið, eftir að við ákváðum að fara út í búskap,“ segir Sigurður Ólafsson, bóndi á Brúsastöðum í Vatnsdal. Bú þeirra Gróu Margrétar Lárusdóttur var afurðahæsta kúabú landsins á síðasta ári. Gróa og Sigurður reka gott og af- urðasamt bú á Brúsastöðum, sér- hæft kúabú, og hafa byggt upp gripahús og tæknivætt búið og ræktað nánast hvern einasta rækt- anlegan blett á jörðinni. Þau eru með 320 þúsund lítra full- virðisrétt í mjólk. Á bak við það eru 45 árskýr sem þýðir að 45 kýr eru mjólkandi allt árið. Alls eru 140-150 gripir í fjósi og kálfahúsi. Afurðir kúnna eru með því besta sem þekkist hér á landi. Búið hefur skilað mestu meðalafurðum kúabúa í Austur-Húnavatnssýslu í átta af síð- ustu tíu árum. Það var í 10. sæti yfir landið á árinu 2012 og árangurinn hefur batnað síðan enda urðu þau í efsta sæti listan yfir afurðahæstu kúabú landsins á síðasta ári með 7.693 lítra að meðaltali eftir hverja kú. Skýringarnar á bættum árangri telja þau að megi finna í góðum kúm og góðu fóðri. Þau eru með sömu kjarnfóðurtegund en segja að heyin séu alltaf aðeins mismunandi á milli ára. Þá er mjaltaþjónninn sem þau fengu sér 2011 að sanna sig og telja þau að hann hafi gert útslagið. Ann- ars vilja þau ekki gera of mikið úr því hvort þau hafna í efsta sæti eða næstu sætum þar á eftir. „Við erum ekki að gera þetta fyrir aðra,“ segir Gróa og Sigurður bætir við: „Þetta er bara það sem við lendum í,“ og vísar til athyglinnar. Saknar þess að sjá ekki sjóinn Það ferli sem skilar búinu á Brúsastöðum þessum árangri hófst á árinu 1994 þegar þau keyptu jörð- ina og fóru að búa með kýr og sauðfé. Það var raunar ekki einföld ákvörðun. Sigurður var sjómaður á Patreksfirði og þau kynntust þegar Gróa fór þangað til að vinna í fiski. En Vatnsdalurinn togaði mikið í Gróu og Sigurður elti, eins og hann orðar það sjálfur, og hann segist ekki sjá eftir því þótt hann sakni þess stundum að sjá ekki sjóinn. Gróa bjó fyrst með föður sínum og Sigurður var verktaki. Þau byggðu stærra fjós á árinu 2002 og fjölguðu kúnum stórlega og bættu við kvót- ann. Í kjölfar stækkunar búsins þurfti að tryggja fóðuröflun. Öll túnin voru endurunnin og segja má að nánast hver einasti ræktanlegi blettur á jörðinni sé nýttur. Nú er allt fóður af endurræktuðum túnum, slegið snemma og verkað á sem bestan hátt. Næringargildi þess er reiknað út og á móti gefin rétt blanda af kjarnfóðri. „Fyrst eftir að við stækkuðum urð- um við að heyja á nokkrum jörðum til að eiga nóg. Þegar við vorum búin að rækta upp hér heima rann upp fyrir manni hversu dýrt það er og óhent- ugt að þurfa að flytja heyið heim. Þá varð manni hugsað til þeirra vest- firsku bænda sem eru með stór fjós en lítið undirlendi og þurfa að vera með tún úti um allt,“ segir Gróa. Þau endurrækta 10-15 hektara á ári og eru búin að snúa allri ræktun við á síðustu tuttugu árum. Þau hafa einnig reynt sig við kornrækt með góðum árangri. Fyrst lögðu þau tals- vert undir en hafa dregið úr. Ástæð- an er ekki léleg uppskera, hún hefur verið góð, en Gróa segir að það henti illa að gefa kúm í mjaltaþjóns- fjósi óþurrkað korn. Þau hafi því hætt því en gefi kálfunum byggið og selji einnig sauðfjárbændum. Hnífurinn bestur Ræktun kúastofnsins er vita- skuld mikilvægur liður í því að ná árangri. „Hnífurinn er bestur, það verður að skera nógu mikið niður. Úr þeim mikla fjölda sem hér fæðist næst góður kjarni mjólkurkúa. Það eru 25-30 kýr sem halda uppi fram- leiðslunni á hverjum tíma. Þegar margar góðar kýr eru í fjósinu er í lagi að vera með einhverjar lakari og kvígurnar fá tækifæri til að sanna sig,“ segir Gróa. Mjaltaþjónninn hefur sannað gildi sitt, að mati þeirra hjóna. Hann ger- ir ýmislegt fyrir kýrnar. Kjarnfóð- urgjöfin verður jafnari, þær sem láta mjólka sig fjórum sinnum á sól- arhring fá kjarnfóðrið jafn oft. Kýrnar fara til malta að meðaltali tæplega þrisvar sinnum á sólar- hring. Þær sem oftast heimsækja mjaltaþjóninn fara fjórum sinnum. Það hefur sýnt sig að það eykur nyt- ina en bætir einnig heilbrigði kúnna. Júgrið nær aldrei að þenjast of mik- ið út og kýrnar endast því betur. Þá þarf ekki að ala upp eins margar kvígur. Endalaus vinna við þrif Er þá ótalið vinnuhagræðið sem fylgir mjaltaþjóninum. „Vinnan er orðin miklu léttari en var,“ segir Gróa og talar af reynslu því hún hef- ur sjálf kynnst öllum mjaltaaðferð- um. Byrjaði að handmjólka í torf- fjósi, notaði síðan fötumjaltakerfi í nýrra fjósi og þá rörmjaltakerfi. Þau Sigurður byggðu lausagöngufjós með mjaltabás þar sem tíu kýr voru mjólkaðar í einu og síðasta skrefið var að fá mjaltaþjón. Þótt tæknin sé tekin í notkun verður hlutverk bændanna síst minna. Vinna þeirra breytist. Sig- urður bendir á að öll tækni þurfi eft- irlit. Það þurfi að kenna kvígunum á kerfið. Svo þurfi að fóðra og þrifin séu endalaus vinna. Þau nýta raunar tæknina einnig með því að vera með sjálfvirka flórsköfu og gjafagrindur sem ekki þarf að gefa í nema tvisvar í viku. Hreinlæti er ekki síður mik- ilvægt í mjaltaþjónsfjósum en öðrum og segir Sigurður að þau séu alltaf að huga að þeim þætti. Svo má ekki gleyma ræktuninni og vinnunni við heyskapinn á sumrin þegar und- irstaða framleiðslunnar er lögð. „Það eru ekkert færri vinnustundir í sólarhringnum en áður en maður er ekki eins bundinn við klukkuna.“ Aldrei unnið stórt í happdrætti Mikil umskipti virðast hafa orðið í markaðsmálum mjólkur á síðasta ári þegar salan stórjókst, sérstaklega á fituríkari afurðum. Það hefur haft þau áhrif að bændur eru hvattir lög- eggjan til að auka framleiðsluna og allar takmarkanir á framleiðslu eru í raun óvirkar. Hjónin á Brúsastöðum telja ekki ástæðu til að éta þessar fréttir hrá- ar. Telja að megrunarkúrinn sem á stóran þátt í söluaukningunni kunni að vera tískubóla sem ekki sé hægt að byggja á til framtíðar. „Ef allt verður gefið frjálst hlýtur fram- leiðslan að aukast og aftur þurfi að takmarka hana með kvóta og þá byrja aftur viðskipti með kvóta,“ segir Sigurður og biður menn að fara varlega í að afnema kvótann. Vissara sé að láta þróunina sanna sig. „Ef til vill hugsum við svona af því að við höfum aldrei unnið stórt í happdrættinu, höfum þurft að vinna fyrir öllu sjálf,“ segir Gróa. Þau segjast vissulega reyna að auka framleiðsluna með þeim grip- um sem þau hafa. Fjölgað verði í fjósi eins og hægt sé enda séu þau ríkari af kvígum en oft áður. En ekki sé ástæða til að rjúka í fram- kvæmdir. Mjaltaþjónninn gerði útslagið  Hjónin á Brúsastöðum í Vatnsdal reka afurðahæsta kúabú landsins  Kýrnar skiluðu 7.693 kg mjólkur að meðaltali á síðasta ári  Vilja fara varlega því óvíst sé að söluaukningin verði varanleg Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Mjólkin sótt Gunnar Þór mjólkurbílstjóri, lengst til hægri, sækir mjólkina til þeirra Sigurður Ólafssonar og Gróu Margrétar Lárusdóttur á Brúsastöðum. Tækifæri gefst til að leita frétta á meðan mjólkin streymir á milli tanka. 20 FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014 AWorld of Service Við erum í hádegismat Við bjóðumupp á hollan og góðan hádegisverð alla virka daga fyrir fjölbreyttan hóp viðskiptavina. Fjóra daga vikunnar bjóðum við upp á tvo rétti, til að mæta þörfum semflestra. Skoðaðumatarmálin hjá þér og vertu í samband við veitingasvið ISS. www.iss.is - sími 5 800 600.„Við leggjum metnað í góðan og hollan hádegisverð” Gróa og Sigurður stofnuðu einkahlutafélag um bú sitt þeg- ar þau byggðu fjósið fyrir rúm- um tuttugu árum. Mjólkin er því lögð inn í samlag í nafni Brúsa ehf. „Fólk spáði ekki vel fyrir okk- ur þegar við byggðum fjósið 2002. Við hugsuðum með okkur að með því að vera með þetta í einkahlutafélagi gætum við flutt í burtu með okkar kenni- tölur óskaddaðar og farið að vinna á Egilsstöðum eða Horna- firði,“ segir Sigurður um þessa ákvörðun. Gróa bætir því við að bók- haldarinn hafi ráðlagt þeim að fara þessa leið vegna þess að hún væri að einhverju leyti hag- stæðari fjárhagslega. Tekur raunar fram að eitthvað hafi breyst í skattaumhverfinu því það skipti ekki lengur máli hvort búið sé á sér kennitölu eða rekið undir þeirra nöfnum. Ekki spáð vel fyrir okkur EINKAHLUTAFÉLAG UM REKSTURINN Íslandsmetin standa » Metið í afurðum á einu almanaksári á kýrin Blúnda 468 á Helluvaði á Rang- árvöllum. Hún skilaði 13.327 kg mjólkur á árinu 2006. » Bú Ólafs Helgasonar í Hraunkoti í Landbroti á Ís- landsmetið í afurðum. Kýr hans skiluðu 8.340 kg mjólkur að meðaltali á árinu 2011. » Mjólkurkvótinn fyrir árið 2014 er 125 milljónir lítra, 9 milljónum lítra meira en á síð- asta ári.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.