Morgunblaðið - 20.03.2014, Page 14

Morgunblaðið - 20.03.2014, Page 14
SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Hinn siðferðislegi grundvöllur fóst- urskimunar og -eyðingar þarf að vera skýr. Svo er ekki í dag. Sömu- leiðis þarf að ræða málið út frá þeirri áleitnu spurningu hvort ákveðinn hópur fólks sé óvelkominn,“ segir Guðmundur Ármann Pétursson sem situr í stjórn Félags áhugafólks um Down-heilkennið. Í föstudag, 21. mars, er alþjóðleg- ur dagur heilkennis þessa, en fyrir tveimur árum lýstu Sameinuðu þjóð- irnar því yfir að á þeim degi yrði at- hygli vakin á lífi fólks með Downs. Dagsetningin, 21.3, er valin með til- liti til þess að heilkennið orsakast af aukalitningi, það er af 21. litningi eru þrjú eintök en ekki tvö eins og venj- an er. Standi ekki andspænis vali Með ómskoðun, legvatnsástungu og blóðprufum fá konur í mæðra- skoðun að vita hvort barnið sé með Downs. Undantekningalítið velja foreldrar að eyða skuli fóstrinu og það setur Guðmundur Ármann spurningarmerki við. „Upplýsingarnar sem fólk fær eru einhliða og snúast um mögulega erf- iðleika. Hér finnst mér ekki rétt að málum staðið. Ef foreldrar eiga von á barni eiga þeir að taka á móti því eins og það kemur frá skaparanum. Þeg- ar foreldrar fara í mæðraskoðun eiga þeir ekki að standa andspænis vali. Er ekki verið að gefa fólki meiri upp- lýsingar en það bæði vill og jafnvel ætti að fá?“ Gumundur Ármann bendir á að á síðasta ári hafi þessi mál verið til um- fjöllunar í Bretlandi og á vettvangi breska þingsins sé nú verið að útbúa regluverk um þetta efni. Hið sama þurfi að gera á Íslandi og því standi til að kynna málið á næstunni, þing- mönnum og fleirum. Sú var tíðin að á ári hverju fædd- ust á Íslandi um tíu einstaklingar með Downs – en í dag aðeins einn til tveir. Þessu hafa þekkingin og vís- indin breytt. „Fólk með Downs getur ekki síður en aðrir átt innihaldsríkt og skemmtilegt líf, fullt tækifæra,“ segir Guðmundur Ármann. Þeim Birnu Guðrúnu Ásbjörnsdóttur fæddist fyrir fjórum árum sonurinn Nói Sær sem er með Downs. Þau af- þökkuðu fósturskimun á sínum tíma og sjá ekki eftir því. Barnið hafi verið og sé velkomið. „Fyrir mig hefur verið áhugavert að kynnast velferðarkerfinu frá hlið aðstandanda. Yfirleitt er ég hinum megin við borðið,“ segir Guðmundur Ármann, sem er framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi. Segir að þar búi fólk með Downs sem á sinn hátt eigi gott líf, haldi heimili, stundi vinnu og taki þátt í félagsstarfi. „Með lífsreynslu lærir maður æ betur að meta fjölbreytileika mannlífsins. Við erum öll sérstök á einhvern hátt.“ Rannsóknirnar orka tvímælis Morgunblaðið/Kristinn Gleði Með lífsreynslu lærir maður æ betur að meta fjölbreytileika lífsins, segir aðstandandi um líf fólks með Downs.  21.3. er dagur Downs heilkennisins  Fólkið getur átt innihaldsríkt líf sem er fullt tækifæra  Telur upplýsingar til verðandi foreldra einhliða um erfiðleika 14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 Kringlunni 4 Sími 568 4900 Kringlu kast 20 % afsláttur af öllum vörum PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 31. mars. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Brúðkaupsblaðið Föstudaginn 4. apríl kemur út Brúðkaupsblað Morgunblaðsins SÉRBLAÐ Fatnaður fyrir brúðhjónin, förðun og hárgreiðsla, brúðkaupsferðin, veislu- matur, veislusalir og brúðargjafir verða meðal efnis í blaðinu. -Meira fyrir lesendur Sérstakur sak- sóknari kærði í byrjun vikunnar úrskurð Héraðs- dóms Reykjavík- ur í svonefndu Aserta-máli til Hæstaréttar. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sér- stakur saksókn- ari. Í málinu eru fjórir karlmenn ákærðir fyrir brot gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál. Meint brot mannanna gengu út á milligöngu um gjaldeyrisviðskipti með íslenskar krónur gegn erlend- um gjaldeyri og fjármagnsflutn- inga á íslenskum krónum til Íslands tengda þeim viðskiptum. Starfsem- in var rekin í nafni sænska félags- ins Aserta AB sem hinir ákærðu réðu yfir. Viðskiptin námu 14,3 milljörðum króna, án heimildar Seðlabanka Íslands. Héraðsdómur vísaði ákærunni frá vegna óskýrleika. Sérstakur saksóknari hyggst láta reyna á það fyrir Hæstarétti hvort ákæran sé nógu skýr til að málið haldi áfram fyrir héraðsdómi. Kærir úrskurð í Aserta-máli Ólafur Þór Hauksson Skrifað hefur verið undir sam- starfssamning milli Smáralind- ar, Kópavogs- bæjar og Hóp- bíla Teits Jónassonar um að halda úti reglubundnum ókeypis ferðum ferðamanna- vagns í sumar. Ferðamanna- vagninn mun fara fjórar ferðir á dag, frá upp- lýsingamiðstöð ferðamanna í Aðal- stræti í Reykjavík inn í Kópavog og fimm ferðir á fimmtudögum. Í Kópavogi munu ferðamenn geta valið um að fara með vagninum í Hamraborg eða Smáralind. Tekur ferðamannavagninn 20 farþega í sæti auk þess sem stæði eru fyrir 12 manns. Ferðamannavagn í Kópavogi í sumar Verslunarmiðstöðin Smáralind. „Við verðum því að hugsa þessi mál alveg upp á nýtt. Hverjar sem skoðanir fólks eru, trú, litar- háttur, kynhneigð og svo fram- vegis, eiga allir sinn rétt og for- dómar eru víkjandi. Hví ætti ekki að vera eins með Downs fólk?“ segir Guðmundur Ármann Pét- ursson. Á fyrstu áratugum 20. aldar- innar voru áhrifamiklir einstakl- ingar áfram um mannræktar- stefnu, þar sem yfirburðir hins norræna kyn- stofns voru út- gangspunktur. „Í dag þykja slík sjónarmið fráleit og eru raunar for- dæmd. Ég hef þá trú að alveg á næstu árum verði farið að líta á útilokun Downs-fólks alveg sömu augum.“ Fráleit og fordæmd sjónarmið MANNRÆKTARSTEFNA Á EKKI RÉTT Á SÉR Guðmundur Á. Pétursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.