Morgunblaðið - 25.01.2014, Side 37

Morgunblaðið - 25.01.2014, Side 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. JANÚAR 2014 ✝ Guðrún LaufeyEinarsdóttir fæddist í Litlu-Gröf í Borgarhreppi, Mýrasýslu, 21. júní 1911. Hún lést á Droplaugarstöðum 23. desember 2013. Foreldrar henn- ar voru hjónin Bergljót Guð- mundsdóttir frá Gröf í Miðdal, f. 1879, d. 1917, og Magnús Einar Guðmundsson frá Þorgeirsstað- arhlíð í sömu sveit, f. 1882, d. 1934. Systkini Guðrúnar voru Jóhann Pétur, f. 1908, d. 1990, Svava, f. 1913, d. 1913, og Ingi- björg, f. 1915, d. 1971. Guðrún giftist Guðjóni Er- Huldu og Ólafs Sigurjónssonar Spur er Silja Björk. Langömmu- og langalangömmubörnin eru fjórtán. Guðrún gekk í farskóla tvo vetur að Svignaskarði og um fermingu fór hún vetrarpart í læri vestur í Dali þar sem hún lærði undirstöðuatriðin í sauma- skap sem og útsaumi, dönsku og orgelleik. Um tvítugt flutti hún til Reykjavíkur þar sem hún bjó alla tíð síðan. Þar komst hún í læri hjá dönskum klæð- skerameistara og fullnumaði sig í karlmannafatasaumi. Sauma- skapur varð því hennar ævistarf og var hún annáluð fyrir sér- staka hæfni og útsjónarsemi við flókinn fatasaum. Um árabil vann hún við kjóla- og kápu- saum hjá Lárusi G. Lúðvíkssyni í Feldinum en síðustu sextán ár starfsævinnar starfaði hún á saumastofu Þjóðleikhússins. Útför Guðrúnar fór að henn- ar ósk fram í kyrrþey frá Foss- vogskapellu 7. janúar 2014. menrekssyni, húsa- smíðameistara, 1. janúar 1939. Þau skildu. Sonur þeirra er Einar Bergmann, f. 28.10. 1939, var kvæntur Þórunni Guðna- dóttur. Þeirra börn eru Sigrún, gift Ragnari Björns- syni, og Gunnar Smári, kvæntur Cassie Chong. Með Árdísi Lár- usdóttur eignaðist Einar soninn Kjartan Örn, sem er í sambúð með Huldu Hlín Magnúsdóttur. Dóttir Guðrúnar og Hákonar Barðasonar, loftskeytamanns, er Hulda Björg, f. 3.6. 1951, gift Þorgeiri Tryggvasyni. Dóttir Klisjan „að muna tímana tvenna“ tók á sig skýra mynd í huga mér í síðasta skipti sem ég sá tengdamóður mína, Guðrúnu Laufeyju Einarsdóttur, lífs. Það var á hjúkrunarheimilinu Drop- laugarstöðum þar sem hún eyddi síðustu æviárum sínum við gott atlæti starfsfólksins. Það var að koma matartími og Guðrún lá í rúmi sínu. Tvær starfsstúlkur komu inn með sér- hannað rafknúið tæki til að lyfta henni þaðan og ferja yfir í hjóla- stólinn sem bar hana svo yfir í matsalinn. Þetta gekk fljótt og vel, áreynslulaust fyrir þær og ekki var að sjá að Guðrún kippti sér upp við meðhöndlunina. Þarna var kona sem 102 árum áður fæddist í torfbæ í Borg- arfirði og ólst upp við tæknistig og lífskjör sem hefðu ekki stuð- að forfeður hennar aldir aftur í tímann en eru okkur sem yngri erum vægast sagt framandi. Megnið af umhverfi nútímafólks hefði hins vegar virkað sem óráðshjal þar í sveitinni. Á sama hátt hverfur áþreifanleg reynsla af hinum gamla heimi með kyn- slóð Guðrúnar. Hann verður smám saman óskiljanlegur. Ekki það að hún hafi ekki fót- að sig í nútímanum. Öðru nær. Tuttugasta öldin með öllum sín- um kostum og kynjum var vett- vangur Guðrúnar. Heimavöllur- inn. Guðrún fluttist ung til borg- arinnar, lærði saumaskap þó að ekki fengi hún formlega viður- kenningu á þeim aðdáunarverðu tökum sem hún náði á þeirri list. Einhvers staðar í mér býr furðu- svipurinn sem kom á mig þegar Gunna hafði farið sínum flinku fingrum um eldgamlan jakka sem mér þótti vænt um og gefið honum óskiljanlegt framhaldslíf. Hann hangir enn í fataskápnum og veldur engri hneykslan þó að ég skarti honum á mannamót- um. Engan grunar ástandið sem hann var í þegar tengdamóðir mín tók hann til kostanna. Hún kom tveimur börnum til manns á mölinni, lengst af ein- stæð móðir á tímum þegar stuðningur samfélagsins við það fjölskylduform var minni en nú er, svo vægt sé til orða tekið. Mér er líka til efs að litla stúlkan í Litlu-Gröf hefði trúað því að hún ætti eftir að ferðast um heiminn, heimsækja ekki bara Kaupmannahöfn heldur sólar- löndin á gamalsaldri, fljúga þangað í loftinu. En það gerði Guðrún og naut sín í framandi umhverfi. Þröngur torfbær get- ur fóstrað opinn hug. Upp frá þessu sá Guðrún viðskilnaðinn við jarðlífið á þessum nótum, að fljúga. Síðasta æviárið dvaldi Guðrún iðulega í bernskuheiminum. Svo virtist stundum í samtölum sem hin söng- og dansglaða Gunna væri á sífelldu balli í sveitinni. Við getum ekki annað en reikn- að með að sá gleðskapur standi enn, að óþreyttir fætur svífi, að fagurlega bróderuð pils og óað- finnanlega sniðnir kjólar sveifl- ist í takti við svellandi tóna nikku og munnhörpu. Og radd- irnar. Að allt sé eins og það á að vera. Þorgeir Tryggvason. Ég vil minnast ömmu minnar, Gunn-ömmu eins og hún var jafnan kölluð. Þegar ég var ung- ur drengur var amma minn helsti tengiliður við föðurfólkið mitt. Í gegnum hana fékk ég fréttir og fregnir af fólkinu sem ég þekkti ekki eins mikið og ég hefði kosið, því ég var jú fóst- urbarn og átti mín bernskuár að langmestu leyti í Borgarfirði. Öll mín æskuár var amma ekki langt undan – í huganum skammt frá. Þegar ég flutti til Reykjavíkur kom ég alloft við hjá Gunn-ömmu, fletti blöðunum og fékk kökur og mjólkurglas með. Heimsókn sem átti að vara í hálftíma varð að klukkutímum því frá svo mörgu hafði hún amma að segja að það dugði ekki til nema nánast allur dagurinn. Að koma við hjá ömmu fyllti mig bjartsýni, hlýju og kærleika og mér finnst ég hafa átt ömmu sem gekk sína lífsgöngu með seiglu. Þrátt fyrir að erfiðleikar hafi látið á sér kræla á lífsgöngu hennar hafði hún ávallt þetta mikla æðruleysi. Elsku Gunn-amma, þakka þér fyrir að hafa alltaf verið til stað- ar fyrir mig þegar til þín ég leit- aði sem hálf rótlaus ungur mað- ur áður fyrr. Ég mun minnast þín svo lengi sem ég lifi – því flestallar sögurnar sem þú sagð- ir mér munu aldrei gleymast svo greyptar eru þær í minni mínu og börnin mín munu vonandi hafa jafn gaman á að hlýða og mér þótti áður fyrr. Þakka þér allt, elsku amma mín, og fyrir að hafa verið hornsteinn í lífi mínu. Kjartan Einarsson. Nú þegar komið er að því að kveðja ömmu Guðrúnu er mér þakklæti efst í huga. Ég minnist allra góðu stunda okkar hvort heldur það var við eldhúsborðið hennar heima í Gnoðarvogi þar sem hún bauð upp á nýbakaðar og gómsætar pönnukökur eða á göngu um Þórsmörk að sumar- lagi. Amma var mikil sagnamann- eskja. Gaman var og fróðlegt að hlusta á frásagnir hennar af uppvaxtarárunum í sveitinni, fá myndir úr bæjarlífinu í Reykja- vík og ferðasögur af suðrænum ströndum þegar hún fór að leggja leið sína þangað á sjö- tugsaldri. Amma var fljót að hugsa og kunni að koma fyrir sig orði. Hún hafði gaman af því að glettast, en grín hennar var ætíð græskulaust. Hún var alla tíð ung í anda og hafði fyrst orð á því þegar hún varð níræð að nú væri hún sennilega að verða gömul, en fram að því fór hún reglulega á dansiböll og dansaði sér til heilsubótar. Amma var ávallt vakin og sof- in yfir velferð afkomenda sinna. Sem dæmi lagði hún grunn að góðri íslenskukunnáttu minni með margvíslegum hætti og verð ég henni ævarandi þakklát fyrir það. Þar til við mamma fluttum heim til Íslands frá Dan- mörku, þegar ég var tæplega átta ára, notaði amma hvert tækifæri sem gafst í sumar- og jólafríum til að kenna mér að lesa á íslensku. Málfar hennar var blæbrigðaríkt og hafði hún óteljandi orðtök, málshætti og spakmæli á hraðbergi auk þess sem hún fór ósjaldan með vísu- brot utanbókar. Amma var sérlega lagin í höndunum, enda var sauma- skapurinn hennar ævistarf og vann hún lengst af á saumastofu Þjóðleikhússins. Það eru ófáar flíkurnar í fataskápnum sem hún hefur saumað og gert við í gegn- um tíðina, sem og prjónaðar lopapeysur og hekluð teppi. Allt lék þetta í höndunum á henni. Hún var líka sérlega úrræða- góð. Þannig verður mér alltaf hugsað til hennar þegar ég horfi á rauða tjaldið með gylltu rönd- unum þremur á Stóra sviði Þjóð- leikhússins. Stundum rifjaði amma upp söguna af því þegar fortjaldið rifnaði eitt sinn þvers- um skömmu fyrir frumsýningu og voru þá góð ráð dýr. Á þeim tíma var breiða gullröndin stað- sett mitt á milli tveggja mjórri gullranda og amma sá í hendi sér að hægt væri að sauma tjald- ið saman og fela rifuna undir breiðu röndinni ef hún væri staðsett efst í röðinni. Í fram- haldinu voru saumavélar leik- hússins bornar niður á Stóra sviðið þar sem amma og sam- starfskonur hennar af sauma- stofunni útfærðu þessa snilldar- lausn í kapphlaupi við tímann. Ömmu þótti ávallt vænt um sinn gamla vinnustað og þegar hún lét af störfum um sjötugt hélt hún áfram að sækja nær all- ar sýningar Þjóðleikhússins. Skemmtilegast þótti henni að sjá aðalæfingar, því þá gafst henni tækifæri á að hitta gamla vinnu- félaga og rifja upp góðar stund- ir. Árum saman var ég fylgd- armær hennar á leiksýningar og verð ég henni ætíð þakklát fyrir að hafa þannig kynnt mig fyrir töfrum leikhússins frá unga aldri. Seinasta sýningin sem við sáum saman var Klaufar og kóngsdætur árið 2005, en þá var amma orðin 94 ára gömul. Elsku amma, takk fyrir alla hlýjuna og umhyggjuna á um- liðnum áratugum. Þín verður sárt saknað. Silja Björk Huldudóttir. Við andlát elsku ömmu minn- ar streyma fram minningar um allar þær góðu stundir sem ég hef átt með henni í gegnum tíð- ina. Sem smástelpa fékk ég oft að vera hjá ömmu, jafnvel gista nótt og nótt. Ég upplifði ró og frið í hennar nærveru og ég hafði unun af því að horfa á hana sauma, því allur saumaskapur lék í höndum hennar. Amma vann lengi á sauma- stofu Þjóðleikhússins og ég fékk að fara með henni að horfa á æf- ingar á hinum ýmsu verkum og fátt var skemmtilegra en að fá að skoða saumastofuna þar sem öll búningagerð fór fram. Mér fannst sem listaverkin flæddu þar fram úr saumavélunum, saumuð eftir undurfögrum teikningum þeirra sem hönnuðu búningana. Ef einhverja flík þurfti að lagfæra var hún svo ná- kvæm í saumaskapnum að allt varð sem nýtt í höndum hennar. Ýmislegt kenndi hún mér varð- andi prjónaskap og ekki voru handbrögð hennar síðri á því sviði en í saumunum. Fyrstu bænina kenndi amma mér og sú bæn fylgir mér enn. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Amma átti sterka og óbilandi trú og mikið þykir mér vænt um síðustu kveðjuna sem ég fékk frá henni þegar ég heimsótti hana nokkrum dögum fyrir and- lát hennar. Hún þekkti mig, strauk á mér handarbakið og sagði: “Guð veri með þér.“ Fal- legri kveðju er vart hægt að hugsa sér og ég kveð ömmu full þakklætis fyrir þá einlægu trú sem hún sýndi mér í orðum og verki. Blessuð sé minning hennar. Sigrún. Guðrún Laufey Einarsdóttir ✝Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR HALLGRÍMSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Eir, áður Háaleitisbraut 16, Reykjavík. Við viljum þakka sérstaklega starfsfólki 3-N á hjúkrunarheimilinu Eir fyrir hlýhug og góða umönnun. Björg Pjetursdóttir, Magnús Pétursson, Júlíanna H. Friðjónsdóttir, Guðfinna Pjetursdóttir, Guðmann Bjarnason, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Hugheilar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SOFFÍU GUÐMUNDSDÓTTUR, Þorsteinsgötu 7, Borgarnesi. Anna María Soffíudóttir, Indriði Þorkelsson, Jórunn Guðsteinsdóttir, Guðrún Berta Guðsteinsdóttir, Arnfinnur Hallvarðsson, Svanhvít Rós Guðsteinsdóttir, Guðmundur Viðar Guðsteinsson, Svava Björg Svavarsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Hjartans þakkir fyrir hlýhug og samúðar- kveðjur við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AUÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Droplaugarstaða fyrir góða umönnun. Kristinn B. Sigurðsson, Gylfi Kristinsson, Jónína Vala Kristinsdóttir, Hilmar Kristinsson, Margrét Hauksdóttir, Snorri Kristinsson, Kristjana Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BRYNDÍSAR JÓHANNSDÓTTUR frá Skriðufelli, Ásenda 3. Þórunn Kristinsdóttir, Garðar Jóhann Guðmundarson, Þórdís Kristinsdóttir, Ásgeir Magnússon, Gunnar Kristinsson, Claudia Picenoni, Jóhann Kristinsson, Sólveig Ólafsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Þökkum af alhug alla vinsemd og samúð vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður og ömmu, RÓSU STEFÁNSDÓTTUR frá Hauganesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Dalbæjar og Hornbrekku fyrir yndislega umönnun. Anna Soffía Haraldsdóttir, Bragi Guðmundsson, Helga Níelsdóttir, Björn Friðþjófsson, Rósa Kristín Níelsdóttir, Benjamín Valgarðsson, Stefán Garðar Níelsson, Hulda Marín Njálsdóttir, Eyrún Níelsdóttir, Ómar Steindórsson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát hjartkærrar ömmu okkar, langömmu og langalangömmu, MARÍU KRISTJÁNSDÓTTUR, Droplaugarstöðum, áður Austurbrún 4. Sjöfn Arnfinnsdóttir, Snorri Arnfinnsson, Ósk Gunnarsdóttir, Skúli Arnfinnsson, Sólrún Ingimundardóttir og fjölskyldur. Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Neðst á forsíðu mbl.is má finna upplýsingar um innsendingarmáta og skilafrest. Einnig má smella á Morgunblaðslógóið efst í hægra horninu og velja viðeigandi lið. Skilafrestur | Sé óskað eftir birtingu á útfarardegi þarf greinin að hafa borist á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, jafnvel þótt grein hafi borist innan skilafrests. Lengd | Hámarkslengd minningargreina er 3.000 slög. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda stutta kveðju, Hinstu kveðju, 5-15 línur. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín undir greinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minning@mbl.is og gera umsjón- arfólki minningargreina viðvart. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.