Morgunblaðið - 20.03.2014, Síða 12

Morgunblaðið - 20.03.2014, Síða 12
BAKSVIÐ Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Kjaradeilu grunnskólakennara við Samband íslenskra sveitarfélaga var vísað til ríkissáttasemjara í fyrra- dag. Samningar hafa verið lausir í um tvö ár, viðræður hafa staðið yfir með hléum undanfarna mánuði án teljandi árangurs og formaður Fé- lags grunnskólakennara segir kenn- ara orðna óþolinmóða. Fyrsti fundur undir stjórn ríkissáttasemjara verð- ur haldinn í fyrramálið og á samn- ingaborðinu eru umtalsverðar hækkanir og verulegar breytingar á vinnutíma. „Við vísuðum þessu til ríkissátta- semjara til að skerpa á viðræðun- um,“ segir Ólafur Loftsson formaður Félags grunnskólakennara. Í viðtali við mbl.is í síðasta mánuði sagði Ólafur að verið væri að ræða 25-30% launahækkun og að verið væri að ræða samningsgerð til ársins 2017. Spurður hvort þessar hug- myndir séu enn uppi á borðinu segir hann svo vera. „Við erum ennþá að ræða við sveitarfélögin um samning til ársins 2017 þar sem launin okkar yrðu sambærileg við laun annarra háskólamenntaðra stétta. Það sem við höfum verið að ræða undanfarið er hvaða efnisatriði væru inni í slík- um samningi. Það samtal er ennþá í gangi, en það þarf að fara að klára það.“ Ekki farin að huga að verkfalli Sveitarfélögin hafa í gegnum tíð- ina lagt áherslu á að breyta þurfi vinnufyrirkomulagi grunnskóla- kennara og að undanförnu hefur ver- ið reynt, að sögn Ólafs, að finna á því sameiginlegan flöt. „Þar erum við stödd í viðræðunum núna. Vegna þess hvernig skólinn hefur breyst á undanförnum árum, höfum við lagt áherslu á að kennarinn hafi svigrúm til að sinna síbreytilegum nemenda- hópi og sífellt fleiri verkefnum. Ef það er hægt að tvinna þetta saman við hugmyndir sveitarfélaganna um breytt vinnutímafyrirkomulag, ætt- um við að ná árangri.“ Kjarasamningar grunnskólakenn- ara hafa verið lausir í tvö ár. „Mann- skapurinn er farinn að ókyrrast og þess vegna verðum við að fara að fá svör við þessum spurningum.“ Setjið þið ykkur einhver tímamörk varð- andi það hvenær þið viljið vera búin að ná samningum? „Núna er þetta í höndum ríkissáttasemjara sem ákveður hvernig spilast úr þessu. Ég á frekar von á því að menn vilji vinna þetta frekar hratt, auðvitað viljum við semja sem fyrst og vegna þess hvernig skólastarfið er skipulagt væri nauðsynlegt að klára þetta fyrir sumarleyfi. Það væri vond staða að vera með þetta óklárað út í sumarið.“ Forystumenn framhaldsskóla- kennara fóru að ræða verkfall fljót- lega eftir að deilu þeirra við ríkið var vísað til ríkissáttasemjara. Eru grunnskólakennarar farnir að huga að verkfalli? „Við erum ekkert farin að ræða það eða velta því fyrir okkur á þessum tímapunkti,“ segir Ólafur. Við erum að að einbeita okkur að því að klára samninga.“ Vilja taka niður girðingar Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, staðfestir að verið sé að skoða mögulegar leiðir til verulegra hækkana á grunnlaunum grunnskólakennara. „Við höfum ver- ið að skoða leiðir að því markmiði með því að gera breytingar á vinnu- tímaákvæði kjarasamningsins,“ seg- ir Inga Rún. Spurð að því í hverju þessar breytingar felist segir hún að aðalinntak þeirra sé að kennarar skili vinnu sinni innan veggja skól- ans, á dagvinnutíma og að núverandi vinnufyrirkomulag grunnskólakenn- ara, þar sem vinnutímanum sé skipt niður eftir verkefnum, verði að mestu afnumið. „Við myndum vilja taka niður allar þessar girðingar og færa vinnutímann í það horf sem er almennt á vinnumarkaði.“ Hvers vegna leggið þið svona mikla áherslu á þetta? „Það eru breyttar kröfur í skólastarfi og nú- verandi fyrirkomulag gerir erfiðara um vik að uppfylla þær,“ segir Inga Rún. Hún segir að nokkrir skólar á landinu hafi um skeið unnið sam- kvæmt þessu fyrirkomulagi, það hafi reynst vel og að þar mælist starfs- ánægja kennara einna mest. Mannskapurinn er farinn að ókyrrast  Grunnskólakennarar og sveitarfélög til ríkissáttasemjara á morgun  Ræða verulegar hækkanir og vinnutímabreytingar Inga Rún Ólafsdóttir Ólafur Loftsson Morgunblaðið/Eggert Í skólanum Kjarasamningar grunn- skólakennara hafa verið lausir í um tvö ár og hefur deilunni nú verið vísað til ríkissáttasemjara. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 „Þetta er áhugaverð skýrsla og margt í henni sem ég tel til mikils gagns í umræðu um menntamálin, það eru til dæmis sláandi tölur um kostnað við brottfall nemenda,“ seg- ir Illugi Gunnarsson menntamála- ráðherra um skýrslu Samtaka sveit- arfélaga á höfuðborgarsvæðinu um sameiginlega skólastefnu, sem kynnt var í vikunni. Í skýrslunni kemur m.a. fram að kostnaður samfélagsins vegna brott- falls nemenda úr framhaldsskólum sé áætlaður um 52 milljarðar króna, þar af 32 milljarðar á höfuðborgar- svæðinu. Lögð er fram aðgerðaáætl- un til að minnka brottfallið og kallað eftir nánu samstarfi ríkis og sveitar- félaga. Í skýrslunni er sömuleiðis hvatt til þess að þau sveitarfélög á höfuð- borgarsvæðinu, sem áhuga hafa, fái leyfi menntamálayfirvalda til að taka yfir rekstur einstakra framhalds- skóla. Það sé þá þróunarverkefni til fimm ára. Menntamálaráðherra er hins vegar efins um þessa yfirtöku. „Það kann að virka ágætlega hjá tilteknum sveitarfélögum sem hafa til þess styrk, en verður erfiðara hjá öðrum,“ segir Illugi og bendir á að valmöguleikar nemenda verði ekki þeir sömu, t.d. á að sækja nám út fyr- ir sitt hérað, og fleira kæmi til. „Hins vegar er full ástæða til að fara í gegnum þessa umræðu og ræða þetta við sveitarfélögin. Fyrstu viðbrögð eru þau að það þarf að sannfæra mig með gildum rökum um að þetta gangi upp fyrir allt landið. Ég tel það í raun ekki ganga að hafa tvöfalt kerfi, að sumir skólar verði reknir af ríkinu en aðrir af sveitar- félögunum. En ég fagna allri um- ræðu og þessi skýrsla sveitarfélag- anna er mjög gott framtak,“ segir Illugi. bjb@mbl.is Meinbugir á yfir- töku sveitarfélaga  Menntamálaráð- herra segir kostnað við brottfallið sláandi Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Framhaldsskólar Langflestir fram- haldsskólar eru reknir af ríkinu. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Fastanefnd Íslands hefur fundað með flestum af þeim 166 ríkjum sem eiga aðildarsamning að Al- þjóðlega hafréttarsamningnum í viðleitni sinni til þess að afla fram- boði Tómasar H. Heiðar, til dómara hjá Alþjóðlega hafréttardóm- stólnum, fylgis. Fram kemur í fyr- irspurn til utanríkisráðuneytisins að allar sendiskrifstofur Íslands hafi beitt sér fyrir framboðinu með það að markmiði að ná eyrum 193 aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna. Dómarakjörið mun fara fram á að- ildarríkjafundi hafréttarsamnings- ins í New York í júní 2014. Fram- boð Íslands er samnorrænt og nýtur stuðnings hinna Norður- landanna. Vesturlönd eiga aðeins 3-4 sæti af 21 í dóminum og er því mikil samkeppni um þessar fáu dómarastöður. Mótframbjóðandi Tómasar heitir Helmut Türk og er frá Austurríki. Hann hefur verið dómari við Al- þjóðlega hafréttardóminn frá 2005 en er nú tilnefndur til endurkjörs af hálfu Möltu. Kappsmál fyrir Ísland Í svari við fyrirspurn til utanrík- isráðuneytisins kemur fram að litið er á framboðið sem afar mikilvægt fyrir Ísland í ljósi mikilla hags- muna þess í hafréttarmálum og að það sé eðlilegt þegar litið er til góðs orðspors Íslands á þessu sviði. ,,Hafréttarsamningur Sameinuðu þjóðanna er sá samningur sem hef- ur haft mest áhrif á efnahagslega velferð á Íslandi og er það því kappsmál fyrir Ísland að valinn maður sé í hverju rúmi þegar kem- ur að þeim stofnunum sem settar voru á stofn samkvæmt samn- ingnum,“ segir í svarinu. Enn- fremur kemur fram að kostnaður við framboðið liggi ekki fyrir, en leitast sé við að gæta hófs við hann. Íslendingar hafa áður átt fulltrúa hjá dómstólnum, árin 1996-2002 þegar Guðmundur Eiríksson sinnti starfinu. Morgunblaðið/Kristinn Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn Tómas H. Heiðar hefur verið tilnefndur til að taka sæti hjá Alþjóðlega hafréttardómstólnum í Hamborg. Miklu til tjaldað til við framboðið Framboð Íslands » Tómas H. Heiðar hefur verið tilnefndur til sætis dómara við Alþjóðlega hafréttardómstól- inn í Hamborg. » Miklu hefur verið til tjaldað til að afla framboðinu fylgis meðal aðildarríkja SÞ. » Litið er á framboðið sem af- ar mikilvægt fyrir Ísland í ljósi mikilla hagsmuna þess í haf- réttarmálum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.