Morgunblaðið - 20.03.2014, Side 27

Morgunblaðið - 20.03.2014, Side 27
orðaði hún það þannig við mig að Dóra hefði komið eins og sólar- geisli inn í líf fjölskyldunnar, og víst er að allt frá fyrstu tíð var sterkur þráður milli þeirra frænkna. Um það vitnaði m.a. sú ræktarsemi, hlýja og tryggð sem Dóra sýndi móður minni eftir að hún var orðin öldruð og lasburða. Dóra sleit barnsskónum í Reykjavík, en er hún var á tólfta ári fluttist fjölskyldan að Rauða- skriðum í Fljótshlíð þar sem for- eldrar hennar stunduðu búskap í fjórtán ár. Þar höfðu þau ærinn starfa við ræktun og uppbygg- ingu auk hefðbundins búskapar, og lögðu þau þar gjörva hönd á plóginn, systkinin Dóra, Helgi og Kristín. Tvítug gekk Dóra að eiga sinn góða lífsförunaut, Ólaf Oddgeirs- son, sem lést fyrir rétt rúmum tveimur árum. Milli okkar Óla myndaðist fljótt góð vinátta, og um tíma lágu leiðir okkar skemmtilega oft saman þegar hann sem strætóbílstjóri ók mér litlum gutta í eða úr Ísaksskóla. Svo fékk ég að prófa rafmagns- orgelið og skoða harmonikkuna hans. Mér er minnisstætt þegar Dóra og Óli buðu mér austur að Dalseli til foreldra Óla, þar sem ég átti að fá að kynnast sveita- störfum og umgangast skepnurn- ar í eina eða tvær vikur. Því mið- ur varð sveitavistin aðeins þrír dagar; kattarofnæmi sá til þess. Eftir margra ára starf sem deildarstjóri hjá Sláturfélagi Suðurlands innritaðist Dóra í öld- ungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og lauk stúdentsprófi þaðan. Þá hafði hún hafið störf í Búnaðarbankanum þar sem hún ávann sér traust og virðingu og gegndi útibússtjórastöðu í 16 ár. Samhliða vinnu sótti hún sér meiri menntun bæði við Háskól- ann og á námskeiðum erlendis. Hún tók þátt í félagsstörfum á ýmsum sviðum af alúð og ósér- hlífni og var valin til ábyrgðar- og trúnaðarstarfa. Áhugamálin voru fjölmörg og ólík; hún fylgdist með þjóðmálum af áhuga og víð- sýni, og naut þess að sækja list- viðburði, ekki síst óperu- og leik- sýningar. Ræktarsemi og tryggð hennar við mig og mína var við brugðið, og ef langt leið milli end- urfunda brást ekki að Dóra hringdi til að spjalla og heyra af viðfangsefnum okkar hjóna og barnanna. Dóra og Óli nutu þess að Þórunn einkadóttir þeirra og hennar fjölskylda bjuggu í hús- inu þeirra í Stapaseli, húsinu sem þau reistu sér af miklum dugnaði. Við Bryndís og börn okkar kveðjum góða frænku með sökn- uði. Jóhann G. Jóhannsson. Kveðja frá Átthagaklúbbnum Í dag kveðjum við kæra vin- konu, Dóru Ingvarsdóttur. Upp- haflega kom hún inn í hópinn með Kristínu systur sinni. Þær báðar þekktum við frá fyrstu tíð. Við fráfall Kristínar var kærkomið að fá Dóru inn í hópinn og aldrei fundum við fyrir aldursmuninum. Dóra var falleg kona. Hún var glæsileg að vallarsýn, alltaf vel til höfð og snyrtilega klædd. Hún var dama fram í fingurgóma, en samt tókst henni að varðveita uppruna sinn sem sveitastúlka. Fljót var hún t.d. að skipta yfir í reiðgallann og gegningaskóna, þegar hún fór í hesthúsið til að sinna hrossunum. Dóra og Óli voru afar samhent hjón og reistu sér glæsilegt heim- ili í Stapaseli, þar sem þau bjuggu ásamt Þórunni, einka- dóttur sinni og fjölskyldu hennar. Á þessu myndarheimili höfum við ætíð notið gestrisni, elsku og vin- áttu. Dóra vann lengi hjá Slátur- félagi Suðurlands í Reykjavík. Í störfum sínum þar kynntist hún mörgum bændum Suðurlands og nutu þeir velvildar hennar og greiðvikni. Dóra var metnaðargjörn kona. Hún dreif sig í menntaskóla og lauk stúdentsprófi, fór síðan í Há- skólann og lauk prófi í viðskipta- fræði. Með náminu vann hún hjá Búnaðarbanka Íslands og gegndi síðar starfi útibússjóra í Mos- fellbæ og í Mjóddinni. Í þessum störfum kynntist hún fjölda fólks og greiddi götu margra. Dóra var um skeið formaður Rangæingafélagsins í Reykjavík og varð það mikill uppgangstími í félaginu. Hún sýndi bæði áræðni og kjark þegar hún réðst í að láta byggja sumarbústað í Hamra- görðum, sem síðan hefur verið orlofshús fyrir félagsmenn. Átt- hagaklúbburinn okkar á margar góðar minningar frá samveru- stundum í þessum fallega bústað. Alla tíð hélt Dóra tryggð við æskustöðvarnar. Það var ekki að undra, að hún væri stórbrotin og kjarkmikil kona, alin upp á Njáluslóðum með útsýni til Eyjallajökuls, Tindfjalla og Þrí- hyrnings, með Stóra-Dímon í túnfætinum, þar sem sagan er ljóslifandi við hvert fótmál. Þessi sýn fylgdi Dóru alla tíð. Að því kom þess vegna að þau hjónin festu kaup á húsi á Hvolsvelli, þar sem þau dvöldu löngum eftir því sem heilsan leyfði. Mann sinn Óla missti Dóra 2012, eftir langvarandi veikindi hans. Dóra, ásamt dóttur sinni og tengdasyni, hafði annast hann af einstakri ástúð og umhyggju. Eftir lát Óla, dvaldi Dóra gjarnan austur á Hvolsvelli ásamt hund- inum sínum, sem var henni mikill félagi og vinur. Þar eystra fann hún farveg fyrir félagslyndi sitt, tók virkan þátt í félagsstörfum eldri borgara, stofnaði söngkór þeirra og eignaðist á þeim vett- vangi marga góða vini. Tími hennar Dóru til að njóta lífsins á efri árum, varð styttri heldur en við höfðum vonast til, hún veiktist alvarlega á síðast- liðnu sumri. Síðast þegar við hitt- umst saman, sáum við allar að hverju stefndi. Mjög var af henni dregið, en hún sagði okkur að það væri henni heilagt að mæta í Átt- hagaklúbbinn. Við horfum á eftir mikilhæfri vinkonu sem kenndi okkur margt á góðum samverustundum. Við sendum Þórunni og fjölskyldunni innilegar samúðarkveðjur. Dagrún, Freyja, Guðrún, Hrefna, Margrét, María, Sigrún og Svanfríður. Í dag er til moldar borin vin- kona og velunnari um ár og ævi, Dóra Ingvarsdóttir frá Rauða- skriðum. Á kveðjustund reikar hugurinn aftur til fyrstu kynna. Upp kemur minning frá 6. ára- tug aldarinnar sem leið. Ég, strákurinn, er staddur í gömlu búð Kaupfélags Rangæinga, þessu litla, bárujárnsklædda húsi, sem enn stendur austur á Hvolsvelli. Ég er framan við búð- arborðið, en innan þess eru tvær ungar manneskjur, önnur að af- greiða en hin á leið í gegnum búð- ina. Þau mætast, horfast í augu og yndislegt hamingjubros birtir upp andlit beggja. Þetta eru Dóra frá Rauðaskriðum og Ólaf- ur Oddgeirsson, það leynist eng- um að þarna er ástfangið par. Þetta augnatillit og þetta ástar- bros færir manni sanninn um hið fornkveðna: „Eigi leyna augu ef ann kona manni“. Þessi ástúð og væntumþykja einkenndi alla tíð hjónaband þeirra Dóru og Ólafs. Og það sama átti við um hlýju þeirra, góðvild og gestrisni sem þau voru löngum þekkt fyrir. Eitt gleggsta dæmið um þetta var þegar þau hjónin opnuðu heimili sitt fyrir söngelskum Rangæingum, sem vöndu þangað komur sínar að vetrinum. Þetta var Karlakór Rangæingafélagsins í Reykjavík. Fyrirkomulagið var einfalt: Hóp- urinn kom saman vikulega að kvöldlagi eftir fréttir. Karlarnir settust umhverfis söngstjórann, sem sat við píanóið í rúmgóðri stofu þeirra hjóna. Raddir voru æfðar og samhljómur fínpússað- ur. Á miðri æfingu var gert langt og notalegt hlé. Húsbændur veittu vel af kaffi og meðlæti, góðgerðir rausnarlegar. Undir kaffi var skrafað, spjallað og hlegið. Að æfingu lokinni kvödd- um við þau hjónin og þökkuðum ánægjulega kvöldstund. Afraksturs þessa söngstarfs fengu Rangæingar að njóta á samkomum, árshátíðum og í kirkjukaffi félagsins. Þá tóku raunar allir viðstaddir undir í fjöldasöng. Dóra Ingvarsdóttir var mikil mannkostakona. Þær hliðar á hennar töfrandi mannkostum, sem ég kynntist og fékk að njóta um langt árabil, voru gáfur henn- ar, hæfileikar, kraftar og fram- takssemi á sviði félagsstarfs inn- an Rangæingafélagsins í Reykjavík. Formannstíð Dóru var sú glæsilegasta sem við burt fluttir Rangæingar minnumst frá liðnum tíma. Nægir að nefna byggingu orlofshúss í Hamra- görðum sem varla hefði risið ef ekki hefði komið til stórhugur Dóru. Annað dæmi um glæsileik hennar í félagsstarfinu var afar vel heppnuð afmælishátíð félags- ins á Heimalandi undir Eyjaföll- um. Þar söng Karlakórinn. Og þar stjórnaði Dóra samkomunni af sinni alkunnu röggsemi. Við brotthvarf Dóru af sjónar- sviði hins daglega lífs, er í hug- anum eftirsjá, sorg og auðmýkt. En jafnframt gleði og þakklæti fyrir innilega vinnáttu og ánægjustundir með henni og Ólafi eiginmanni hennar. Ef nokkur manneskja, sem ég hef kynnst á lífsleiðinni, lifir af orðspori sínu að æviferli loknum, þá er það hún Dóra vinkona mín frá Rauðaskriðum. Um fáar manneskjur, mér kærar, eiga betur við orðin úr kvæðinu gamla: en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Dóra Ingvarsdóttir er kvödd með virðingu og þökk. Dótturinni Þórunni og fjölskyldunni eru sendar samúðarkveðjur. Njáll Sigurðsson söngstjóri. Það víkur sér enginn undan því kalli almættisins, sem við verðum öll að hlýða. Dóra Ingv- arsdóttir vinkona mín var brott kölluð 11. mars 2014, eftir níu mánaða harða baráttu við illvígt krabbamein. Þrotin að líkamleg- um kröftum, en viljinn og hug- urinn óbugaður. Hún verður kvödd frá Seljakirkju, sóknar- kirkjunni okkar í dag og síðan jarðsett í Hlíðarendakirkjugarði í Fljótshlíð við hlið eiginmanns síns Ólafs Oddgeirssonar, sem lést 15. febr. 2012. Þaðan var móðir hennar og þar bjuggu for- feður hennar. Ég kveð Dóru með trega og eftirsjá eftir áratuga vináttu, sem aldrei bar skugga á. Við vorum báðar Inn-hlíðingar úr Fljótshlíð. Áttum vestureyfellska eiginmenn, að ætt og uppruna. Vorum bankastarfsmenn. Bjugg- um í Seljahverfinu . Vorum í Átt- hagaklúbbnum sem var fé- lagsskapur nokkurra vinkvenna, sem við stofnuðum til eftir að við fluttum til Reykjavíkur og áttum okkar eigin heimili. Þessi fé- lagsskapur hefur verið okkur öll- um ómetanlegur. Og nú eru þær ekki lengur með okkur systurnar frá Rauðaskriðum Kristín (d. 2. nóv. 1987) og Dóra. Þeirra er sárt saknað. Fyrir rúmum tuttugu ár- um áttum við Dóra þess kost að vera um tíma í námi hjá Barclays Bank í London. Þar sem Barcla- ys Bank bauð nemendum frá við- skiptabönkum sínum víðs vegar að úr heiminum. Meðan við dvöldum í London leigðum við saman íbúð og voru mennirnir okkar Einar og Ólafur með okk- ur. Þeir notuðu tímann sér til fróðleiks og ferðalaga. En við Dóra vorum í námskeiðum hjá Barclays Bank og þar var okkur boðið að skoða og fræðast um margt áhugavert, sem við hefð- um ekki annars átt kost á að sjá. Þetta var virkilega uppbyggjandi og nutum við þess báðar, áttum gott samstarf, sem enn frekar styrkti vináttu okkar. Þessi tími var okkur öllum einstök upplifun og ánægjulegur í alla staði. Oft síðan voru rifjaðar upp minning- ar frá þessum tíma. Dóra var heilsteyptur persónuleiki, elst þriggja systkina, sem voru alin upp af ástríkum foreldrum á menningarheimili í fallegu um- hverfi. Hún hafði góða nærveru, var í senn metnaðargjörn, vand- virk og hörkudugleg. Hún var fædd stjórnandi, hafði meðfædda hæfileika til mannlegra sam- skipta, félagslynd og víðsýn. All- staðar þar sem hún vann eða var í félögum var hún í ábyrgðar- og stjórnunarstöðu og stjórnaði með virðingu, festu og nærgætni. Leysti erfið mál svo allir máttu vel við una. Ung kynntist hún Ólafi Oddgeirssyni og saman röt- uðu þau hinn gullna meðalveg. Þau byggðu sér fallegt og nota- legt heimili í Stapaseli. Þar sem við nutum oft þeirra gestrisni og góðvildar. Hamingja þeirra í líf- inu var Þórunn og hennar maður Marteinn og börnin þeirra Berg- lind og Ólafur. Þau launuðu henni þann kærleik og umhyggju sem hún og þau hjón höfðu sýnt þeim og stóðu öll þétt saman, bæði nú og í margra ára heilsuleysi Óla. Ég votta þeim og ættingjum hennar og vinum mína innileg- ustu samúð. Með þökk fyrir þau forréttindi að hafa átt Dóru Ingv- arsdóttur að náinni vinkonu. Margrét Sigurðardóttir. Það er alltaf erfitt að kveðja góða vini en þá er gott að geta minnst allra góðu samverustund- anna. Ég minnist margra slíkra stunda með Dóru. Dóra varði mestum hluta æsku sinnar aust- ur í Fljótshlíð þar sem Markar- fljótið rann beljandi eftir söndun- um, útsýni til Eyjafjalla og Eyjafjallajökuls blasti við og Vestmannaeyjar gnæfðu í suðri langt úti í hafi. Dóra bar keim af umhverfinu, krafturinn og víð- sýnin einkenndu hana alla tíð. Við, nokkrar vinkonur úr Fljóts- hlíðinni, kynntumst henni fyrst í gegnum Kristínu, yngri systur hennar, sem var með okkur í skóla og á svipuðum aldri og við. Dóra kom inn í hópinn eftir að Kristín systir hennar féll frá og var það okkur öllum mikils virði. Þó að Dóra væri heldur eldri en við flestar breytti það því ekki að hún féll vel inni í hópinn og aflaði sér virðingar okkar allra. Dóra var gædd mörgum góðum hæfi- leikum og hún var fæddur stjórn- andi og starfaði sem slík í mörg ár auk þess að vera virk í fé- lagsmálum. Fyrir níu mánuðum greindist Dóra með alvarlegt krabbamein og vissi strax hvert stefndi. Hún tók veikindum sín- um af miklu æðruleysi og vildi enga vorkunn. Hún vildi lifa lífinu með fullri reisn allt til enda og það tókst henni. Ég minnist Dóru með mikilli eftirsjá og söknuði. Þórunni dóttur hennar og fjöl- skyldu sendi ég mínar innilegust samúðarkveðjur. Dagrún Þórðardóttir. Dóra Ingvarsdóttir er fallin frá. Aðeins tveimur árum eftir andlát Ólafs Oddgeirssonar eig- inmanns síns eða Óla afa eins og við kölluðum hann hér í götunni. Dóra var einstök, hún var leið- togi en einnig hrókur alls fagn- aðar og lífsgleðin skein af henni langar leiðir. Það var svo skemmtilegt að fylgjast með henni. Það var nefnilega þannig að Dóra náði að flétta saman far- sælan starfsferil og hamingjuríkt fjölskyldulíf. Hún sinnti anna- sömu starfi, nefndarstörfum og fundarsetum en fjölskyldan var þó alltaf í fyrirrúmi, barnabörnin tvö og heimilið. Dóra sat aldrei auðum hönd- um. Sótti sér nám í viðskipta- fræðum á miðjum aldri í Endur- menntun Háskóla Íslands og eins var hún mikill aðdáandi Íslend- ingasagna. Hún var farsæll stjórnandi sem bankastjóri Sel- jaútibús Búnaðarbankans og fær í mannlegum samskiptum. Dóra var heiðarleg, traust, vinnusöm, eins hélt hún tryggð við ræturn- ar, sveitina. Hún stundaði hesta- mennskuna eftir að vinnu lauk, þau hjónin áttu sveit í borg og á endanum gerðu þau sér annað heimili nálægt átthögunum. Dóra hjúkraði eiginmanninum hans síðustu ár og var hann í hennar faðmi þar til yfir lauk. Já, tíminn er naumur og allt í einu er hann búinn. Stuttu áður en Bjarni Rúnar frétti af veikindum Dóru dreymdi hann Óla afa. „ég horfði inn um stofugluggann þeirra úr herberg- inu mínu og þar var Óli afi að spila undurfagra tóna á píanóið“. Nú er Dóra komin til hans, um- vafin fögrum tónum, á góðum stað. Í minningunni er það brosið hennar og fasið sem yljar manni um hjartarætur. Hún sýndi fólki áhuga og fylgdist með. Þegar maður hugsar til Dóru koma kvenhetjur Íslendingasagnanna upp í hugann. Dóra er fyrirmynd sem maður lítur upp til og ynd- islegri nágranna hefði ekki verið hægt að hugsa sér. Við munum minnast þeirra hjóna með ást og virðingu. Góður Guð geymi ykkur Þór- unn, Matti, Berglind og Óli. Jónas Bjarnason, Margrét Pálsdóttir, Jórunn Pála, Bjarni Rúnar og Bergrós Fríða. Elsku besta vinkona. Það er komið að kveðjustund hjá okkur í bili en við eigum eftir að hittast aftur og mikið verður gaman þá. Þá verða hrossin í kringum okkur og margir útreiðartúrar. Við er- um búnar að þekkjast síðan haustið 1998 en þá komuð þið Óli með hross í tamningu í Stóra- Dal. Ekki vissi ég þá, enda aðeins sextán ára gömul, að vinátta okk- ar ætti eftir að verða svona mikil og djúp. Margar góðar stundir höfum við átt saman í hesthúsinu ykkar í Andvarahverfinu. Þar var mikið spjallað og mest um hesta. Þér fannst þú svo frjáls og varst svo glöð þegar við vorum í reiðtúr og alltaf kemur í huga mér þetta ljóð: Ég berst á fáki fráum fram um veg. Mót fjallahlíðum háum hleypi ég. Og golan kyssir kinn. Og á harða, harða spretti hendist áfram klárinn minn. (Hannes Hafstein) Þú varst svo stolt og svo glöð þegar þú ákvaðst að kaupa hana Snertingu af pabba og svo fórum við ógleymanlega hestaferð inn í Þórsmörk með Köru og þá Óla og Símon sem trúss. Þú varst einstaklega úrræða- góð og ef eitthvað bjátaði á var gott að ræða málin við þig. Yf- irleitt var hægt að finna lausn á málinu. Þá var voðalega gott að fá sér smá ís og kex á eftir. Þú eldaðir góðan mat og eitt sinn hafðir þú boðið góðri vinkonu okkar í mat. Hún borðaði svo mikið að eftir matinn lagðist hún á gólfið og hélt um magann. Þú hlóst svo mikið að þessu. Elsku Dóra, ég þakka þér fyrir allt, alla hvatningu vegna skólagöngu minnar bæði á Bifröst og á Hól- um auk söngskólans. Þú hvattir mig áfram og uppörvaðir ef ég var eitthvað efins um að ég væri að gera rétt. Djúp og varanleg vinátta er dýrmætari en veraldlegar viðurkenningar, og allt heimsins gull og silfur. Henni þarf ekki endilega alltaf að fylgja svo mörg orð heldur gagnkvæmt traust og raunveruleg umhyggja. Kærleikur, sem ekki yfirgefur. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku Þórunn, Matti, Berglind og Óli, missir ykkar er mikill. Ég votta ykkur mína dýpstu samúð og megi algóður Guð vera með ykkur, styrkja og leiða. Þín vinkona, Sigurrós Lilja.  Fleiri minningargreinar um Dóru Ingvarsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. MARS 2014 ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls föður okkar, bróður, tengdaföður, afa og langafa, SÍRA ARNGRÍMS JÓNSSONAR dr. theol. Hafliði Arngrímsson, Margrét Jóhanna Pálmadóttir, Kristín Arngrímsdóttir, Snæbjörn Arngrímsson, Susanne Torpe, Bergþóra Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐBJÖRN INGVAR JÓNSSON, Framnesi, Ásahreppi, andaðist á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, mánudaginn 17. mars. Jóna Guðbjörnsdóttir, Guðfinnur Gísli Þórðarson, Þórunn Guðbjörnsdóttir, Jón Þorsteinsson og barnabörn. ✝ Faðir okkar og bróðir, AÐALBJÖRN STEINGRÍMSSON húsasmíðameistari, lést þriðjudaginn 4. mars. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Fyrir hönd aðstandenda, Thelma Aðalbjörnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.