Morgunblaðið - 20.03.2014, Síða 23

Morgunblaðið - 20.03.2014, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 ✝ Kristján Ósk-arsson fæddist í Reykjavík 18. mars 1959. Hann lést á líknardeildinni í Kópavogi 12. mars 2014. Foreldrar Krist- jáns eru Óskar Indriðason vél- stjóri, f. 9. sept- ember 1930 á Akra- nesi og Selma Júlíusdóttir ilmolíufræðingur, f. 18. júlí 1937 í Reykjavík, d. 26. janúar 2014. Uppeldissystir hans heitir Margrét Erla Guð- mundsdóttir, f. 1979. Maki henn- ar er Örvar Daði Marinósson, f. 1971. Börn hennar eru Kristófer Atli Hagelund Ólason og Tinna Líf Óladóttir. 1984 kvæntist Kristján eiginkonu sinni Mari- lyn Herdísi Mellk myndlistar- manni, f. 4. febrúar 1961. Börn þeirra eru eru Eva Ósk Krist- jánsdóttir, VFX listamaður í London, f. 31. desember 1984 og Kristján Indriði Kristjánsson, starfsmaður hjá Landflutn- ingum Samskipa, f. 7. sept- ember 1988. Foreldrar Marilyn m.a. að geyma lögin Traustur vinur og Kveðjustund. Eftir Samvinnuskólann lauk hann stúdentsprófi í Reykjavík og vann með skóla í hljóðfæraversl- uninni Rín. Eftir það vann hann hjá Skipadeild Sambandsins til 1987, var framkvæmdastjóri sölusamtaka loðdýraræktenda til 1990 og svo hjá Eimskip til 1991. 1992-1995 var tónlistin hans aðalstarf auk þess að vinna í hlutastarfi í Rín. Á þessum tíma spilaði hann m.a. í dúett- inum KOS. 1995 vann hann í söludeild Landflutninga Sam- skipa og varð hann viðskipta- stjóri Innflutningsdeildar Sam- skipa 1999-2008. Þar sá hann um stórflutninga og kenndi fyr- ir hönd Samskipa í Verslunar- skólanum og í Menntaskólanum við Sund. Hann fór í endur- menntun í Háskóla Íslands. Síð- asta árið hjá Samskipum vann hann að því að taka saman kennslubók í flutningafræði sem var svo notuð í Samskipaskól- anum. Útför Kristjáns fer fram frá Grafarvogskirkju í dag, 20. mars 2014, og hefst klukkan 13. eru Kristjana Bjargmundsdóttir Mellk, f. 1925 og George Mellk, f. 1915, d. 1973. Systkini hennar eru Róbert Mellk, maki Guðríður Guðmundsdóttir, og Karen Mellk. Kristján ólst upp í Reykjavík og gekk í Laugarnesskóla. Sem barn fór hann á sumrin til Tálknafjarðar í sumarvist hjá fjölskyldu móðurbróður síns. Hann flutti í Árbæinn 12 ára og spilaði þar sem fyrirliði Fylkis í handbolta til 16 ára aldurs. Hann spilaði einnig fótbolta með Skallagrími í Borgarnesi á ung- lingsárunum. Frá 11 ára aldri til 1981 starfaði hann á sumrin í Olíustöðinni í Hvalfirði. 17 ára fór hann til Vestmannaeyja, spilaði í hljómsveitinni Logum og vann í Vinnslustöðinni til 1977. Hann lauk verslunarprófi 1979 frá Samvinnuskólanum á Bifröst. 1980 tók hann upp fyrstu plötuna með hljómsveit- inni Upplyftingu, sem hefur Elsku frændi. Þegar ég lít til baka birtast ótalmörg minninga- brot um góðar stundir. Þú varst alltaf mikill Skagamaður í þér og duglegur að koma í heimsókn og ég man eins og gerst hafi í gær þegar þú komst og kynntir Mari- lyn fyrir okkur í fyrsta sinn. Mér fannst hún fallegasta kona sem ég hafði augum litið og það finnst mér enn. Samhentari og yndis- legri hjón en ykkur tvö er vart hægt að finna, brosmild, hlý og einstaklega gestrisin. Tónlistin átti hug þinn allan og ég var alltaf heilluð af því hversu leikinn þú varst á hljómborðið. Ég man þegar þú spilaðir í ferming- unni hjá Valda bróður og gestirnir höfðu aldrei verið í jafn skemmti- legri veislu. Svo endurtókstu leik- inn í fermingunni hjá Ingu Maríu þar sem þú spilaðir undir fjölda- söng og Traustur vinur hljómaði um allan salinn. Við eigum margar góðar minn- ingar og ég er þakklát fyrir að við fengum tækifæri til að rifja þær upp. Um daginn rifjaðirðu upp söguna af því þegar þú komst auga á mig eldsnemma morguns sitjandi á varadekkinu úti í veg- kanti á Mýrunum. Ég var 18 ára á leið heim af sjómannaballi í Grundarfirði og það hafði sprung- ið á bílnum. Allt var ryðgað fast og mér tókst ekki að skipta um dekk. Þú hafðir verið að spila á sjó- mannaballinu í Ólafsvík og rakst upp stór augu þegar þú sást frænku þína í vandræðum. Þú skiptir um dekk fyrir mig á auga- bragði og hefur oft strítt mér á þessu síðan. Mér þykir líka afar vænt um þær stundir þegar þú og pabbi þinn komuð til mín í vinnuna í Mosó, voruð að koma til mín pakka frá mömmu þinni sem ég tók með upp á Skaga. Þú áttir líka margar góðar stundir á Akranes- velli enda hafið þið feðgarnir alltaf stutt Skagamenn í blíðu og stríðu. Þið gripuð gjarna tækifærið þeg- ar þið komuð og kíktuð í kaffi hjá ættingjum og einhvern tímann fóruð þið heim með lakkríspoka eins og frægt er orðið. Mig langar sérstaklega, elsku Kristján, minn að þakka þér fyrir þær stundir sem við höfum átt saman undanfarnar vikur og mán- uði. Við vissum ekki hvað við hefð- um langan tíma en við nýttum hann vel. Dagurinn í Fannafold- inni þegar við tókum tónlistar- þemað er ógleymanlegur. Þú spil- aðir uppáhaldsslagarana þína í gegnum árin, við hlustuðum á lög með stelpunum mínum á Youtube og þú leyfðir mér að heyra fallegu lögin sem þú samdir til Marilynar. Það var svo mikill kærleikur og hlýja í kringum þig og þú talaðir svo fallega um fjölskylduna þína sem þú varst svo endalaust stoltur af. Þú minntir mig líka á hvað þú varst glaður yfir að vera nefndur á nafn í umsókninni hennar Ingu Maríu þegar hún sótti um í tónlist- arháskólanum Berklee. Enda höf- um við alltaf verið stolt af því að eiga svona frábæran tónlistar- mann eins og þig í fjölskyldunni okkar. Takk fyrir allt, elsku Kristján minn, allt sem þú hefur gefið af þér, elsku þína og vináttu og síð- ast en ekki síst öll samtölin okkar. Þau verða ævinlega geymd á góð- um stað í hjartanu mínu. Elsku Marilyn, Eva Ósk, Kiddi, Óskar og Erla Magga. Missir ykk- ar er mikill, megi góður Guð vera með ykkur og styðja í sorginni. Sigríður Indriðadóttir. Myndin af Kristjáni, sem stendur mér fyrir hugskotssjón- um, er myndin af litlum sjö ára dreng, sem situr í tröppunum með smíðisgripina sína í kringum sig. Þetta er stoltur drengur enda má hann vera það. Þarna voru vöru- bíll, skip og flugvél. Smíðað úr spýtum og kubbum sem fundust í umhverfinu. Svo flott að ástæða þótti til að taka mynd, þótt filman væri spöruð á þeim árum. Þarna var hann í sumardvöl hjá okkur í Tálknafirði. Hann tók miklu ást- fóstri við Tálknafjörð. Rifjaði upp dvölina þar alltaf öðru hvoru gegnum árin og bananatertuna. Sem fullorðinn maður fóru þau hjónin þangað oft. Hann óx upp og varð ungur maður með músíkina í blóðinu, eins og pabbi hans, sem spilar á harmóniku. Hann fór í Samvinnuskólann á Bifröst, þar sem skólafélagarnir stofnuðu hljómsveitina Upplyftingu, sem allir þekkja. Svo tók lífsbaráttan við. Töffarinn náði í flottustu stelpuna, hana Marilyn, sem var ekki bara falleg heldur líka góð. Börnin urðu tvö. Lítil stelpa, Eva Ósk, sem hló sama dillandi hlátr- inum og pabbi hennar lítill, þegar þeim var skemmt. Og svo góði drengurinn hann Kiddi. Úti í þjóð- félaginu stóð hann sig vel. Í góðri vinnu, þar sem hann naut trausts. Bætti við sig menntun með vinnu og hélt áfram. Músíkin alltaf í far- teskinu. Svo fyrir tólf árum rudd- ist áfallið inn í líf hans. Heilaæxli. Og lífið tók aðra stefnu. Baráttan við vágestinn tók ýmsar sveiflur. Aðgerðir og meðferðir og svo til- tölulega eðlilegt líf á milli. Ég þakka Kristjáni samfylgdina í gegnum árin. Helga Þórðardóttir. Einhver sérstök kyrrð og frið- ur var yfir öllu að morgni 12. mars þegar Kristján frændi sofnaði svefninum langa á líknardeild Landspítalans. Langri baráttu við heilaæxlið, sem hafði uppgötvast fyrir hartnær tólf árum, var lokið. Baráttu þar sem skiptust á skin og skúrir, uppskurðir, lyf og með- ferðir en bjartari tímabil á milli. Síðasti kaflinn var þó sýnu erfið- astur, ekki síst vegna þeirrar óvæntu atburðarásar sem tók völdin í lok janúar. Móðir hans varð bráðkvödd á heimili sínu og faðir hans fluttur á sjúkrahús í kjölfarið, þar sem hann hefur dvalið síðan. Hver er tilgangurinn með því að leggja þetta allt á eina litla fjölskyldu? Það eina sem við getum gert er að þakka fyrir að hafa þekkt þetta góða fólk og ylja okkur við góðar minningar. Við Kristján erum bræðrabörn. Fyrstu minningar mínar um hann eru um lítinn frænda sem kom reglulega í heimsókn upp á Skaga. Í Akraborginni sagði hann hverj- um sem heyra vildi að hann væri sko á leiðinni til „Ibbagogg á Aggagagg“ sem útleggst Ingi- björg á Akranesi! Hann tók ást- fóstri við Akranes, dvaldi mikið hjá ömmu Villu og afa Kristjáni, lærði á bryggjuna og bátana með afa, fékk soðningu og sætsúpu hjá ömmu og naut frelsis og fótbolta- leikja með krökkunum í kring. Hann hélt alla tíð mikla tryggð við Akranes. Frændrækni og tryggð voru hans aðalsmerki. Kristján starfaði lengst af hjá Samskipum, en tónlistin skipaði þó stærstan sess í lífi hans. Hann var frábær hljómborðsleikari og spilaði með ýmsum hljómsveitum út um allt land. Einnig samdi hann bæði lög og texta. Kristján var þeirri gáfu gæddur að kunna að „lesa salinn“, þ.e. að finna fljótt út hvers konar tónlist hentaði á hverjum stað til að búa til réttu stemmninguna. Aldrei mun ég gleyma fimmtugsafmæli mínu, þar sem hann ætlaði jú að koma með hljómborðið og spila nokkur lög, en drengurinn gerði aðeins betur. Hann mætti með frumsam- inn texta sem fjölskyldukórinn söng fyrir þá gömlu, og síðan birt- ist félagi hans úr KOS og saman breyttu þeir afmælinu í eitt skemmtilegasta ball sem ég hef upplifað. Kristjáni þótti gaman að spila á fleira en hljómborð. Hann elskaði að spila á spil. Við spiluðum stund- um Manna eða Marías og oftast nær vann ég. En sumir eru heppnir í spilum og aðrir í ástum og það síðarnefnda átti sannar- lega við Kristján. Yndislegri perlu en hana Marilyn er vart hægt að hugsa sér. Góð og falleg yst sem innst. Ég man eins og það hafi gerst í gær þegar Kristján kom í heimsókn fyrir langa löngu og trúði mér fyrir því að hann hefði séð ofsalega fallega stúlku í vinnunni sem hann langaði svo að bjóða út. Að sjálfsögðu var hann hvattur til að gera það, og eftir fyrsta stefnumótið varð ekki aftur snúið. Þau eignuðust tvö falleg og góð börn, þau Evu Ósk og Krist- ján Indriða. Nú er komið að leiðarlokum. Ég bið góðan guð að blessa og styrkja Marilyn, börnin og elsku Óskar minn, sem hefur séð á eftir bæði eiginkonu og einkasyni á skömmum tíma. Blessuð sé minn- ing þeirra mæðgina Kristjáns og Selmu. Ása María Valdimarsdóttir. Upphaf kynna okkar Kristjáns Óskarssonar, Stjána, voru á fyrsta degi dvalar okkar í Sam- vinnuskólanum á Bifröst þegar okkur var úthlutað saman minnsta herbergi skólans. Strax tókst með okkur góð vinátta sem hélst næstu áratugina, þó að varla væri hægt að finna ólíkari týpur og aldrei féll styggðaryrði á milli okkar þessi tvö ár sem við vorum herbergisfélagar á Bifröst. Meðal þess sem Stjáni hafði í farangrinum þegar hann kom á Bifröst var risavaxið Hammond- orgel og það var ljóst frá fyrstu stundu að hann ætlaði að gera sig gildandi á fleiri sviðum en náms- bókalestri. Enda varð hann strax afgerandi í þessum litla skóla sem einn aðaltöffarinn á staðnum. Á Bifröst var hann bókstaflega allt í öllu í tónlistarlífi skólans, kór- stjóri og undirleikari kórsins og hljómsveitarstjóri skólahljóm- sveitarinnar sem var í stöðugri spilamennsku allan veturinn, á dansleikjum í hátíðarsalnum og við hinar ýmsu uppákomur. Hryggjarstykkið í þessari hljóm- sveit átti eftir að gera garðinn frægan nokkru seinna undir nafn- inu Upplyfting, sem gerðu lög sem lifað hafa með þjóðinni síðan. Þar var Stjáni einn aðalmaðurinn með hljómborðin sín og hann var viðloðandi hljómsveitina til dauða- dags. Í meira en þrjátíu ár var hann í hinum ýmsu ballhljóm- sveitum og lék á dansleikjum úti um allt land. Einnig spilaði hann á nokkrum plötum, einkum með hljómsveitinni Upplyftingu, en líka t.d. á þeirri plötu sem mark- aði tímamót í íslenskri tónlistar- sögu, Ísbjarnarblús Bubba Mort- hens. Hann hafði hins vegar ekki áhuga til að fylgja því eftir, til þess var hann of reglusamur. Enda frægð og frami aldrei inni í mynd- inni, hann var ánægðastur með að vera baka til með hljómborðin sín og spila lög annarra þó svo hann ætti sjálfur lög og texta ofan í skúffu sem hann var ekki að flíka. Meðfram hljóðfæraleiknum sinni Stjáni annarri vinnu, í hljóð- færaversluninni Rín í mörg ár og einnig í flutningabransanum, lengst hjá skipafélaginu Samskip- um þar sem hann starfaði í fjölda ára og sem hann hann bar sterkar taugar til. Eftir mörg ár í þeim bransa var hann orðinn slíkur sér- fræðingur um allt sem laut að sjó- flutningum að hann útbjó náms- bók í þeim fræðum eftir að hann var að mestu hættur að geta sinnt daglegri vinnu vegna sjúkdóms þess sem að lokum dró hann til dauða. Þrátt fyrir þau örlög að þurfa að fara af vinnumarkaði langt fyr- ir aldur fram vegna sjúkdóms síns kvartaði hann aldrei eða lagðist í þunglyndi. Þvert á móti var alltaf stutt í brosið og alltaf tók hann fagnandi á móti mér í heimsókn- um, jafnvel undir það síðasta þeg- ar ljóst var hvert stefndi. Ekki er hægt að minnast Stjána öðruvísi en nefna eigin- konu hans, Marilyn Mellk, þar sem ég tel þeirra kynni hafa verið hans mesta gæfuspor í lífinu. Fjöl- skyldan var honum mikilvæg og hann var alltaf stoltur af öllum sínum. Mínar innilegustu samúð- arkveðjur til þeirra allra. Bragi Þór Jósefsson. Minningin um fyrstu kynni mín af Kristjáni Óskarssyni er ljóslif- andi í huga mér. Hann var í trék- lossum, gallabuxum og bol og fór mikinn um ganga og sali á Bifröst haustið 1978. Hann var heimavanur í Samvinnuskólanum, enda að hefja síðara námsárið en ég var nýnemi. Okkur þótti Stjáni mikill töffari, enda úr Reykjavík og hafði spilað í þekktum popphljómsveitum. Ham- mond-orgelið var hans vörumerki í tónlistinni og hann var hljómsveit- arstjórinn í skólanum. Okkar sam- starf í tónlistinni hófst þegar hann skipaði mig söngvara hljómsveitar- innar, við áttum eftir það áralangt ánægjulegt og gott samstarf. Við vinirnir lékum um tíma saman í Klakabandinu í Ólafsvík og áttum langa samleið í Upplyftingu. Krist- ján lék á hljómborð í mörgum lög- um á hljómplötum Upplyftingar, auk þess að spila með okkur á dans- leikjum. Hann spilaði með mörgum öðrum þekktum hljómsveitum og kom víða fram sem tónlistarmaður. Kristján hafði mikinn áhuga á knattspyrnu, hann var mikill Framari og hafði mjög sterkar taugar til ÍA, enda ættaður af Skaganum í föðurætt. Þá var hann einnig mikill stuðningsmaður Vík- ings í Ólafsvík, enda hafði hann ákveðin tengsl við það lið síðustu árin. Við fórum saman á völlinn við hvert tækifæri, það voru ánægju- legar samverustundir. Kristján var liðtækur knattspyrnumaður á yngri árum og lék mest sem mark- vörður. Hann lék m.a. um tíma í markinu hjá Skallagrími í Borgar- nesi. Vinátta okkar Kristjáns var alla tíð sönn og heil. Hann var heið- arlegur, glaðlyndur, opinn og afar góður félagi. Á þeim tíma sem hann spilaði á hljómborðið með Klaka- bandinu í Ólafsvík eignaðist hann marga góða vini þar og hann var meðhöndlaður eins og einn af fjöl- skyldunni á heimili foreldra minna í Ólafsvík. Ég veit að hann var þakk- látur fyrir það og hann minntist þess oft. Þrátt fyrir veikindin sem breyttu svo mjög lífi Kristjáns var hann alltaf jákvæður og vildi gera það besta úr öllum hlutum. Allt fram undir það síðasta hélt hann kímnigáfunni sem var svo einkenn- andi fyrir hann. Honum þótti vænt um þegar hann var heimsóttur eða símtal tekið og þá var gjarnan rifj- að upp ýmislegt skemmtilegt, ásamt því að taka djúpa umræðu um tónlist, knattspyrnu eða jafnvel um stjórnmál. Kristján hafði sínar skoðanir á öllum málum, en var um leið samtalsgóður. Það er sárt að þurfa að kveðja sannan og góðan vin langt um aldur fram eftir svo langa og nána vináttu. Við félagar hans úr tónlistinni munum sakna samspils með honum og ég mun sakna þess að geta ekki farið með mínum góða vini á fótboltaleiki eða átt samtölin góðu um heitustu mál- in. Við fjölskyldan vottum Marilyn og allri fjölskyldu þeirra innilega samúð. Minningin um traustan og góðan vin mun lifa. Magnús Stefánsson. Í dag kveðjum við þann góða dreng Kristján Óskarsson sem fall- inn er frá langt um aldur fram. Kynni mín af Kristjáni urðu þegar hann hóf störf hjá skipadeild Sam- bandsins árið 1983 sem sölumaður flutninga en þá hafði ég unnið þar í nokkur ár sem yfirmaður vöruhúsa félagsins. Ég sá strax að þarna var á ferð klár strákur sem hafði þann hæfileika að hann náði fólki strax á sitt band enda var hann þá eins og alltaf glæsilegur maður í alla staði, bæði hvað varðaði klæðaburð og snyrtimennsku sem hann hafði ávallt að leiðarljósi sem var hluti af manngerð Kristjáns eins og hans jákvæða viðhorf til manna og mál- efna sem skiptu hann máli eða ekki máli. Ekki minnkaði álit mitt á Kristjáni þegar ég komst að því að hann var tónlistarmaður því ég taldi mig vera það líka og áttum við þess vegna langar og miklar sam- ræður um tónlist og tónlistarmenn á öllum sviðum tónlistar og varð sú umræða stundum mun ástríðu- meiri en flutningar sem við störf- uðum við hjá Samskipum án þess að hvorugur okkar væri beinlíns að svíkjast um í starfi. Það sem gerði Kristján öðruvísi og betri mann að mínu mati var að hann var ekki bara góður sölumaður og fjöl- skyldufaðir, hann var tónlistarmað- ur og þess vegna hafði hann yf- irburði, því að öllum öðrum ólöstuðum hafa þeir meira að gefa en aðrir. Kristján mun ekki gleymast þeim sem kynntust hon- um hjá Samskipum sem og annars staðar þar sem hann fór um og verður hans oft minnst fyrir allt það góða sem hann hafði fram að færa. Fjölskyldu Kristjáns færi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur því þar er söknuðurinn mestur. Finnbogi Gunnlaugsson. Haustið 1977 var staðarlegt um að litast á Samvinnuskólanum á Bifröst, bíla dreif að og út úr þeim komu nemendur sem voru að hefja nám við skólann. Borgar- fjörðurinn skartaði sínum feg- urstu haustlitum og þó að kuldi væri í lofti voraði í hjörtum okkar sem vorum að mæta þarna í fyrsta sinn og hefja nám við skólann. Meðal bílanna var ljósblá Volga og út úr henni steig Kristján Ósk- arsson skólabróðir okkar sem við kveðjum nú dag með söknuði og sorg í hjarta. Kristján kom með í farteskinu frábæra tónlistargáfu og ríkuleg- an metnað fyrir því sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var fljótur að tileinka sér þá siði sem í skól- anum voru og áður en langt var liðið á þennan fyrri vetur hans við skólann var hann orðin aðaldrif- fjöður skólahljómsveitarinnar auk þess að taka að sér kórstjórn skólakórsins. Þessir tveir vetur vorum honum og okkur sem þarna stunduðum nám lærdóms- ríkir og við árgangurinn 1979 bundumst þarna vináttuböndum sem eru okkur enn í dag mikils virði. Kristján var mikill Bifrest- ingur, hann stofnaði til þess að við skólasystkinin hittumst á veturna annan hvern mánuð og snæddum saman, svo hefur það verið sl. 20 ár, en hann var sá sem hélt hópn- um saman. Tónlist var honum hugleikin og hann var umfram allt annað tón- listamaður, hann stofnaði með öðrum m.a. hljómsveitina Upp- lyftingu, sem gerði garðinn fræg- an á sínum tíma. Þá var hann í hljómsveitum, dúettum, sem hann stofnaði m.a. með skólafélögum sínum og spilaði tónlist við öll tækifæri sem buðust, tónlist var hans líf og yndi, enda gæddur ein- stökum hæfileikum á því sviði. Þegar námi lauk vann hann ýmis störf þar til að hann hóf störf hjá Samskipum og var þar, þar til hann varð frá að hverfa vegna veikinda sinna, þessi atvinnurek- andi hans reyndist honum vel þegar á reyndi. Kristján giftist Marilyn Her- dísi Mellk og varð þeim tveggja barna auðið, en þau eru Eva Ósk og Kristján Indriði. Marlyn stóð við hlið manns síns í veikindum hans og ekki síður við andlát móð- ur hans, Selmu Júlíusdóttur, sem andaðist hinn 26. janúar sl., en þessar tvær konur skipuðu stóran sess í lífi Kristjáns. Það er stund- um skammt stórra högga á milli og það á sannarlega við um fjöl- skyldu Kristjáns, sem nú á um- liðnum tveimur mánuðum hefur horft á bak móður og sonar. Í þessum raunum hefur fjölskylda Kristjáns sýnt mikinn styrk og hefur notið stuðnings stórfjöl- skyldunnar sem hefur verið ötul við styðja hana í sorg sinni. Við skólasystkini Kristjáns vottum Marilyn, Evu Ósk, Krist- jáni Indriða, Óskari og Erlu Möggu og fjölskyldum þeirra okk- ar dýpstu samúð. Það er nú komið að leiðarlokum og við verðum nú að kveðja vin okkar og félaga til margra ára, það er sárt og það er einfaldlega erfitt að sætta sig við að hann sé ekki lengur með okkur. Þó svo að vorið sé nú á næsta leiti þá haust- ar í hjörtum okkar þegar við kveðjum tónlistarmanninn, skóla- félagann og vininn okkar Kristján Óskarsson. F.h. skólafélaga að Bifröst 1977-1979, Ólafur Arnfjörð Guðmundsson. Kristján Óskarsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.