Morgunblaðið - 20.03.2014, Page 4

Morgunblaðið - 20.03.2014, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Á annað hundrað fulltrúa fyrirtækja í verslunar- og veitingarekstri, þar á meðal á annan tug erlendra fyr- irtækja, mættu á fund í Hörpu í gær þar sem Isavia kynnti forval vegna aðstöðu til verslunar- og veit- ingareksturs á Keflavíkurflugvelli. Samningar rekstraraðila í brott- fararsal flugstöðvarinnar rennur út í lok þessa árs en samhliða forvalinu á að ráðast í breytingar á salnum. Áætlað er að þeim breytingum ljúki vorið 2015. Stórir á sínu sviði Að sögn Hlyns Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, eru þeir erlendu aðilar sem skoða rekstur í flustöðinni stórir í sérverslunar- og veitinga- rekstri. „Það er mikill áhugi erlendis frá, sérstaklega vegna þess að það eru fáir flugvellir með svona mikla fjölgun farþega eins og Keflavík- urflugvöllur. Ísland er inn og menn vilja bæta því við í safnið,“ segir Hlynur. Alls lögðu 2,8 milljónir farþega leið sína um Keflavíkurflugvöll í fyrra og spáð er að þeim muni enn fjölga um 18% á þessu ári. Fjöldinn verði kom- inn upp í fimm milljónir árið 2020. Ekki stendur til að stækka flug- vallarbygginguna sjálfa að sögn Hlyns heldur á að endurskipuleggja flæðið svo að svæðið nýtist betur. All- ir farþegar ganga í gegnum Fríhafn- arverslunina og þaðan í gegnum brottfararsalinn. „Við getum í raun- inni fengið stærra verslunar- og veit- ingasvæði með því að endur- skipuleggja það,“ segir hann. Þannig verði hægt að stækka hvort tveggja verslunar- og veitingasvæðið um fimmtug hvort fyrir sig. Áætlanir um það liggi þó ekki endanlega fyrir enda ráðist það af því hvaða rekstr- araðilar verða fyrir valinu í forvalinu. Áhugasamir aðilar fengu gögn um forvalið í hendur í gær og geta þeir nú boðið í rekstur í flugstöðinni. Í maí og júní gefst þeim kostur á að senda inn nákvæmari viðskiptaáætlanir og í framhaldinu hefjast viðræður við þá sem verða fyrir valinu í sumar og haust. Hlynur segir að framkvæmdir í brottafarsalnum hefjist þá í vetur svo að allt verði til reiðu fyrir sum- arið 2015. Forvalið nær eingöngu til sérversl- ana og veitingastaða en ekki til þeirra fjögurra vöruflokka sem Fríhöfnin, dótturfélag Isavia, hefur haft umboð fyrir. Það er tollfrjáls varningur á borð við áfengi, tóbak, sælgæti og ilm- og snyrtivörur. Áhugasamir um rekstur í flugstöðinni  Isavia kynnti forval á verslunar- og veitingarekstri Tölvumynd/Isavia Breytingar Tölvuteikning af einni af frumhugmyndum um breytingar á brottfararsvæði flugvallarins sem kynnt var á fundinum í gær. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis styður að það verði skoðað að lækka refsimörk vegna ölvunar- aksturs úr 0,5 prómillum í 0,2 pró- mill. Þingsályktunartillaga sex þingmanna Framsóknarflokks um hert viðurlög við ölvunar- og vímu- efnaakstri var lögð fram á Alþingi 19. nóvember 2013. Fyrri umræðu lauk 28. nóvember og var málið sent allsherjar- og mennta- málanefnd. Í greinargerð með tillögunni kom m.a. fram að markmiðið væri að fækka þeim tilfellum þegar öku- menn ækju undir áhrifum áfengis og/eða vímuefna. „Það er mat flutningsmanna að til að svo megi verða sé nauðsynlegt að gera breyt- ingar á viðurlögum er snúa að ölv- unar- og vímuefnaakstri.“ Þar er einnig bent á að ölvunar- og lyfjaakstur sé orsök þriðjungs banaslysa í umferðinni og margra annarra alvarlegra umferðarslysa, samkvæmt gögnum Samgöngu- stofu og rannsóknarnefndar sam- gönguslysa. Einnig að Svíar og Norðmenn hafi nú þegar lækkað refsimörk vegna ölvunaraksturs úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill. Allsherjar- og menntamálanefnd hefur nú sent frá sér nefndarálit með breytingartillögu við þings- ályktunartillöguna. Þar er lagt til að Alþingi álykti að fela innanrík- isráðherra að láta yfirfara viðurlög við ölvunar- og vímuefnaakstri við heildarendurskoðun umferðarlaga með það að markmiði að fækka slíkum tilvikum. Sérstaklega verði skoðuð nokkur atriði í því sam- bandi. Þau eru að lækka refsimörk ölvunaraksturs úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill og samsvarandi mæling öndunarsýnis. Námskeið um alvar- leika ölvunar- og vímuefnaaksturs. Hækkun sektargreiðslna vegna ölv- unar- og vímuefnaaksturs og að hluti þeirra renni í forvarnasjóð. Ný úrræði í viðurlögum við ölv- unar- og vímuefnaakstri. gudni@mbl.is Refsimörk vegna ölvunaraksturs verði lækkuð  Lagt er til að lækka refsimörkin úr 0,5 prómillum í 0,2 prómill Morgunblaðið/Júlíus Eftirlit Lögreglan fylgist vel með því hvort ökumenn séu allsgáðir. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Rannsókn Matís og samstarfsaðila á erfðasýnum úr makríl í íslenskri, evrópskri, og norðuramerískri lög- sögu þykir gefa vísbendingu um að makrílgöngur í fiskveiðilögsögu Ís- lendinga séu að hluta til af norður- amerískum uppruna að sögn Sveins Margeirssonar, forstjóra Matís. „Ég tek ekki svo sterkt til orða að fullyrða að svo sé á þessari stundu,“ segir Sveinn og bendir á að ekki sé búið að vinna endanlegar niðurstöð- ur. Hann segir þó að rannsóknin hafi verið kynnt á ráðstefnun Alþjóðahaf- rannsóknaráðsins, ICES. „Þar sögðu vísindamennirnir frá því að hluti þess makríls sem veiðist hér við land er með mjög sambærilegan erfðaprófíl og sá makríll sem er við strendur Norður-Ameríku,“ segir Sveinn. Hann segir að næstu skref séu að skrifa vísindagrein um rannsóknina og fá hana ritrýnda í fræðitímariti. „Ekki er hægt að segja að þetta séu viðurkenndar niðurstöður fyrr en búið er að ritrýna slíka grein,“ segir Sveinn. Hann segir að fyrstu niður- stöður verði kynntar formlega innan nokkurra mánaða. Í framhaldinu verði greinin ritrýnd. Hann segir að svo virðist vera sem stærri hluti makríls við Íslands- strendur líkist evrópskum stofnum en minnihluti líkist meira norðuram- erískum stofnum. Ekki sé þó hægt að fullyrða um hlutföll með nákvæm- um hætti að svo stöddu. Hluti makríls norðuramerískur  Rannsókn á erfðasýnum makríls gefur vísbendingu um erfðablöndun hans við Ísland  Stærri hluti makrílsins evrópskur  Hefur verið kynnt á ráðstefnun ICES en ekki hægt að fullyrða um niðurstöður „Við teljum að ekki sé tímabært að tala um málið með þessum hætti þar sem enn eru ekki komnar endanlegar niðurstöður í rannsóknina og hún er ennþá í gangi,“ segir Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsókna- stofnunarinnar sem kom að rannsókninni. „Það er verið að þróa aðferðir við mælingu og áður en þessu verkefni er lokið finnst okkur engan veginn grundvöllur til að túlka niðurstöðurnar um skyldleika makríls í Norður- Atlantshafi.“ Ekki tímabært að túlka FORSTJÓRI HAFRÓ Gámaskipið Dettifoss hélt frá Reykjavík í gær. Fyrsti viðkomustaður er Grundartangi á leið til Rotterdam. Eimskip gerir út Dettifoss. Skipið er 165,6 metrar á lengd og er smíðað árið 1995. Gámaskip í Sundahöfn Morgunblaðið/Árni Sæberg Dettifoss snýr sér í Sundahöfn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.