Morgunblaðið - 03.02.2014, Side 24

Morgunblaðið - 03.02.2014, Side 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Láttu sjálfselskuna ekki ná svo sterkum tökum á þér að þú verðir óalandi og óferjandi. Láttu aðra um þau verk sem þú þarft ekki að sinna. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú finnur hjá þér hvöt til þess að verja viðhorf þitt í máli sem tengist einhverjum í fjölskyldunni. Takir þú fagnandi á móti breytingum hefurðu byrinn með þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hlustaðu á uppáhaldstónlistina þína eða búðu til þína eigin. Gættu þess að fórna ekki góðri vináttu fyrir eitthvað sem skiptir engu máli. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það væri rangt af þér að svara ekki beiðni gamals vinar um aðstoð. Láttu aðra um þau verk sem þú þarft ekki að sinna. Ljúktu því af sem fyrst og þá muntu eiga ánægjulegt kvöld. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Skilvirkni þín veltur á getu þess til þess að framkvæma hér og nú. Staldraðu við og íhugaðu hvað það er sem þú sækist raunverulega eftir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú hefur lagt hart að þér og nú er komið að því að þú getir sýnt öðrum árang- ur erfiðis þíns. Farðu vel með það vald sem þér er falið. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er engin ástæða til að láta stund- arerfiðleika draga úr sér allan mátt. Farðu samt varlega því einhver reynir viljandi að villa þér sýn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú gætir öðlast nýja sýn á vin þinn í dag eða komist að einhverju óvæntu um hann. Hverju sem þú trúir, virðist sem þú hafir uppfyllt skyldur þínar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vertu óhræddur við að segja hug þinn því þá munu aðrir taka mark á þér. Allur oflátungsháttur er til bölvunar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú þarft ekki að vera unglingur til að finnast allt frekar fáránlegt. Stefnir þú í rétta átt eða hefur þú sætt þig við stöðuna eins og hún er? 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur þróað með þér ómeð- vitaðan sjarma sem þú ert tilbúin/n að sleppa lausum. Nýttu tækifærið og sláðu saman verkefnum til þess að tvöfalda ár- angurinn. 19. feb. - 20. mars Fiskar Truflun á vinnu vegna tölvu- eða tæknivandræða er líkleg í dag. Settu þér takmörk á útgjöldin og haltu þig við þau. Á laugardag birtist þessi vísna-gáta eftir Kristján Eiríksson: Hann var kenndur helst við litinn rauða, hann varð bræðrum sínum fjörs að tjóni. Átti hann þátt í Ólafs konungs dauða, átti hann flestar merar hér á Fróni. Davíð Hjálmar Haraldsson leysti gátuna að bragði: Eiríks rauða Grænland oft vill grána. Grimmur blóðöx alla þessa drap. Ítran jarl skal ekki kalla bjána. – Eiríks Mera- gróði: Skúla tap. Á laugardag birtist einnig þessi vísnagáta eftir Sigurð Hall Stef- ánsson: Þar skömmótt lifði skáld eitt gott. Ég skaða fegurð ungra svanna. Þið sjáið mig við suðupott. Sálarhræring nýjunganna. Karlinn á Laugaveginum hafði engar vöflur á því en sagði: Oft með lýðum eru stríðar gátur. Í Blönduhlíð er bærinn sá. Bólur víðar glöggt má sjá. Þessi vísnagáta minnir á aðra eftir Pál Jónasson í Hlíð, sem birtist í bók hans Vísnagátur: Kennd við tísku einatt er, engin prýði á vanga mér, í Skagafirði skáldsins jörð, skammarstrik með henni gjörð. Vísnagátur hafa ávallt verið vinsælar og stundum orðið að „tískubólum“ eins og hjá séra Sveini Víkingi forðum í þætti hans um daginn og veginn. Og dæmi eru um, að menn geri sér það til dundurs að skiptast á vísnagátum og geta það orðið fjörleg bréfaskipti. Þessi vísna- gáta er eftir Pál í Hlíð og mun lausnin birtast á laugardag, svo að svigrúm gefist til að senda svar í bundnu máli. Ú hafinu má hana fá, heiti á vísnaskáldi. Grandi bjargar fingri frá, finnast víða brött og há. Mikið er um matarþætti í rík- issjónvarpinu. „Guðað á glugga“ kallar Páll í Hlíð þessa limru: Ég frétti af friðlausri rjúpu sem flaug með geði svo gljúpu á flótta undan val í fang Fjólu í Dal en endaði í sælkerasúpu. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Enn bólar á vísna- hornum og víða farið Í klípu „MAÐURINN MINN ER LANGSKÓLA- GENGINN. ÉG BJÓ HINSVEGAR RÉTT HJÁ SKÓLANUM.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „FYRSTI MAÐURINN MINN, HANN GEORG, HANN HAFÐI DÁLÆTI Á ÞVÍ AÐ FLJÚGA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að stíga léttan vals í eldhúsinu. MAMMA, HELDURÐU AÐ BAR- BARAR GETI KOMIÐ HINGAÐ OG RÁÐIST Á HÚSIÐ OKKAR? ÞAÐ EFAST ÉG UM. VIÐ ERUM EKKI MEÐ NÓGU MÖRG HERBERGI TIL AÐ HÝSA FJÖLSKYLDU PABBA ÞÍNS. ÉG GÆTI KLIFRAÐ Í ÞÉR. ÁN ÞESS AÐ ÞÚ FENGIR RÖND VIÐ REIST! ÞVÍ ER NÚ MIÐUR ...Víkverji er einn hinna fjölmörguÍslendinga sem hafa gaman af Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva, og öllu umstanginu sem henni fylgir. Á laugardaginn voru kynnt til leiks fimm lög af þeim tíu sem valin voru til að keppa til úrslita og í framhaldinu fyrir hönd Íslands í Danmörku þann 6. maí. Fyrir Vík- verja markaði laugardagskvöldið því upphafið á keppnistímabili, sem teygir sig vonandi yfir á aðalkeppni Eurovision þann 10. maí. x x x Það hlýtur að þurfa sérstaklegaþroskaða tónlistargáfu til að velja 10 lög í undanúrslit, úr þeim 297 sem send voru í keppnina. Það þarf hins vegar (sem betur fer) ekkert annað en skítsæmileg eyru til að sitja heima í stofu og lýsa vel- þóknun eða frati á keppendur og höfunda, og kjósa lag áfram í síma- kosningu. Það má kannski halda því fram að þar sé ákveðið ósamræmi á ferðinni hversu mikill þekking- armunur er á þessum tveimur „dómnefndum“ þegar kemur að tónlist. En látum það liggja milli hluta. Niðurstaða laugardagskvöldsins var að tvö lög komust áfram í úr- slit, og Víkverji hefur ákveðið að halda með öðru þeirra. Að minnsta kosti þar til hann heyrir lögin sem keppa um næstu helgi. x x x Í frétt sem birtist á vef aðalkeppn-innar sjálfrar eru úrslitin frá litla Íslandi kunngjörð áhugafólki um allan heim. Fréttin hefur þegar fengið nokk- ur „lík“ og þeir sem hafa skilið eftir ummæli virðast mjög ánægðir með niðurstöður laugardagskvöldsins. Það er að segja, allir nema Rússi sem kallar sig AgnusDei. Hann segir einfaldlega: „Verstu lögin sigruðu... Allt í lagi. Ekkert hefur breyst á Íslandi.“ AgnusDei þessi virðist reyndar mjög neikvæður í garð flestra laga og keppenda, hvar í álfunni sem þeir eru, og Víkverji hlakkar mjög til að sjá viðbrögð hans þegar ís- lenska lagið vinnur keppnina þann 10. maí. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: En hann frelsar hinn bágstadda með bágindum hans og opnar eyru þeirra með þrengingunni. (Jobsbók 36, 15.) www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 KEÐJUVIÐGERÐAREFNI OG KEÐJUTANGIR Keðjurnar eru til á allar gerðir vinnuvéla, vöru- og flutningabifreiða, dráttarvéla og lyftara FRAMÚRSKARANDI NORSKAR KEÐJUR Hlekkir • Keðjulásar • Krækjur • Krókar Krossbandakeðjur • Ferkantakeðjur • Þverbandakeðjur Mottukeðjur • Zik-zak keðjur • Zik-zak keðjur Keðjurnar eru til í mörgum gerðum og í öllum mögulegum stærðum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.