Morgunblaðið - 03.02.2014, Page 11

Morgunblaðið - 03.02.2014, Page 11
þeirra er að hanga utan á atburða- rásinni og karlarnir keppa um þær, þær hafa sjaldnast sérstakan per- sónuleika eða skoðanir.“ Klisjan um konur sem tala illa um hver aðra og um útlit Helga segir að allskonar klisjur um konur birtist í íslenskum kvik- myndum. „Til dæmis kvenpersónur sem fara að tala illa hver um aðra, um föt, útlit eða kynlíf, þegar þær loks hætta að tala um karlana. Í ný- legum myndum kemur þetta mjög sterkt fram, til dæmis í Svartur á leik, þar sem innkoma einu stelp- unnar lofar góðu í upphafi en hún verður fljótt að viðfangi og fjarar út í bakgrunninum.“ Aftur á móti segir Helga að í kvikmyndinni Karlakórn- um Heklu, sem leikstýrt er af konu, Guðnýju Halldórsdóttur, birtist ým- islegt úr reynsluheimi kvenna. „Þar koma fyrir mörg lítil atriði þar sem karlar gera lítið úr konum í kringum sig, til dæmis þegar persóna Egils Ólafssonar talar rosalega hátt yfir skemmtiatriði þar sem Diddú leikur sveitastelpu sem er að syngja á sviði, ótrúlega dónaleg hegðun sem marg- ar konur kannast við að hafa orðið fyrir, svona rétt eins og þegar karlar útiloka konur úr samræðum, en það kemur líka fyrir í þessari mynd.“ Eigum nóg af flinkum konum Helga segir að það þurfi með- vitund þeirra sem búa til kvikmynd- ir eða sjónvarpsefni til að rétta hlut kvenna á því sviði, það gerist ekki af sjálfu sér. „Þegar konur gagnrýna þetta opinberlega þá er viðkvæðið iðulega að viðkomandi sé leiðinleg eða að verið sé að væna fólk um kvenhatur. En við erum aðeins að benda á að þetta er kerfislægt vandamál sem er viðhaldið ef við tökum ekki meðvitaða ákvörðun um að breyta. Það sem mér fannst mest sláandi í þessari rannsókn er hversu lítið er um íslenska kvenleikstjóra í kvikmyndagerð, hversu langt er á milli mynda eftir konur og hversu fá- ar myndir eru framleiddar eftir kon- ur. Kvikmyndagerð virðist vera karlafag, bæði hér heima og erlendis og við þurfum að spyrja okkur hvers vegna konur eigi svo takmarkaðan aðgang að þessu fagi, því við vitum að það er fullt af flinkum konum sem hafa bæði reynslu og menntun í kvikmyndagerð.“ Með allt á hreinu Í þeirri kvikmynd eru konurnar töff og miklu svalari en karlarnir, Gærurnar brjóta múra. Helga Henni finnst gaman að skoða Strympur í kvikmyndum. Strympa Hennar hlutverk er það eitt að vera kona, hún er aðeins viðfang. Kvikmyndagerð virðist vera karlafag, bæði hér heima og erlendis. Nánar um Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Há- skóla Íslands: www.rikk.hi.is DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2014 Nú í janúarlok var heljarinnar hundasýning í New York vestur í henni Ameríku þar sem blessðar skepnurnar og mannvinirnir hund- arnir, þurftu að stilla sér upp á rauða dreglinum og láta dæma sig. Þetta er vinsælasta hundarækt- unarsýning heimsálfunnar og fjöl- miðlarnir láta sig ekki vanta og smella af skemmtilegum myndum. Í efstu sætunum reyndust vera eftir- farandi hundategundir: Labrador Retriever, German Shepherd Dog, Golden Retriever, Beagle og Bull- dog, sem og French Bulldog. Hundar hafa löngum fylgt mann- skepnunni og margir hafa slíka ofurást á þessum dýrum sínum, að hún er rétt eins og ástin til barna þeirra eða annarra mannvera. Enda eru hundar tryggir vinir og draga oft fram það besta í eigend- um sínum. Svo má lengi deila um hvort hundaræktun sem gengur aðeins út á útlitið, sé til góðs. Eitt er víst, flestir eru fallegir og ljúfir. Ameríka Hundafyrirsætur á rauða dreglinum AFP Krútt Óskaplega sem augnaráð þessa Beaglehunds er sakleysislegt. Eigum frábært úrval af nýlegum lítið eknum bílum á frábæru verði! Tryggðu þér eintak strax í dag! GULLMOLAR 2012-2013 NISSAN MICRA VISIA Nýskr. 06/13, ekinn 20 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.330 þús. Rnr. 141891. NISSAN PATHFINDER SE Nýskr. 05/12, ekinn 34 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 6.990 þús. Rnr. 141447. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 06/13, ekinn 25 þús. km. dísil, beinskiptur. Rnr. 281302. NISSAN NOTE VISIA Nýskr. 05/12, ekinn 25 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.860 þús. Rnr. 141821. RENAULT MEGANE SPORT T Nýskr. 05/13, ekinn 33 þús km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.370 þús. Rnr. 141895. NISSAN JUKE ACENTA Nýskr. 08/12, ekinn 24 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.390 þús. Rnr. 191222. HONDA CIVIC SPORT Nýskr. 07/12, ekinn 27 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 3.090 þús. Rnr. 281172. Frábært verð 4.390 þús. TÖKUMNOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.