Morgunblaðið - 03.02.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.02.2014, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2014 ✝ Haukur Har-aldsson fæddist í Reykjavík hinn 13. maí 1931. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Mörkinni hinn 28. janúar. Haukur var sonur hjónanna Haraldar Guð- mundssonar, fyrr- verandi alþing- ismanns og ráðherra, f. 1892, d. 1971, og Margrétar Brandsdóttur hús- móður, f. 1905, d. 1976. Auk Hauks voru börn þeirra: Hrafn, f. 1932, d. 1986, Þóra f. 1935, Re- bekka, f. 1939 og Jóhanna, f. 1943. Haukur kvæntist hinn 14. ágúst 1954 Auði Jónsdóttur, húsmóður og skrifstofumanni, f. 12. nóvember 1930, frá Stykk- ishólmi. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Breiðfjörð Níelsson, f. 1903, d. 1935, og Kristín Páls- dóttir, f. 1902, d. 1980. Haukur og Auður eignuðust saman sex börn. Þau eru: 1) drengur, f. 5. ágúst 1952, d. 13. ágúst 1952. 2) Jón Haukur, f. er Ragna Sólveig Guðmunds- dóttir, f. 1970. Haukur ólst upp í Reykjavík og lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1950. Hann og eiginkona hans, Auður, hófu búskap sinn í Með- alholti 12 í Reykjavík. Árið 1972 fluttu þau ásamt börnum í ný- byggt einbýlishús þeirra í Aust- urgerði 4 í Reykjavík. Haukur starfaði alla starfsævi hjá Tryggingastofnun ríkisins, lengst af sem deildarstjóri. Hann kom þar að margvíslegum verkefnum og hafði umsjón með framfaraverkefni er laut að tölvuvæðingu almanna- og líf- eyristrygginga á áttunda ára- tugnum. Hann var dyggur flokksmaður Alþýðuflokksins alla tíð. Aðaláhugamál hans voru silungsveiðar og var hann um margra áratuga skeið með fast veiðileyfi á opnunardegi Þorleifslæks í Ölfusi, 1. apríl ár hvert. Útför Hauks fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 3. febrúar 2014, og hefst athöfn- in kl. 15. 5. ágúst 1952. 3) Brandur Ari, f 14. janúar 1961, kvænt- ur Snæbjörgu S. Magnúsdóttur, f. 1963. Þau skildu. Börn þeirra eru: a) Brandís Tinna, f. 1984. b) Magnús, f. 1988, sambýliskona hans er Line Skinnerup Karls- son, f. 1982, sonur þeirra er Anton Freddie. c) Ar- inbjörn, f. 1992. 4) Margrét, f. 3. júní 1962, gift Hannesi Guð- mundssyni, f. 1962. Börn þeirra eru: a) Hildur Rut, f. 1984. b) Haukur, f. 1984, sambýliskona hans er Stefanía Erla Ósk- arsdóttir, f. 1989. c) Jón Ágúst, f. 1995. 5) Ólafur Þór, f. 10. mars 1964, kvæntur Guðnýju Þor- björgu Ólafsdóttur, f. 1966. Börn þeirra eru: a) Halldór Bjarki, f. 1993. b) Sigursteinn Atli, f. 1995. c) Auðunn Andri, f. 1996. d) Ragnheiður Karen, f. 2004. Dótt- ir Ólafs með Auði Proppé er Katrín Björk, f. 1988. 6) Kristín, f. 24. maí 1966, unnusta hennar Faðir minn Haukur Haralds- son er látinn eftir langa og hetju- lega baráttu við veikindi sín. Hvíldarstundin er komin. Síðustu árin dvaldi hann í góðu atlæti á dvalarheimilinu Mörkinni þó að hann hefði ávallt það markmið að komast heim á ný. Hann var góður faðir og sá til þess að fjölskylduna skorti ekkert á árunum í Austurgerði. Með mik- illi vinnu og eljusemi bjó pabbi okkur fallegt heimili þar sem við uxum úr grasi. Hann lét sig varða hvað við tókum okkur fyrir hend- ur og hjálpaði okkur að taka skyn- samlegar ákvarðanir. Pabbi inn- rætti okkur góða siði og virðingu fyrir samfélaginu. Ég og bróðir minn fórum oft með pabba til veiða í Læknum á fyrsta veiðidegi að vori og oft end- uðum við með túr þar seint að hausti. Við vorum litlir bræðurnir þegar við fórum með honum í fyrstu og máttum hafa okkur alla við að ganga nógu hratt á eftir stórstígum pabba. Hann hjálpaði okkur yfir keldurnar með því að bera okkur yfir þegar þær voru of djúpar. Hann gaf okkur veiði- stangir og kenndi okkur þá list að renna fyrir fisk. Þegar við bræð- urnir fórum að þreytast af göng- unni þá lyfti pabbi af okkur byrð- unum og bætti þeim á sig. Hann sýndi mikla þolinmæði og þraut- seigju ef fiskurinn var ófús að taka. Pabbi veiddi mest silung en uppáhaldið var nýgenginn sjóbirt- ingur. Fögnuðurinn yfir fengnum var einlægur og aflinn var unninn af virðingu. Í hríðarveðrum var leiðin löng og torfarin til baka en pabbi fór þá á undan og við bræð- urnir fetuðum í fótspor hans. Árin liðu og tímarnir breyttust en á meðan pabbi hafði heilsu til þá var veitt. Öllu deildi hann með okkur hvort sem það var viska um veið- ina eða bita af nestinu. Þegar ald- urinn færðist yfir þá dró úr veið- um en á meðan pabbi gat þá hélt hann tryggð við Lækinn. Margt breyttist á liðnum árum við Læk- inn og votlendið tók aftur völdin þannig að allt iðar þar af fuglalífi á sumrin. Í því umhverfi kunni pabbi vel við sig og hann þekkti allar fuglategundirnar. Oft sátum við og töluðum saman á árbakk- anum þegar fiskur tók færið og við tók baráttan að þreyta og landa. Síðustu árin komst hann ekki til veiða þar sem fæturnir leyfðu það ekki. Veiðiáhuginn var þó allt- af til staðar. Hann varð að fá allar veiðisögur í smáatriðum þegar ég kom í heimsókn. Þá varð ég að gæta þess að nefna staðina þar sem ég hafði sett í fisk þannig að hann gæti séð fyrir sér baráttuna. Í lok veiðitímans í haust fór ég til veiða í Læknum og í næstu heim- sókn sagði ég pabba sögu af stórum fiski sem tók óvænt undir lok dags. Þá þurfti ég að hafa á takteinum öll gömlu nöfnin á veiðistöðunum sem mörg hver eru fallin í gleymsku. Í huganum var hann þá kominn aftur austur í Læk. Glampinn kom í augun og brosið færðist yfir andlitið. Þannig veiddi pabbi með mér í gegnum sögurnar. Dagurinn er nú kominn að kveldi og veiðiferðin þín hér er á enda. Sólin er gengin til viðar. Húmið læðist að, vindinn hefur lægt og fuglarnir eru hættir að syngja. Þú hvílir nú á árbakkan- um við uppáhaldsveiðistaðinn sem alltaf gefur fisk að lokum. Hvíl í friði, elsku faðir minn og vinur. Ólafur Þór Hauksson. Komið er að kveðjustundinni, elsku pabbi minn. Gott er að eiga góðar minningar að ylja sér við, allt frá því að muna frá mér fyrst sitjandi í fangi þínu, leikandi með hendur þínar og giftingarhring meðan þú klipptir og snyrtir á mér neglurnar og þar til ég sat með þér sl. sunnudag og snyrti á þér neglurnar eftir stuttan göngu- túr með þig í hjólastólnum fyrir utan Mörkina. En mér fannst gott að vera þér nærri og sótti í að heimsækja þig í vinnuna strax og ég hafði aldur til og rataði frá Meðalholtinu til Tryggingastofnunarinnar. Þar leyfðir þú mér ávallt að leika með reikningsvél og að teikna nokkrar myndir á spjöld. En svo kom að fyrsta alvöru sumarvinnu minni, sem var sendilsstarf á stofnuninni og þá var ljúft að vera samferða í vinnuna hvern morgun, en fyrst með viðkomu hjá sundlaugunum í Laugardal þar sem við tókum sundsprett í byrjun dagsins. Ég var ákveðin í að standa mig með prýði í þessu ábyrgðarstarfi, þá þrettán ára gömul, þannig að þú yrðir ánægður með mig á þinn hægláta og trausta hátt. Tengslin okkar á milli eru sterk sem mótast af samfylgdinni um öldudali lífs- ins, en akkerið þitt og klettur alla tíð hefur hún elskulega mamma verið þér. Saman tvö hafið þið gefið okkur systkinunum kærleiksríka æsku og uppvaxtarár. Á laugardaginn sl. leit ég til þín þrisvar, en á milli heimsókna fór ég á opnun ljós- myndasýningar þar sem Stína, meðal annarra kvenljósmyndara á Íslandi, sýnir myndaseríu af Nonna bróður við daglega iðju. Er ég horfði á þær myndir opnaðist fyrir mér hversu mikil lífsgæði það eru að eiga gott, einfalt, reglu- bundið og kærleiksríkt hvers- dagslíf, eins og ríkti hjá okkur fjöl- skyldunni. Baráttumaður varst þú til hins síðasta og mörgum sinnum komst þú á óvart hve vel þú náðir þér á strik. Hjúkrunarfólkið á Mörkinni kallaði þig „hetjuna“ vegna ein- beitts ásetnings þíns að æfa stöð- ugt líkamsþjálfun með það mark- miði að ná framförum. Ég dáðist að elju þinni og æðruleysi síðustu árin. Ég veit að vel verður tekið á móti þér á nýjum áfangastað og þakka þér fyrir ótal margt og allt. Ég sendi þér kæra kveðju nú er komin lífsins nótt þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum Þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þín dóttir. Margrét. Elsku aft bezti afi minn. Þú kvaddir þennan heim á fallegum vetradegi. Sólin skein, kyrrð var í lofti og fjöllin ljómuðu í sínum vetraskrúða. Værð var yfir deg- inum eins og værðin sem var yfir þér þegar þú fórst. Öðrum eins einstökum manni hef ég ekki kynnst eins og þú varst. Virðulegur og stoltur mað- ur en jafnfram svo hlýr og upp- fullur af væntumþykju. Allar mín- ar fyrstu bernskuminningar tengjast þér á einn eða annan hátt. Sú sem er mér hvað næst er þegar ég var á fjórða aldursári og við tvö fórum í verkalýðsgönguna 1. maí. Eftir gönguna fórum við saman á Naustið þar sem við feng- um okkur köku og ræddum um heima og geima. Þið amma voruð alltaf höfðingjar heim að sækja í Austurgerði, hvort það var að fá að fara út í sjoppu með klink úr Búnaðarbanka buddunni þinni eða fá að halda gervikaffiboð inni í borðstofu með öllu sparistellinu. Fyrstu mánuði ævi þinnar dvaldir þú á Hótel Borg og verður kveðjustundin þín þar einnig, frá vöggu til grafar. Ásamt því er Borgin sá staður sem þú hittir fyrst þessa stórfenglegu konu sem stóð þér við hlið sem klettur alla tíð. Þú verður alltaf hluti af mér og gerðir mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Þú varst ljósið í lífi mínu. Ég hélt í höndina þína rétt áður en þú kvaddir þennan heim og mun halda í hana á ný þegar við hittumst aftur. dúfan þín. Hildur Rut Halblaub. Haukur Haraldsson ✝ Jón GunnarHermanníusson fæddist í Reykjavík 4. júní 1922. Hann lést 26. janúar 2014. Foreldrar Jóns voru Sigríður Guð- mundsdóttir frá Straumfjarð- artungu á Snæfells- nesi, f. 1893, d. 1975 og Hermanníus Marinó Jónsson, f. í Reykjavík 1900, d. 1972. Jón átti 5 alsystkini; Áslaugu, f. 1926, Guðmund Jóhannes, f. 1928, d. 2013, Baldur Kristján, f. 1930, d. 2000, Oddgeir Kristinn, f. 1932, d. 1974 og Ástráð Kristófer, f. 1937, d. 1963. Hálfsystkini; sam- mæðra: Ingunn, f. 1917, d. 1974, samfeðra: Guðjón, f. 1924, d. 2010, Róbert, f. 1930, Sóley, f. 1940, Sævar, f. 1945 og Haf- steinn, f. 1948, d. 2010. Jón kvæntist 25. maí 1945, Jónínu Sigurbjörgu Eiríksdóttur frá Eskifirði, f. 5. mars 1921. For- eldrar: Eiríkur Jóhannesson, f. 1883, d. 1960 og Þorbjörg Albína Jónsdóttir, f. 1881, d. 1941. Börn Jóns og Jónínu eru: 1) Eiríkur, f. 1946, maki Sigríður Ein- arsdóttir. Börn: a) Jónína, maki Kristinn Sigursteinsson, dætur þeirra Thea, Hildur Elísabet og David Gudmund. 5) Gunnar Þór, f. 1956, maki Margrét Hallgríms- dóttir. Börn þeirra a) Geir, maki Sibel A. Ómarsdóttir b) Guðjón, maki Arna Í. Vilhjálmsdóttir, synir þeirra Gunnar Vilhjálmur og nýfæddur sonur c) Kristín, maki Torfi Guðbrandsson. 6) Guðrún Ólöf f. 1961. Dóttir Jó- hanna Guðgeirsdóttir. Jón ólst upp í Reykjavík hjá föðurömmu sinni, Guðrúnu Egilsdóttur. Hann gekk í Austurbæjarskól- ann og lauk þar Gagnfræðaprófi. Þá tók við meðal annars Breta- vinnan á stríðsárunum, síðan ým- is störf s.s. hjá Vegagerð ríkisins á fyrstu árum vélvæðingar. Þá verslunarstörf með varahluti í bíla og hjá Íslenskum að- alverktökum á Keflavík- urflugvelli og varnarliðinu. Jón og Jónína fluttu í Kópavoginn ár- ið 1950 og geta því talist frum- býlingar þar, þau bjuggu lengst af við Álfhólsveginn þar sem hann ber hæst á Digranesháls- inum. Aðal starfs- og áhugasvið Jóns var varahlutaverslun, sölu- mennska og innflutningur og rak hann varahlutaverslunina Vél- vang um tíma. Síðustu árin í starfi vann hann hjá B og L sem sölumaður fólksbíla. Eftir að formlegum starfsferli lauk hélt hann áfram að finna og flytja inn vandfundna varahluti og tæki. Útför Jóns Gunnars verður gerð frá Kópavogskirkju í dag, 3. febrúar 2014, og hefst athöfnin kl. 15. þeirra Valgerður og Eydís b) Herdís, maki Unnur Þor- steinsdóttir, dóttir Herdísar er Eyrún Didziokas c) Unnur Arna, maki Þorgils R. Þorgilsson, börn þeirra Patrekur Ax- el og Katrín Arna. Fyrir átti Eiríkur Jón Halldór, maki Lota Grace Patam- bag, börn þeirra Sara, Sylvía Ruth og Davíð Júlían. 2) Ásta, f. 1949, maki Hafsteinn Gunn- arsson. Börn: a) Auður Bryndís, maki Brynjar Sörensen, börn þeirra Arngunnur, Benedikt og Hrafnkell b) Eygló Lilja, maki Jóhann Friðriksson, synir þeirra Kolbeinn, Friðrik og Arnaldur c) Hugrún Fjóla, maki Guðmundur B. Ólafsson, sonur þeirra Haf- steinn. Fyrir átti Ásta: Jón Egil Eyþórsson, maki Kyong Lim Lee, sonur þeirra er Jun Gunnar Lee. 3) Þorbjörg, f. 1951. Dóttir Dag- björt Kjartansdóttir. 4) Sigurður Geir, f. 1955, maki Ragnhildur Hjartardóttir. Börn: a) Eyrún Ólöf b) Guðrún Helga, maki Axel Sigurðarson c) Hjörtur. Fyrir átti Sigurður: Önnu Svandísi, maki Pauli Danielsen, börn Elskulegur tengdafaðir minn er látinn, farinn að kanna nýjar leiðir og athuga aðrar víddir. Skarðið sem hann skilur eftir verður vandfyllt en margar góðar minningar koma upp í hugann. Nonni var einstaklega fróð- leiksfús maður, hafði áhuga á svo mörgu og var óhræddur að spyrja og forvitnast um ólíklegustu hluti. Hann hafði þann einstaka hæfi- leika að láta manni finnast maður vera sérstakur og sýndi áhuga- málum hvers og eins mikinn áhuga. Það var aðdáunarvert að fylgjast með þegar hann talaði við barnabörnin, þeim mætti hann af mikilli hlýju og ávallt á jafningja- grundvelli og af fordómaleysi. Hann talaði við þau um allt milli himins og jarðar, um nýjustu kvikmyndirnar og varð eins og lít- ill strákur þegar smalað var í bíó- ferð. Við fórum saman að sjá Hob- bitann og mikið var það falleg sjón að sjá þennan aldraða mann sitja með þrívíddargleraugu á nefinu og popp í hendi, brosandi út að eyrum og njóta myndarinnar. Hann hafði þann einstaka og öf- undsverða kost að hann gleymdi aldrei barninu í sjálfum sér! Þrátt fyrir að inn á hjúkrunar- heimili væri komið hætti Nonni ekki að hafa áhuga á lífinu og sínu nánasta umhverfi. Fljótlega eftir komuna í Mörk, hjúkrunarheimili, skrifaði hann borgarstjóra bréf þar sem hann benti á sandhauga með alls kyns rusli á landi Reykja- víkurborgar við hlið Markar, spurði borgarstjóra á sinn lítilláta hátt hvort hann gæti nú ekki séð til þess að haugarnir yrðu fjarlægðir og að lagað yrði til á svæðinu. Ekki stóð á svarinu og á innan við viku var svæðið fegrað! Nonni var hafsjór af fróðleik og sagði meðal annars margar sögur frá stríðsárunum og uppvexti sín- um í Reykjavík. Barnabörnin leit- uðu til hans við ritgerðasmíð frá þessum árum og starfsfólk vinnu- stofunnar í Mörk fékk aðstoð hans við að setja upp myndasýningu frá eftirstríðsárunum. Tónlistina fyrir eftirstríðsáraballið valdi hann enda hafði hann dálæti á góðri tón- list og einstaklega fimur var hann í dansi. Nonni hafði unun af ferðalögum og síðastliðið sumar fórum við í ferðalag um Snæfellsnesið og Dal- ina þar sem hafði hann verið í sveit á sínum yngri árum. Dagurinn var bjartur og við stoppuðum víða. Gaman var að hlusta á Nonna segja sögur frá því hann var þarna lítill pjakkur í sveit „þarna var öruggast að fara yfir lækinn og forðast drauginn sem snéri á manni húfunni“ og „þarna inn eftir fórum við í indíánaleik“. Undir Kirkjufelli varð honum á orði „Mér finnst svo gaman að ferðast um landið mitt.“ Aðdáunarvert var að fylgjast með sambandi þeirra hjóna, þau hafa fylgst að í tæp 70 ár. Það sem stendur upp úr eftir langa sam- fylgd, og snart alla sem urðu vitni að, var ómæld ást, virðing og ynd- isleg vinátta á milli þeirra. Feg- urra samband hjóna hef ég ekki séð. Nonni hafði sérstakan áhuga á alheiminum og velti oft fyrir sér hvað væri hinum megin. Ég vil trúa að nú hafi hann komist að hinu sanna og sé í essinu sínu að leita uppi ný ævintýri í stjörnugeimi! Í dag kveð ég ekki einungis tengdaföður minn heldur einnig góðan vin. Hvíl í friði, elsku vinur, við sjáumst aftur hinum megin. Ragnhildur Hjartardóttir. Hann Nonni afi minn er dáinn. Minningarnar um hann eru ótelj- andi og hver annarri betri. Það sem einkenndi hann var risastóra og hlýja hjartað. Hann kenndi mér góð gildi sem ég mun búa að alla mína ævi. Ég mun aldrei gleyma þeim góðu stundum sem við áttum í bílnum hans þegar hann sótti mig í skólann. Hann sagði mér sögur úr Bjarnaborg- inni þegar hann var lítill strákur hjá múttu sinni, sögur úr sveitinni og hvernig hann kynntist henni ömmu. Þá ræddum við um allt milli himins og jarðar og nutum þess að hlusta á finnska tangóa, Gotan og gömlu íslensku lögin sem hann unni svo heitt. Hann var ávallt áhugasamur um allt sem ég tók mér fyrir hendur og sýndi það svo vel hve stoltur hann var. Við fórum margoft saman í bíó, þá að- allega að sjá einhverja góða vís- indaskáldsögumynd. Þá var hann vanur að segja: „Viltu taka gamla strákinn með þér í bíó.“ Það var svo gaman að vera hjá ömmu og afa, fá að bardúsa með afa og vinna í tossalistanum góða . Ég mun svo sannarlega sakna þess- ara samverustunda okkar. Hann afi var einstaklega jákvæður, hlýr og glaðlyndur, alltaf reiðubúinn að hjálpa. Ég kveð hann afa með hjartað fullt af ást og þakklæti. Jóhanna Guðgeirsdóttir. Þær eru margar góðu minning- arnar sem við frænkurnar eigum frá heimili þeirra Nonna og Ninnu á Álfhólsveginum. Nonni og Ninna voru eins og Þrúður amma okkar á meðal frumbyggja í Kópa- vogi. Þau byggðu sér hús á Álf- hólsvegi 119 en amma á Álfhóls- vegi 115. Vinskapur var milli þeirra á sínum tíma og sá vinskap- ur barst niður kynslóðirnar. Dag- björt dótturdóttir Nonna og Ninnu var vinkona okkar frá því fyrst munum eftir okkur, Jónína og Herdís bættust svo í hópinn þegar þær voru í bænum. Nonni og Ninna áttu stóra fjöl- skyldu og það var alltaf líflegt á heimilinu. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar við hugsum til baka um fjölskylduna á 119 er hvað andrúmsloftið á heimilinu var alltaf jákvætt og vel á móti fólki tekið. Þrátt fyrir öll þeirra börn og barnabörn var alltaf nóg af hlýju og glensi handa auka- krökkum eins og okkur. Sérstak- lega var Nonni fullur af gríni og alltaf til í einhver fíflalæti. Hann sagðist heita Nonni sponni spýt- urass og sagðist vera 6 ára þegar hann var 56 ára og annað í þeim dúr. Þetta þótti okkur smástelp- unum náttúrulega óborganlega fyndið. Gott ef hann átti ekki hlut í að finna nafn á leynifélagið DGDGS! Hver vildi ekki eiga svona afa! Fjölskyldurnar okkar og Nonni og Ninna fluttu af Álfhólsveginum og við höfum eins og gengur minna séð af Nonna eftir að við urðum fullorðnar. Önnur okkar rakst þó á Nonna fyrir nokkrum árum á götu. Hann var hinn hress- asti og var þá að koma frá því að sækja tölvuna sína í viðgerð og ljómaði allur þegar hann sagði frá ættfræðirannsóknum sínum með tölvunni. Þetta var einhvern veg- inn svo lýsandi fyrir hann, kominn á níræðisaldur en fullur af lífi og áhuga og á kafi í ættfræði. Með Nonna er nú genginn einn af því góða fólki sem myndaði umgjörð um æskuárin á Álfhólsveginum. Minningarnar um vænan mann með stórt hjarta lifa áfram með þeim sem þekktu hann. Ninnu og fjölskyldunni allri sendum við samúðarkveðjur. Megi Nonni hvíla í friði. Þrúður og Glóey. Jón Gunnar Hermanníusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.