Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 Nánari upplýsingar á www.heilsa.is Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum Oft er talað umMagnesíum sem„anti –stress“ steinefni því það róar taugarnar og hjálpar okkur að slaka á.Magnesíum stjórnar og virkir um 300 ensím sem gegna mikilvægum hlutverkum í eðlilegri virkni líkamans. Það er nauðsynlegt fyrir frumumyndun, efnaskipti og til að koma á jafnvægi á kalkmyndun líkamans og fyrir heilbrigða hjartastarfsemi.Magnesíum er líka afar hjálplegt við fótaóeirð út af vöðvaslakandi eiginleikum þess.Mjög gott er að taka magnesíum í vökvaformi fyrir svefn til að ná góðri slökun og vakna úthvíldur. Magnesium vökvi • Til að auka gæði svefns • Til slökunar og afstressunar • Hröð upptaka í líkamanum • Gott til að halda vöðvunummjúkum Virkar strax Geislagötu 9, Akureyri, sími 462 1415 www.tonabudin.is Síðumúla 20, Reykjavík, sími 591 5340 www.hljodfaerahusid.is fjöldi gerða og lita Það er ábyrgð Reykjavíkur sem stjórnvalds að standa við sínar fyrri ákvarð- anir sagði Páll Hjalta- son, formaður skipu- lagsráðs, í viðtali við RÚV sunnudaginn 16. mars síðastliðinn. Ég sem íbúi í Úlfarsárdal, nýjasta hverfi Reykja- víkur, fagna þessari yf- irlýsingu en furða mig jafnframt á því hvers vegna þetta eigi ekki alltaf við. Það er frábært að búa í suður- hlíðum Úlfarsárdals, þar býr sérlega skemmtilegt fólk auk þess sem frá- bært skólastarf er unnið í Dalskóla sem vantar þó sárlega framtíðar- húsnæði. Ítrekað hefur Reykjavík- urborg þó varpað skugga á gleði íbú- anna með því að standa ekki við fyrri ákvarðanir tengdar þessu nýjasta hverfi borgarinnar. Lóðir voru seldar háu verði, langt umfram gatnagerð- argjald, eftir mikilfenglegar auglýs- ingar. Hátt verð var meðal annars réttlætt þar sem upp- bygging hverfisins ætti að vera séstaklega hröð, meðal annars voru fyr- irheit um að skóli ætti að vera tilbúinn þegar fyrstu íbúar flyttu í hverfið. Nú átta árum síðar hefur varanlegt skóla- húsnæði ekki verið byggt, nýtt að- alskipulag gerir ráð fyr- ir gjörbreyttu umhverfi miðað við þá útboðsskil- mála sem fyrir lágu þegar ég keypti lóð í dalnum. Ég valdi lóð meðal ann- ars út frá staðsetningu grunnskólans í samþykktu deiliskipulagi. Nú eru uppi hugmyndir um að breyta því skipulagi og flytja skólahúsnæðið austur fyrir hverfið í andstöðu við helstu hagsmunaaðila. Í því samhengi má benda á að búið er að eyða fjár- munum í að teikna skóla á þeim stað sem núgildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir. Ég velti því fyrir mér hvaða rétt ég hef sem neytandi, ég fékk ekki þá vöru sem ég borgaði fyrir. Það er ljóst að borgin hefur ekki staðið við fyrri ákvarðanir sínar tengdar upp- byggingu í Úlfarsárdal, hvaða afleið- ingar getur það haft fyrir Reykjavík- urborg? Einhverjir íbúar íhuga málsókn á hendur borginni þar sem framkvæmdahraði og framtíðar- skipulag hverfisins er engan veginn í samræmi við það sem auglýst var. Miðað við orð Páls Hjaltasonar, for- manns skipulagsráðs, ber Reykjavík- urborg ábyrgð á þessum vanefndum gagnvart þeim sem keyptu bygging- arrétt á fölskum forsendum. Stendur Reykjavíkurborg við fyrri ákvarðanir? Eftir Magnús Kára Bergmann » Það er ljóst að borg- in hefur ekki staðið við fyrri ákvarðanir sín- ar tengdar uppbyggingu í Úlfarsárdal, hvaða af- leiðingar getur það haft fyrir Reykjavíkurborg? Magnús Kári Bergmann Höfundur er frumbyggi í Úlfarsárdal og stjórnarmaður í Íbúasamtökum Úlfarsárdals. Í yfirstandandi viku, nánar tiltekið frá 18. til 24. mars, kjósa sjóðfélagar í Lífeyrissjóði verk- fræðinga, Lífsverki, tvo fulltrúa í stjórn sjóðsins með rafræn- um hætti. Um er að ræða fyrstu kosningu stjórnarmanna sam- kvæmt nýju fyrir- komulagi sem sam- þykkt var á aðalfundi sjóðsins í fyrra. Tilgangur þess að innleiða rafræna kosningu var fyrst og fremst að gera sjóðfélögum auð- veldara að nýta kosningarétt sinn og auka þannig þátttöku í stjórnarkjörinu. Flest bendir til þess að þetta hafi tekist því þegar á fyrstu dögum virðist þátttakan í stjórnarkjörinu vera orðin meiri en hún hefur verið mörg undanfarin ár. Engu að síður vil ég hvetja alla þá sem ennþá eiga eftir að nýta kosningarétt sinn til að greiða at- kvæði og sýna þannig í verki að rekstur lífeyrissjóðsins skipti þá máli. Þegar öllu er á botninn hvolft skiptir staða sjóðsins öllu máli að aflokinni starfsævinni þegar að töku lífeyris kemur. Til að greiða atkvæði geta sjóðfélagar annað- hvort farið í gegnum vefsíðu sjóðs- ins www.lifsverk.is og sjóðfélaga- gátt viðkomandi eða mætt á skrifstofu sjóðsins á afgreiðslutíma þar sem einnig er hægt að greiða atkvæði. Sérstaða Lífeyris- sjóðs verkfræðinga Lífeyrissjóður verkfræðinga, sem er líka opinn mjög mörgum öðrum langskólagengnum Íslend- ingum, hefur allt frá stofnun haft þá sérstöðu meðal íslenskra lífeyr- issjóða að sjóðfélagar hafa kosið stjórnarmenn í beinni kosningu þar sem allir sjóðfélagar hafa jafn- an atkvæðisrétt. Stjórnina skipa fimm stjórnarmenn sem kosnir eru til þriggja ára í senn á þann hátt að tvö ár í röð eru kosnir tveir menn og síðan er kosinn einn á þriðja ári. Með þessu fyrirkomu- lagi eru tryggð tækifæri til breyt- inga en líka ákveðin samfella í stjórninni. Í ár skal kosin ein kona og einn karl í stjórnina og eru frambjóðendur kynntir á vef sjóðs- ins. Fyrir utan þá stað- reynd að sjóðfélögum er treyst fyrir því að kjósa sína stjórn í beinu kjöri má nefna nokkur önnur atriði sem skapað hafa sjóðnum athyglisverða sérstöðu á meðal líf- eyrissjóða. Þannig er t.d. gert ráð fyrir að tvö prósentustig af skyldugreiðslum sam- tryggingar renni í erf- anlegan séreignarsjóð á meðan hin prósentustigin tíu renna til samtryggingardeildar þar sem réttindaávinningur er með því hæsta sem gerist hjá íslenskum sjóðum. Annað atriði sem lengi hefur verið við lýði í sjóðnum eru hag- stæð lánakjör en greiðandi sjóð- félögum standa til boða langtíma- lán allt að 45 milljónum króna á hagstæðum frumlánsvöxtum. Um árabil hafa þessi lán borið lægri vexti en flest þau lán sem íslenskir lífeyrissjóðir hafa boðið upp á. Lýðræði virkar Á síðustu árum hefur Lífsverk gengið í gegnum umtalsverðar breytingar og má því segja að sjóðfélagar hafi sýnt fram á að lýð- ræðið virkar í raun. Frá 2009 hef- ur verið skipt alveg um stjórn og stjórnendur í sjóðnum auk þess sem mótuð hefur verið skýr stefna sem miðar að stöðugleika í rekstri og afkomu. Nú þegar allar for- sendur eru til staðar til þess að það geti tekist ráðumst við í nýjar og spennandi breytingar til þess að gera sjóðfélögum enn auðveld- ara fyrir að hafa áhrif á sjóðinn sinn. Skref fyrir skref ætlum við að gera góðan sjóð enn betri. Ég vil aftur hvetja sjóðfélaga til að nýta atkvæðisrétt sinn og býð nýja sjóðfélaga velkomna til Lífsverks. Sjóðfélagar kjósa stjórn lífeyrissjóðs Eftir Val Hreggviðsson Valur Hreggviðsson » Lífeyrissjóður Verk- fræðinga hefur þá sérstöðu að sjóðfélagar hafa kosið stjórnarmenn í beinni kosningu þar sem allir hafa jafnan atkvæðisrétt. Höfundur er formaður stjórnar Lífeyrissjóðs verkfræðinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.