Morgunblaðið - 03.02.2014, Síða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2014
Drullusokkakast Flestir þekkja pílukast en gestir í tækni- og hönnunarkeppni grunnskólanema fengu að sjá drullusokkakast hjá Sirkus Ísland fyrir verðlaunaafhendinguna í Háskólabíói.
Kristinn
Það er ein-
staklega gaman
að taka þátt í
Norrænu sam-
starfi, þarna eru
samankomnar
þjóðir sem eru sí-
fellt að reyna að
bæta sig og gera
betur, þrátt fyrir
það forskot sem
þær hafa.
Hjá Norðurlandaráði hefur
verið hrundið af stað verkefni
er varðar sjálfbæra norræna
velferð. Það er gerð krafa um
sjálfbærni á því sviði og það
kallar á endurmat á ríkjandi
áherslum. Þessu verkefni var
hleypt af stað í ágúst 2013 og
snýst um að þróa nýjar lausn-
ir í velferðarmálum, skoða og
gefa innsýn í norrænt sam-
starf í tilraunum nýrra lyfja,
meðferðaúrræða og sérhæfð-
um aðgerðum og rann-
sóknum.
Markmiðið er m.a. að skapa
norrænan umræðuvettvang
og til að skiptast á þekkingu.
Þessi vinna er ekki síður ætl-
uð til að styrkja gæði og jafn-
ræði í menntun og starfi er við
kemur velferð. Þetta verkefni
sýnir hvað Norðurlöndin eru
tilbúin að taka mikla ábyrgð á
sér sjálf og opin fyrir því að
reyna gera ennþá betur í að
styrkja sig sem velferðarlönd.
Besti staður í heimi?
Eftir aðeins nokkurra mán-
aða vinnu í áætluninni liggja
mörg verkefni fyrir og vel hef-
ur verið tekið í um öll Norð-
urlönd, sem sýnir kannski
nauðsyn þess að endurskoða
kerfið til að standa betur að
vígi, koma í veg fyrir stöðnun
og betrumbæta í takt við þá
þróun sem á sér stað innan
velferðargeir-
ans um allan
heim.
Forsætis-
nefnd Norð-
urlandaráðs
leggur mikla
áherslu á verk-
efni sem auka
virkni ein-
staklingsins í
samfélaginu,
bæði á vinnu-
markaðinum
sem og í hinu
daglega lífi. Þau verkefni snúa
m.a. að greiningu á þeim þátt-
um er varða ungt fólk sem
hættir í námi, að auka mennt-
un/kunnáttu á vinnumarkaði
og greina norræna velferð-
armódelið.
Einnig leggur nefndin
áherslu á margvíslegar rann-
sóknir og að halda fólki sem
starfar við umönnunarstörf í
vinnu.
Unnið er að og verður hald-
ið áfram, að búa svo um að
Norðurlöndin verði besti stað-
ur í heimi fyrir börn og ung-
linga og það endurspeglast í
mörgum málaflokkum. Bara í
velferðarnefndinni liggja fyrir
mörg mál er snerta heilbrigði
barna, velferð þeirra og fram-
tíð.
Eftir Jóhönnu
Maríu Sig-
mundsdóttur
» Í Norrænu sam-
starfi eru sam-
ankomnar þjóðir
sem eru í fremstu
röð þegar þjóðir
heims eru bornar
saman. Þær eru
sífellt að bæta sig
og gera betur.
Jóhanna María
Sigmundsdóttir
Höfundur er alþingiskona og
á sæti í Norðurlandaráði.
Sjálfbær
norræn velferð
Í heila öld hafa Bandaríkin
verið kyndilberar frelsis ein-
staklingsins og fremstir vest-
rænna þjóða í baráttu við al-
ræðisöflin og
kommúnismann, sem fót-
umtróðu mannréttindi og
frelsi einstaklinga. Stjórn-
arskrá Bandaríkjanna og
frelsisstyttan í New York er
okkur sem og Bandaríkja-
mönnum tákn um þessa for-
ystu Bandaríkjamanna í að
vernda mannréttindi og frelsi
einstaklingsins. Um allan
hinn vestræna heim horfa
menn til þessarar forystu
Bandaríkjamanna og treysta
á hana í vestrænni samvinnu,
t.d. í Nató.
Nokkrir hnökrar hafa ver-
ið á trausti vestrænna manna
á forystu Bandaríkjamanna í
þessari baráttu. Þeir hafa oft
stutt einræðisöfl víða um
heim og McCarthyisminn
skaðaði þessa ímynd. Heilt
tekið hafa þeir hins vegar
fylgt þessari stefnu og notið
til þess trausts og trúnaðar.
Árásin á turnana tvo og
rétturinn til að njósna
Nú eru blikur á lofti sem
Bandaríkjamenn ættu að
taka alvarlega. Eftir árásina
á turnana tvo virðist margt
hafa breyst í bandarísku
þjóðlífi.
Nýlegar uppljóstranir
Snowdens, sem núnar situr í
skjóli Rússlandsforseta í
Moskvu, hafa sýnt fram á gíf-
urlega söfnun Bandaríkja-
manna á stafrænum upplýs-
ingum. Jafnvel farsími
Merkel, kanslara Þýska-
lands, var hleraður árum
saman. Eftir að þessar upp-
lýsingar komu fram hafa
leyniþjónustur margra landa
upplýst að þær telji sig ekki
mega njósna um eigin borg-
ara án sérstakrar heimildar
en að þær megi njósna að
vild um útlendinga. Nú er
hver ein-
staklingur inn-
lendur í einu
landi og útlend-
ingur í um 190
löndum. Með
þessum skiln-
ingi er harla lítil
persónuvernd
eftir fyrir ein-
staklinginn þeg-
ar tugur leyni-
þjónusta er
búinn að merg-
sjúga allar þær
upplýsingar sem til eru um
hann og hegðun hans á staf-
rænu formi. Símtöl eru til
dæmis ekkert annað en litlar
hljóðskrár, minni en ljós-
mynd, sem unnt er að þýða
og greina með tölvum á ógn-
arhraða og þau má geyma að
vild. Þessi geta til persónu-
njósna stóreykst með hverju
árinu.
Almenningur
Almenningur er ekki mjög
upptekinn af þessari per-
sónuverndarumræðu. Hver
um sig telur sig ekki hafa
neitt að fela. Sumir telja jafn-
vel að enginn endist til að
hlusta á allan kjaftavaðalinn í
símanum. Þeir átta sig ekki á
því að það eru tölvur, sem
vinna sálfræðikort af hverj-
um og einum. Þýða og greina
símtöl. Hvers spyr hann á
Google? Hvaða vini á hann á
Facebook?
Hver eru
áhugamálin?
Hvað segir
hann á Twitter?
Hvar er hann
staddur (farsím-
inn)? Nýleg
dæmi um inn-
brot hjá síma-
fyrirtæki hristu
þó upp í mörg-
um þegar sms-
skilaboð fólks
birtust allt í
einu á netinu. Engin símtöl
fóru þó á flakk en þau ber að
geyma í 6 mánuði. Þau eru
geymd einhvers staðar og
það er eins gott að þar verði
ekki brotist inn.
Frjálst og lýðræðislegt
þjóðfélag?
Mikil og stöðug umræða
hefur farið fram víða um
heim um vernd einstaklinga
og fyrirtækja fyrir njósnum
erlendra aðila, ríkisstjórna
og einkaaðila eftir uppljóstr-
anir Snowdens.
Í byrjun desember sl. birtu
560 rithöfundar áskorun
gegn ofangreindri fjöldavökt-
un á netinu og kröfðust al-
þjóðasáttmála um stafræn
réttindi. Sérhver borgari á að
eiga rétt til að ákveða á
hvern hátt persónulegum
gögnum um hann er safnað,
þau geymd og þau unnin og
af hverjum. Hann á að hafa
rétt til að vita hver safnar
gögnum um hann og til hvers
og hann á að geta eytt gögn-
um varanlega sem safnað var
ólöglega um hann. Rithöf-
undarnir klykkja út með full-
yrðingu um að einstaklingur
undir eftirliti er aldrei frjáls
og að þjóðfélag sem er undir
stöðugu eftirliti er ekki lýð-
ræðislegt.
Þjóðarétt á netinu?
15. janúar hitti ég þrjá
þingmenn á þýska þinginu í
Berlín. Ferðin var farin að
frumkvæði stjórnskipunar-
og eftirlitsnefndar Alþingis
sem vildi fá upplýsingar frá
fyrstu hendi um stöðu mála í
Þýskalandi og hvernig brugð-
ist verði við þessum vanda.
Einn þessara þingmanna,
þingmaður Grænni, hafði hitt
Snowden í Moskvu og vill
veita honum hæli í Þýska-
landi. Hinir tveir eru
frammámenn í flokki Merkel
kanslara og þeir líta þessar
uppljóstranir mjög alvar-
legum augum. Aðspurðir
hvort þýska þingið hygðist
grípa til einhverra aðgerða
sögðu þeir að enn væri ekki
búið að marka stefnu í þeim
málum en að staðan væri
ekki æskileg, hvorki hvað
varðaði njósnir um ein-
staklinga né iðnaðarnjósnir.
Á þýska þinginu hafa farið
fram ýtarlegar umræður um
vernd persónuupplýsinga eft-
ir uppljóstranir Snowdens. Í
umræðu 18. nóvember síðast-
liðinn í Bundestag sagði dr.
Steinmeier, utanrík-
isráðherra Þýskalands, að í
væntanlegum viðræðum við
Bandaríkjamenn yrði að
komast að bindandi sam-
komulagi, sem kæmi í veg
fyrir fjöldaeftirlit með ein-
staklingum og fyrirtækjum.
Það yrði að byggja á þeim
sameiginlegu hugsjónum sem
samstarf vestrænna ríkja
hefur byggst á. Orðrétt sagði
hann: „Við þurfum virkilega
eitthvað – ég hef þegar gefið
það í skyn – eins og þjóð-
arrétt á netinu. Við þurfum
að ná því fram. Til þess er
pólitíkin.“
Það er verkefni vestrænna
þjóða í næstu framtíð að búa
til alþjóðasáttmála um staf-
ræn réttindi einstaklinga í
samræmi við ofangreindar
kröfur rithöfundanna 560.
Annars gæti tæknin og
njósnagleðin leitt okkur inn í
framtíð sem ekki er fýsileg.
Eftir Pétur H. Blöndal
» 15. janúar
hitti ég þrjá
þingmenn á þýska
þinginu að frum-
kvæði stjórnskip-
unar- og eftirlits-
nefndar Alþingis
sem vildi fá upp-
lýsingar frá
fyrstu hendi.
Pétur H. Blöndal
Höfundur er þingmaður.
Mannréttindi og upplýsingahungur