Morgunblaðið - 28.01.2014, Side 40

Morgunblaðið - 28.01.2014, Side 40
40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 28. JANÚAR 2014 Skotbómulyftarar mest seldi skotbómulyftarinn 2012 Vesturvör 32, 200 Kópavogur, Sími 564 1600 islyft@islyft.is - www.islyft.is Lyftigeta 2.5 til 12 tonn Fáanlegir með • Vinnukörfum • Skekkingju á bómu • Bómu með lengd allt að 18 metrum • Roto útfærsla með bómu allt að 25 metrum Kvikmyndin Gravity í leikstjórn Alfonsos Cuaron varð um helgina hlutskörpust í vali Samtaka amerískra kvikmyndaleikstjóra (e. The Directors Guild of Amer- ica) á bestu myndum ársins. Verðlaunin þykja hafa mikið for- spárgildi fyrir Óskarinn, því í 66 ára sögu DGA-verðlaunanna hef- ur það aðeins sjö sinnum gerst að sá leikstjóri sem að mati DGA var bestur hlaut ekki Óskars- verðlaunin líka. Steven Soder- bergh hlaut tvenn verðlaun, ann- ars vegar var hann heiðraður fyrir vinnu sína í þágu samtak- anna með Robert B. Aldrich- verðlaununum og hins vegar fyr- ir Behind the Candelabra, í flokki leikinna sjónvarpskvikmynda og stuttra sjónvarpsþáttaraða, sem fjallar um líf hins litríka píanó- leikara Liberace með Michael Douglas í aðalhlutverki. AFP Sigurreifir Alfonso Cuaron var verðlaunaður fyrir Gravity. Í fyrra var Ben Affleck verð- launaður fyrir Argo, en átti ekki séns í Óskarinn þar sem hann var ekki tilnefndur. Gravity besta myndin að mati Samtaka kvikmyndaleikstjóra Franska rafsveitin Daft Punk var sigursælust á Grammy-tónlistar- verðlaununum sem afhent voru að- faranótt mánudags í 56. skiptið. Sveitin, sem skipuð er Thomas Ban- galter og Guy-Manuel de Homem- Christo, hlaut fimm verðlaun, þar á meðal fyrir plötu ársins, Random Access Memories, sem og fyrir smáskífu ársins, Get Lucky. Þar sem félagarnir koma aldrei fram án hjálma sem gerir þeim erfitt fyrir að tjá sig eftirlétu þeir Pharrell, samstarfsfélaga sínum, að flytja þakkarorð. Macklemore & Ryan Lewis voru valdir nýliðar ársins og hlutu þrenn verðlaun til viðbótar fyrir bestu rappplötuna, rapplagið og rapp- flutninginn. Besta rokklagið var val- ið „Cut Me Some Slack“ eftir Dave Grohl, Krist Novaselic, Pat Smear og Paul McCartney. Sá síðastnefndi vann einnig til verðlauna fyrir tón- leikamyndina Live Kisses ásamt þeim Jonas Akerlund, Violaine Eti- enne, Aron Levin og Scott Rodger. Hin sautján ára gamla nýsjá- lenska söngkona og lagasmiður Ella Maria Lani Yelich-O’Connor, betur þekkt sem Lorde, fékk tvenn verð- laun. Lorde var annars vegar verð- launuð fyrir lag ársins sem nefnist „Royals“ og hins vegar valin besti sólóflytjandi ársins fyrir flutning sinn á fyrrnefndu lagi. Justin Tim- berlake hlaut þrenn verðlaun, þar á meðal ásamt Jay Z fyrir besta rapp-popp-bræðing ársins fyrir lag- ið „Holy Grail“. Sinfóníuhljóm- sveitin í Minnesota fékk Grammy- verðlaun fyrir flutning sinn á sin- fóníum númer 1 og 4 eftir Jean Sibelius undir stjórn Osmo Vänskä. silja@mbl.is Daft Punk sigursælust  Grammy-verðlaunin afhent í 56. sinn AFP Saman á ný Bítlarnir Paul McCartney og Ringo Starr hlutu viðurkenningu fyrir ævistarfið á Grammy-verðlaunaafhendingunni. Þar fluttu þeir lagið „Queenie Eye“ eftir þann fyrrnefnda og var það í fyrsta sinn í rúm þrjú ár sem þeir komu fram opinberlega saman . Að flutningi lagsins loknum tókust þeir í hendur, hneigðu sig og föðmuðust innilega. McCart- ney hlaut sín 16. Grammy-verðlaun fyrir tónleikamyndina Live Kisses og besta rokklagið, „Cut Me Some Slack“. AFP Á haus Tony Iommi, Ozzy Osbourne og Geezer Butler úr Black Sabbath fengu verðlaun fyrir besta flutning þungmálmabands vegna „God Is Dead“. AFP Táningur Lorde var valin besti sóló- flytjandi ársins vegna „Royals“. EPA Reynslubolti Cyndi Lauper vann fyrir bestu leikhústónlistina. AFP Orðlausir Félagarnir í frönsku rafsveitinni Daft Punk voru sigursælir á Grammy-tónlistarverðlaununum sem afhent voru í 56. sinn um helgina.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.