Morgunblaðið - 28.01.2014, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.01.2014, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2014 Væntanlegar breytingar á bygging- arreglugerð eiga að leiða til lækkunar á byggingarkostnaði, að mati Sigurð- ar Inga Jóhannssonar umhverfisráð- herra. Hann kvaðst vona að breyting- ar á reglugerðinni sjái dagsins ljós í næsta mánuði. „Ég er búinn að bíða nokkuð lengi eftir þessu og er orðinn óþolinmóður að þetta fari að gerast,“ sagði Sigurður. Unnið hefur verið að endurskoðun byggingarreglugerðarinnar frá því í fyrrasumar og er heilmikil vinna að baki, að sögn Sigurðar. Meðal annars var regluverk okkar á þessu sviði bor- ið saman við reglugerðir í nágranna- löndum, aðallega á Norðurlöndum og í Bretlandi. „Það kom í ljós að við ger- um aðrar og stífari kröfur sem meðal annars snúa að hurðabreiddum og gangabreiddum. Við vinnum að því að klára ákveðnar tillögur sem ég vænti að við getum hrundið í framkvæmd mjög fljótlega,“ sagði Sigurður. „Ég held að við höfum einfaldlega gengið of langt.“ Tillögurnar snúa til dæmis að kröf- um varðandi námsmannaíbúðir. Reikna má með að stærðarákvæði verði ekki lengur inni í forskrift að slíkum íbúðum. Eins má reikna með einföldun á regluverki og að einfald- ara verði að sækja um byggingarleyfi fyrir minni framkvæmdir. „Það er verið að laga ýmsa van- kanta sem menn hafa bent á og auka svokölluð markmiðsákvæði reglu- gerðarinnar,“ sagði Sigurður Ingi. Með markmiðsákvæðum er átt við að hönnuðir geti sýnt fram á að þeir upp- fylli skilyrði reglugerðarinnar. Mark- miðið er að uppfylla ákveðnar kröfur en ekki að fylgja ákveðinni forskrift varðandi stærðir. Nefna má að það er til skoðunar að setja inn markmiðsá- kvæði fyrir stærð á baðherbergi og snyrtingu íbúða. Ákvæði um þau at- riði eru nú fremur í ætt við forskrift í byggingarreglugerðinni. Varðandi minni íbúðir verður til dæmis mögulegt að byggja íbúðir með nettó flatarmál allt niður í 26,5 fermetra. Við það bætist svo geymsla og hlutdeild í sameign. gudni@mbl.is Lækkar bygg- ingarkostnað  Byggingarreglugerð verður breytt „Það er verið að laga ýmsa vankanta sem menn hafa bent á“ Sigurður Ingi Jóhannsson „Staðan er ekki álitleg. Það ber tölu- vert á milli,“ segir Vilhjálmur Birgis- son, formaður Verkalýðsfélags Akra- ness. Kjaraviðræðum félagsins og viðsemjenda þess vegna þriggja sér- kjarasamninga hefur nú verið slitið og hefur félagið vísað kjaradeilunum til ríkissáttasemjara. Um er að ræða viðræður um end- urnýjun kjarasamninga vegna starfs- manna við fiskimjölsverksmiðju HB Granda, tæplega 200 starfsmanna hjá verksmiðju Elkem Ísland á Grundartanga og Klafa sem sér um upp- og útskipanir á Grundar- tangasvæðinu. „Við vorum búnir að funda með Samtökum atvinnulífsins tvisvar eða þrisv- ar vegna þessara samninga og núna þegar þessi staða er komin upp á vinnumarkað- inum er ekki um neitt annað að ræða en að vísa þeim til ríkis- sáttasemjara,“ segir Vilhjálmur. Félagið fer fram á meiri launa- hækkanir en samið var um í kjara- samningunum sem gerðir voru 21. desember og um helmingur ASÍ- félaga felldi í atkvæðagreiðslu. Sambærileg kröfugerð SGS Að sögn Vilhjálms er launakrafan í þessum samningum sambærileg við upphaflegar kröfur Starfsgreina- sambandsins sem kynntar voru í byrjun nóvember: Þar var m.a. farið fram á að lægsti taxti hækkaði um 20.000 kr. og launataflan yrði endur- skoðuð. SA hafnaði kröfunum og mat þær á annan tug prósenta í hækkun launakostnaðar. „Okkur stendur til boða það sama og samið var um á al- menna vinnumarkaðinum en það eig- um við afskaplega erfitt með að sætta okkur við enda eru þetta fyrir- tæki sem starfa í útflutningi og hefur gengið nokkuð vel í rekstri,“ segir Vilhjálmur. Hann væntir þess að næsti fundur í þessum kjaradeilum verði haldinn í lok vikunnar. Nokkrum kjaradeilum hefur nú verið vísað til sáttameðferðar. Kjara- deilu framhaldsskólakennara og rík- isins var vísað til sáttasemjara í sein- ustu viku. Er boðað til næsta sáttafundar á morgun. Þá hefur Blaðamannafélag Íslands vísað kjaradeilu við SA til sáttasemjara. „Það ber töluvert á milli“  Verkalýðsfélag Akraness hefur vísað til ríkissáttasemjara kjaradeilum starfs- manna í fiskimjölsverksmiðju HB Granda, járnblendiverksmiðju Elkem og Klafa Vilhjálmur Birgisson Það er alltaf eitthvað um að vera í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laug- ardal. Selirnir hafa visst aðdráttarafl og unga kynslóðin fylgist gjarnan grannt með þeim, en dýrin eru ekki síður forvitin um umhverfið. Morgunblaðið/Ómar Selirnir vinsælir Líf og fjör í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Búið er að selja um 1.000 miða er- lendis á raftónlistarhátíðina Sónar Reykjavík sem fer fram í Hörpu í Reykjavík 13.-15. febrúar nk. Björn Steinbekk, talsmaður hátíð- arinnar, segir að hún verði með svip- uðu sniði og í fyrra, þegar hún var fyrst haldin. Hátíðin fari fram á fimm sviðum og auk hefðbundinna tónleikasala verði hluta af efri bíla- kjallaranum breytt í lítinn nætur- klúbb, eins og í fyrra, þar sem er- lendir og innlendir plötusnúðar þeyta skífum föstudags- og laugar- dagskvöld um hátíðarhelgina. „Við breytum parti af bílakjallaranum í eitt stórt svið,“ segir hann. Harpa hefur sótt um leyfi til tón- leikahalds fyrir 350 gesti í bílakjall- aranum á umræddum tíma, en mál- inu var frestað á fundi byggingar- fulltrúans í Reykjavík í liðinni viku. Björn á þó ekki von á öðru en að mál- ið verði afgreitt í tíma. Hátíðin á rætur að rekja til Barce- lona þar sem hún var fyrst haldin 1994. 67 listamenn og hljómsveitir Á Sónar Reykjavík koma fram 67 listamenn og hljómsveitir. Þar á meðal eru Major Lazer, Paul Kal- brenner, Trentemøller, GusGus, Bo- nobo, Ryuichi Sakamoto & Taylor Deupree, James Holden, Diplo, Jon Hopkins, FM Belfast, Hjaltalín, Daphni, Evian Christ, Kölsch, Sísý Ey, Ojba Rasta, Kiasmos, When Sa- ints Go Machine, Gluteus Maximus, Vök, Eloq og Moses Hightower. Um 3.000 miðar voru settir í sölu vegna hátíðarinnar. Björn segir að salan hafi gengið mjög vel og meðal annars sé búið að selja um 1.000 miða í Bretlandi, á meginlandi Evr- ópu og í Bandaríkjunum. Góð sala á Sónar erlendis Sónar Reykjavík Björn Steinbekk Kristjánsson í bílakjallara Hörpu. Morgunblaðið/Kristinn Átján ára karlmaður er enn í lífs- hættu eftir bílslys sem varð á Vest- urlandsvegi við Fornahvamm í Norðurárdal sunnudaginn 12. jan- úar síðastliðinn. Honum er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjör- gæsludeild Landspítalans. Maðurinn var ökumaður fólks- bifreiðar sem lenti í árekstri við flutningabifreið sem kom á móti. Hann var fluttur með þyrlu á Land- spítalann. Farþegi fólksbifreiða- rinnar, 16 ára stúlka, lét lífið í árekstrinum. Að sögn lögreglu var hálka og skafrenningur þegar slysið átti sér stað. Slysið bar að með þeim hætti að fólksbifreiðin rann í veg fyrir flutningabifreiðina. Slysið varð á beinum vegarkafla nærri brúnni við Fornahvamm. Enn haldið sofandi á gjörgæsludeild Stella Stefánsdóttir húsmóðir á Akureyri lést á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt mánudags, 90 ára að aldri. Stella átti fleiri afkomendur á lífi en nokkur annar Íslend- ingur, 190 alls. Stella eignaðist 14 börn, átti 52 barna- börn, 107 langömmu- börn og 17 langalang- ömmubörn. Stella fæddist í Bryggjuhúsinu á Akureyri 8. október 1923 en ólst upp í Hinrikshúsi á Eyrinni, að mestu leyti hjá föður- fjölskyldu sinni. Foreldrar Stellu voru Stefán Hinriksson, f. á Reyðarfirði 1898, en hann fórst með Dettifossi árið 1945, vélstjóri, og Guðrún Einarsdóttir, f. á Hær- ingsstöðum í Svarfaðardal 1899, d. 1985, húsfreyja. Ung að árum giftist Stella eigin- manni sínum, Gunnari Konráðssyni, og varð brátt húsfreyja á barn- mörgu heimili en börn þeirra hjóna urðu 14 talsins, tíu dætur og fjórir synir. Einn sonur þeirra lést fimm ára en hin börnin eru öll á lífi. Stella hafði meira en nóg að gera þegar börnin voru að komast á legg. En þrátt fyrir stóran barnahóp var Stella vökukona við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri frá 1956. Hún hóf sjúkraliða- nám 1966 og var síðan sjúkraliði við FSA á árunum 1967-90. Stella og eigin- maður hennar, Gunn- ar, fluttu í Lækjar- götu 22 á Akureyri árið 1948 og þar var hún búsett til 2006. Þá flutti hún að Mýrarvegi 117 þar sem hún bjó til æviloka. Stella sinnti ýmsum félagsstörf- um með heimilisstörfunum. Hún starfaði lengi með kvenfélaginu Hlíf og starfaði með Mæðrastyrksnefnd. Einnig sat hún um skeið í stjórn Sjúkraliðafélagsins á Akureyri. Stella var við góða heilsu fram á efri ár. Hún var nýkomin frá Dan- mörku þegar hún veiktist alvarlega s.l. miðvikudag og lést fáum dögum síðar. Andlát Stella Stefánsdóttir Samút, samtök átján útivistar- félaga, mótmæla harðlega hug- myndum um náttúrupassa í ályktun sem þau sendu frá sér í gær. Sam- tökin segja að með slíkum aðgangs- passa væri vegið stórlega að al- mannarétti sem sé grundvallar- réttur fólks til að ferðast frjálst um eigið land. Náttúrupassinn yrði afar dýr og erfiður í framkvæmd og drjúgur hluti af innkomu færi í eftirlit og innheimtukostnað. Hann myndi trú- lega stórauka álag á lögreglu og landvörðum. Auk þess myndi hann letja íslenskan almenning til að ferðast um landið. Í staðinn leggur Samút til komu- eða brottfarargjöld sem sé einföld aðgerð í framkvæmd samhliða stefnumörkun í samvinnu við hagsmunaðila. Að ályktuninni standa Ferða- klúbburinn 4x4, Skotvís, Bandalag íslenskra skáta, Landssamtök hjól- reiðamanna, Jöklarannsóknafélag Íslands, Útivist, Landssamband stangveiðifélaga, Íslenski alpa- klúbburinn, Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd, Landssamband ís- lenskra vélsleðamanna, Lands- samband hestamannafélaga, Félag húsbílaeigenda og Kayakklúbbur- inn. Morgunblaðið/Kristinn Strokkur Rætt hefur verið um að- gangspassa að náttúruperlum. Vegið að rétti fólks til frjálsra ferða

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.