Morgunblaðið - 25.01.2014, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 25.01.2014, Qupperneq 29
UMRÆÐAN 29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014 Þeir sem lána öðrum peninga vilja jafnan áskilja sér að fá lánsféð endurgreitt. Þetta er hrein ósvífni af þeirra hálfu. Þeir ganga flestir meira að segja svo langt að vilja fá vexti af lánsfénu. Þetta gengur ekki. Við verðum að banna þetta. Bönnum lánskjaravísitölu. Bönnum „raunvexti“. Setjum lagareglur um að lánveitendum beri skylda til að borga með lán- um sem þeir veita öðrum. Ef stjórnarherrarnir sem nú sitja vilja ekki sinna þessu ættum við hugsjónafólkið að bindast sam- tökum um að bjóða fram í næstu kosningum með þessi stefnumál á oddinum. Það væri hreinn meirihluti í kortunum. Jón Steinar Gunnlaugsson Hreinn meiri- hluti? Höfundur er lögfræðingur með framavonir í stjórn- málum. Hörðustu ESB- sinnar eins og Vil- hjálmur Bjarnason al- þingismaður viður- kenndu á Alþingi (16.1. 2014) að um- sókn um aðild að ESB fæli beinlínis í sér vilja til inngöngu í sambandið. Hinsvegar væri ekki meirihluti innan þingflokka nú- verandi ríkisstjórnar fyrir inngöngu og því væri réttast að slíta þeim viðræðum formlega. Það er aðeins gert með því að Al- þingi afturkalli umsóknina frá í júlí 2009. Reiptog um ESB vorið 2009 Okkur er minnistæð ESB-umræðan innan þingflokks VG við ríkisstjórnarmyndunina vorið 2009. Hún miðaði að stórum hluta að því að snúa niður þann hóp sem fylgdi hugsjónum, kosn- ingaloforðum og grunnstefnu flokksins og neitaði að styðja að- ildarumsókn að ESB. Lítið fór fyr- ir efnislegri umræðu innan þing- flokksins um hvað umsóknin fæli í sér. Vísað var til þess að Norð- menn hefðu fellt aðildarsamning án þess að þurfa að breyta neinu hjá sér í samningsferlinu. Enginn nefndi að slíkt var ekki lengur í boði af hálfu ESB. Samþykktum ESB þar að lútandi hafði verið breytt eftir að Norðmenn felldu samninginn. Ýmsir reyndu að sannfæra sjálfa sig og aðra um að hægt væri að sækja um í þykjust- unni, hringja dyrabjöllunni og hlaupa svo fyrir horn þegar hús- ráðandi opnaði. Aðrir töluðu dig- urbarkalega og sögðust ætla að sýna ESB í tvo heimana, setja fram hörð skilyrði, fyrirvara og tímasetningar sem sambandið yrði að samþykkja áður en gengið væri til samninga. Aumust voru þó rök þeirra sem sögðust verða að sam- þykkja umsóknina, leika sér að fullveldinu til þess eins að sam- þykkja kröfur Samfylkingarinnar. Þessu reiptogi innan þingflokksins lauk með því að fimm þingmenn undir forystu Atla Gíslasonar lögðu fram bókun sem kvað á um að umsókn um aðild að ESB yrði ekki studd. Síðar kom í ljós að margir í þingliði VG voru í raun stuðningsmenn aðildar að ESB. Þá var horfið frá því að umsókn að ESB væri „ ríkisstjórnarmál“, heldur yrði hún einskonar þing- mannamál og réði meirihluti Al- þingis örlögum slíkrar tillögu. Var fallist á að hverjum þingmanni væri frjálst að tala fyrir sinni skoðun í ESB-málum og greiða um þau atkvæði í samræmi við hana. Sú yfirlýsing rataði inn í sam- starfsyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar. Síðar var reynt að virða þá samþykkt að vettugi. Nú er búið að kíkja í pakkann Þrátt fyrir alla svardaga fór auðvitað svo að ESB neitaði að taka við skilyrtri umsókn enda stóð það aldrei til af þeirra hálfu. – Það væri Ísland sem sækti um að- ild á forsendum ESB, en ekki öf- ugt. – Bréfið sem utanrík- isráðherra fór með til Brussel var stutt og án skilyrða. Síðar kom það einnig í ljós að Icesave- samningarnir voru skilgetið af- kvæmi ESB-umsóknarinnar. Þótt stjórnmálamenn og forystumenn ríkisstjórnar héldu áfram til heimabrúks yfirlýsingum eins og að „kíkja í pakkann“, „ná sem bestum samningum“, „ kanna kosti og galla aðildar“ var svar ESB alltaf kalt og skýrt: Allt eða ekk- ert. Um aðildarumsókn og stækk- unarferil segir svo á heimasíðu ESB: „Aðildarviðræður snúast um skilyrði fyrir og tímasetningar á upptöku umsóknarlands á reglum ESB, framkvæmd þeirra og beit- ingu – sem fylla 90 þúsund blaðsíð- ur. Um þessar reglur … verður ekki samið.“1) Afturköllun IPA-styrkjanna er skýr staðfesting á stefnu og skil- yrðum ESB fyrir framgang um- sóknar að sambandinu. Aðeins er hægt að hraða ferlinu með því að flýta aðlöguninni. Þótt við Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra værum á full- komlega öndverðum meiði í ESB- málum hélt hann því aldrei fram að hægt væri að semja sig frá lagaverki og sáttmálum ESB. Hinsvegar er hægt að hafa lúmskt gaman af því hvernig Össur hæðist að ESB-einfeldni og tvískinnungi formanna fyrrverandi ríksstjórn- arflokka í bók sinni, Ári Drekans. Hún er mjög reyfaraleg á köflum, en það er önnur saga. Alþingi ber að sýna heiðarleika og afturkalla umsóknina Nú hefur umsóknarferlið staðið í fjögur ár og löngu er komið í ljós það sem reyndar var vitað fyrir að ESB veitir engar varanlegar und- anþágur frá sáttmálum sínum, laga- eða regluverki. Ríkisstjórn sem er andvíg inngöngu í ESB getur ekki haldið aðlögunarferli áfram. Það er komið nóg af tví- skinnungi. Það er að okkar mati heiðarlegast og réttast að aft- urkalla umsóknina strax formlega eins og núverandi ríkisstjórn- arflokkar lofuðu fyrir síðustu kosn- ingar. Annars bíður þeirra eilíf umræða um svikabrigsl með utan- ríkismálin í uppnámi. Með hreint borð, ESB- umsóknina út af borðinu, er hægt að byggja upp eðlileg samskipti Ís- lands og ESB á grunni tvíhliða samninga eins og við gerum við aðrar þjóðir. Það er svo sjálfstætt mál hvort og hvenær efnt verður til þjóðar- atkvæðagreiðslu þar sem spurt er: „Vilt þú að Ísland gangi í ESB?“ Slíka tillögu geta ESB-sinnaðar ríkisstjórnir (verði þær aftur til í framtíðinni) lagt fram hvenær sem þeim sýnist eða einstakir þýlyndir þingmenn. 1) „Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules, some 90,000 pages of them. And these rules are not negotiable.“ Eftir Jón Bjarnason og Atla Gíslason » Það er að okkar mati heiðarlegast og réttast að afturkalla umsóknina strax formlega eins og núverandi ríkisstjórnar- flokkar lofuðu fyrir síð- ustu kosningar. Jón Bjarnason Jón er fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðaráðherra. Atli er hrl. og fyrrverandi alþingsmaður. Afturköllum umsóknina um aðild að ESB Atli Gíslason VINTAGE FLÍSAR Nýkomnar Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is Fyrir þá sem elska hönnun Við mannfólkið er- um svo ófullkomin að við temjum okkur ýmsa ósiði sem við fengum ekki í vöggu- gjöf. Í foreldrahúsum er okkur flestum kennt að sýna kurt- eisi og umburð- arlyndi og hafa í heiðri boðorðin sem eiga að vera okkar vegvísir í lífinu. Bera virðingu fyrir lítilmagnanum. Þeg- ar við erum komin út í lífsins bar- áttu og komin á fullt í atvinnulífið og félagsmálin virðast þessi gömlu gildi láta undan. Í hraða nútímans getum við ekki beðið; það þarf allt að gerast á ljóshraða. Yfir- mannsstóllinn sem við sjáum í fjarska í upphafi starfsins skal verða okkar. Honum skal náð þótt það þurfi að beita smábolabrögð- um. Þannig olnbogum við okkur gjarnan í gegnum lífið. Við höfum ekki tíma til að bíða og gleymum hjartagæsku og virðingu fyrir samferðafólkinu. Leitin að ham- ingjunni gengur ekki ef við skilj- um eftir okkur særð hjörtu. Í góðri grein sem Þorgrímur Þrá- insson skrifaði um árið og ég tók til mín segir Þorgrímur: „Lífinu verjum við gjarnan í leit, leit að frama, upphefð, ríkidæmi og fleiru í þeim dúr. Í hjartanu geymum við fjársjóð, sem er hinn innri friður. Leitin mikla var óþörf, það var ekkert týnt.“ Við getum tekið und- ir þessi orð með Þorgrími; það sem við erum að leita að allt lífið er innri friður. Okkur ber af leið á lífsleiðinni og látum glepjast af glópagulli. Í stað þess að rækta okkar innri mann og okkar nán- asta umhverfi hlaupum við á eftir hverjum hégómanum á fætur öðr- um. Rúnar heitinn Júl. segir í frægum texta: „Stærra hús, betri bíla, flottari konur.“ Er þetta mál- ið? Við Íslendingar höfum það flestallir gott, meira að segja mjög gott. Hins vegar lifir hluti þjóðarinnar undir fátæktar- mörkum og hefur gert í nokkur ár, það er óviðunandi. Alltof margir segja: Þetta er ekki mitt vanda- mál. Hverjir tala svona nú á tímum þegar á ríður að standa saman, líta á okkur Íslendinga sem eina fjöl- skyldu? Hverjir skyldu segja kjör þessa fólks, sem borgaði menntun mína, ekki mitt mál? Því miður fer þarna menntaðasta fólk lands- ins sem nú kallar á „stærri hús, betri bíla og flottari konur“. Okk- ur ber skylda til að bæta kjör þeirra sem verst standa. Aldraðir, öryrkjar og þeir sem hafa af ein- hverjum ástæðum lent undir í þjóðfélaginu þurfa að fá verulega bót á sínum kjörum. Það segir sína sögu um stjórnmálin að þeir sem hæst hafa í kjarabaráttu menntafólks eru vinstrisinnað fólk. Umhyggja fyrir þeim sem minnst mega sín í þjóðfélaginu hefur aldrei komið frá vinstri væng stjórnmálanna, sagan segir okkur það. Ég skora því á þessar stéttir að opna hjarta sitt fyrir lítilmagnanum og hjálpa þeim til að lifa innihaldsríku lífi og enda lífsgönguna með stolti og láta af ofurkröfum sínum til þjóðfélags- ins. Er lífið að hlaupa frá þér? Eftir Ómar Sigurðsson Ómar Sigurðsson » Þegar við erum kom- in út í lífsins baráttu og komin á fullt í at- vinnulífið og félagsmálin virðast þessi gömlu gildi láta undan Höfundur er skipstjóri. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsend- ar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar eru á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Nánari upp- lýsingar veitir starfsfólk Morg- unblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.