Morgunblaðið - 28.01.2014, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.01.2014, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Átta norsk skip lágu við bryggju á Seyðisfirði í gær en loðnuleit þeirra bar ekki árangur. Sturla Einarsson, skipstjóri á Guðmundi VE, var á heimleið til Vestmannaeyja þegar Morgun- blaðið ræddi við hann í gærkvöldi. „Það er alveg á hreinu. Það er enginn árangur af loðnuleit- inni,“ sagði Sturla sem fór út til leitar á laugar- daginn var. Hann sagði framhaldið óráðið. „Við vorum eina íslenska skipið við leit á mið- unum en að auki voru þrjú norsk skip að leita,“ sagði Sturla um loðnuleitina í gær. Dauft hefur verið yfir loðnuveiðum að undanförnu. Sex norsk loðnuskip voru við bryggju á Seyðisfirði í gær Ljósmynd/Unnar I. Jósepsson Loðnuleit hefur enn engan árangur borið Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Enskukennsla er góð hér á landi en það þarf að koma inn með nýjar áherslur í kennslu til að mæta þeim kröfum sem há- skólar og vinnu- markaðurinn gera um enskukunn- áttu nemenda,“ segir Anna Jee- ves, aðjunkt á menntavísinda- sviði Háskóla Ís- lands. Hún rannsak- aði í doktorsritgerð sinni hvernig við- horf nemenda til enskunáms í skóla hefur áhrif á námshvata og gildi formlegs náms í málaumhverfi þar sem enskan er víða notuð fyrir utan skólastofuna. Þar kemur m.a. fram að færni til að skilja ensku í bíómyndum og tölvuleikjum getur orðið til þess að sumir Íslendingar telji sig betri í ensku en efni standa til. Hún segir að þar sem enskan sé áberandi í um- hverfinu og mikið notuð, álíti sumir skólanemendur margra ára ensku- nám óþarft. Búast við góðum einkunnum Rannsóknin byggist á viðtölum við framhaldsskólanemendur og fólk í háskólanámi og á vinnumarkaðnum. Þannig var unnt að greina viðhorf til yfirstandandi enskunáms og álit við- mælenda á gildi þess eftir framhalds- skólanám. Niðurstöðurnar benda til þess að ungir Íslendingar hafi lítinn skilning á því að þeir þurfi á góðri færni að halda í tungumálinu, bæði formlegri og óformlegri ensku, að skólagöngu lokinni. „Hátt hlutfall nemenda fer í há- skólanám og mikið námsefni á há- skólastigi er á ensku sem gefur nem- endum aukið val í námi. Það er erfitt fyrir ungt fólk, 16-19 ára að horfa fram í tímann og gera sér grein fyrir því að það þarf að nota enskuna mikið á háskólaárunum. Margir viðmæl- endur sáu ekki hvernig notkun ensku mundi breytast. En staðreyndin er sú að þau þurfa á meiri kunnáttu að halda,“ segir Anna. Hún segir leiðina í þá átt vera að opna umræðuna um hvaða færni ungt fólk þarf að búa yfir. Tillögur sem Anna bendir á er m.a. að gefa nem- endum aukið val á námsefni og verk- efnum. Anna segir einnig að starfsum- hverfið geri ríka kröfu til einstaklinga að geta bæði talað og skrifað ensku. Mikilvægt sé að rannsaka þetta efni á Íslandi því hér er enska notuð daglega en Íslendingar þurfa mjög góða málfærni bæði í háskólanámi og við vinnu. Niðurstöðurnar benda til þess að framhaldsskólanemendur telji ensku- tíma skemmtilega og að námskröfur verði litlar. Þeir búast við að fá góðar einkunnir með lítilli fyrirhöfn og sýna lítið sjálfstæði í námi. Anna bendir á að þrátt fyrir þetta sé kennslan öflug en ávallt megi bæta hana. Anna heldur fyrirlestur um niðurstöðurnar á vegum Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum á Háskólatorgi kl. 16 í dag. Telja enskukunnáttuna betri  Færni til að skilja ensku í bíómyndum og tölvuleikjum ýtir undir að sumir telja sig færari en þeir eru  Vill nýjar áherslur í enskukennslu til að mæta kröfum háskólans  Átta sig ekki á að notkun breytist Anna Jeeves Morgunblaðið/Rósa Braga Skóli Stungið er upp á auknu verkefnavali í enskukennslu. Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Nokkur endurnýjun verður á hóp- ferðabílaflotanum í ár líkt og fyrri ár en ekki lítur út fyrir stórkostlega fjölgun þrátt fyrir að það stefni í enn fleiri ferðamenn. Hjá Iceland Excursions er búið að ganga frá kaupum á þrettán hóp- ferðabílum sem koma til afhendingar á þessu ári, frá janúar til maí. Að sögn Þóris Garðarssonar, markaðs- stjóra hjá Iceland Excursions, er þetta sami fjöldi og í fyrra en það gæti eitthvað bæst við af bílum þeg- ar nær dregur sumri. Nú er bílaflot- inn þeirra um 60 hópferðabílar með meðalaldur þrjú ár. En þó að þrettán bílar komi nýir inn í ár stækkar flot- inn aðeins um fjóra bíla, annað er endurnýjun. Hjá Kynnisferðum fengust þær upplýsingar að það væri í farvatninu að bæta eitthvað aðeins við rútuflot- ann í ár, en þar hafi flotinn meira verið endurnýjaður en stækkaður undanfarin ár. „Meðalaldurinn hjá okkur er orðinn frekar lágur svo við erum núna að skoða viðbótar- stækkun. En það er ekki komið á hreint hvað margar rútur bætast við,“ segir Kristján Daníelsson hjá Kynnisferðum. SBA-Norðurleið mun endurnýja sjö bíla á þessu ári og stækka flotann um einn til tvo. „Um tíma kom stopp í endurnýjunina en síðustu fjögur árin hefur gengið vel og þarf að vinna upp Gamlar rútur hækka aldurinn Meðalaldur hópbifreiða á skrá núna eru 15,9 ár samkvæmt upplýs- ingum frá Samgöngustofu. Aldurinn er reiknaður út frá ökutækjum sem bæði eru á og af númerum og því má gera ráð fyrir að gamlar rútur sem eru ekki lengur í notkun hækki með- alaldurinn nokkuð. Hallgrímur Lárusson, fram- kvæmdastjóri Snælands Grímsson- ar, segir að rútuflotinn sé heldur að yngjast en meðalaldurinn haldist nokkuð hár vegna eldri bíla sem eru t.d. notaðir í skólaakstur. „Með lengri ferðamannatíma er verið að nýta tækin betur. Það er verið að keyra bílana meira en var og þá leggja menn meira upp úr því að vera með góðan flota sem þolir aukna keyrslu,“ segir Hallgrímur. Endurnýja frekar en að fjölga rútunum  Eðlileg endurnýjun  Meðalaldur hópferðabifreiða er 15,9 ár Morgunblaðið/RAX Rútur Stórar, litlar, gamlar, nýjar. endurnýjunarþörfina,“ segir Gunnar M. Guðmundsson, framkvæmdastjóri SBA-Norðurleiðar. Nýskráning hópferða- bíla frá 2004 til 2014 2004 112 2005 209 2006 131 2007 107 2008 70 2009 18 2010 66 2011 80 2012 136 2013 119 2014* 7 *Það sem af er janúarmánuði Heimild: Samgöngustofa Sundrung var viðvarandi í tíð síðustu ríkis- stjórnar og voru í raun þrír flokkar í stjórninni, Sam- fylkingin, VG Steingríms J. Sigfússonar og VG Ögmundar Jónassonar. Þetta er mat Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingar, sem gerir upp stjórnarsamstarfið í 1. tölublaði Jafnaðarmannsins, málgagni Sam- fylkingarfélagsins í Reykjavík. „Ríkisstjórnin hafði öll einkenni minnihlutastjórnar löngu áður en hún varð formlega minnihlutastjórn síðla árs 2012,“ segir Sigríður Ingi- björg og spyr hvort Samfylkingin og VG hefðu átt að slíta stjórnarsam- starfinu og boða til kosninga áður en kjörtímabilið var á enda og svarar eigin spurningu: „Hugsanlega. Næg voru tilefnin í það minnsta. Sjálf taldi ég tvö skýr tilefni til að „skila umboðinu“ til Bessastaða, eftir Ice- save-kosningarnar fyrri og síðari.“ Þá segir hún Samfylkinguna ekki hafa gert nóg til þess að bregðast við skuldavanda heimilanna. Sundrung einkenndi stjórnina Sigríður Ingibjörg Ingadóttir  Þrír flokkar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.