Morgunblaðið - 25.01.2014, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 25.01.2014, Qupperneq 38
38 MINNINGAR Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014 ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Messuþjónar Katrín og Ragna. Kirkjukórinn leiðir safnaðarsöng. Organisti og kórstjóri Kristina Kalló Szklenár. Barnamessa á sama tíma í safnaðarheimili kirkj- unnar. Umsjón hafa Kjartan og Bryn- dís Eva. ÁSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11 í umsjá Kristnýjar Rósar Gústafsdóttur djákna og Magnúsar Ragnarssonar organista. Sögur, leik- ir, söngur og brúður. Tilvalin gæða- stund afa og ömmu með barnabörn- unum! Sjá www.askirkja.is. ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stjórn Matthíasar V. Baldurssonar tónlistarstjóra. Prestur er sr. Kjartan Jónsson og meðhjálp- ari Sigurður Þórisson. Sunnudaga- skóli á sama tíma undir stjórn Hólmfríðar S. Jónsdóttur og Bryndís- ar Svavarsdóttur. Hressing og sam- félag. BESSASTAÐAKIRKJA | Kvöld- guðsþjónusta kl. 20. Hugleiðingu flytja Karen Ösp Friðriksdóttir og Arnrún Magnúsdóttir. Lærisveinar HANS spila undir sönginn undir stjórn Bjarts Loga organista. Ferm- ingarbörn flytja bænir. Sr. Hans Guð- berg leiðir stundina ásamt Margréti djákna. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudaga- skóli kl. 11 í Brekkuskógum 1. Um- sjón með stundinni hafa Fjóla, Þór- unn Ágústa og sr. Hans Guðberg. BORGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Guðsþjónusta í Brákarhlíð kl. 13.45. Organisti Steinunn Árnadótt- ir. Prestur Þorbjörn Hlynur Árnason. BRAUTARHOLTSKIRKJA Kjal- arnesi | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Gunnar Kristjánsson prédikar og þjónar fyrir altari, Páll Helgason leik- ur á orgelið og stjórnar söng, fé- lagar úr Karlakór Kjalnesinga syngja. BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11, sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar, Örn Magn- ússon stjórnar söngnum. Öllum börnum sem verða fimm ára á árinu verður gefin falleg bók um Kötu og Óla sem finnst gaman að fara í kirkjuna sína. Boðið verður upp á hressingu í safnaðarheimilinu í lok- in. Tómasarmessa kl. 20. Sr. Bryn- dís Malla Elídóttir prédikar og Þor- valdur Halldórsson sér um tónlistina. Boðið verður upp á fyr- irbæn með smurningu og/eða handayfirlagningu. Molasopi og te í safnaðarheimili að messu lokinni. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11. Í dag fáum við að heyra sög- una um Bartímeus blinda sem hitti Jesú og fékk sýn. Bára, Daníel og sr. Árni Svanur leiða stundina og Jónas Þórir leikur af fingrum fram á flygilinn. Messa kl. 14. Sr. Árni Svanur Daníelsson prédikar og þjón- ar fyrir altari. Í prédikun dagsins ætlar hann að ræða um brýnustu verkefni kristins fólks og þar með kirkjunnar í dag. Messuþjónar leiða bænir og lesa lestra. Jónas Þórir situr við orgelið og félagar úr Kór Bústaðakirkju leiða sönginn. DIGRANESKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson. Organisti Bjartur Logi Guðnason. Söngur Söngvinir, kór aldraðra í Kópavogi. Súpa í safnaðarsal eftir messu. Helgistund kl. 15. Prestur sr. Gunn- ar Sigurjónsson. Vitnisburður Dagný Björk Pétursdóttir. Tónlist Kántrí- bandið Digra. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson biskup prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Átthaga- félags Strandamanna syngur, stjórn- andi Ágota Joé og organisti Kári Þor- mar. Barnastarfið á kirkjuloftinu á sama tíma undir stjórn Ólafs Jóns og Sigurðar Jóns. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón- usta kl. 11. Prestur séra Svavar Stefánsson. Kór Fella- og Hólakirkju syngur, organisti Guðný Einarsdóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma í umsjá Hreins Pálssonar og Péturs Ragnhildarsonar en þeir verða með myndlistardag. Meðhjálpari og kirkjuvörður er Kristín Ingólfsdóttir. FRÍKIRKJAN Hafnarfirði | Barna- og fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. FRÍKIRKJAN Kefas | Sunnudaga- skóli kl. 11. Góð fræðsla, mikill söngur og hressing í lokin. FRÍKIRKJAN Reykjavík | DJASS- MESSA, sunnudagskvöld kl. 20. Hugljúf kvöldstund með ljúfum djasstónum við kertaljós og hugleið- ingar séra Hjartar Magna. Kvöld- messurnar í Fríkirkjunni eru með léttu yfirbragði þar sem tónlistin leikur stórt hlutverk. Sönghópur Frí- kirkjunnar leiðir sönginn. Valinkunnir tónlistarmenn sjá um tónlistarflutn- ing undir forystu Gunnars Gunn- arssonar píanóleikara. Stundin er í umsjón sr. Hjartar Magna Jóhanns- sonar. GLERÁRKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Gunnlaugur Garðarsson. Organisti Petra Pálsdóttir. Kór Gler- árkirkju leiðir söng. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kór kirkjunnar syngur. Org- anisti Hákon Leifsson. Sunnudaga- skóli á neðri hæðinni kl. 11. Séra Vigfús Þór Árnason. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir. Undirleik- ari Stefán Birkisson. GRENSÁSKIRKJA | Morgunverður kl. 10, bænastund kl. 10.15. Messa kl. 11. Barnastarf í umsjón Lellu o.fl. Altarisganga. Samskot til Hjálparstarfs kirkjunnar. Messuhóp- ur þjónar. Félagar úr kirkjukór Grens- áskirkju syngja. Organisti er Ásta Haraldsdóttir. Prestur sr. Ólafur Jó- hannsson. Molasopi eftir messu. Hversdagsmessa með Þorvaldi Hall- dórssyni á fimmtudag kl. 18.10. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og barnastarf í Guð- ríðarkirkju kl. 11. Prestur sr. Sigríð- ur Guðmarsdóttir, organisti Ester Ólafsdóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Barnastarf í umsjá Aldísar R. Gísladóttur og Ruth Rúnars- dóttur. Meðhjálpari Aðalstein D.Ok- tósson. Kirkjuvörður Lovísa Guð- mundsdóttir. Kaffisopi eftir messu. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnudagskóli kl. 11. Páls Kr. Pálsson fyrrverandi org- anista minnst í tilefni 100 ára vígsluafmælis kirkjunnar. Vox fem- ine syngur undir stjórn Magrétar Pálmadóttur. Guðmundur Sigurðs- son organisti leikur orgelverk sem tileinkað er Páli Kr. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Sunnudagskólinn byrjar í kirkjunni en síðan fara börn- in í safnaðarheimilið með Arnóri og Önnu Elísu. Kaffisopi eftir stundina. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Hópur messuþjóna aðstoðar. Drengjakór Reykjavíkur í Hallgríms- kirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. Organisti er Björn Steinar Sólbergsson. Umsjón barna- starfs Inga Harðardóttir. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. HÁTEIGSKIRKJA | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11. Börn úr Kamm- erklúbbnum leika á hljóðfæri sín undir stjórn Ewu Tosik. Organisti Kári Allansson. Prestur sr. Helga Soffía Konráðsdóttir. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Messa kl. 11. Sr. Halldór Reynisson þjónar. Félagar úr Kór Hjallakirkju syngja undir stjórn Jóns Ólafs Sig- urðssonar organista. Sunnudaga- skóli kl. 13. HRAFNISTA | Hafnarfirði. Guðs- þjónusta kl. 11 í Menningarsal. Lilja Hallgrímsdóttir prédikar. Organisti Böðvar Magnússon. Ritningarlestra lesa Bergljót Sveinsdóttir og Gerda Hammer. Sr. Svanhildur Blöndal þjónar fyrir altari. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Samkoma kl. 11. Ester Karin Ja- cobsen prédikar. Kaffi og samfélag eftir samkomuna. Samkoma á ensku hjá Alþjóðakirkjunni kl. 14. Helgi Guðnason prédikar. English speaking service. Kvöldsamkoma kl. 18. Helgi Guðnason prédikar. www.filadelfia.is ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Gautaborg. Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Frölundakirkju kl. 14. Íslenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgel og kórstjórn Kristinn og Tuula Jóhannesson. Barnastund með Birnu og smábarnahorn í hlið- arherbergi í kirkjunni. Kirkjukaffi eft- ir guðsþjónustu ásamt aðalfundi safnaðarins. Prestur sr. Ágúst Ein- arsson. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Sam- koma með lofgjörð og fyrirbæn kl. 13.30. Ólafur H. Knútsson predikar. Barnastarf á sama tíma. Áríðandi safnaðarfundur eftir samkomuna. KAÞÓLSKA kirkjan | Dómkirkja Krists konungs, Landakoti | Messa kl. 10.30, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 á spænsku og kl. 18 er sunnudagsmessa. Maríukirkja við Raufarsel, Reykjavík | Messa kl. 11, kl. 12.15 barnamessa. Virka daga messa kl. 18.30, lau. á ensku kl. 18.30. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa Orð dagsins: Jesús gekk ofan af fjallinu. (Matt. 8) ✝ SveinbjörgSigurðardóttir fæddist í Reykjavík þann 23. mars 1938, og lést þann 27. desember 2013. Hún var dóttir hjónanna Sigurðar Sveinbjörnssonar, forstjóra, f. 13.11. 1908, d. 25.1. 1999, og Ingibjargar Ingimundardóttur, húsmóður, f. 16.2. 1908, d. 26.11. 1989. Bræður Svein- bjargar eru Karl, f. 28.2. 1930, d. 13.9. 1947 og Guðmundur Már, f. 27.4. 1951, kvæntur Mílu Sigurðsson f. 1955. Fyrri eig- inmaður Sveinbjargar var Frank Styduhar, f. 1931, sonur þeirra er Karl Frank, f. 28.11. 1955, kona hans er Svala B. Jónsdóttir f. 1954. Synir þeirra eru Róbert Arnar, f. 1977, í sambúð með Agnés Davy, f. 1985, Sigurður Reynir, f. 1993, og Þórður Ágúst, f. 1995. Síðari eiginmaður hennar var Gunnar Þormar, f. 1932, þau skildu. Börn þeirra eru 1) Kristín, f. 7.7. 1962. Maður hennar var Einar H. Reynis, f. 1958, þau skildu. Börn þeirra eru Bryndís Inga, f. 1994, og Jósef Andri, f. 1996. Áður eign- aðist Kristín Þór- eyju, f. 1981, mað- ur hennar er Jóhann Sveinsson f. 1975, dætur þeirra eru Rakel Emma, f. 2009, og Ísey Gunnur, f. 2013. 2) Andrea, f. 22.4. 1964. Maður hennar er Atli Már Jósafatsson, f. 1953, börn þeirra eru Elísabet, f. 1994, Thelma Rós, f. 1996 og Gunnar Már, f. 1998. 3) Ólafur, f. 6.4. 1967. 4) Sveinbjörn, f. 12.5. 1968. Eig- inkona hans er Kristín Þórs- dóttir, f. 1971 og börn þeirra eru Þór, f. 1991, Gunnar, f. 1996, Guðbjörg, f. 2002 og Brynjar, f. 2004. Sveinbjörg stundaði verslunar- og skrif- stofustörf mestan hluta ævi sinnar. Hún tók virkan þátt í lífi barna sinna og barnabarna, og hafði yndi af tónlist, lestri, ferðalögum og ljósmyndun, en síðasta árið átti hún við erfið veikindi að glíma. Sveinbjörg var jarðsungin frá Fossvogskapellu þann 8. janúar 2014 í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sveinbjörg Sigurðardóttir var amma mín og betri ömmu hefði ég ekki getað hugsað mér. Samband okkar byrjaði strax við fæðingu þegar hún tók á móti mér í heiminn. Mér fannst sú upplifun alltaf gera okkur einstaklega nánar. Ég veit að þú ert farin frá þessum heimi og ég veit að þú ert kom- in á betri stað og það huggar mig að vita að okkar órjúfan- legu bönd eiga sér engin mörk og þau munu haldast þangað til við erum sameinaðar á ný. Sökum aðstæðna þurfti amma mikið að hugsa um mig fyrstu árin og því má segja að hún hafi verið mér allt í senn, uppalandi, amma og síðast en ekki síst yndisleg vinkona og ráðgjafi. Hún var alltaf til staðar fyrir mig og mér þótti afskaplega gott að leita til hennar með öll mín mál. Hún var ekki síður til staðar á gleðilegum stundum og þykir mér sérstaklega vænt um mynd sem var tekin af okk- ur ömmu og mömmu með ný- fædda dóttur mína. Fjórir ætt- liðirnir og hún var svo stolt og svo hamingjusöm fyrir mína hönd. Ég syrgi að dætur mínar muni ekki fá að alast upp með henni. Stundum kemur yfir mig til- finning þar sem mér líður eins og ég sé komin heim og það er alltaf á þeirri stundu sem ég hugsa um Silfurteiginn þar sem ég ólst upp með ömmu og mömmu. Þar leið mér vel og þar var ég örugg og umvafin ást. Þegar fráfall verður snögg- lega sitja allt í einu eftir marg- ar blendnar tilfinningar og því miður situr maður uppi með til- finninguna að maður hafi brugðist þér og ekki verið til staðar þegar þú mest þurftir á að halda eftir þetta skelfilega heilablóðfall. En sannleikurinn er sá að það var auðveldara að halda sig að einhverju leyti frá því það var of sárt og erfitt að sætta sig við að ein af mik- ilvægustu manneskjunum í lífi mínu væri orðin svona mikið breytt. Ég var líka hrædd um að veikindi þín myndu skyggja á fortíð okkar, ræna mig ein- hverju sem við áttum saman. En núna ertu dáin og það er svo skrítið að það er eins og síðastliðið ár hafi aldrei átt sér stað og eftir sitja allar þessar dásamlegu og fallegu minning- ar um þig og okkur. Ég sakna að finna ekki ömmulykt og ég sakna þess að fá ekki ömmu- knús. Þú baðst mig reglulega um knús og sagðist eingöngu fá svoleiðis frá mér og Óla. Ég veit að það var ekki rétt en mér þótti alltaf vænt um að heyra það að ég skipaði sérstakan sess í hjarta þínu eins og þú hefur alla tíð gert í mínu. En mest af öllu sakna ég hlátursins þíns og stundum þarf ég bara að sjá þig fyrir mér hlæjandi og hjarta mitt fyllist einlægri ást og hlýju en líka ofboðslega mikilli sorg. Ég vildi að mín hinstu orð hefðu verið að ég elska þig af öllu hjarta. En ég veit að þú ert á stað þar sem þú veist það og þar veit ég að hlátur þinn hljómar og ég er glöð, elsku amma mín, að þú ert komin á friðsælan stað. Hvíldu í friði elsku besta amma mín, Þórey Þormar. Sveinbjörg Sigurðardóttir ✝ Margrét Jóns-dóttir fæddist í Ártúni, Vest- mannaeyjum, 9. október 1931. Hún lést á Dvalarheim- ili aldraðra í Vest- mannaeyjum föstudaginn 17. janúar síðastlið- inn. Foreldrar Margrétar voru Jón Sigurðsson, fæddur í Mikla- holti, Hnapp., 12. febrúar 1900, látinn 24. janúar 1980 og Karólína Sigurðardóttir, fædd í Vallarhjáleigu, Breiða- bólsstaðarsókn, Rang., 9. októ- ber 1899, látin 10. ágúst 1989. Systkini Margrétar voru Geir- laug Jónsdóttir, f. 20.6. 1923, d. 31.5. 1995, Kristín Jóns- dóttir, f. 9.1. 1926, d. 9.8. 2004 og Sigurður Jóns- son, f. 24.7. 1940, d. 25.7. 2011. Mar- grét giftist eig- inmanni sínum, Harry Pedersen, f. 7.2. 1936, d. 21.4. 2008, þann 9.10. 1961. Þau eign- uðust 3 börn; Stef- án Jóhann Ped- ersen, f. 5.3. 1958, Andvana fætt barn, 31.05. 1963 og Karólínu Pedersen, f. 12. 11. 1964. Margrét vann um tíma á Siglufirði á síld- arvertíðinni, bjó svo með Harry eiginmanni sínum í Reykjavík og Garðabæ og fluttu þau til Vestmannaeyja 1971. Margrét bjó í Vest- mannaeyjum fram að dán- ardegi sínum. Í dag er kær móðursystir mín, Margrét Jónsdóttir, til moldar borin frá Landakirkju í Vestmannaeyjum. Hún var bú- in að eiga við vanheilsu að stríða undanfarin ár og dvaldi nú síðast í Hraunbúðum þar sem vel fór um hana. Hún var alltaf fasti punkturinn í Eyjum þegar við sóttum eyjarnar heim hvort sem við komum um þjóðhátíð eða fjölmenntum á lundapysjuveiðar og var þá oft- ast tjaldað í garði við hús henn- ar og Harry’s eiginmanns hennar, sem lést árið 2008 og var öllum harmdauði. Hann var henni allt í öllu og bar hana á höndum sér þar sem hún var sjúklingur en hann var alltaf frískur eins og unglingur og bjóst því enginn við sviplegu fráfalli hans. Börnin þeirra eru tvö og eru bæði búsett í Noregi ásamt fjölskyldum sínum og hafa þau verið dugleg að koma til Ís- lands og dvelja hjá henni í sum- arfríum og um jól og páska. Þau seldu húsið sem þau áttu og keyptu Vestmannabraut 73 af dánarbúi Sigurðar Jónssonar móðurbróður okkar sem lést árið 2011 og var líka æsku- heimili hennar. Húsið var í mikilli niður- níðslu og af miklum dugnaði og elju hafa þau á mettíma gert húsið eins og nýtt og var gam- an að sjá hvað Magga hafði gaman af að koma þangað og dvelja með börnum sínum og barnabörnum í húsinu. Ég hugsa að það hafi verið hennar sælustu stundir. Það er þakk- arvert að hún náði að upplifa það. Alltaf var líka gaman að koma til þeirra um þjóðhátíð og tjalda í garðinum og voru þau alltaf með okkur og vildu allt fyrir okkur gera. Um síðustu þjóðhátíð náðu börnin hennar í hana og fóru með hana í hjóla- stólnum í yndislegu veðri og dvaldi hún góða stund í Eyja- tjaldinu og hafði gaman af. Magga er sú síðasta af ætt- ingjum okkar í Eyjum sem kveður og verður skrýtið að koma til Eyja og hafa engan náinn ættingja þar lengur. Það er með sorg í hjarta sem ég kveð þig, Magga mín, og ég veit að góður Guð geymir þig. Ég sendi börnum hennar og barnabörnum og langömmu- barni innilegar samúðarkveðj- ur. Berglind og fjölskylda. Margrét Jónsdóttir Nauðungarsala Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Hringbraut 74, 200-2542, Reykjavík, þingl. eig. Þórunn Hjartardóttir, gerðarbeiðendur Reykjavíkurborg og Sjóvá-Almennar tryggingar hf., miðvikudaginn 29. janúar 2014 kl. 10:00. Skipasund 69, 202-0485, Reykjavík, þingl. eig. Rakel Jónasdóttir, gerðarbeiðendur Orkuveita Reykjavíkur-vatns sf., Reykjavíkurborg og Sýslumaðurinn á Blönduósi, miðvikudaginn 29. janúar 2014 kl. 13:30. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 24. janúar 2014. Raðauglýsingar ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður, tengda- föður, afa og langafa, ÓLA GUNNARSSONAR, Skógum, Kópaskeri. Þórunn Guðrún Pálsdóttir, Hugrún Óladóttir, Guðmundur Bárðarson, Gunnar Páll Ólason, Anna Lára Jónsdóttir, Jón Kristján Ólason, Þorbjörg Dóra Gunnarsdóttir, Lovísa Óladóttir, Kári Halldórsson, Kristveig Óladóttir, Dagbjartur Gunnar Halldórsson, Hildur Óladóttir, Sigþór Heimisson, Halla Óladóttir, Friðrik Már Jónsson, Gunnlaug Óladóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar elsku- legs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, HJARTAR EINARSSONAR, Neðri-Hundadal, Dalasýslu. Sendum starfsfólki Silfurtúns í Búðardal þakkir fyrir hlýju og góða umönnun. Lilja Sveinsdóttir, Sigríður Hjartardóttir, Helgi Reynisson, Sigursteinn Hjartarson, María Guðmundsdóttir, Kristín Lára Hjartardóttir, Jóhann Hreggviðsson, Signý Harpa Hjartardóttir, Axel Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.