Morgunblaðið - 25.01.2014, Síða 22

Morgunblaðið - 25.01.2014, Síða 22
Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Samkvæmt tillögu starfshóps sem fjármálaráðherra skipaði fá einstak- lingar sem fjárfesta í nýsköpunar- fyrirtækjum í vexti skattaaf- slátt. Markmið hennar er að stuðla að vexti lít- illa nýsköpunar- fyrirtækja. Fram kemur í greinar- gerðinni að ætla megi að þessar skattaívilnanir komi einkum að gagni á vaxtar- skeiði fyrirtækja sem eru afsprengi rannsókna. Skortur á fjármagni Þar segir að greiður aðgangur að fjármagni sé nauðsynleg forsenda vaxtar fyrir frumkvöðla og nýsköp- unarfyrirtæki. Í norrænum og al- þjóðlegum samanburði komi fram að aðgengi nýsköpunarfyrirtækja að fjármagni sé einn veikasti hlekkur- inn í rekstrarumhverfinu hér á landi. Helga Valfells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, tekur tillögunni fagnandi. Hún segir í samtali við Morgunblaðið að slíkur skattaaf- sláttur þekkist víða erlendis. Í Bret- landi sé einstaklingum jafnframt boðinn skattaafsláttur ef fjárfest er í sjóðum sem fjárfesti í nýsköpun. Því fylgi áhættudreifing enda sé erfitt að veðja á rétt fyrirtæki í nýsköpun. Fjárfestingarsjóðir myndu fá rödd innan fyrirtækisins sem einstakling- ur sem fjárfestir fyrir lægri fjárhæð- ir myndi ekki hafa. Þetta þykir henni skynsamlegt fyrirkomulag. Mun auka áhuga fjárfesta Aðspurð hvort hún telji að þetta muni glæða áhuga einstaklinga á að fjárfesta í nýsköpun þykir henni það líklegt. Líkt og fram kemur í fylgju með fréttinni var árið 2010 boðinn skattaafsláttur á Íslandi handa þeim sem fjárfestu í nýsköpun, en það stóðst ekki EES-reglur og því var afslátturinn dreginn til baka. Helga segist þekkja dæmi þess að nokkur fyrirtæki hafi fengið fjárfesta til liðs við sig, og þeir séu þar hluthafar, sem töldu sig geta nýtt sér þennan afslátt því búið var að kynna hann til sögunnar, en svo reyndist ekki vera. Hún telur því að skattaafslátturinn muni örva fjárfestingu í nýsköpun. Helga segir jafnframt að erfitt sé að fá erlenda fjárfesta til liðs við ís- lensk fyrirtæki, ef þeim býðst skattaafsláttur í heimalandinu en ekki hér. Skattaafsláttur eykur fjárfestingu í nýsköpun  Skortur á fjármagni handa nýsköpunarfyrirtækjum er veikur hlekkur Morgunblaðið/Ernir Á flugi Vaxtarfyrirtæki þurfa fjármagn til að geta náð góðu flugi. Mögulega mun skattaafsláttur glæða áhuga fjárfesta. Helga Valfells 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014 Fimmtán óskuldbindandi tilboðum í verktakafyrirtækið Ístak var skilað til Landsbankans, þar af níu erlendum. Bankinn eignaðist fyrirtækið í septem- ber á síðasta ári þegar móðurfélag Ís- taks, danski verktakarisinn E. Pihl & Son, varð gjaldþrota, en mikilli út- þenslustefnu á síðustu árum var kennt um. Þátttakendur í tilboðinu fengu af- hent ítarleg sölugögn eftir að hafa sýnt fram á þriggja milljarða fjárfestingar- getu og undirritað trúnaðaryfirlýs- ingu. Tilboð fjárfesta verða nú skoðuð og sumum þeirra boðið á síðara stig söluferlisins. Þetta kemur fram í til- kynningu frá Landsbankanum. Ístak var með baktryggingu á um 70% verkefna sinna gegnum móður- félagið og var því í vondri stöðu við gjaldþrotið. Eftir samningaviðræður við verkkaupendur varð þó úr að Ístak fékk að halda átta af þeim níu verk- efnum sem það var með í Noregi og hefur það að auki samið um ný verk- efni. Fimmtán vilja eignast Ístak  Níu erlendir aðilar lögðu fram tilboð Morgunblaðið/Árni Sæberg Danir Landsbankinn eignaðist Ístak á síðasta ári en það var í eigu Dana. ● Sólveig Baldurs- dóttir hefur verið ráðin til Athygli og mun hún ritstýra blaðinu Áfram á besta aldri sem At- hygli festi kaup á fyrir skömmu. Sólveig lauk BA- prófi frá Boston University árið 1984 og hóf sinn blaðamannsferil árið 1987. Var hún m.a. ritstjóri Gestgjafans 1998-2011. Sólveig hefur verið ritstjóri og útgefandi blaðs- ins Áfram á besta aldri frá því það var stofnað árið 2012. Sólveig til Athygli Sólveig Baldursdóttir ● Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra umhverfis- og auðlindamála, hefur heimilað sölu og dreifingu á Hvalabjór Brugghússins Steðja í Borgarfirði. Þetta staðfesti Dagbjartur Arilíusson, eigandi Steðja, í samtali við Skessuhorn. Heilbrigðiseftirlitið bannaði sölu á Hvalabjórnum á þeirri forsendu að hvalamjölið sem notað var við fram- leiðslu á bjórnum og framleitt hefur ver- ið af Hval hf. uppfyllti ekki skilyrði mat- vælalaga. Leyfa sölu á Hvalabjór Stuttar fréttir…                                         !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-2/ +12-,3 31-0/, +/-4+2 +5-40/ +35-/3 +-++.3 +54-,+ +.4-.0 ++,-/. +01-/, +12-53 3+-1,. +/-44/ +5-5. +3/-+/ +-++/. +54-0, +.5-12 31/-25., ++.-+3 +0+-2 +1,-13 3+-+14 +/-532 +5-/13 +3/-., +-+3+/ +55-,5 +.5-,5 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Frá því að starfshópurinn skilaði greinargerð sinni í desember hefur átt sér stað ákveðin þróun á reglu- verki Evrópusambandsins sem miðar að því að örva áhættu- fjárfestingar í litlum og með- alstórum fyrirtækjum og tekur gildi 1. júlí. Reglurnar heimila rík- isaðstoð á þessu sviði auk þess sem frekari breytingar á gildandi reglum eru fyrirhugaðar nú á vor- mánuðum, segir í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins sem birtist á miðvikudag. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að árið 2010 gerði Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) athugasemd við skattaafslátt sem veita átti hér á landi þeim sem fjárfestu í nýsköp- un og því var skattaafslátturinn dreginn til baka. Starfshópurinn telur að hugmyndir hans standist ákvæði EES-samningsins. „Þessar nýju leiðbeiningar og reglur munu að öllum líkindum hafa þau áhrif að skilyrði fyrir því að heimilt verði að veita ein- staklingum sérstakan skattaaf- slátt vegna áhættufjárfestinga verði rýmkuð,“ segir í tilkynning- unni. Ísland hefur innleitt ríkis- styrkjareglur Evrópusambandsins í gegnum EES-samninginn. ESB vill örva nýsköpun ESA HAFÐI ÁÐUR GERT ATHUGASEMD VIÐ RÍKISSTUÐNING

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.