Morgunblaðið - 25.01.2014, Side 8

Morgunblaðið - 25.01.2014, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014 Þó að ítök þingmanna Vinstrigrænna í stjórnarráðinu hafi minnkað við tap þeirra og Samfylk- ingar í síðustu kosningum er ekki þar með sagt að þingmenn flokks- ins hafi allir hætt baráttunni fyrir hagsmunum er- lendra kröfuhafa.    Bjarkey Gunn-arsdóttir, þing- maður flokksins, beit í fyrradag á agn spunameistara kröfuhafanna, sem náðu inn í erlendan fjölmiðil með ótrúverðugar kenningar sínar.    Hún talaði á þingi máli þessaraaðila og hélt því fram að efna- hagsleg staða landsins færi versn- andi eftir að fyrri stjórnvöld fóru frá, en þau hafi verið talin „á réttri leið og með áætlun í gangi sem naut trausts og þótti sæmilega trú- verðug“.    Bjarkey vill trúa því, að nú sé efna- hagsleg staða Íslands verri en þeg- ar hér sátu ráðherrar og allt að því þingmeirihluti á köflum sem höfðu það að markmiði að skuldsetja landið þannig að það gæti seint eða ekki risið upp úr öskustónni.    Þjónkun þingmanna flokksins viðerlenda aðila, hvort sem það eru kröfuhafar, Evrópusambandið eða aðrir er orðin mjög sér- kennileg.    Engum kemur á óvart þó aðeinsmálflokkurinn Samfylk- ingin geri það sem hann getur til að ýta undir Evrópusambandsaðild Ís- lands og láti sig ekki muna um að tala máli erlendra aðila.    En hvers vegna ganga þingmennVinstri grænna þessara er- inda? Bjarkey Gunnarsdóttir Bitið á agnið STAKSTEINAR Suðurlandsbraut 20, 108 Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is vi lb or ga @ ce nt ru m .is ENAMicro 9 One Touch frá Jura Líttu við hjá Eirvík og við bjóðum þér í kaffi. Fékk hæstu einkun hjá þýsku neytendasamtökunum en 14 vélar voru prófaðar. Hægt að velja um kaffi, espresso, latte macchiato, cappuccino eða heitt vatn í te með því að þrýsta á einn hnapp. Tilboð kr. 129.900 Veður víða um heim 24.1., kl. 18.00 Reykjavík 4 skúrir Bolungarvík 2 rigning Akureyri 1 léttskýjað Nuuk -7 snjókoma Þórshöfn 6 skúrir Ósló -7 snjókoma Kaupmannahöfn -2 skýjað Stokkhólmur -3 skýjað Helsinki -17 léttskýjað Lúxemborg 2 skýjað Brussel 5 léttskýjað Dublin 11 skúrir Glasgow 6 skúrir London 7 skýjað París 6 alskýjað Amsterdam 5 skýjað Hamborg -5 skýjað Berlín -6 léttskýjað Vín 0 alskýjað Moskva -13 heiðskírt Algarve 17 heiðskírt Madríd 15 heiðskírt Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 7 skýjað Aþena 13 léttskýjað Winnipeg -3 snjókoma Montreal -21 léttskýjað New York -9 léttskýjað Chicago -15 alskýjað Orlando 10 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 25. janúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:29 16:52 ÍSAFJÖRÐUR 10:54 16:37 SIGLUFJÖRÐUR 10:38 16:19 DJÚPIVOGUR 10:03 16:17 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Ég var ekkert að hugsa um það hvort ég myndi vinna eða ekki. Ein- beitti mér að hestinum og að leyfa honum að njóta sín,“ segir Ólafur B. Ásgeirsson, tamningamaður á Brjánsstöðum, sem sigraði í fjórgangi á fyrsta móti Meistaradeildar í hesta- íþróttum í Ölfushöllinni í fyrrakvöld. Hann var á hestinum Hugleiki frá Galtanesi en þeir keppa fyrir Hrímni / Export hesta. Ólafur hefur tekið þátt í Meist- aradeildinni í nokkur ár en þetta er hans fyrsti sigur. Hann er nýr í liðinu, sigurliði síðasta árs. „Ég er þakklátur liðseigendum Hrímnis / Export hesta að gefa mér tækifæri.“ Ólafur hefur verið með Hugleik í þrjú ár og þeim gekk ágætlega á keppnisbrautinni síðasta sumar. Nú var kominn tími til að stíga næsta skref. Ólafur segist hafa unnið vel með Hugleik í haust og hann hafi einnig verið í þjálfunarstöðinni Hóla- borg. „Hann er með einstakt stökk en alltaf hefur þurft að leggja töluverða vinnu í töltið. Það er að skila sér. Ég hef fundið mikla breytingu á honum í vetur,“ segir Ólafur. Hann segist aldrei hafa getað farið jafn rólegur með hestinn í keppni og nú og allt gengið upp. Hann segist fara að hugsa um það um helgina hvaða hest hann muni bjóða fram í næstu keppni en það er gæðingafimi. Hann telur sig vera með góða hesta í flestar greinar, ekki síst fimmganginn þar sem hann mun mæta á Þresti frá Hvammi. Hugleikur sé sá keppnisvani en hinir hestarnir flestir að stíga sín fyrstu spor á keppnisbrautinni. „Þetta verður sterkt í vetur. Um- gjörðin er orðin eins og best þekkist og maður hefur fundið hvernig spennan hefur magnast frá því í haust. Mér skilst að keppnin hafi komist vel til skila í beinni útsendingu og vonandi verður þetta vinsælt sjón- varpsefni,“ segir Ólafur. Ólafur og Hug- leikur sigruðu Ljósmynd/Guðrún Hulda Pálsdóttir - Eiðfaxi Í keppni Hugleikur frá Galtanesi var eins og hugur Ólafs B. Ásgeirssonar í fjórgangskeppni Meistaradeildar í hestaíþróttum í Ölfushöllinni. Fjórgangur » Ólafur Ásgeirsson og Hug- leikur frá Galtanesi fengu 8,27 í einkunn. Olil Amble og Fálmar frá Ketilsstöðum urðu í öðru sæti með 7,97. » Sigurvegarinn frá síðasta vetri, Eyjólfur Þorsteinsson á Hlekk frá Þingnesi, varð þriðji með 7,83 í einkunn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.