Morgunblaðið - 20.03.2014, Page 8

Morgunblaðið - 20.03.2014, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 Hofsvallagatan hefur að ósekjuverið gerð að eins konar sýn- isbók borgarstjórnar Reykjavíkur um stjórnleysi, eyðslu og skipulags- slys.    Sérkapítuli íþeirri bók hlýt- ur að fjalla um flótta undan ábyrgð.    Þegar kjörnirfulltrúar áttuðu sig á því, að borgarbúar og einkum þeir sem næst búa höfðu skömm á því hvern- ig milljónatugum hafði verið kastað á glæ sást undir iljarnar á þeim.    Fullyrt var að embættismennbæru einir alla ábyrgð á klúðr- inu. Ekki var gefið upp hvaða emb- ættismenn áttu í hlut. Kjósendur eiga þann kost að sleppa því að krossa við í næstu kosningum, en gætu í staðinn lagt krans við kross- inn á leiði óþekkta embættismanns- ins.    Og nú hefur þessari „vegferð,“eins og nútímastjórnmálamenn taka til orða, verið haldið áfram. Íbúar voru í gær boðaðir á fund með borgaryfirvöldum en þau mættu ekki sjálf. Ekki einu sinni árans óþekkti embættismaðurinn, nema hann hafi verið óþekkjanlegur á fundinum.    Þar sátu í öndvegi menn fráKPMG og bjuggu til „ekki- fund“ að fyrirmynd stjórnlagafund- arins fræga. Máttu fundarmenn því ekki láta heyra í sér, svo aðrir fund- armenn heyrðu.    Ekki kom fram á fundinum hvortKPMG yrði í framboði í vor eða hvort borgarfulltrúar byðu fram í einu lagi undir kjörorðinu: Kjósið Pólitíkusana Möglunarlaus og Góð. Hofsvallagatan. Steinn í götu vegferðar STAKSTEINAR Veður víða um heim 19.3., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Bolungarvík 1 skýjað Akureyri 0 snjókoma Nuuk -12 léttskýjað Þórshöfn 4 alskýjað Ósló -1 alskýjað Kaupmannahöfn 8 skýjað Stokkhólmur 0 snjókoma Helsinki 0 heiðskírt Lúxemborg 12 heiðskírt Brussel 15 heiðskírt Dublin 14 léttskýjað Glasgow 12 léttskýjað London 15 heiðskírt París 15 heiðskírt Amsterdam 12 heiðskírt Hamborg 11 léttskýjað Berlín 10 skúrir Vín 12 skýjað Moskva -1 skýjað Algarve 17 heiðskírt Madríd 18 heiðskírt Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 18 léttskýjað Róm 17 skýjað Aþena 21 heiðskírt Winnipeg -3 alskýjað Montreal -7 alskýjað New York 2 alskýjað Chicago 7 skúrir Orlando 17 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 20. mars Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 7:28 19:43 ÍSAFJÖRÐUR 7:33 19:49 SIGLUFJÖRÐUR 7:16 19:32 DJÚPIVOGUR 6:58 19:13 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þéri i Orkusparnaður með Nergeco hraðopnandi iðnaðarhurðum Nergeco • Opnast hratt & örugglega • Eru orkusparandi • Þola mikið vindálag • Eru öruggar & áreiðanlegar • Henta við allar aðstæður • 15 ára reynsla við íslenskar aðstæður & yfir 130 hurðir á Íslandi Með hraðri opnun & lokun sem & mikilli einangrun má minnka varmaskipti þar sem loftskipti verða minni Intelligent curtain sem veitir aukið öryggi Kristrún Heimisdóttir hefur sent Morgunblaðinu athugasemd vegna fréttar í blaðinu 18. mars þar sem sagði að við myndun minnihluta- stjórnar 2009 hefði verið rætt um að Svavar Gestsson yrði formaður samninganefndar við ESB. Var fréttin byggð á frásögn Vísis af fundi Samfylkingar í sept. 2010. Var þar haft orðrétt eftir Kristrúnu „að þeir sem sömdu stjórnarsáttmálann fyrir okkur í vinstristjórninni í árs- byrjun 2009 voru nánast búnir að samþykkja að hann [Svavar] yrði aðalsamningamaður um Evrópu- sambandið“. Kristrún leiðréttir þetta í yfirlýsingu: „Á fundi 2010 vís- aði ég til þess að til hefði staðið að gera Svavar Gestsson að formanni samninganefndar um ESB-aðild. Það var ekki í febrúar við myndun minnihlutastjórnar heldur eftir kosningar það vor sem þetta stóð til en varð ekki,“ sagði Kristrún. ÁRÉTTING VEGNA SAMNINGANEFNDAR VIÐ ESB Rætt um Svavar sem formann eftir kosningar Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Ekkert skip var við loðnuleit eða veiðar í Faxaflóa eða Breiðafirði í gær. Svo virðist sem loðnuvertíð sé lokið þó svo að enn sé eftir að veiða um sextán þúsund tonn af kvótanum, samkvæmt því sem fram kemur á vef Fiskistofu. „Við höfum ekki gefið upp alla von og loðnunótin verður um borð í skipunum eitthvað fram í næstu viku,“ sagði Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslu- stöðvarinnar í Vestmannaeyjum, í gær. Hann segist ekki vera bjart- sýnn og vertíðin hafi á margan hátt verið sérkennileg. Þá hafi stöðug ótíð gert mönnum erfitt fyrir. Til að byrja með í janúar hafi veiðst ágætlega, en síðan hafi loðnan horfið fyrir norðaustan land. Hún hafi síðan skotið upp kollinum við Ingólfshöfða undir miðjan febrúar og hafi þá verið á mikilli hraðferð vestur með Suður- landinu. Um tíma hafi fengist góð- ur afli í Faxaflóa, en vegna ótíðar hafi skipin ekki komist á eftir loðnunni til veiða í Breiðafirði. Loks hafi komið skot að vestan, en eftir að hafa gefið vel í sólar- hring hafi sú loðna horfið. Skipin hafi leitað norður með Vestfjörðum um helgina og allt austur í Skjálfanda og síðan sömu leið til baka í Breiðafjörð og Faxa- flóa. Ekkert fannst og héldu skip- in til heimahafnar í gær og í fyrradag. Nótin um borð fram í næstu viku  Útlit fyrir að vertíðinni sé lokið Morgunblaðið/Golli Loðnuskip Við veiðar undan Þorlákshöfn í seinasta mánuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.