Morgunblaðið - 20.03.2014, Síða 11

Morgunblaðið - 20.03.2014, Síða 11
Sigurvegari Viktor Örn Andrésson á verðlaunapalli í Norðurlandakeppninni í matreiðslu í Herning í Danmörku. fyrir hana var mér líka mjög lær- dómsríkur og á eftir að nýtast í framtíðinni.“ Þorskur, humar og naut Keppendur í Norðurlanda- keppninni í ár fengu seint að vita hvaða hráefni unnið yrði með og því mikilvægt að hafa gott hug- myndaafl og vera fljótur að reiða fram dýrindis rétti. „Við eldum fyr- ir tólf og höfum fjóra tíma í forrétt og síðan klukkutíma á milli rétta. Alls eru þetta því sex tímar og mikilvægt að skipuleggja tímann vel. Ég þurfti því að vera búinn að skipuleggja í þaula allt sem ég ætl- aði að gera,“ segir Viktor en hann eldaði þorsk og humar í forrétt, nautahrygg og nautakinn í aðalrétt og í eftirrétt gerði hann marsipan- kökku með dökku lífrænu súkku- laði. Hráefnið er auðvitað fyrsta flokks í keppnum sem þessari og því skiptir bragð og framsetning miklu máli en einnig er horft til annarra þátta í heildareinkunn keppenda. „Helmingur stiga er gef- inn fyrir bragð og tíu pró- sent fyrir útlit og fram- setningu. Dómarar horfa einnig til vinnu- bragða okkar í eldhús- inu og hreinlætis, en sá þáttur gildir 40 prósent.“ Reynsla Viktors, sem var um tíma m.a. kokkur á Michelin- stjörnustaðnum Domaine de Clair- fontaine í Lyon í Frakklandi, hefur komið honum vel í keppninni. Krefjandi starfsvettvangur Viktor er aðeins 29 ára gamall en hann hefur starfað við mat- reiðslu í meira en áratug. „Ég byrjaði að vinna í uppvaskinu á Kaffi Viktor 14 ára gamall og færði mig svo yfir í eldhúsið hjá þeim fljótlega en síðan fór ég í nám og læri á Hótel Sögu þegar ég var 16 ára.“ Starfið getur verið mjög krefj- andi og vaktirnar langar á vinsæl- ustu veitingahúsum og matreiðslu- stöðum landsins. Viktor segir því mikilvægt að vera í góðu formi enda kokkar á þeytingi allan dag- inn og tækifærin fá til að tylla sér niður og slaka á. „Ég er á fullu í crossfit hjá Bootcamp sem er gífur- lega skemmtilegt og hjálpar mér að halda mér í formi. Í sex tíma keppni eins og Norðurlanda- keppninni er ekki síður mikilvægt að hafa gott úthald en að geta eld- að.“ Í frítíma sínum stundar Viktor einnig snjóbrettasprotið og nýtur útiverunnar á Íslandi enda hefur landið upp á ótrúlega náttúru að bjóða. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 Krónan Gildir 20.- 23. mars verð nú áður mælie. verð Grísabógur hringskorinn................................... 598 798 598 kr. kg Grísahryggur m/pöru ....................................... 998 1.298 998 kr. kg Grísakótilettur ................................................. 998 1.469 998 kr. kg Grísagúllash ................................................... 1.098 1.498 1.098 kr. kg Grísasnitsel .................................................... 1.098 1.498 1.098 kr. kg Grísalundir...................................................... 1.698 2.197 1.698 kr. kg Esju bayonne skinka ........................................ 1.199 1.598 1.199 kr. kg Esju sænsk skinka........................................... 1.199 1.598 1.199 kr. kg Kjarval Gildir 23.- 23. mars verð nú áður mælie. verð Goða lambalæri sneitt, frosið ........................... 1.699 2.049 1.699 kr. kg Ali Spareribs ................................................... 958 1.198 958 kr. kg Búrfells brauðskinka 250 g .............................. 369 449 369 kr. pk. Kelloggs Coco Pops 295 g ............................... 509 539 509 kr. pk. FP Eldhúsrúllur 4 stk ........................................ 384 480 384 kr. pk. Veronabrauð nýbakað...................................... 428 536 428 kr. pk. Fjarðarkaup Gildir 20. - 22. mars verð nú áður mælie. verð Svínahnakki úrb. úr kjötborði............................ 1.198 1.598 1.198 kr. kg Svínalundir úr kjötborði.................................... 1.598 2.398 1.598 kr. kg Lambainnralæri úr kjötborði ............................. 2.598 3.498 2.598 kr. kg Saltkjöt valið úr kjötborði ................................. 1.398 1.998 1.398 kr. kg Fjallalambs lambahryggur frosinn ..................... 1.745 2.049 1.745 kr. kg Danskur lífrænn kjúklingur 1,2 kg ..................... 2.326 2.579 2.326 kr. stk. Gríms fiskibollur frosnar 2 kg............................ 1.598 1.998 1.598 kr. pk. Matfugl kjúklingastrimlar 300 g ........................ 729 882 729 kr. pk. Nóatún Gildir 21.- 23. mars verð nú áður mælie. verð Lamba framhryggjarsneiðar úr kjötb. ................. 2.099 2498 2.099 kr. kg Lambalæri hvítl.& rósmarin, úr kjötborði............ 1.349 1.598 1.349 kr. kg Laxaflök beinhreinsuð, úr fiskborði.................... 1.899 2.398 1.899 kr. kg ÍM Kjúklingur heill, ferskur ................................ 799 969 799 kr. kg Íslenskar kartöflur í lausu ................................. 199 229 199 kr. kg ItalPizza 2 tegundir 350 g ................................ 499 549 499 kr. stk. Helgartilboðin Marsipankakan sem Viktor bak- aði í Norðurlandakeppninni er algjört sælgæti en auðvelt að gera. 250 g marsipan 250 g sykur 250 g smjör 250 g egg 125 g möndluduft 25 g hveiti Allt hráefnið er unnið vel sam- an í matvinnsluvél. Bakki eða form smurt með smjöri og deig- inu hellt ofan í. Síðan má saxa niður súkkulaðibita og strá yfir ásamt heslihnetum og ferskum rifsberjum. Kakan er bökuð á 150°C í um það bil 20 mínútur. Marsipan- kaka UPPSKRIFT Meðgönguljóð og Fríyrkjan efna til Ljóðaslamms klukkan átta í kvöld á Loft Hostel í Bankastræti. Þar keppa ljóðskáld sín á milli og aðeins eitt þeirra mun standa uppi sem sigur- vegari. Reykjavíkurdætur munu spila í dómarahléinu en dómnefndina skipa skáldin Hallgrímur Hlegason, Sigur- björg Þrastardóttir, Bergrún Anna Hallsteinsdóttir, fyrir hönd Með- gönguljóða, og Stefán Ingvar Vigfús- son, fyrir hönd Fríyrkjunnar. Bæði félögin sem standa að keppn- inni eru grasrótarfélög en Meðgöngu- ljóð hefur sérhæft sig í útgáfu efni- legar skálda sem flest eru að stíga sín fyrstu opinberu skref á ferlinu. Forlagið hefur gefið út fyrstu ljóða- bækur fimm skálda sem og eitt kvæðasafn með þekkt Reykjavíkur- skáld í bland við óþekkt. Fríyrkjan er skáldskaparhópur ung- menna og hefur gefið út eitt safnrit með ljóðum eftir 21 ungskáld. Kynnir Ljóðalympíuleikanna, Ljóðaslamms er engin önnur en Val- gerður Þóroddsdóttir. Ljóðskáld keppa sín á milli Ljóðaslamm milli efnilegra ljóðskálda í Loft Hostel

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.