Morgunblaðið - 20.03.2014, Page 24

Morgunblaðið - 20.03.2014, Page 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 ✝ Steinunn J.Steinsen fædd- ist 7. janúar 1930 á Ytri-Bakka, Arn- arneshreppi. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Sunnu- hlíð 1. mars 2014. Foreldrar Stein- unnar voru Jón Ólafsson, bóndi á Ytri-Bakka, Arnar- neshreppi, f. 1898, d. 1981, og k.h. Hansína Guðrún Gísladóttir, f. 1895, d. 1950. Systir Steinunnar var Gíslína, f. 19.1. 1935, d. 15.5. 2001, sonur Gíslínu er Jóhann Viggó Jóns- son, f. 1965. Sonur hans er Jón Húni. Maki Jóhanns er Nanna Briem, f. 1968, og eiga þau þrjú börn, Daníel Eggert, Tómas Gísla og Kirsten Margreti. Eiginmaður Steinunnar var Eggert Steinsen rafmagnsverk- fræðingur, f. 5. desember 1924, d. 15. janúar 2010. Þau giftust 7. júlí 1949. Foreldrar hans voru Anna Eggertsdóttir, f. 1893, d. 1965, og Steinn Steinsen bygg- ingarverkfræðingur, f. 1891, d. 1981. Bróðir Eggerts er Gunnar M. Steinsen, byggingarverk- fræðingur, f. 28.3. 1928, maki Sjöfn Zophaníasardóttir, f. 22.6. 1931. Þeirra börn eru Snorri, f. 1966, maki Hróðný Njarðar- sen, f. 1975, maki Cecilia Stein- sen, f. 1977, og eiga þau þrjá syni Nóa, Leó og Max, b) Friðrik Rafn Ísleifsson, f. 1978, maki Hrund Logadóttir, f. 1983, c) Flosi Hrafn, f. 1985, maki Þór- unn Kjartansdóttir, f. 1983, og eiga þau einn son Einar Jósef, d) Eggert Örn, f. 1991. 4) Ragn- heiður, f. 13.3. 1963 hennar börn eru a) Héðinn Hilmarsson, f. 1983, sonur hans er Anton Máni, maki Héðins er Elísabet Rósa Leifsdóttir og á hún tvö börn, Guðmund Leif og Kolbrúnu Ástu, b) Sandra Steinþórsdóttir, f. 1987, c) Viktor Steinþórsson, f. 1992, d) Guðbergur Már Stein- þórsson, f. 1994. 5) Jón f. 10.2. 1967, d. 9.2. 1995, maki Brynja Sigurðardóttir, f. 24.3. 1967. Þeirra barn er a) Rakel, f. 1990. Brynja giftist síðar Sverri Andr- eassen, f. 1970. Þeirra börn eru b) Orri, f. 1996 og c) Aron, f. 2003 sem Steinunn og Eggert tóku sem sínum barnabörnum. Starfsvettvangur Steinunnar var heimili hennar og Eggerts. Hún hélt heimili fyrir sína sjö manna fjölskyldu ásamt því að seinna bættust við tveir afar, tengdabörn og barnabörn. Steinunn tók mikinn þátt í fé- lagsstörfum í Kópavoginum, bæði í Kvenfélaginu og Inner Wheel. Útför Steinunnar fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 20. mars 2014, kl. 13. dóttir, f. 1972, dótt- ir þeirra er Krist- rún Sjöfn, og Lilja Anna, f. 1973. Börn Eggerts og Steinunnar eru: 1) Rúnar Hans, f. 3.11. 1949, maki Guðrún Guð- mundsdóttir, f. 5.7. 1953. Þeirra börn eru a) Eggert, f. 1973, maki Hall- dóra Hilmarsdóttir, f. 1972, og eiga þau tvo syni, Ísak Rúnar og Hilmar Viggó, b) Guðmundur, f. 1981, maki Fjóla Helgadóttir, f. 1982, og eiga þau þrjá syni Arn- ar Mána, Hauk og Jakob, c) Steinn, f. 1986, maki Erla Ósk Sævarsdóttir, f. 1983, og eiga þau eina dóttur, Matthildi Ylfu, d) Svavar, f. 1986 maki hans er Gabriella Molnár. 2) Steinn, f. 20.2. 1953, maki Ásta María Björnsdóttir, f. 22.3. 1957. Þeirra börn eru a) Steinunn Dögg, f. 1979, maki Kristbjörn Helgi Björnsson, f. 1977, og eiga þau eina dóttur Iðunni Völu, b) Steinarr Logi, f. 1985, maki Arnbjörg Jóhannsdóttir, f. 1985, og á hún einn son Ævar Frey, c) Auðun, f. 1993. 3) Anna, f. 24.9. 1959, maki Sigurður Már Ein- arsson, f. 28.12. 1955. Þeirra börn eru a) Ragnar Már Stein- Kveðja frá börnum Við andlát móður okkar leitar hugurinn til baka og fram streyma hlýjar minningar um bernsku- og uppvaxtarár. For- eldrar okkar voru mjög samrýmd og sammála um þau gildi sem höfð skyldu í heiðri í okkar upp- vexti og sú hjartahlýja sem ein- kenndi heimilið teljum við að hafi átt rætur að rekja til þeirra hlýju og væntumþykju sem ríkti milli þeirra alla tíð. Það er því erfitt að skrifa um móður okkar án þess að minnast í leiðinni föður okkar sem lést fyrir fjórum árum. Þau voru alla tíð samtaka í því að styðja okkur í öllu því sem við tókum okkur fyrir hendur og er það ómetanlegt að alast upp við það öryggi að eiga alltaf vísan stuðning og skjól á æskuheimili sínu. En það voru ekki bara við sem nutum kærleika mömmu og pabba, því á heimilinu voru allir velkomnir, hvort sem það voru ættingjar, vinir þeirra eða okkar og var oft ansi gestkvæmt á heim- ilinu. Mamma gerði húsmóðurstarf- ið að ævistarfi sínu og sinnti því af mikilli samviskusemi og skör- ungsskap. Lengst af bjuggu níu manns á heimilinu, foreldrar, fimm börn og tveir afar en einn vetur vorum við ellefu þegar við bættist tengdadóttir og barna- barn. Fyrir marga væri þetta fullt starf að þvo þvotta af öllu þessu fólki, halda húsinu hreinu og reiða fram fimm máltíðir á dag fyrir heimilisfólk og alla þá sem voru staddir í húsinu á matsmáls- tíma. En mamma virtist alltaf hafa nægan tíma til að uppfylla óskir okkar systkina sem gátu verið af fjölbreyttum toga. Þær gátu snú- ist um að sauma nákvæma eftir- líkingu af tískufötum sem við systur höfðum séð í blaði og bráð- vantaði fyrir helgina eða sauma segl fyrir eldri bræðurna sem nota átti í siglingakeppni næsta laugardag! Allt hafðist þetta ein- hvern veginn og milli allra þess- ara verka hugsaði hún um tvo afa þeirra síðustu æviár af mikilli nærgætni og hlýju og gætti barnabarna þegar á þurfti að halda. Við systkinin vitum ekki hvort mamma hefði valið húsmóður- starfið að ævistarfi ef hún hefði haft val, en tíðarandinn bauð ekki upp á mikil tækifæri fyrir konur þegar hún og pabbi voru að byrja að búa. Mamma hélt erindi á Inn- er Wheel-fundi árið 1999, þá tæp- lega sjötug og búin að vera gift í 50 ár, lokaorðin hennar voru: „Ég á þær óskir bestar til þeirra kvenna sem takast á við sín störf á næstu öld að þær geti eftir 50 ár verið eins sáttar við sitt ævistarf eins og ég við mitt. Það er nú einu sinni svo að hver kynslóð er barn síns tíma“. Við erum þakklát foreldrum okkar fyrir að búa okkur gott og ástríkt heimili í uppvextinum, senda okkur út í lífið með gott veganesti og hafa haldið í hönd okkar alla tíð þótt við héldum að við gætum þetta allt sjálf. Minningin um okkar góðu mömmu mun lifa í hjörtum okkar. Elsku mamma, hvíldu í friði. Rúnar, Steinn, Anna og Ragnheiður Steinsen. Ég hef átt því láni að fagna að eiga samleið með Steinunni tengdamóður minni í yfir þrjá áratugi, eða allt frá því að ég var kynntur fyrir verðandi tengda- foreldrum mínum. Í raun er erfitt að minnast Steinunnar án þess að minnast Eggerts tengdaföður míns sem féll frá fyrir fjórum ár- um. Þau hjón voru afskaplega samhent, jafnt í blíðu sem stríðu, og heimili þeirra á Furugrund var alla tíð miðdepill Steinsen- stórfjölskyldunnar. Allir voru þar velkomnir; fjölskylda, vinir og vandamenn, og Steinunn var kona sem virtist hafa tíma til alls, hvort sem það fólst í að töfra fram mat og kaffi við öll tækifæri, sinna barnapössun eða félagslífi. Það var gestkvæmt á Furugrund, enda fjölskyldan stór og þau hjón vinmörg. Fjölskyldan var Steinunni og Eggerti allt og nákvæmlega fylgst með öllum afkomendum hvar í veröldinni sem þeir voru. Öllum tímamótum var fagnað og ekki vandamál hjá þeim hjónum að bregða sér á milli landa til að taka þátt í stórum áföngum í lífi fjölskyldunnar. Ég minnist eftir- minnilegra ferða með þeim hjón- um til Skotlands og Danmerkur til að fagna prófgráðum við er- lenda háskóla og ferða til Dan- merkur í fríum. Steinunn hafði afskaplega þægilega nærveru og var ein af þeim sem eiga afskaplega auðvelt með að tengjast fólki. Henni fylgdi jákvæð útgeislun og með- fædd kátína og man ég varla til þess að sjá hana bregða skapi og þessum eiginleikum hélt hún til hinstu stundar. Það er komið að kveðjustund. Ég minnist Stein- unnar af hlýhug og eftirsjá, en ef til vill er það huggun harmi gegn að við sjáum hennar góðu eigin- leika birtast í afkomendum henn- ar. Slíkt er gangverk lífsins. Guð varðveiti minningu Stein- unnar Steinsen. Sigurður Már Einarsson. Það er komið að kveðjustund. Þrátt fyrir að hafa verið þér samferða í nær fjóra áratugi finnst mér það stuttur tími, of stuttur. Líklega er það eins og svo oft við svona aðstæður að eig- ingirni eftirlifenda stjórnar sökn- uðinum, en þú varst tilbúin. Þegar ég hugsa til baka yfir þessa fjóra áratugi er hugurinn er fullur af góðum minningum. Minningum um hlýja móður, tengdamóður og ömmu. Minning- um um ósvikna gleði þína yfir af- rekum barna, barnabarna og barnabarnabarna. Lengst af fylgdist þú með öllu sem við gerð- um af ótrúlegri nákvæmni og stolti, enda voruð þið hjónin sam- mála um að afkomendur ykkar væru bæði þau fallegustu og best gerðu sem hægt væri að eiga. Ykkur kom líka saman um það hjónunum að við værum ágæt þessi tengdabörn og tengda- barnabörn því auðvitað gátu þessi frábæru börn þín aðeins laðað að sér ágætt fólk. Ég man þegar við hittumst fyrst, þú bauðst mér í sunnudags- steik og ég man hvað þér var mik- ið í mun að ég gæti notið matarins með ykkur öllum og þið voruð mörg. Ég man eftir þér í eldhús- inu að útbúa eitthvað fyrir alla eftir þörfum þeirra og áhuga. Ég man eftir þér við saumavélina að skapa flíkur sem voru engu líkar, af krafti og öryggi, hratt og örugglega, jafnvel að leggja af stað með nýjan kjól fyrir Önnu að morgni sem átti að notast þá um kvöldið og alltaf gekk þetta hjá þér. Samt lagaðir þú margréttaða máltíð í millitíðinni og bakaðir stafla af pönnukökum fyrir gesti og gangandi. Heima hjá þér voru allir alltaf velkomnir og húsið því oft fullt af gestum. Ég á minn- ingar um ótal skipti þar sem við áttum samleið, bæði í gleði og sorg, matarboðum, afmælum, skírnum, fermingum, jarðarför- um, brúðkaupum, við útskriftir og oftar en ekki lagðir þú til kræsingar á borðin og þvílíkar kræsingar. Ég á minningar um óskipulagðar en kærkomnar heimsóknir til okkar á Öldugöt- una og síðast en ekki síst áramót- in á Furugrund sem voru engu lík, full af góðum mat og flugeld- um. Að mínu viti hefðir þú átt að vera í friðarþjónustu Sameinuðu þjóðanna eða einhvers staðar þar sem átök voru, því þú hafðir lag á að stilla til friðar og leiða mál til lykta, heimurinn væri þá betri staður. Það er með þakklæti og vin- semd sem ég minnist þín. Það er sagt að tíminn lækni öll sár. Það kann að vera rétt. Tíminn er vinur okkar. En sárin skilja eftir sig ör sem aldrei hverfa. Sárin eru sársaukafull og óvelkomin. En örin verða að endingu kærkomin, því við viljum muna. Kæra Steinunn, takk fyrir all- ar fallegu minningarnar, takk fyrir hvað þú varst góð tengda- móðir og takk fyrir hvað þú varst börnunum mínum góð amma. Elsku Steinn minn, Rúnar og Guðrún, Anna og Siggi, Raddý og Stefán, barnabörn og barna- barnabörn, mínar innilegustu samúðarkveðjur við fráfall Stein- unnar. Ég sakna góðrar konu og tengdamóður og veit að góðu stundirnar, þær lifa í minning- unni. Kveðja frá tengdadóttur, Ásta María Björnsdóttir. Yndislega tengdamóðir mín er nú farin á stefnumót við sinn heittelskaða og verða miklir fagnaðarfundir þegar þau hittast á ný. Steinunn var ekki nema hálf manneskja eftir að Eggert kvaddi árið 2010. Þau voru ein- staklega samrýnd hjón og voru eins og ein manneskja eftir 60 ára hjónaband. Steinunn kenndi mér margt í lífinu, þó ekki með því að lesa yfir mér, heldur hvernig manneskja hún var. Með einstakri hjarta- hlýju bauð hún öllum, hvort sem hún þekkti þá mikið eða lítið og jafnvel ekki neitt, að borði sínu. Hjá henni var alltaf dúkað borð með bollastelli og miklu bakkelsi á. Hún hafði einstakan áhuga á öllu fólki og hafði litla þörf fyrir að tala um sjálfa sig. Aldrei heyrði ég hana hallmæla nokkr- um einasta manni jafnvel þó að viðkomandi ætti það alveg inni. Hún gerði heldur ekki manna- mun. Hún var myndarleg húsmóðir, ekta amma sem bakaði kleinur og átti alltaf eitthvað gott fyrir krakkana og hafði mikinn áhuga á því sem þau voru að gera. Hún kyssti alla og knúsaði og þá var heimilishundurinn engin undan- tekning. Konungsfjölskyldur voru hennar sérstaka áhugamál og skildi ég aldrei hvernig hún nennti að sitja fyrir framan sjón- varpið tímunum saman og fylgj- ast með beinni útsendingu frá einhverri athöfninni hjá kónga- fólkinu. Við höfum gengið saman í gegnum súrt og sætt. Það var okkur þungbært þegar við misst- um Nonna okkar, ungan og frísk- an, í blóma lífsins. Sú lífsreynsla bjó til sterka og góða vináttu á milli okkar. Hún hefur alltaf reynst mér og Sverri einstaklega vel í lífinu og aldrei verið spör á að lýsa hrifningu sinni á okkar ráðahag. Það var aldrei spurning um að þau Eggert yrðu svara- menn í brúðkaupinu okkar. Orra og Aroni hefur hún alltaf tekið eins og sínum eigin barnabörn- um og fundist jafnmikið til þeirra koma og Rakelar. Steinunn var mikil fjölskyldu- manneskja og var mikið fyrir að bjóða fólki til sín og þá skipti engu hvort húsrúm leyfði eða ekki. Steinsen-fjölskyldan er stór og samrýnd og á hún mikinn þátt í þeim kærleik. Steinunn var mikil manneskja í mínum huga og ég er þakklát fyrir að hafa fengið að hafa hana svo lengi í lífi mínu. Hún hefur auðgað líf mitt mikið. Það er mikill söknuður að hafa Steinunni og Eggert ekki meðal okkar en það er huggun að vita að nú eru þau saman á ný. Takk fyrir allt. Brynja Andreassen Sigurðardóttir. Ég var þeirrar gæfu aðnjót- andi að hún Steinunn var amma mín. Í barnæsku minni fékk ég að umgangast hana mjög mikið þótt ég byggi í Borgarnesi en hún í Kópavogi. Í þau skipti sem for- eldrar mínir fóru til Reykjavíkur gistum við nær undantekningar- laust hjá ömmu og afa á Furu- grundinni, á meðan þau bjuggu þar. Foreldrar mínir voru oftast í hinum ýmsu erindagjörðum í Reykjavík og var ég mjög oft heima hjá ömmu og afa og eyddi mörgum dögum og kvöldum með þeim í barnæsku minni. Amma var afskaplega glað- lynd kona og í hvert skipti sem ég hitti hana var eins og hún hefði ekki séð mig í marga mánuði eða ár. Alltaf fékk ég faðmlag og koss á kinn þegar ég hitti hana. Amma hafði alltaf mikinn áhuga á öllu sem ég gerði og lagði sig fram um að vita hvað dreif á daga manns á milli þess sem ég hitti hana. Bæði hún og afi studdu við barnabörn- in sín í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur og spurðu mann iðulega spjörunum úr hvort sem það var um námið eða hvað annað sem maður tók sér fyrir hendur. Amma á marga afkomendur, mikinn fjölda bæði barnabarna og langömmubarna. Ég held hún hafi haldið upp á hvert eitt og ein- asta okkar. Amma átti sjálf ekki mörg systkini eða stóran hóp ætt- ingja á sínum uppvaxtarárum. Þess vegna held ég að henni hafi þótt svo gaman að umgangast okkur öll, bæði hvert fyrir sig og svo öll saman í Steinsen-fjöl- skylduboðunum sem haldin voru við hvert tækifæri. Ég fór aldrei í veislu hjá henni ömmu þar sem maturinn kláraðist. Algengast var að veislan hefði dugað fyrir að minnsta kosti tvöfalt fleiri en mættu, enda er það martröð hverrar húsmóður að gestirnir fari hungraðir frá henni. Ég á margar góðar minningar um hana ömmu. Þær sem mér þykir vænst um eru minningar af síðkvöldum þar sem ekki kom til greina að maður færi í rúmið án þess að fá kvöldkaffi. Settumst við þá oft niður í eldhúsinu, afi kláraði að lesa morgunblaðið, kveikt var á útvarpinu, þau fengu sér tebolla með hunangi út í og ég fékk oftast heimabakað rúgbrauð með þykku lagi af smjöri og stórt mjólkurglas. Notalegri kvöld- stundir er vart hægt að hugsa sér. Það voru forréttindi að fá að alast upp með henni, allt fram á fullorðinsár. Flosi H. Sigurðsson. Elsku amma. Nú líður ömmu betur og er komin á góðan stað. Hún var alveg frábær amma, studdi mig alltaf í öllu sem ég gerði og fylgdist alltaf vel með öllu sem ég tók mér fyrir hendur. Hún fylgdist vel með og var fróð og það var gaman að tala við hana um allt milli himins og jarðar. Ég á eftir að sakna hennar mikið. Ég á alltaf eftir að minnast ömmu með gleði því ég á svo ótrúlega góðar minningar sem tengjast henni. Minningin um ömmu og afa mun lifa. Amma var alltaf svo yndisleg og hlý. Það var alltaf svo gott með kaffinu hjá henni og allir alltaf svo velkomnir til hennar og afa. Ég á eftir að sakna hennar mikið. Amma átti alltaf þrjár tegund- ir af djús í fernu fyrir mig og kon- fekt og nammi í skúffunni góðu. Amma kyssti mig mikið. Nú er hún komin til afa og Nonna pabba. Rakel, Orri og Aron. Ég kynntist hjónunum Stein- unni og Eggerti haustið 1998. Ég var þá að kynnast Eggerti, barnabarni þeirra. Það sem er mér minnisstæðast við kynni mín af þeim hjónum var hve einlægnin var alltaf mikil, þessi þægilegi hlýleiki sem var alltaf til staðar þegar maður var nálægt þeim. Þau sýndu sannan og einstakan áhuga á öllu því sem maður tók sér fyrir hendur. Mér eru minnisstæðir jóladagarnir, en þá var alltaf opið hús hjá þeim þar sem maður fékk kaffi og heitt súkkulaði, sólskinsköku, 10 eggja sandkökuna hans Eggerts, engi- ferkökurnar og allar þær góm- sætu veitingar sem voru í boði. Við buðum þeim heim í kaffi- sopa á Mánagötuna síðsumar- kvöld eitt árið 1999 og sögðum þeim þá frá því að þau væru að verða langafi og langamma. Þá hljómaði hátt í Eggerti heitnum: „Það var þá kominn tími til, ég gratúlera!“ af svoleiðis innilegri gleði og spenningi að hann rauk upp úr sætinu og faðmaði okkur og kyssti. Steinunn varð eitt bros og hló sínum skæra, hvella hlátri og óskaði okkur líka innilega til hamingju. Mér þótti líka ótrúlega gaman að fá þau til Danmerkur sumarið 2007, þar sem við vorum þá bú- sett í Kaupmannahöfn. Tilefnið var gifting í fjölskyldunni og ákváðu þau að gista á kollegíinu Steinunn J. Steinsen ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Móeiðarhvoli, lést á dvalarheimilinu Kirkjuhvoli sunnu- daginn 16. mars. Útförin fer fram frá Oddakirkju föstudaginn 28. mars kl. 15.00. Valmundur Einarsson, Elísabet Anna Ingimundardóttir, Hermann Jón Einarsson, María Rósa Einarsdóttir, Guðmann Óskar Magnússon, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Okkar ástkæri ÓLAFUR PÉTUR EDVARDSSON lést á Landspítalanum við Hringbraut sunnu- daginn 9. mars. Jarðarförin fór fram í kyrrþey frá Grafarvogs- kirkju 19. mars. Þökkum öllum sem hafa komið að umönnun hans í gegnum árin. Edvard Pétur Ólafsson, Pálína Oswald, Viktor Gunnar Edvardsson, Ingunn Mjöll Birgisdóttir, Björn Ingi Edvardsson, Hildur Sigurðardóttir, Ólafur Pétur Jensen.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.