Morgunblaðið - 28.01.2014, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 28.01.2014, Qupperneq 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2014 ✝ Ólafía Sigurð-ardóttir fædd- ist í Reykjavík 13. janúar 1922. Hún lést á dvalar- og hjúkrunarheimil- inu Grund 11. jan- úar 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin Halldóra Jóns- dóttir, húsmóðir frá Fljótstungu í Hvítársíðu í Mýrasýslu, f. 9.8. 1884, d. 17.12. 1947, og Sig- urður Ólafsson rakarameistari frá Stóru-Fellsöxl í Skil- mannahreppi í Borgarfjarð- arsýslu, f. 3.5. 1885, d. 18.4. 1969. Systkini Ólafíu eru Jón, f. 1913, látinn, Ásgerður, f. 1914, látin, Guðrún, f. 1916, látin, Páll, f. 1918, látinn, Þorsteinn, f. 1920, látinn, Ásgeir, f. 1923, látinn og Sigríður, f. 1927, lát- in. Ólafía giftist 3.9. 1949 Berg- þóri E. Þorvaldssyni heildsala, f. í Reykjavík 24.8. 1914, d. 3.3. 1976. Foreldrar hans voru hjón- 3) Nanna, f. 22.3. 1958, maki Ólafur Kjartansson, f. 30.5. 1959. Börn þeirra eru: a) Kjart- an, f. 1984, maki Alicia-Rae Light Ólafsson, f. 1987. b) Berg- lind, f. 1988, unnusti Björgólfur G. Guðbjörnsson, f. 1985. Sonur Björgólfs er Alexander Máni, f. 2006. c) Jóhanna Lóa, f. 1999. Ólafía fæddist á heimili for- eldra sinna að Hverfisgötu 56. Þegar hún var 6 ára fluttist fjölskyldan að Brú við Skerja- fjörð. Árið 1937 þegar Ólafía var 15 ára fluttu þau að Lind- argötu 42. Hún gekk í Miðbæj- arskólann og Kvennaskólann í Reykjavík. Að námi loknu að- stoðaði hún við heimilishald á stóru og gestkvæmu heimili foreldra sinna. Á rakarastofu föður hennar, sem var á tíma- bili stærsta rakarastofa lands- ins, aðstoðaði hún föður sinn við þvott. Á þessum tíma kynnt- ist Ólafía Bergþóri og hófu þau búskap í húsi móður hans að Grettisgötu 4. Árið 1959 flutti fjölskyldan í Sólheima 22 þar sem Ólafía var alla tíð heima- vinnandi húsmóðir. Hún bjó í Sólheimum allt til ársins 2012 þegar hún flutti á dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund. Útför Ólafíu fór fram í kyrr- þey að hennar ósk 17. janúar 2014. in Jakobína G. Guðmundsdóttir, f. 5.3. 1874, d. 16.5. 1967 og Þorvaldur Eyjólfsson, skip- stjóri í Reykjavík, f. 5.4. 1876, d. 25.9. 1932. Börn Ólafíu og Bergþórs eru: 1) Halldóra, f. 10.2. 1948, d. 30.11. 2013, maki Andrés Andrésson, f. 15.2. 1951. Börn þeirra eru: a) Andr- és, f. 1974. b) Íris, f. 1979, unn- usta Anna Rut Guðmundsdóttir, f. 1976, þeirra dóttir er Katrín Lóa, f. 2012. Fyrir á Anna Guð- rúnu Perlu, f. 2001, Snædísi Blæ, f. 2004 og Róbert, f. 2008. c) Bergþór, f. 1980, unnusta Erla Björk Tryggvadóttir, f. 1983. Sonur þeirra er Alex Bjarki, f. 2012. d) Fyrir á Andr- és Jón Þór, f. 1969, maki Erla Erlendsdóttir, f. 1974, þeirra börn eru Nikulás Dagur, f. 2009, og Þórdís Lilja, f. 2011. Fyrir á Erla soninn Erlend, f. 1998. 2) Eyjólfur, f. 28.1. 1950. „Þið verðið að kynnast honum fyrir föstudag.“ Það lá mikið á því við Dóra höfðum ákveðið að trúlofa okkur eftir aðeins fjög- urra vikna samband og ég hafði ekki hitt foreldra hennar. Ekki var laust við kvíða hjá unga stráknum sem með svo snöggum og óvæntum hætti var að ryðjast inn í líf fjölskyldunnar. Á móti mér tóku glæsileg hjón sem heilsuðu af þeirri alúð og hlýju sem var svo einkennandi í fari þeirra og umgengni við aðra. Mér leið strax vel í návist Berg- þórs og hans einstaklega glæsi- legu konu, Ólafíu Sigurðardótt- ur, Lóu. Þetta var fyrir rúmu fjörutíu og einu ári og heimsókn- irnar í Sólheima 22 áttu eftir að verða margar. Heimili þeirra Lóu og Bergþórs var fallegt og hlýlegt og bar fagurt vitni um menningu, góðan smekk, natni og hlýju þessara góðu hjóna. Það var mikið áfall og sorg þegar Bergþór féll frá langt fyrir aldur fram árið 1976. Lóa varð ekkja aðeins 54 ára gömul. Lóa, elskuleg tengdamóðir mín, bar harm sinn í hljóði og tókst á við lífið af ró, reisn og æðruleysi. Börnin og fjölskyldur þeirra urðu kjölfestan í lífi hennar. Barnabörnum fjölgaði og öll sóttu þau til ömmu sinnar og nutu samvista við hana. Andrés, elsta barn okkar Dóru og eina barnabarnið sem fæddist meðan Bergþór var á lífi, dvaldi oft hjá og gisti hjá ömmu sinni og sótti þangað í fróðleik, visku og fé- lagsskap, lærði þar og tileinkaði sér góð gildi ömmu sinnar. Með þeim varð mikil og góð vinátta sem hélst alla ævi. Það voru ófá- ar ferðirnar sem þau fóru austur í landið hennar Lóu á Selfossi eða í búðarráp og eitt sinn fóru þau til Kaupmannahafnar. Samband Lóu við börnin sín var náið og kærleiksríkt. Um- hyggja barna Lóu, þeirra Dóru, Eyjólfs og Nönnu, fyrir móður sinni var alla tíð mikil og einstök. Hin síðari ár þegar heilsu Lóu fór hrakandi var aðdáunarvert að fylgjast með hversu vel þau hugsuðu um móður sína. Lóa var afar glæsileg kona og ávallt smekkleg og vel til fara. Hún var með þykkt og mikið hár sem henni var mjög umhugað um að liti alltaf vel út. Dóra mín sá ávallt um hárið á henni. „Ég ætla að skreppa og setja í hárið á mömmu. Kemurðu ekki bara með?“ Auðvitað gerði ég það, alltaf svo gott að koma til Lóu. Hún kom líka oft til okkar sömu erindagjörða. Það varð Lóu mikið reiðarslag þegar Dóra, dóttir hennar dó óvænt í lok nóvember sl. og ekki að vita nema að það hafi orðið til þess að Lóu þætti að hennar tími væri kominn. Hún kvaddi þenn- an heim að morgni 11. janúar umvafin ást, hlýju og umhyggju sonar, dóttur og barnabarns, Andrésar. Lóa bar ekki tilfinningar sínar á torg. Aldrei heyrði ég hana tala illa um neinn eða hallmæla nein- um. Alltaf boðin og búin að hjálpa og aðstoða. Ég á ekkert nema góðar minningar um kæra tengdamóður mína. Orðin sem upp koma upp þegar ég hugsa til hennar eru hógværð, lítillæti, reisn, æðruleysi, tryggð, stolt en umfram allt umhyggja og kær- leikur. Dóra mín og aðrir þér kærir sem á undan eru gengnir taka vel á móti þér og það verða fagn- aðarfundir. Far í friði, Lóa mín, og takk fyrir allt. Andrés. Skammt er stórra högga á milli hjá fjölskyldunni. Við höf- um kvatt tengdamóður mína Lóu í hinsta sinn, rétt einum og hálf- um mánuði eftir fráfall Dóru dóttur hennar. Áfallið við dótt- urmissinn var Lóu mikið og bar- áttuvilji hennar þvarr. Hún átti þó eftir að hitta dótturson sinn sem kom í heimsókn til Íslands frá Kanada um jólin. Óbifandi dugnaður og lífsþrá einkenndi líf Lóu og kom henni í gegnum ótal veikindi og áföll á liðnum árum. Andlát Bergþórs reyndist henni þungbært og síð- ar átti hún eftir að horfa á eftir systkinum sínum, vinkonum og öðrum ástvinum og að lokum eldri dóttur sinni. Ætíð stóð Lóa bein í baki og bar harm sinn í hljóði og sinnti fjölskyldu sinni af alúð og nærgætni. Lóa var ekki kona margra orða og hafði sig ógjarnan í frammi. Hún var sannarlega höf- uð fjölskyldunnar og hafði mikil áhrif á þá sem voru henni næstir. Orð hennar höfðu vægi. Hún hafði mikil áhrif á börnin sín og réttlætis- og sanngirnishugsun var henni í blóð borin. Lóa var glæsileg kona sem hélt reisn sinni allt til æviloka. Hún var mikil húsmóðir og bar fallegt heimilið það með sér. Jafnframt var hún heimsborgari. Hjónin ferðuðust víða meðan Bergþórs naut við, á tímum þeg- ar utanlandsferðir voru ekki svo almennar. Einnig ferðuðust þau hjónin mikið innanlands og land- ið sem hún þekkti vel var henni mjög kært, sérstaklega Borgar- fjörðurinn þaðan sem hún var ættuð. Að heimsækja fjarlæg lönd eykur víðsýni og skilning á lífið sem hún deildi með fjöl- skyldunni, ekki síst barnabörn- um. Kaupmannhöfn var henni sem önnur höfuðborg eins og títt var um fólk á hennar aldri. Þang- að fór hún nokkrum sinnum með okkur og ljóst var að þar naut hún sín vel þegar hún rifjaði upp gamla tíma frá fyrri ferðum sín- um til borgarinnar. Þessar ferðir eru okkur eftirminnilegar og eig- um þaðan góðar minningar. Lóa fylgdist vel með mönnum og málefnum og hafði skoðanir á ýmsum málum. Þannig hafði hún orð á því á árunum fyrir hrun að það hömluleysi sem þá ríkti í þjóðfélaginu gæti ekki gengið til lengdar. Þar lagði hún mat hins nægjusama og hógværa á ástandið. Það er með söknuði en jafn- framt þakklæti fyrir allar góðu stundirnar sem ég kveð elsku- lega tengdamóður mína. Megi englar Guðs vaka yfir þér. Ólafur. Elsku amma okkar, mikið eig- um við eftir að sakna þín sárt. Við eigum eftir að sakna þess hvernig þú fagnaðir okkur alltaf þegar við hittumst og hvernig þú brostir til okkar. Þá fundum við svo vel hversu stolt þú varst af okkur. Það er mikil hjálp að vita að söknuður á sér stað þegar manneskja hefur snert mann með ótakmarkaðri ást, hlýju og umhyggju. Því er rót okkar saknaðar sú ánægja að hafa fengið að þekkja þig, fengið að njóta allra stundanna með þér og vitað af þér þétt við bakið á okk- ur. Við verðum þér að eilífu þakk- lát fyrir allt það sem þú hefur gert fyrir okkur og fyrir það að hafa fengið þann heiður að geta kallað þig ömmu. En nú ert þú komin á betri stað þar sem þú færð eftir langa bið að hitta hann afa aftur og þína fallegu og góðu dóttur sem þú saknaðir svo sárt. Á meðan mun minning þín lifa áfram í hjörtum okkar allra, vit- andi það að hún mun aldrei hverfa frá okkur. Elsku amma, megi Guð varð- veita þig Kjartan og Alicia, Berglind og Björgólfur, Jóhanna Lóa. Það er aðfangadagskvöld og við erum á leiðinni til ömmu í Sól. Ég labba inn um dyrnar og jólin taka á móti mér. Jólatréð á sínum stað í allri sinni litadýrð, búið að leggja á borð og amma stendur inni í eldhúsi yfir elda- vélinni að búa til nammikartöfl- ur. Ég heyri klukkur Langholts- kirkju hringja inn jólin, já þau eru svo sannarlega komin. Það voru engin jól nema að þau væru hjá ömmu og öll fjöl- skyldan saman; amma, mamma, pabbi, við systkinin, Olli, Nanna, Óli og frændsystkini mín. Í fjölda ára hélst þessi hefð eða allt þar til amma treysti sér ekki lengur að vera með fjölskylduna í mat á aðfangadag. Ég minnist þess að hafa hugsað að það myndu hrein- lega ekki koma jól aftur ef við yrðum ekki hjá ömmu. Þau gerðu það nú sem betur fer en ég varðveiti ávallt yndislegu jólin sem amma gaf okkur öllum sam- an. Nú þegar í annað sinn á stuttum tíma hefur verið höggvið stórt skarð í fjölskylduna okkar eru þessar minningar sem gull í hjarta mínu. Amma mín var einstök kona, tignarleg og hógvær. Það var alltaf svo gott að koma til hennar í Sólheimana og auðvelt að finna sér eitthvað til dundurs meðan mamma m.a. setti í ömmu rúllur upp á gamla mátann. Gamlir happdrættismiðar í tugatali í skrifborðinu voru fullkominn gjaldmiðill í skrifstofuleik inni í bókaherbergi. Þar fóru mörg viðskiptin fram. Þegar árin liðu breyttust heimsóknirnar. Ég var ekki lengur lítil stelpa í leik held- ur kom ég til ömmu til að spjalla og ekki var verra ef hún átti heitt kakó og ristað brauð með kæfu. Amma naut þess líka að segja frá en ekki síður var hún góður hlustandi, dugleg að fylgjast með og spyrja frétta. Tæplega 92 ár er löng ævi og þótt hugur ömmu væri skýr fram til hinstu stundar veit ég að hún er hvíldinni fegin. Harmur henn- ar var mikill þegar mamma lést langt fyrir aldur fram og átti amma erfitt með að skilja að dóttir sín væri tekin á undan sér. Ég trúi því, elsku amma, að nú séuð þið sameinaðar á ný. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Vertu sæl, amma mín, og hafðu þökk fyrir allt og allt. Minning þín mun lifa í hjarta mínu. Þín, Íris. Elsku amma mín, elsku vin- kona. Ég er fullur þakklætis fyrir vináttu þína, styrk og kærleika. Þú veittir mér innblástur og þú varst mitt skjól. Stundirnar með þér veittu mér gleði og frið. Sam- töl okkar voru mér andleg nær- ing. Það var yndislegt að ná að kalla fram bros hjá þér og hlátur nánast fram á síðasta dag. Við skildum hvort annað svo vel, við náðum svo vel saman. Hugurinn var skýr og skarpur en líkaminn þrotinn að kröftum. Þvert á allar spár hafði seigla ömmu minnar fleytt henni fram að aldri sem fæstir ná. Hún lifði eiginmann sinn, systkini, og mágfólk, allar vinkonur og margt frændfólk. Æðruleysið var styrkur ömmu minnar. En eitt áfall hjó stærra skarð í hennar vitund og veruleika en önnur, óvænt lát móður minnar í lok nóvember á síðasta ári. Dóttur- missirinn var henni þungbær og sorgin djúp. Amma mín var alla tíð hógvær og háttvís. Hún hreykti sér aldr- ei. Lofræðu um mannkosti sína, hefði hún aldrei viljað, ég virði það þótt löngunin sé sterk. Það er af svo mörgu að taka, svo margt að segja um þessa ein- stöku konu og áhrifavald í lífi þeirra sem henni kynntust. Hún skildi eftir sig spor eru látlaus eftirmæli í hennar anda. Þér fannst þetta orðið gott, elsku amma, kominn tími til þess að kveðja. Svefninn sótti á þig. Í jarðnesku lífi gekkst þú til náða, í himneskri sæng vaknaðir þú. Einmana ömmustrákur býður þér góða nótt en jafnframt nýjan dag. Vinur þinn fer með litla bæn og jafnvel lítið ljóð, heyrir rödd þína taka undir. Sonur biður þig fyrir kveðju til móður sinnar í ást og söknuði. Andrés. Þegar árin líða þá eigum við það öll sameiginlegt að líta yfir farinn veg og fletta í gegnum blaðsíður minninganna. Eflaust er það sem skiptir mestu máli í lífinu þær góðu samverustundir sem við höfum átt með vinum, fjölskyldu og samferðafólki okk- ar í gegnum lífið. Í dag þegar við kveðjum Ólaf- íu Sigurðardóttir, eða Lóu eins og hún var alltaf kölluð, verður mér oft sem áður hugsað til baka um hafsjó minninganna. Ég var tíður gestur á fallega heimilinu þeirra góðu hjóna Lóu og Berg- þórs, foreldra Nönnu æskuvin- konu minnar og eldri systkina hennar, Dóru og Olla. Varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi í gegn- um barnæsku og unglingsár að njóta hlýju og kærleiks sem þau sýndu mér öll, dyrnar stóðu allt- af opnar. Ég minnist margra notalegra stunda. Þau voru fróð- leiksfús og fylgdust af áhuga með öllu sem var að gerast í þjóðfélaginu, stjórnmál rædd og mikill áhugi fyrir landafræði o.fl. Bergþór var hress og gaman- samur, stundaði m.a. sund og skíði. Lóa var grönn og glæsileg, með yfirbragð hefðarkonu, ein- læg, yfirveguð og hlý. Lóa var mikil húsmóðir, eldaði góðan mat og var mér oft boðið að borða með þeim. Ekki gleymi ég smá- kökunum hennar sem hún bakaði fyrir jólin. Sumarið 1975 dvöld- um við vinkonurnar í sumarskóla á Suður-Englandi. Eftir dvöl okkar þar var ákveðið að Nanna hitti foreldra sína í London og var mér til mikillar gleði boðið að vera með þeim. Við áttum góða daga í London, fórum út að borða og í leikhús. Á röltinu um Oxford Street sá Bergþór að ég var auralítil. Það gat hann ekki horft uppá og mér til mikillar undrunar rétti hann mér nokkur pund svo að ég gæti keypt mér gallabuxur og peysu. Þetta litla atvik lýsti hans innra manni vel, en Bergþór lést ári síðar, langt um aldur fram. Árin þutu áfram og ég hitti Lóu sjaldnar. Mér er það minnisstætt að fyrir all- mörgum árum síðan fórum við Lóa tvær samferða austur í sum- arbústað til Nönnu, Óla og barna þeirra. Það var yndislegt að rabba saman á leiðinni enda hafði Lóa svo notalega nærveru, með jákvætt viðhorf til lífsins og sýndi öðrum alltaf áhuga. Lóa var einstök persóna og alveg yndisleg manneskja. Stillingin, vinsemdin og hógværðin alltaf sú sama, allt þar til yfir lauk, studd af þéttu handtaki fjölskyldu sinnar, þar til fortjald lífsins skildi leiðir. Minningar um vönduð hjón, Lóu og Bergþór, geymi ég í hjarta mínu. Þau reyndust mér alltaf vel og fyrir það er ég þeim mjög þakklát. Það geislar af minningum þeirra. Elsku Nanna og fjölskyldan öll, ég samhryggist ykkur inni- lega. Ingibjörg Þóra Arnarsdóttir. Ólafía Sigurðardóttir Á fyrri hluta 7. áratugar síðustu aldar vann ég við launagreiðslur hjá Kaupfélagi Árnesinga. Það var fjölbreytt flóra mannlífs sem ég kynntist meðal þess fjölda starfsmanna sem þá unnu hjá KÁ. Einn þeirra, er þá vöktu sérstaka athygli mína, var ungur trésmiður, skaft- fellskur að ætt, Einar Bárðar- son að nafni. Hann annaðist spónlagnir. Kurteis maður og hæglátur, einstakt prúðmenni. Nokkuð fljótlega komst ég að Einar Bárðarson ✝ Einar Bárðar-son fæddist í Hraunbæ í Álfta- veri 22. desember 1926. Hann lést 4. janúar 2014. Útför Einars fór fram frá Prest- bakkakirkju 18. janúar 2014. raun um að Einar var kvæntur gam- alli skólasystur okkar hjóna frá Laugarvatnsárum okkar, Rannveigu Eiríksdóttur sem einnig var skaft- fellsk. Nokkur kunningsskapur tókst með okkur, en hann átti eftir að vaxa þegar svo kom að ástir tókust með syni þeirra og dóttur okkar og þau rugluðu saman reytum sínum. Nokkur vík varð á milli vina þegar þau Einar og Rannsí fluttu búferlum til átthaga sinna og settust að á Kirkju- bæjarklaustri, sem varð þeirra vettvangur allan síðari hluta ævi þeirra. Þau höfðu svo sem átt aðsetur á Kirkjubæjar- klaustri fyrr því fyrir neðan hinn fagra Systrafoss á Klaustri stendur lítið hús, Rafstöðin, fá- einir fermetrar, sem var þeirra „ástarhreiður“ fyrsta sumarið eftir að þau giftu sig og stofn- uðu þar sitt fyrsta heimili áður en þau fluttu að Selfossi. Einar gerðist athafnasamur mjög þar eystra og sér þess víða stað svo hagvirkur sem hann var. Það var jafnan ánægjulegt að hitta þau hjón þegar leiðir lágu um Klaustur. Það var ánægju- legt að fræðast um æsku þeirra og uppvöxt þar eystra. Einar var músíkalskur vel, spilaði á harmonikku á böllum í „gamla daga“ og síðar í Lúðrasveit Sel- foss. Eftir að austur var komið söng Einar í kirkjukór Prest- bakkakirkju um árabil. Bæði voru þau hjón afar vel verki farin og listfeng með af- brigðum. Eftir lát Rannveigar, árið 2008, bjó Einar áfram í hinu fal- lega húsi sem þau höfðu byggt sér og í bílskúrnum sínum smíð- aði hann m.a. mikið listaverk, sem er líkan gömlu kirkjunnar á Klaustri þar sem sr. Jón Steingrímsson flutti sína frægu Eldmessu á árum móðuharðind- anna miklu. Við hjónin komum við hjá Einari þegar hann var langt kominn með smíði líkansins. Það var ekki hægt annað en undrast þá snilli sem smiðurinn, kominn á efri ár, bjó yfir. Inn- réttingin, prédikunarstóllinn, gráturnar, það var sama hvar borið var niður, allt með sama snilldarhandbragðinu. Líkan kirkjunnar er nú varðveitt í kapellunni á Kirkjubæjar- klaustri. Hún var ánægjuleg síðasta heimsókn okkar til Einars. Hann stóð úti á pallinum fyrir framan húsið sitt þegar við ók- um í hlað. Grannvaxinn, tein- réttur, íklæddur bláum smekk- buxum sem væri hann að fara í vinnuna með tommustokk og blýant í brjóstvasa. Það var líka farið að styttast í lokaferðina. Þannig lögðu börnin hans hann líka til í hinstu ferðina. Sigurfinnur Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.