Morgunblaðið - 20.03.2014, Síða 10

Morgunblaðið - 20.03.2014, Síða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 Viltu vinna ævintýraferð fyrir tvo til Indlands? Ljósmyndasamkeppni Tiger 2014 Taktu mynd og deildu á tigercamera.com. Viðfangsefnið í ár er fjölskylda – lítil fjöslkylda eða hin útbreidda stórfjölskylda sem við erum öll hluti af eða eitthvað allt annað? Það er þitt að túlka. Auk ferðarinnar fær vinningshafi mynd sína birta ásamt 50 öðrum myndum úr keppninni í alþjóðlegri ljósmyndabók Tiger 2014. Samkeppnin er frá 10. mars til 5. maí 2014 og þú tekur þátt á tigercamera.com/participate. Öll skilyrði eru á www.tigercamera.com. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is M atreiðsla og matar- menning hefur tek- ið miklum fram- förum á Íslandi á undanförnum ára- tug. Veitinga- og matreiðslustöðum hefur fjölgað og úrval rétta er meira en nokkurn tíma fyrr. Aukin umfjöllun og samanburður á netinu eykur jafnframt kröfur neytenda um gæði og ferskleika og standa ís- lenskir matreiðslumenn fyllilega undir þeim kröfum landsmanna enda sannað sig hér heima og er- lendis sem heimsklassakokkar. Bestur á Norðurlöndum Viktor Örn Andrésson mat- reiðslumaður heldur uppi góðum orðstír íslenskra matreiðslumanna bæði hér heima og erlendis en hann sigraði í vikunni í Norður- landakeppni í matreiðslu sem fram fór í Herning í Danmörku. „Ég var að keppa við bestu matreiðslumenn á Norðurlöndum. Hvert land sendir matreiðslumann ársins í keppnina en ég hlaut þann heiður hér á Ís- landi í september á síðasta ári,“ segir Viktor, sem starfar sem yf- irmatreiðslumeistari Lava í Bláa lóninu og hefur gert frá árinu 2010. Auk þess er Viktor liðsstjóri ís- lenska kokkalandsliðsins. Marga af bestu matsölustöðum Evrópu er að finna á Norður- löndum að sögn Viktors og segir hann Dani þar fremsta meðal jafn- ingja. Keppinautar hans hafa því ekki verið neinir aukvisar. „Tilfinn- ingin að vinna Norðurlandakeppn- ina er stórkostleg enda keppinaut- arnir ekki af verri endanum. Keppnin sjálf og undirbúningurinn Norðurlandameist- ari matreiðslumanna Meistarakokkurinn Viktor Örn Andrésson sigraði í matreiðslukeppni bestu mat- reiðslumanna Norðurlanda. Þorskur, humar, nautakjöt, marsípan og súkkulaði var galdurinn að bragðlaukum dómnefndarinnar auk aga, skipulags og góðra vinnubragða í eldhúsinu. Skúrinn Kokkar leggja ýmislegt á sig til að elda dýrindismat fyrir við- skiptavini sína og fara út í öllum veðrum til að sækja og elda gott hráefni. Hlaupari Meistarakokkurinn með litla bróður sínum Óskari en þeir bræður tóku þátt saman í Ladabæjarhlaupinu og unnu auðvitað til verðlauna. Tveir ungir en reyndir lögmenn hafa opnað heimasíðuna lánsveð.is þar sem þeir fræða fólk um ábyrgðar- yfirlýsingar og þá þróun sem dóm- stólar hafa fetað um slíka einkarétt- arlega samninga á undanförnum árum. „Fjöldi fólks gerir sér ekki grein fyrir því hver réttarstaða þess er gagnvart fjármálafyrirtækjum og lífeyrissjóðum og við viljum auðvelda fólki að meta stöðu sína og fræðast um rétt sinn,“ segir Vilhjálmur Þ.Á. Vilhjálmsson, lögmaður hjá Borgar- lögmönnum, en hann stofnaði síðuna ásamt vinnufélaga sínum, Þórði Guð- mundssyni lögmanni. „Bankar og sparisjóðir gengu undir samkomulag árið 1998 og 2001 sem veitir ábyrgðarmönnum og þeim sem veita lánsveð töluverða réttarvernd. Þeir sem vilja kynna sér betur rétt sinn geta farið á síðuna okkar og haft samband til að kynna sér rétt sinn.“ Vefsíðan www.lansved.is Morgunblaðið/Ernir Réttur Mikilvægt er fyrir alla að þekkja sinn rétt og fá niðurstöðu sinna mála. Þekkirðu þína réttarstöðu? Í dag eru vorjafndægur og í tilefni af því og brúkaupsafmæli Yoko Ono og John Lennon verður Friðarsúlan í Við- ey tendruð. Yoko Ono og John Lenn- on gengu í hjónaband þennan dag ár- ið 1969 en eins og frægt er eyddu þau hveitibrauðsdögunum nakin upp í rúmi í friðsamlegum mótmælum gegn stíðinu í Víetnam. Friðarsúlan munlýsa upp næturhiminni í eina viku og því tilvalið að sigla út í Viðey og njóta náttúrunnar meðan hugsað er um frið á þessum tímamótum þeg- ar dagur og nótt eru jafn löng og dag- inn fer að lengja enn frekar á kostnað skammdegisins. Endilega... ...skellið ykkur út í Viðey Morgunblaðið/Kristinn Friður Friðarsúlan tendruð í Viðey. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Það muna eflaust margir eftir út- varpsþættinum Hvítir mávar sem Gestur Einar Jónasson stýrði um ára- bil á Rás 2. Nú munu þættirnir snúa aftur, í nýjum búningi þó, þar sem þeir verða sýndir á sjónvarpsstöðinni N4. Í þáttunum fær Gestur til sín gott fólk, drekkur með því kaffi og segir og fær að heyra skemmtilegar sögur. Þættirnir eru sýndir einu sinni í viku og var fyrsti þátturinn sýndur í gær- kvöldi. „Þeir á N4 höfðu samband við mig um daginn og spurðu hvort ég hefði áhuga á að endurvekja Hvíta máva í sjónvarpi og ég var auðvitað meira en til í það,“ segir Gestur í samtali við blaðamann.. Fyrsti við- mælandi Gests var Eyþór Ingi Jóns- son, organisti í Akureyrarkirkju. Gestur segist vera spenntur fyrir þessu nýja verkefni. „Síðan er ég svo glaður að þeir vildu halda í gamla nafnið, Hvítir mávar, sem er íslenskt og gott nafn.“ Aðspurður segist Gestur hafa gaman af fjölmiðlum og að honum finnist þetta skemmtilegt starf. „Mér líður vel og það er fyrir öllu, það er aðalmálið.“ segir Gestur að lokum. audura@mbl.is Nýr sjónvarpsþáttur á N4 Sófinn Gestur Einar Jónasson á góðri stundu í góðum hópi. Gestur Einar Jónasson snýr aftur með þáttinn Hvítir mávar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.