Morgunblaðið - 25.01.2014, Side 27

Morgunblaðið - 25.01.2014, Side 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014 Blautir ljósmyndarar Ferðamenn taka myndir við Reykjavíkurhöfn og láta ekki rigninguna á sig fá. Útlit er fyrir minni úrkomu en ský á himni á höfuðborgarsvæðinu núna um helgina. Kristinn Það verður að koma á fjöl- breyttari möguleikum í hús- næðismálum hér á landi. Nýjar leiðir þurfa að koma til svo mæta megi þeirri þörf sem nú hefur safnast upp. Það þýðir þó ekki að stökkva af stað án þess að ljóst sé hvaða vanda þarf að leysa. Ég hef því innan bæj- arstjórnar Kópavogs haft for- göngu um að fram fari könnun á stöðu húsnæðismarkaðarins í Kópavogi svo hægt sé að meta með markvissum hætti húsnæðisþörfina í bænum og setja fram raunhæfar lausnir. Til þess að allir starfandi stjórnmálaflokkar í Kópavogi gætu komið að málum og tryggt væri að öll sjónarmið nytu sannmælis stofn- aði ég þverpólitíska húsnæðisnefnd. Fyrsti fundur um málefnið var haldinn í byrjun desember sl. Einnig hef ég lagt til í fjöl- miðlum að þessi mál verði rædd á vettvangi Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð- inu og að auki hef ég gengið á fund félags- og húsnæðismálaráðherra og kynnt henni mínar hugmyndir. Húsnæðisvandinn er margþættur en í stórum dráttum má skipta honum niður í eftirfarandi þætti:  Þá sem hafa hug á að kaupa sína fyrstu íbúð og eiga í miklum erfiðleikum með að safna sér fyrir útborgun. Þessi eiginfjár- vandi er ein af mörgum afleiðingum skattastefnu síðustu ríkisstjórnar. Margt af þessu fólki hefur greiðslugetu sem við sjáum m.a. af hárri leigu sem það er að greiða þannig að eiginfjársöfnun til út- borgunar í eigin íbúð er því ofviða.  Fólk sem missti eignir sínar í kjölfar efnahagsáfallsins. Það þarf að eiga þess kost að geta fetað sig aftur inn á braut séreignar. Sömu vandamál eru uppi hér og í fyrrnefnda hópnum.  Þriðji hópurinn er sá sem hefur verið í leiguhúsnæði í langan tíma vegna óstöð- ugra tekna eða annarra aðstæðna. Sveit- arfélagið kemur til móts við þennan hóp með húsaleigubótum og sérstökum húsa- leigubótum þar sem við á.  Fjórði hópurinn er sá tekjulægsti, en hann hefur m.a. haft mögu- leika á að vera í félagslegu leiguhúsnæði og notið stuðn- ings sveitarfélagsins í formi húsaleigubóta. Nauðsynlegt er að kanna hvort þessi hóp- ur hafi stækkað á und- anförnum árum og er það til- valið úrlausnarefni fyrir Samtök sveitarfélaga á höf- uðborgarsvæðinu sem og ís- lensk stjórnvöld að komast að því og þá, hvað valdi. Ábyrg húsnæðisstefna Þessir fjórir hópar þurfa ólíkar lausnir á sínum vanda og er líklegt að fyrstu tveir hóparnir þurfi að fá tækifæri til þess að safna fyrir útborgun í íbúð. Hér þarf rík- isvaldið að koma til og hér gæti útfærsla á séreignarsparnaðarleiðinni sem var kynnt í leiðréttingartillögum íbúðalána komið að notum. Hér þyrfti að gera breytingar á til- lögunum og leyfa fólki að nýta séreign- arsparnað til fyrstu íbúðakaupa. Hvati til sparnaðar er lausn fyrir þennan hóp. Hópurinn sem misst hefur sitt í kjölfar efnahagsáfallsins þarf að fá tækifæri til að feta sig inn á séreignarbrautina á ný. Varðandi þriðja hópinn má segja að einkaaðilar hafa sýnt leigumarkaðinum mik- inn áhuga og má vitna til greinar forstjóra fasteignafélagsins Regins hf. þar sem hann kynnti ákveðnar útfærslur á því hvernig væri möguleiki á að bjóða upp á hagstæða langtímaleigu. Það er ljóst að á næstu miss- erum munu þrjú stór fasteignafélög verða á hlutabréfamarkaði og því er sjálfsagt að kanna hvort burðugir aðilar hafi áhuga á samstarfi við sveitarfélög um uppbyggingu leiguíbúða með langtímaleigu í huga. A.m.k. eru dyrnar hjá okkur í Kópavogi opnar. Einnig gætu lífeyrissjóðir stofnað húsnæðis- samvinnufélög að hollenskri fyrirmynd þar sem fjárfest væri til mjög langs tíma. Önnur hugmynd væri að sveitarfélög eða hið opin- bera myndu leggja til eigið fé ásamt kaup- andanum sameiginlega, sbr. bresku leiðina sem hefur verið kölluð „shared equity“. Fjórði hópurinn hefur e.t.v. farið stækk- andi en frá því að ég tók við sem bæjarstjóri hefur markvisst verið unnið í því að útvega lágtekjufólki félagslegt húsnæði annað hvort í eigu bæjarins eða til bráðabirgða hjá einkaaðilum. Félagsþjónusta Kópavogs- bæjar er öflug og hefur starfsfólki bæjarins tekist að draga úr biðlistum eftir fé- lagslegum íbúðum. Okkur tókst að kaupa fleiri íbúðir á síðasta ári en árin þar á undan og stefnum við á að gera enn betur í þeim efnum í framtíðinni, en þó í samræmi við þá stefnu sem við höfum markað okkur um að eiga takmarkaðan fjölda í einstökum fjöl- býlishúsum og hverfum. Yfir 400 félagslegar íbúðir í Kópavogi Það er alltaf auðvelt í lífinu að leggja í út- gjöld svo lengi sem einhver annar borgar. Á þeim grunni var tillaga sem var flutt í bæj- arstjórn Kópavogs þann 14. janúar sl. þar sem kaupa átti strax allt að 40 íbúðir og hefja byggingu tveggja fjölbýlishúsa. Fram- kvæmdir sem hefðu kostað bæjarsjóð 3 milljarða króna, án þess að það væri lögð fram greinargerð eða viðauki við fjárhags- áætlun sem skýrði með hvaða hætti ætti að greiða fyrir verkefnið. Aðspurður hefur lög- fræðingur Sambands íslenskra sveitarfélaga sagt að slíkur viðauki verði að vera fyrir hendi áður en slík útgjöld eru samþykkt. Miðað við furðulega framsetningu þess- arar tillögu mætti halda því fram að Kópa- vogur hefði ekki verið að gera neitt í hús- næðismálum. Það er nú öðru nær. Nú er verið að byggja sex íbúðir og verið að byrja á fjórum til viðbótar auk þess sem verið er að leita að íbúðum til kaups. Kópavogsbær á nú þegar um 6% af öllu fjölbýli í Kópavogi eða yfir 400 íbúðir og hefur það hlutfall ver- ið að hækka á undanförnum árum. Ábyrg fjármálastjórn Stöðugleiki í fjármálum bæjarins er nauð- synlegur en með festu í fjármálum hefur bænum tekist að endurfjármagna lán á betri kjörum en áður hafa þekkst. Glundroði í fjárhagsstjórnun kann ekki góðri lukku að stýra og þó svo að bæjarfélagið fái inn húsa- leigu vegna þeirra íbúða sem bæjarfélagið á, getur það ekki keypt íbúðir eftir geðþótta bæjarfulltrúa án þess að það hafi áhrif á lánskjör og skuldastöðu sveitarfélagsins. Sem bæjarstjóri í Kópavogi hef ég lagt áherslu á festu í stjórn fjármála hjá bænum – þó að það gæti verið ánægjulegt að reyna að gera allt fyrir alla og byggja skýjaborgir um allan bæ, þá gæti sú ánægja orðið skammvinn. Íbúar Kópavogs hafa hins veg- ar notið þess m.a. í lægri gjöldum og skött- um að varlega hefur verið stigið til jarðar og reynt að draga úr kostnaði án þess að það bitnaði á þjónustunni. Aukin skuldsetn- ing þýðir fyrst og fremst lakari þjónustu í framtíðinni fyrir íbúa Kópavogs. Kópavogs- bær skuldar um 40 milljarða króna og ef vextir á þessa fjárhæð myndu hækka um 1% þá myndi það kosta bæinn um 400 milljónir á ársgrundvelli eða um 50 þús. kr. á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Þannig má sjá að vaxtagjöld ráða miklu um þjónustu sem bærinn veitir, þ. á m. er framboð fé- lagslegra íbúða. Glundroði í fjármálum bæj- arins veikir getuna til að ná þeim mark- miðum sem við höfum sett okkur og verður því ekki í mínu boði. Lokaorð Lausnin á húsnæðisvanda fólks snýst ekki eingöngu um að seilast eftir fé í bæjarsjóð Kópavogs. Lausnin er margþætt en úrbóta er þörf á ýmsum sviðum. Byggingar- reglugerðin nýja gekk lengra en nauðsyn- legt var og hækkaði hlutfallslega mest verð á minni eignum. Raunvextir þurfa að lækka en ekki er hægt að ætlast til að hið opinbera greiði niður vexti af lánum til allrar fram- tíðar. Virkja þarf einkaframtakið á leigu- markaði og þar geta sveitarfélög komið að, t.d. með því að leggja til lóðir gegn ákveðnum skilyrðum. Við eigum að horfa á lausnir sem skapa minnsta áhættu fyrir bæjarsjóð og þar með skattgreiðendur í Kópavogi. Þessar lausnir gætu til dæmis verið með aðkomu fasteigna- félaga, lífeyrissjóða og hins opinbera. Er ekki nóg komið af skýjaborgum? – Ábyrg fjármálastjórn hins opinbera er allra hagur. Eftir Ármann Kr. Ólafsson » Við eigum að horfa á lausnir sem skapa minnsta áhættu fyrir bæjarsjóð og þar með skattgreiðendur í Kópavogi. Ármann Kr. Ólafsson Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. Hagsæld Kópavogs og ábyrg húsnæðisstefna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.