Morgunblaðið - 03.02.2014, Page 22
22 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2014
Þegar ég hóf nám í bifvélavirkjun fyrir um 40 árum hafði mað-ur fátt annað í höndum en skrúfjárn og lyklasett. Þurfti íorðsins fyllstu merkingu að fara í verkin með berum hönd-
unum og beita útilokunaraðferð til að finna bilunina. Þetta var lær-
dómsríkt,“ segir Ólafur Grétar Kristmundsson á Selfossi, sem er 56
ára í dag. Hann hefur starfað við bílaviðgerðir frá 1975 og unnið tíu
síðustu árin á þjónustuverkstæði Toyota eystra.
Í áraraðir hefur Ólafur verið í slökkviliði Brunavarna Árnessýslu.
Var lengi í útkallsliðinu og frá þeim tíma minnist hann margra stór-
bruna, sem giftusamlega tókst að ráða niðurlögum á. „Fyrir mér
hefur slökkviliðið verið áhugamál, en öðrum þræði tel ég þetta þó
vera samfélagsskyldu. Það er góð tilfinning að geta orðið að liði
þegar vá steðjar að,“ útskýrir Ólafur sem segir áhugamál sín vera
fleiri. Glerskurður sé skemmtilegt viðfangsefni og sl. tíu ár hefur
hann tekið þátt í starfi módelflugmanna, sem fljúga fjarstýrðum
rellum frá velli við Eyrarbakka. „Þetta er rétt við Litla-Hraun en
við hættum ekki á að láta flygildin sveima þar yfir. Ætli karlarnir í
varðturninum myndu ekki fyrirskipa að flygildin yrðu skotin nið-
ur,“ segir Ólafur – sem er kvæntur Halldóru Óskarsdóttur. Þau eiga
tvö börn; Kristmund sem er vélvirki við álverið á Reyðarfirði og
Ólöfu, nema við Fjölbrautaskóla Suðurlands. sbs@mbl.is
Ólafur Grétar Kristmundsson 56 ára í dag
Ljósmynd/Guðmundur Kristinn Sigurðsson
Viðgerðir „Í verkin með berum höndunum og beita útilokunaraðferð
til að finna bilunina. Þetta var lærdómsríkt,“ segir Ólafur Grétar.
Bifvélavirkinn sem
slekkur eldana
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
R
ósa Hrund fæddist í
Reykjavík 3.2. 1954.
Hún gekk í Lauga-
lækjar-, Breiðagerðis-
og Réttarholtsskóla í
Reykjavík, lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum við Hamrahlíð
1974, stundaði nám við Barnamús-
íkskólann í Reykjavík 1963-66, Tón-
listarskólann í Reykjavík 1967-75
og lauk lokaprófi frá Richard
Strauss Konservatorium í München
í Þýskalandi sumarið 1980.
Rósa Hrund hefur verið fiðluleik-
ari í Sinfónuhljómsveit Íslands frá
1980 og í Hljómsveit Íslensku Óp-
erunnar frá 1981. Hún var fiðlu- og
tónmenntakennari við Tónmennta-
skóla Reykjavíkur 1980-85, er með-
limur í Júlíkvartettinum frá stofnun
hans 1993 og hefur leikið með ýms-
um Kammersveitum.
Rósa Hrund tók jógakennarapróf
árið 1999 en það kallar hún kær-
komna og gefandi viðbót við fiðlu-
leikinn.
Rósa Hrund var formaður Starfs-
mannafélags Sinfóníuhljómsveitar
Íslands 1984-86 og 1993-95 og sat
um árabil í Stjórn Samtaka um tón-
listarhús svo og í samninganefnd
hljóðfæraleikara Sinfóníuhljóm-
sveitar Íslands.
Í upphafi aldarinnar var Rósa
Hrund sæmd gullmerki Félags ís-
lenskra hljóðfæraleikara fyrir vel
unnin störf en hún mun vera þriðja
konan sem hefur orðið þess heiðurs
aðnjótandi.
Þú hefur leikið með Sinfóníu-
hljómsveit Íslands í 34 ár. Engin
þreytumerki?
„Nei. Ég er fyrst og fremst þakk-
lát fyrir öll þessi ár með hljómsveit-
inni – og fyrir hvert og eitt þeirra.
Rósa Hrund Guðmundsdóttir fiðluleikari – 60 ára
Útskrift 2008 Jóhann, Rósa Hrund og Helgi. Myndin er tekin þegar Helgi lauk BS-prófi í byggingaverkfræði.
Fiðluleikari og fjallageit
Aldurslausar Glæsilegar ballerínur sem skemmtu á jólagleði Kramhússins.
KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
REKSTRAR- OG
ÖRYGGISVÖRUR
VERKTAKANS
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 544 5466
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00. –– Meira fyrir lesendur
Morgunblaðið gefur út sérblað,
föstudaginn 21. febrúar,
tileinkað ÍMARK deginum.
Í blaðinu verður fjallað um
íslenska markaðsdaginn
sem verður haldinn
þann sama dag.
PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA:
Fyrir kl. 16, mánudaginn
17. febrúar.
NÁNARI UPPLÝSINGAR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105
kata@mbl.is
ÍMARK íslenski
markaðsdagurinn