Morgunblaðið - 03.02.2014, Síða 29
MENNING 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 2014
Það er ekkert lát á spennu-sögunum og sænskikrimminn Sandmaðurinnsómir sér vel í þessum
bókaflokki. Spennandi saga sem fær
hárin til þess að rísa á stundum.
Viðbjóðurinn ríður ekki við ein-
teyming og það verður að segjast
eins og er að söguþráðurinn í Sand-
manninum er með þeim ógeðslegri.
Systkina hefur verið saknað um ára-
bil þegar bróðirinn birtist allt í einu.
Í gang fer leit að
systur hans, bar-
átta upp á líf og
dauða, þar sem
tilgangurinn
helgar meðalið,
jafnt hjá þeim
réttlátu sem
ranglátu.
Þetta er fjórða
bók hjónanna Alexöndru og Alex-
anders Ahndoril undir höfund-
arnafninu Lars Kepler og ljóst að
þau kunna ýmislegt fyrir sér í þess-
um fræðum. Persónusköpunin nær
tilætluðum árangri, en þar fer
fremst lögreglufólkið Joona Linna
og Saga Bauer, læknirinn Anders
Rönn og glæpamaðurinn Jurek Wal-
ter. Sá síðastnefndi er með við-
bjóðlegustu persónum sem um getur
í spennusögum. Höfundum tekst að
búa til svo kaldrifjaðan morðingja að
mynd hans festist í huga lesanda.
Maður sem enginn vill hitta í dimmu
húsasundi og reyndar ekki einu sinni
á rammlega lokaðri geðdeild.
Sagan fer rólega af stað en spenn-
an eykst eftir því sem á líður og nær
hámarki undir lokin. Sumt orkar
reyndar tvímælis og er á mörkum
hins raunverulega en miklir naglar
kalla stundum á ótrúlegustu lýs-
ingar.
Mikil spenna út í gegn
Sandmaðurinn Eftir Lars Kepler (hjónin Alexöndru og
Alexander Ahndoril). Jón Daníelsson
þýddi. Kilja. 487 bls. JPV útgáfa 2013.
STEINÞÓR
GUÐBJARTSSON
BÆKUR
Kepler Alexandra og Alexander.
Sinfóníuhljómsveit Íslands mun
flytja Sinfóníu nr. 3 eftir Gustav
Mahler undir stjórn Osmo Vänskä í
Eldborgarsal Hörpu 23. maí í vor
og eru tónleikarnir á dagskrá
Listahátíðar í Reykjavík. Banda-
ríska söngkonan Jamie Barton, Vox
Feminae og Stúlknakór Reykjavík-
ur taka einnig þátt í þessum viða-
mikla flutningi á einu helsta meist-
araverki Mahlers.
Tónskáldið réðst í verkið af mikl-
um metnaði. „Þessi sinfónía verður
ólík öllu öðru sem heimurinn hefur
heyrt! Í henni finnur náttúran rödd
sína,“ sagði hann um sinfóníuna en
hún hefur aðeins hljómað einu sinni
áður hér á landi, enda krefst flutn-
ingurinn fjölda flytjenda: um
hundrað manna hljómsveitar auk
tveggja kóra og einsöngvara.
„Það er sannkallað fagnaðarefni
að mikilfenglegur heimur Mahlers
fái að hljóma í allri sinni dýrð í
flutningi Sinfóníuhljómsveitar Ís-
lands á Listahátíð undir stjórn hins
frábæra hljómsveitarstjóra Osmo
Vänskä sem stendur á hátindi ferils
síns um þessar mundir. Hann hefur
getið sér gríðarlega gott orð víða
um heim fyrir túlkun sína á Mahler
og unnið stórvirki með Sinfóníu-
hljómsveitinni í gegnum árin,“ seg-
ir Hanna Styrmisdóttir, stjórnandi
Listahátíðar í Reykjavík.
Miðasala á tónleikana hefst eftir
hádegi í dag.
Stjórnandinn Osmo Vänskä.
Vänskä stjórnar 3.
sinfóníu Mahlers á
Listahátíð í vor
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
GRUDGEMATCH KL.5:30-8-10:30
GRUDGEMATCHVIP KL.5:30-8-10:30
JACKRYAN KL.5:40-8-10:20
LASTVEGAS KL.5:40-8-10:20
12YEARSASLAVE KL.5:30-8:30
AMERICANHUSTLE KL.5:30-8:30
JÓNSI OGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2D KL. 5:50
KRINGLUNNI
GRUDGEMATCH KL. 6 -9
12YEARSASLAVE KL. 6 -9
WOLFOFWALL STREET KL. 5:40 -9:10
GRUDGEMATCH KL. 8 -10:30
JACKRYAN KL. 10:20
LASTVEGAS KL. 8
GRUDGEMATCH KL. 5:35 - 8 -10:25
JÓNSI OGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2D KL. 5:15
OUT OF THE FURNACE KL. 8
JACK RYAN KL. 10:45
LAST VEGAS KL. 10:20
AMERICAN HUSTLE KL. 5:15
WOLF OFWALL STREET KL.7:30
NÚMERUÐ SÆTI
KEFLAVÍK
AKUREYRI
GRUDGEMATCH KL. 8 - 10:30
JACK RYAN KL. 10:20
LAST VEGAS KL. 8
12 YEARS A SLAVE KL. 5:15
JÓNSI OGRIDDARAREGLAN ÍSLTAL2D KL. 6
HÖRKUSPENNANDI MYND
MEÐCHRISPINEOGKEVINCOSTNER
ÍAÐALHLUTVERKUM ITS GOING TO BE LEGENDARY
ONE OF THE FUNNIEST,
FRESHEST, MOST ENTERTAINING
MOVIES OF THE YEAR!
PETE HAMMONDMOVIELINE
FRÁBÆR GRÍNMYND MEÐ
ROBERTDENIROOGSYLVESTERSTALLONE
Í AÐALHLUTVERKUM
24
Ó
SK
A
RS
TI
LN
EF
N
IN
G
A
R
12
12
12
7
16
6 Óskarstilnefningar
2 Golden Globe verðlaun
Ævintýrið heldur áfram
Sýnd í 3D 48
ramma
FÓR BEINT Á
TOPPINN Í USA
-bara lúxus sími 553 2075
www.laugarasbio.is
LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar
DALLAS BUYERS CLUB Sýnd kl. 5:30 - 8 - 10:20
47 RONIN 3D Sýnd kl. 8
THE HOBBIT 2 3D (48R) Sýnd kl. 8
LONE SURVIVOR Sýnd kl. 10:30
LIFE OF WALTER MITTY Sýnd kl. 5:30
Hættu að láta þig dreyma og byrjaðu að lifa.
Missið ekki af fyrstu stórmynd ársins.
Mynd sem allir eru að tala um!
„Hver rammi
myndarinnar
er nánast eins
og listaverk“
- S.G.S., MBL
„Listilegt samspil
drauma og
raunveruleika
sem hefði vel
getað klikkað en
svínvirkar“
-L. K.G., FBL
31.000 GESTIR
Bandaríski leikarinn Philip Seymour
Hoffman er látinn. Hann fannst
meðvitundarlaus á heimili sínu í
New York og er talið að hann hafi
látist af of stórum skammti vímu-
efna. Hoffman, sem var 46 ára,
glímdi við vímuefnafíkn og skráði sig
til að mynda í meðferð í fyrra. Greint
er frá andláti Hoffmans á New York
Post og Wall Street Journal.
Hoffman hlaut Óskarsverðlaun
fyrir leik sinn í kvikmyndinni Ca-
pote. Á meðal annarra mynda sem
hann lék í má nefna The Big Le-
bowski, Happiness, The Talented
Mr. Ripley og Almost Famous.
EPA
Philip S. Hoffman látinn