Morgunblaðið - 03.02.2014, Side 8

Morgunblaðið - 03.02.2014, Side 8
Gagnaflutningar í samhengi við notkun Heimild: Vodafone Áætlaðar tölur út frá meðalnotkun. Sýnt er hvað gagnamagn myndi duga lengi ef ekki væru sótt nein önnur gögn á nettengingunni 1 GB 10 GB 50 GB 100 GB 150 GB Myndbönd Youtube 109 mín. 18 klst. 91 klst. 182 klst. 273 klst. Youtube í HD 61mín. 10 klst. 50 klst. 101 klst. 151 klst. Sjónvarpsstreymi Netflix í HD 23mín 4 klst. 20 klst. 39 klst. 59 klst. Tónlist Spotify streymt 15 klst. 150 klst. 728 klst. 1.456 klst. 2.184 klst. Spotify í bestu gæðum 7,5 klst. 75 klst. 364 klst. 728 klst. 1.092 klst. Tónlist.is streymt 390 3.900 19.500 39.000 58.500 lög lög lög lög lög Nánast ómögulegt er fyrir notendur Internet-þjónustu að vita fyrirfram hvort gögn eruu sótt frá netþjónum hérlendis eða erlendis. Ekki er skil- greint í fjarskiptalögum hvað teljist vera erlent niðurhal. Þetta segir Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar. Viðskiptavinir Vodafone urðu þess varir seint á síðasta ári að gagnamagnsnotkun þeirra jóks skyndilega en þá hafði fyrirtækið byrjað að rukka sem erlent niðurhal efni sem fer í gegnum svonefnt skyndiminni Google hér á landi. Bæði Síminn og Tal líta á það sem innlent niðurhal. Hrafnkell segir að kvörtun hafi borist stofnuninni um að Vodafone hafi breytt nálgun sinni án þess að tilkynna það fyrirfram. Samkvæmt lögum þarf að tilkynna breytingar á viðskiptaskilmálum eða verði 30 dögum áður. Skoðað verður hvort Vodafone hafi farið eftir fjar- skiptalögum. Almennt talað er nærri því ógjörningur fyrir viðskiptavini að vita hvenær þeir nota erlent nið- urhal og hvenær ekki. Hrafnkell segir að sumar síður á .is-höfuðlén- inu séu vistaðar erlendis og sumar erlendar síður séu vistaðar hér. Skilgreini þjónustuna „Við höfum sagt við fjarskiptafyr- irtækin að þegar þau selji sína þjón- ustu þurfi þau að skilgreina hvernig þau túlki erlent niðurhal og birti í notendaskilmálum sínum svo við- skiptavinir þeirra viti hvernig þeir nálgist þetta flókna mál,“ segir Hrafnkell. Aðalatriðið sé að skilmálar fyr- irtækjanna séu skýrir og að þau bjóði upp á mælingar á erlendu nið- urhali eins og fjarskiptalög geri ráð fyrir. Ekki sé nein ein „rétt“ leið til að skilgreina það. Hvort sem fyr- irtækin líti svo á að íslensk netföng séu innlent niðurhal og erlend séu erlent niðurhal eða þau líti á tækni- legu ráðstafanirnar að baki verði alltaf ákveðið ógagnsæi vegna eðli tækninnar. Komið hefur fram að erlent nið- urhal hefur stóraukist á und- anförnum árum. Í töflunni hér fyrir ofan má sjá hversu miklu munar í gagnanotkun eftir því í hvernig gæð- um horft er á myndskeið eða hlustað á tónlist í gegnum netið. kjartan@mbl.is Tilkynntu ekki breytingu á skráningu  Póst- og fjarskiptastofnun skoðar hvort Vodafone hafi farið að lögum 8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2014 Flest mál eru þannig vaxin aðfæra má fjölmörg og gild rök bæði fyrir þeim og gegn. Þeir sem hafa hugleitt efnið, m.a. með því að hlusta á rök og gagnrök taka svo af- stöðu.    Ekki endilegameð því að hafna alfarið rök- unum sem mæltu með annarri nið- urstöðu en þeirra. Afstaðan getur mót- ast vegna þess að fleiri rök mæltu með þeirri niðurstöðu en annarri. Jafnvel færri rök geta hafa vegið þyngra að mati viðkomandi. Stund- um geta ein rök skákað miklum fjölda annarra. Þýðingarmest er að málefnaleg rök séu færð fram en ekki þokukennd. Þetta á til dæmis ágætilega við deilumál eins og það, hvort Íslandi sé betur borgið utan við ESB en innan þess.    Þess vegna er dapurlegt hve van-metakenndin virðist iðulega talin ein og sér mikilvæg „röksemd“ þegar ESB-sinnar tala fyrir sínum málstað. Eins og þegar sagt er að fá- ar þjóðir eða engar jafnfámennar og Íslendingar búi við þjóðargjaldmiðil. Það eru mjög fáar þjóðir af þeirri stærð sem búa yfir jafnríkum metn- aði og Íslendingar. Þess vegna völdu þeir nær allir sjálfstæði þegar það stóð til boða. Lúxemborg notaði belgíska mynt áður en hún féll undir evruna og stofnaði þá fjölmennan, óþarfan seðlabanka að kröfu ESB! Í því landi var enginn háskóli. Á Ís- landi eru þeir margir, sumir segja of margir. Á tilvísun til myntarinnar að leiða til þess að Ísland loki sínum há- skólum af því að aðrar jafnfámennar þjóðir reka ekki slíka. Vill Eiríkur Bergmann þá byrja á Bifröst?    Hvernig gat Ísland með „ónýtamynt“ tryggt meiri vöxt kaup- máttar fyrir sitt fólk á árunum frá 1991-2006 en risamyntþjóðir? Og hvers vegna kemst landið fyrr út úr kreppu en þær? Eiríkur Bergmann Vanmetakindur STAKSTEINAR Veður víða um heim 2.2., kl. 18.00 Reykjavík 3 skýjað Bolungarvík 0 snjókoma Akureyri 0 snjókoma Nuuk -6 skýjað Þórshöfn 6 skýjað Ósló 1 slydda Kaupmannahöfn 2 heiðskírt Stokkhólmur 2 þoka Helsinki -2 snjókoma Lúxemborg 3 léttskýjað Brussel 7 skýjað Dublin 8 léttskýjað Glasgow 6 léttskýjað London 10 léttskýjað París 7 léttskýjað Amsterdam 7 skýjað Hamborg 5 heiðskírt Berlín 2 skúrir Vín 0 frostrigning Moskva -8 heiðskírt Algarve 12 léttskýjað Madríd 8 heiðskírt Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 12 léttskýjað Róm 10 skúrir Aþena 10 alskýjað Winnipeg -17 alskýjað Montreal -2 alskýjað New York 7 heiðskírt Chicago -8 skýjað Orlando 25 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 3. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 10:02 17:22 ÍSAFJÖRÐUR 10:22 17:12 SIGLUFJÖRÐUR 10:06 16:54 DJÚPIVOGUR 9:35 16:48 Meirapróf Næsta námskeið hefst 5. febrúar 2014 Upplýsingar og innritun í síma 567 0300, 894 2737 Landhelg- isgæslunni barst nýverið tilkynning um rannsóknadufl sem hafði bor- ist á land á Norðaust- urlandi og var farinn leið- angur fyrir helgina þar sem sprengjusérfræðingar áætl- uðu meðal annars að kanna dufl- ið nánar. Fundu þeir þá óvænt breskt tundurdufl á Melrakkasléttu og var ákveðið í samráði við lög- regluna á Þórshöfn að eyða dufl- inu. Á vefsvæði Landhelgisgæsl- unnar segir að í tundurduflinu hafi verið 100-150 kílóa hleðsla og að slík dufl geti verið stór- hættuleg þrátt fyrir að hafa leg- ið óhreyfð í áratugi. Fundu óvænt breskt tundurdufl á Sléttu Dufl á Sléttu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.